Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. JLINÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ff Gamli skólakórínn kom saman á nýjan leik eftir 30 ár, en í stað þess að fara að æfa söng fór hann að sinna sjúkum og ætlar nú að stofna heilsu- hæli. Kolbrún Karls- dóttir formaður rekur óvenjulega sögu kórs- ins fyrir Krístínu Marju Baldursdóttur og segir frá háleitum markmiðum hans. KOLBRÚN Karlsdóttir hefur í fjáröflunarskyni haldið námskeið í öllu sem hún kann nema að bursta tennurnar. Morgunblaðið/Golli S W l STAÐUR FYRIR MIG 06 JÓN SUMIR kórar syngja, aðrir kórar sinna sjúkum. Þegar kórfélagamir úr gamla skólakórnum í Hlíðardals- skóla komu saman á nýjan leik eftir 30 ára hlé til að syngja og skemmta sér höfðu þeir ekki hugmynd um að kórinn yrði að líkn- arstofnun þegar fram liðu stundir. Til að halda saman stofnuðu þeir félagið Bergmál fyrir þremur árum, en atvik höguðu því þannig að þeir fóru að sinna öldruðum og sjúkum. Nú er ætlun félagsins að setja á stofn vísi að heilsuhæli úti á landi þar sem krabbameinssjúklingar með fótavist geta dvalið í viku sér að kostnaðarlausu. í fjáröflunarskyni verður félagið með veitingasölu í Suðurhlíðarskóla við Suðurhlíð 36, í dag, sjómannadaginn. Kolbrún Karlsdóttir sem er formaður Berg- máls segir hér frá óvenjulegum ferli kórsins, en stundum virðist eins og honum sé stýrt að ofan. Kolbrún er búin að vera á ferð og flugi um allan bæ til að afla íjár þegar við hittumst. Það fer ekki á milli mála að hér er kjarnakona á ferð sem framkvæmir fljótt það sem henni dettur í hug. Kolbrún hefur það að atvinnu að kenna postulínsmálun og hún segist reyndar hafa haldið námskeið í fjár- öflunarskyni til líknarmála í öllu sem hún kunni nema að bursta tennum- ar. Meðan við skoðum saman tvö myndaalmbúm sem geyma flestar nýrri uppákomur gömlu kórfélag- anna segir hún mér frá kórnum og hvað hafi orðið til þess að hann varð að líknarstofnun. „Upphafið má rekja til söngstjór- ans okkar, hans Jóns Hjörleifs Jóns- sonar,“ segir Kolbrún. „Vegna hans var kórinn endurreistur og síðan æxluðust mál þannig að við gömlu kórfélagamir fórum að vinna saman og reyna að láta gott af okkur leiða. Allt byijaði þetta í Hlíðardalsskóla í Ölfusi fyrir 36 árum þar sem Jón Hjörleifur var söngstjóri skólakórs- ins. Upprisuhátíð Við kórfélagamir sem komum saman á nýjan leik fyrir sex árum höfðum verið saman á Hlíðardals- skóla veturinn 1958 til ’59. Ástæðan fyrir því að við hittumst aftur var sú, að herbergissystir mín sem þá bjó í Kanada var að koma til lands- ins og bað mig um að smala saman gömlu skólafélögunum. Við komum saman í stofunni hjá mér, 42 talsins, og sungum saman undir stjóm söngkennarans okkar góða, Jóns Hjörleifs Jónssonar. Jón fór upp á stól og stjómaði og við sungum gömlu söngskrána fullum hálsi eins og þessi 30 ár sem liðin vora hefðu aldrei verið til. Það var óskaplega gaman að hittast eftir öll þessi ár. Strákamir voru komnir með skegg og sumir orðnir hárlausir og við stelp- urnar margar farnar að líkjast Dolly Parton að ofan og orðnar örlítið mjaðmabreiðari. Við ákváðum að hittast aftur og þá fréttum við að Jón hefði slasast svo mikið að honum væri vart hugað líf. Okkur langaði til að hann vissi að við hefðum ekki gleymt honum, færðum honum gjöf á spítalann og ákváðum að halda honum hátíð ef hann næði bata. Ári síðar, eða á 67 ára afmælinu hans, héldum við svo „upprisuhátíð". Jón hélt að hann væri að fara út að borða með kon- unni sinni, en var þá drifinn upp í Suðurhlíðarskóla þar sem 244 mann- eskjur fögnuðu honum með húrra- hrópum. Þarna voru saman komnir nemendur úr Hlíðardalsskóla, kór sem hann stjórnaði í Hveragerði, samstarfsmenn og ættingjar. Þetta var sem sagt „súrprís" fyrir Jón.“ Farin heim En hver er skýringin á því að nemendur halda kennara sínum há- tíð 36 árum eftir að leiðir skiljast? „Jón er einstakur maður og ógleymanlegur þeim sem kynnast honum," segir Kolbrún. „Hann talar aldrei illa um nokkurn mann, vill öllum vel og er glaður og jákvæður. Ef hægt væri að setja hann á flösku væri hann gefinn sem heilsulyf. Hann var mér afar góður þegar ég var í Hlíðardalsskóla á sjötta áratugnum. Þetta var kristilegur skóli, enda rekinn af aðventistum, og á hveijum degi var ein- hveijum nemanda falið að fara með morgunbæn og borðbænir. Ég var bara venjuleg sveitastúlka, óvön slíkum bænum, og því kom það illa við mig þegar mér var falið eftir vikudvöl í skólanum að sjá um bænir í heilan dag. Ég lá andavaka nóttina áður en það skyldi gerast og um fjögur leytið ákvað ég að fara heim til mín. Ég bankaði upp á hjá Jóni, sem kom til dyra á rauða frottésloppnum sínum, og sagðist vera farin, ég væri bara komin til að kveðja hann. Hann tók því með hinni mestu ró og spurði hvort ég vildi ekki hress- ingu áður en ég legði í hann? Ég þáði það og hann gat haft mig ofan Þar sem ég var eini kvenmaður- inn og ráðríkust var ég með kassann GAMLI skólakórinn árið 1959 fyrir utan Hlíðardalsskóla ásamt söngstjóranum. af tiltækinu með því að lofa mér því að hann mundi sjá um bænirnar fyrir mig, sem hann og gerði. Ég er nú ekki viss um að allir hefðu tekið nemendum sínum svona vel um miðja nótt, en svona er Jón.“ Faðmlög Þótt leiðir gömlu skólafélaganna skildu héldu mörg þeirra samband- inu hvert við annað. „Við kynntumst hvert öðru svo vel í heimavistarskó- lanum því að við þurftum að vinna saman. Á þessum tíma var þarna ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, þannig að allt skemmtiefni var frumsamið. Við settum upp leikrit og óperettur og þarna steig til dæm- is Garðar Cortes sfn fyrstu skref sem óperusöngvari. Hann söng Carmen með frumsömdum texta á dönsku! Við vorum því náin eins og um systkin væri að ræða, þekktum hæfi- leika hvers annars og vorum glöð og ánægð ef eitthvert okkar blómstr- aði. Það er hægt að kaupa allt fyrir peninga nema ást, heilsu og vináttu. Og þótt ástin sé yndisleg er hún oft eins og bóla, en vináttan stendur allt af sér. Þegar „upprisuhátíð" Jóns var lið- in fórum við að tala um það hversu skemmtilegt það væri ef við gætum haldið hópinn og í október 1992 stofnuðum við félagið okkar, Berg- mál. Nafnið Bergmál átti að endur- spegla tilgang félagsins. í fyrsta lagi var þetta bergmál hins liðna, það er að segja æskunnar, í öðru lagi átti það að tákna tónaflóð því að við eram enn kór, og í þriðja lagi átti það að bergmála það sem him- inninn sagði okkur um trúna og kærleikann. Við erum öll bræður og systur. Við vorum um 24 stofnfélagar og þijú okkar voru sett í yfirstjórn, Karl Vignir Þorsteinsson, Ólafur Ólafsson og ég, og þar sem ég var eini kvenmaðurinn og ráðríkust var ég með kassann. Við fórum fljótlega að sinna eldra fólki og þeim sem vora einmana. Það eru svo ótrúlega margir einmana hér og það er margt sem kemur til. Börnin búa ef til vill erlendis eða að þau hafa ekki tíma til að heim- sækja foreldra sína. Við heimsækj- um fólkið og föram í árlega „heldri borgara“ ferð. Þá leigjum við rútu, förum dagsferð út á land og reynum að halda verðinu niðri. Þessar ferðir hafa veitt okkur öllum mikla ánægju. Eitt af fyrstu verkum okkar í Bergmáli var að gefa út söngbækur. Fyrsta bókin heitir Ferða-lög, hent- ug á ferðalögum, önnur Frost-Iög, með söngvum fyrir þorrablót og aðrar vetrarskemmtanir, og sú þriðja sem er enn ókomin út, á að heita Faðm-lög. Hún hentar vel á hátíða- stundum eins og í brúðkaupum og afmælum þegar fólk faðmast og fagnar. Hugmynd að ofan Það vorum við Ólafur sem unnum að útgáfu þessara söngbóka, en um svipað leyti veiktist hann af krabba- meini í blöðrahálsi. Hann átti dóttur og barnabarn í Danmörku og hann langaði mikið til að komast þangað á heilsuhæli. Á íslandi eru bæði góð sjúkrahús og læknalið, en langlegu- sjúklingar eiga ekki kost á neinni tilbreytingu í formi heilushælisvistar eða dvalar á sérhæfðum stað. Dvöl á dönsku heilsuhæli kostaði um 13 þúsund danskar krónur eða um 130 þúsund íslenskar og það voru engir peningar til í kassanum. t » ? i m i i i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.