Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Krínglunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bangladeshbúar á víkingahátíð? Grettir Tommi og Jenni Elsku ástin mín, Elsku besta ástin mín, Frá Sigrúnu Ásu Markúsdóttur og Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur: SVO HLJÓÐAÐI fyrisögn fréttar sem birtist á baksíðu Morgunblaðs- ins fímmtudaginn 8. júní. I fréttinni var látið að því liggja að forsendur tveggja Bangladeshbúa sem sýnt hafa áhuga á að sækja víkingahá- tíð hér á landi séu vafasamar, og að því leitt líkum að þeir séu í raun að fara fram á leyfí til búsetu hér. Þessi fullyrðing virðist af frétt- inni að dæma, einvörðungu studd með orðum starfsmanna hátíðar- innar sem furðaði sig á því hvaða erindi Bangladeshbúar hefðu á vík- ingahátíð, „þegar haft væri í huga að slík hátíð væri einkum ætluð Norðurlandabúum". Þessi undrun virtist nægilegt tilefni fyrir Morg- unblaðið til að birta ofangreinda frétt. Starfsmönnum blaðsins virð- ist ekki hafa þótt ástæða til að fá nánari staðfestingu á ferðum mann- anna frá þeim sjálfum eða upplýs- ingar um fyrirtækið sem þeir segj- ast starfa fyrir. Þó var annar mann- anna nafngreindur í fréttinni sem og fyrirtækið. Það vekur einnig athygli okkar að af fréttinni að dæma virðast orð starfsmannsins einnig hafa gefið Útlendingaeftirlitinu ástæðu til að kanna málið frekar. Þetta leiðir hugann að þeim kröf- um sem gerðar eru til þátttakenda hátíðarinnar, hvað varðar útlit og menningarlegan bakgrunn. Er for- krafa fyrir þátttöku að vera með norrænt vegabréf eða jafnvel há- vaxinn, ljóshærður og bláeygður með „norrænt blóð í æðum“? Forsvarsmenn víkingahátíðar- innar hafa lagt áherslu á að fimm- hundruð erlendir gestir sæki hátíð- ina og hafa bent á að þetta framtak skili töluverðum arði. Við íslending- ar höfum á undanförnum árum lagt gífurlega áherslu á aukinn ferða- mannastraum til landsins. Vert er að velta fyrir sér hvort yfírvöld og áhrifamiklir fjölmiðlar telji ástæðu til að gera greinarmun á milli ferða- manna og þá á hvaða forsendum hann sé byggður. Árið í ár hefur verið útnefnt ár umburðarlyndis af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar leggja áherslu á aukið upplýsinga- streymi milli hópa og þjóða og benda á að það sé grundvallarfor- senda fyrir gagnkvæmum skilningi og auknum jákvæðum samskiptum milli fólks. Telja forsvarsmenn há- tíðarinnar, útlendingaeftirlitið og Morgunblaðið, útilokað að áhugi Bangladeshbúanna á víkingahátíð- inni grundvallist á forvitni um fram- andi siði og menningu og þá stað- reynd að hér á íslandi sé enn að fínna fólk sem reynir að varðveita uppruna sinn og styrkja forna sjálfsmynd þjóðarinnar. Ár hvert ferðast þúsundir íslend- inga til annarra landa oftar en ekki í þeirri von að kynnast annarri menningu, við sækjum menningar- hátíðir og aðra atburði sem tengj- ast þeim löndum sem við ferðumst til. Okkur er spurn hvernig íslend- ingur tæki dylgjum eins og felast í ofangreindri frétt ef hann væri að sækja um þátttöku í menningar- hátíð Bangladesh. SIGRÚN ÁSA MARKÚ SDÓTTIR, Ingólfsstræti 4, Reykjavík, JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR, Vallarhúsum 22, Reykjavík. Oveður í týndri teskeið Frá Asgeir R. Helgason: MIKIÐ er gaman að vera búsettur í útlöndum og lesa Moggann á Netinu. Maður fær svo þægilega fjarlægð á dægurþrasið heima á Skerinu og getur velst um af hlátri yfír morgunkaffinu án þess að taka hlutina of nærri sér og fá vöðva- bólgu af niðurbældri reiði. Mogginn brást mér ekki frekar en fyrri dag- inn þegar ég smellti á grein eftir okkar ástsæla leikara, leikstjóra og leikritaskáld Kjartan Ragnars- son. Nú, nú, var nú enn einu sinni verið að flengja Súsönnu Svavars. Ég las og hló. Já því miður, ég hló, Því sjaldan hef ég séð nokkurn mann reiða jafnhátt til höggs og hitta jafnvel. Hann bókstaflega jarðaði Súsönnu greyið. Þetta var bara of „gott“ til að gera verið satt. Það hefði ég getað sagt mér sjálfur, engu síður en Kjartan. En ég var engu betri en hann, ég bók- staflega velti mér upp úr skítnum og engdist af hlátri. Ekki vegna þess að ég hefði neitt á móti Sú- sönnu (nema síður sé), við erum ágætis kunningjar svo langt sem það nær. Nei, ég hló af einberum skepnuskap. Sjaldan eða aldrei hef ég skammast mín jafnmikið fyrir sjálfum mér eins og eftir að hafa lesið svar Súsönnu. Auðvitað gat þetta ekki verið satt. Þetta var svo fáránlegt, hreint hallærislega aug- ljóst. Annaðhvort hafði konan veikst eða þetta hlutu að vera mi- stök. Og hvort heldur sem var, þá sagði það meira um veikleika míns eigin siðgæðis en nokkuð annað að ég skyldi njóta þess að velta mér upp úr skítnum. Ég bið þig forláts, Súsanna, um leið og ég þakka þér frábæra lexíu í siðfræði og mannasiðum. ÁSGEIRR. HELGASON, Professorsslingan 43, Stokkhólmi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.