Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Plöntur í pottum og kerjum wNÚ ÞEGAR sumar- blómin eru að da- koma á markaðinn fara margir garðeig- endur að skipuleggja útplöntun á þeim. En ekki eru þó allir með garð. Þeir sem hafa svalir geta auðveld- lega gert notalegt hjá sér þrátt fyr>r garðleysið. í verslun- um með vörur fyrir ræktendur fást ýms- ar gerðir af pottum og keijum úr plasti, timbri, leir og stein- steypu. Það er um gera að láta hug- myndaflugið ráða og rækta einnig í bölum, fötum eða þeim ílátum, sem fólk á í geymsl- um sínum og þá jafnvel mála þau í líflegum litum. Gefum lífinu lit! Plöntur njóta sín ekkert síður í keri en í beði. Ef rými leyfir er hægt að skapa tijálund á svölun- um eða við útidyrnar. Pottar og ker fara líka vel á útipallinum, möguleikamir eru óteljandi. Fyrr á tímum voru t.d. ávaxtatré tækt- uð í keijum í suðurlöndum. Á ís- landi getum við haft ýmsa runna t.d. rósakvist , himalajaeini, blá- topp eða ungt tré s.s. birki, sem síðar, þegar það verður of stórt til að hafa í potti, má gefa einhveijum sem er með garð eða sumarbústað. Þá fara vel í kollum og kirn- um ýmsar kryddjurtir og jafnvel græn- meti sem bæði má njóta og neyta. Það sem þarf að hafa í huga við val á keijum til ræktunar tijáa eða fjölærra blóma, er að kerin þoli að standa úti yfir veturinn, það er að segja séu frostþolin, ef ekki er mögu- leiki á að kom þeim fyrir inni yfir veturinn. Ker fyrir sumarblóm getum við tæmt og geymt inni. Ilátið þarf að hafa gat á botninum og rétt er að hafa grófa mold í botninum svo að vatn renni burt ef sumarið verður vætusamt. Huga þarf vel að vökvun, því í mikilli sól 'vill moldin þorna fljótt, sérstaklega ef pottarnir eru litlir. Áburðargjöf er nauðsynleg, um það bil teskeið af fljótandi blómaá- burði þrisvar á sumri. Við val á plöntum í kerin er um að gera að láta sköpunargleðina ráða. Þegar valin eru blóm í ker fer oft vel á að hafa hávaxið blóm í miðju t.d. tárablóm (fúksíu), möggubrá, meyja- blóma, garðakorn- blóm eða ’ glitfífil (dalíu). Með því er síðan sett lágvaxn- ara blóm svo sem brúðarauga (lobel- ía), skjaldflétta eða bergflétta, en marg- ar fleiri tegundir eru á markaðnum og alltaf koma nýjar tegundir, afbrigði og sortir. Mjög fallegt er að rækta fjölær blóm í pottum. Þá má hafa eina tegund í potti t.d. musterisblóm, austurlandalilju (brúsku, Hostu), geislablöðku, stjömublöðku eða steinbijóta, sem sóma sér mjög vel einstakar. Síðan er hægt að láta nokkra misstóra potta standa saman. Mjög skemmtilegt er að rækta húslauka (Sempervivum) í keri. Þeir eru með kringlóttar blað- hvirfíngar, sígrænir og oft með dökkrauða blaðjaðra. Þeir blómstra mjög fallegum og sér- kennilegum blómum, rauðum eða dökkbleikum á háum stönglum. Þeir em þurrkþolnir og þrífast best í sandblandaðri mold. Hafður er kúfur á pott- inum þannig að það myndist þúfa. Húslauk- ar fjölga sér þannig að það vaxa út hliðar- skot og á enda þeirra vex nýr laukur sem skýtur rótum. Þeir þekja þannig yfir- borðið fljótlega og nærri klæða það. Fleira er hægt að rækta í pottum. Má þar nefna jarðarber, steinselju, graslauk og annað krydd. Þá er bara að fara af stað í gróðrar- stöðvarnar og láta síðan hug- myndaflugið ráða. Að hausti þarf síðan að ganga frá pottunum fyrir veturinn. Ker með sumarblómum eru tæmd eins og fyrr getur, en leirkeijum með fjölærum blómum og runn- um þarf að koma fyrir á frost- lausum stað. Plastpottar og steypt ker þola að vera úti yfir veturinn. Leirpottar geta sprung- ið vegna þess að þeir halda í sér raka sem síðan frýs. Ef svalir eru yfirbyggðar og moldin nær að þorna fyrir veturinn gætu þeir þolað að standa úti. Einnig má láta pottana standa í óupphituð- um anddyrum eða bílskúrum þar til aftur fer að vora. BLOM VIKUNNAR 310. þáttur Umsjón Ágústa Rjörnsdóttir GÓLFFATAí nýju hlutverki sem blómapottur fyrir hnoðra. ÞETTA er hugmyndaflug, að rækta húslauka í borðstofustólnum. ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags SKÁK Umsjón Margcir Pctursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í sveitakeppni Mið- Evrópuþjóða í vor, Mitropa Cup. Alþjóðlegi meistarinn Andy Huss (2.415) frá Sviss var með hvítt og átti Ieik, en þýski alþjóðameistarinn Er- hard Schmittdiel SAUTJÁN ‘ ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Maarit Kerola, Kerolant 42 PPA 2, 69100 Kannus, Finland. ÞRJÁTÍU og fímm ára ísraeli með áhuga á nátt- úrulífí, menningu þjóða, ferðalögum, tónlist o.fl.: Yossi Cohen, Box 18449, IL-91183 Jerusalem, Isreal. (2.485) var með svart. 18. Rg6! og svartur gafst upp. LEIÐRETT Tónleikar eru í Seltjarnarneskirkju í frétt í laugardagsblaði um tónleika Sigrúnar Hjálmtýsdóttir og Bama- kórs Grensáskirkju næst- komandi mánudagskvöld sagði ranglega að tónleik- amir yrðu í Grensáskirkju. Þeir verða í Seltjamames- kirkju og hefjast kl. 20.30. Vondir menn í Vesturbæ KÆRI VELVAKANDI. Mig langar til þess að vekja máls á leiðinlegum atburði sem átti sér stað í gær. Sonur minn og ég fómm inn í Skeifu í gær og keyptum þar nýtt fjallahjól handa honum. Hjólið kostaði 46.000 krónur og sá ungi heim- sótti mömmu sína í vinn- unni til að sýna henni hjólið. Þetta var um klukkan hálf fjögur. Klukkan fímm fór hann á sundæfingu í Sundlaug Vesturbæjar og læsti hjólinu vel og vandlega með því að vefja lásnum utan um stellið og grindverk sem þarna er. Um klukkan hálf átta þegar halda átti heim á leið var hjólið horfið, lásinn klipptur í sundur og hefur hjólið ekki sést síðan. Hann naut þess að eiga hjólið tæpa tvo klukkutíma. Ég held þetta hljóti vera met! Af þessu mega menn draga þann lær- dóm að ekki sé óhætt að skilja reiðhjól eftir óvökt- uð á stæðum utan við almenna samkomustaði svo sem sundlaugar og kvikmyndahús. A nótt- unni ættu menn undan- tekningalaust að læsa hjólin inni í húsi. Hitt er svo mjög gremjulegt að hér í vest- urbæ ganga sögur um menn í Gamla vestur- bænum sem gera ungl- inga út til að stela hjólum og borga þeim 5.000 krónur fyrir. Fyrr í vetur hvarf okkur annað hjól frá sama stað. Ég lét nemendur mína í Hagaskóla frétta af þessu bæði með því að segja nokkrum þeirra frá og eins með því að hengja varlega orðaða tilkynningu upp. Innan við tólf tímum eftir að sagt var frá hvarfínu var hjólið komið aftur á þann stað þaðan sem það var tekið! Góð sambönd, eða hvað? Hjólið sem núna var stolið er Trek 830 MOUNTAIN TRACK með skiptingu í hand- föngunum, GRIP SHIFT, vínrautt að lit með króm- aða framlengingu á handföngunum. Mikið væri ljúft að sjá hjólið aftur fyrir framan Sund- laug Vesturbæjar. FIosi Kristjánsson aðsto ðarskólastj óri Hagaskóla. Nýja símaskráin HILDEGARD Þórhalls- son hringdi og kvartaði yfir nýju símaskránni. Hún telur að hún komi ekki að gagni því svo margar villur eru í henni og það er dýrt að hringja í 03, t.d. kostar ein mín- úta þar 28 krónur. Land- síminn mun því græða mikið á fólki vegna þess að það þarf að nota sím- ann stöðugt til að afla sér réttra upplýsinga um símanúmer. Henni fínnst símaskráin vera vörusvik við neytendur og gaman væri að vita hvað Neyt- endasamtökin hefðu að segja um þetta mál. Farsi „þcé> t/iLL nú bara. svo érlL ab þab er vistfrxbUega, rétt." Pennavinir Víkverji skrifar... EKKI VAR hægt að hrópa húrra fyrir lofthita í maímán- uði. En bjartur var hann og fagur, sem oft áður, hér á suðvesturhorn- inu. Og ljúft var að lifa þessa fögru vordaga og að fá að njóta þessa árvissa kraftaverks, sem vorkoman og vöknun lífríkisins í umhverfinu er. Vormenn íslands hétu þeir í munni manna, sem fyrr á tíð stóðu fyrir framfaramálum í samfélag- inu. Sem betur fer eru þeir, vor- mennirnir, fjölmargir enn í dag, sem leggja hendur á plóg framfara víðsvegar um samfélagið og þjóð- arbúskapinn. Já, það vorar í þjóðarbúskapn- um, þrátt fyrir ja-ha-háið hjá pósti og síma, eftir langan og strangan kreppuvetur. Okkur tókst að sá til uppskeru, sem vonandi verður ríkuleg. Guði sé lof að við átum ekki útsæðið, eins og skammsýnir vildu. XXX EKKI ERU allar fréttir vorlegar þessa dagana, það er já- kvæðrar ættar. Sumir flokka sinubruna, jafnvel um varptima, sem óvitaverk. Samt sem áður er um skemmdarverk að ræða, sem bitnar á gróður- og líf- ríkinu. En það flokkar vart nokkur maður það undir óvitaskap þegar drukknir einstaklingar aka stoln- um bíl á hvað sem fyrir verður í gróðurreitum Heiðmerkur, þar sem „grænir fingur“ unnu áratuga störf. Það er því miður að verða dag- legt brauð í þéttbýli að ráðist sé á eignir og einstaklinga, verðmæti skemmd, vegfarendur meiddir og rændir. Fólk er jafvel ekki öruggt í heimahúsum. í vikunni var greint frá krökk- um, vart af barnsaldri, sem veikir urðu af landadrykkju. Alls konar eiturlyf eru gróðalind óvandaðs fólks og vegvísir fómarlamba niður í svaðið — jafnvel í ótímabæran dauða. Viðbrögð samfélagsins eru ekki nægilega virk. Vettlingatök duga ekki í þessum efnum! xxx KAUPGLEÐI almennings eykst, segir Vísbending, vikurit um efnahagsmál. Ritið segir að innflutningur fyrstu þijá mánuði líðandi árs hafí verið fjórðungi meiri en á sama tíma í fyrra. Þar var fyrst og fremst um rekstrar- og fjárfesting- arvörur að ræða. Vélar og tæki til atvinnurekstrar voru flutt inn fyrir 2,5 milljarða króna á þessum tíma, sem er 40% aukning! Síðan segir ritið að eftirspurn almennings hafi og aukizt, sem leitt hafi til þess að innflutningur á neyzluvörum jókst stórlega. Bíla- innflutningur jókst, svo dæmi sé tekið, um 24% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Og Vísbending spáir því að „kaupgleði almennings muni aukast að miklum mun þegar líða tekur á árið“. Kaupgleði almennings vitnar um vaxandi bjarsýni landans. Rétt er samt að gefa gömlu heilræði horn- auga: Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Samfélaginu veitir sum sé ekki af því að nota byijandi hag- vöxt til að greiða niður samansafn- aðar skuldir og mynda nýja vara- sjóði - í stað þeirra tæmdu. xxx KJALARNESÞING hið forna skaut upp fréttakolli á dögunum. Vorþing eða héraðsþing hófust snemma á þjóðveldisöld. Elzt voru Kjalarnesþing í landnámi Ingólfs Arnarsonar og Þórsnessþing á Snæfellsnesi. Þing þessi stóðu í 4 til 7 daga í 5. og/eða 6. viku sum- ars. Bændur og landeigendur- voru skyldir til að mæta til lögskila. Hérðaðsþingin skiptust í sóknar: þing (dómþing) og skuldaþing. í dómi sátu 36 menn. Á skuldaþing- um luku menn gjöldum og fjölluðu um verðlag innan vorþingssóknar. Fjöldi vorþinga er ekki vitaður fyrir skiptingu landsins í fjórðunga um 965; þá voru þau 13 en fækk- aði fljótlega. En djúpt liggja rætur þinga á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.