Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 9 Formaður skólanefndar Brunamálaskóla Starfsemi skólans lögnm samkvæmt JÓN Viðar Matthíasson, fráfarandi formaður skólanefndar Brunamála- skólans, vísar því á bug sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina og í viðtali við Berg- stein Gizurarson brunamálastjóra sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að það hafi stangast á við lög að hefja starfsemi skólans á síðasta ári. Til þess hafi verið veitt ein millj- ón króna á fjáraukalögum og fyrir hafi legið yfirlýsingar félagsmálaráð- herra, formanns fjárlaganefndar Al- þingis, og fjármálastjóra félagsmála- ráðuneytisins um að skólastarfið gæti hafist á árinu og ekki væri verið að bijóta lög með setningu hans 24. nóvember síðastliðinn. „Það sem brunamálastjóri er að lýsa viðkomandi skólanum er engan veginn rétt. Það þurfti ítrekað að þræta við hann um hver ætti að fá umrædda milljón króna, en hann hélt því fram að peningarnir ættu að renna inn í stofnunina til greiðslu á launum starfsmanna stofnunarinn- ar eða annars sem stofnunin ætti að greiða. Nú hefur hann hins vegar lýst því yfír í fjölmiðlum að pening- arnir hafi verið fyrir skólann. Þetta lýsir starfsháttum brunamálastjóra. Þarna þóknast honum að taka millj- ónina á skólann og á hinum vettvang- inum þóknaðist honum að deila um hana, þó svo að komið væri bréf frá ráðuneytinu um að umrædd upphæð væri fyrir skólann. Það voru allir sem lögðust á eitt með að gera það mögu- legt að skólinn gæti tekið til starfa, nema brunamálastjóri sem reyndi að gera það ómögulegt," sagði Jón Við- ar. Eitthvað meira en lítið að Þeir Jón Viðar og Gísli Kr. Lórenz- son, fráfarandi fulltrúi Landssam- bands slökkviliðsmanna í stjórn Brunamálastofnunar, segja alrangar þær yfirlýsingar brunamálastjóra um að Hulda Finnbogadóttir, fráfarandi formaður stjórnar Brunamálastofn- unar, hafi ein átt í útistöðum við brunamálastjóra. Það sýndi glögg- lega afsögn allra stjórnarmanna, varamanna þeirra og aðal- og vara- manna í skólanefnd Brunamálaskól- ans, sem allir hafi sagt af sér vegna samstarfsörðugleika við brunamála- stjóra. „Það gekk fram af mér smábarna- háttur brunamálastjóra á stjórnar- fundi í gær [föstudag], þegar hann fagnaði því að stjórn stofnunarinnar væri að segja af sér. Ég er viss um að hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað var að gerast. Þetta finnst mér benda til þess að það sé eitthvað meira en lítið að. Þessi maður hefur leynt stjórnina upplýsingum, og jafn- vel má segja að vegna góðvildar stjórnarmanna hefur ekki verið höggvið frá sér, og það hefur ekki verið höggvið enn,“ sagði Gísli. Þess skal getið að í Morgunblaðinu í gær var Hulda Finnbogadóttir rang- lega sögð vera Jakobsdóttir og er beðist velvirðingar á því. Sjómannadagurinn í Reykjavík Dagskrá við höfnina frá kl. 13 DAGSKRÁ Sjómannadagsins í Reykjavík hefst þegar klukkan 8 þegar fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl. 11 hefst minningarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, minnist drukknaðra sjómanija. Sr. Jakob Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Blómsveigur verður lagður á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogs- kirkjugarði. Útihátíðahöld við höfnina Við Reykjavíkurhöfn verður boðið í skemmtisiglingu kl. 13 með skemmtiferðaskipinu Árnesi frá Faxagarði. Ávörp verða flutt kl. 14 og ræðumenn verða Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra, Arthur Bogason formaður Sambanda smá- bátaeigenda, Sævar Gunnarsson for- maður Sjómannasambands íslands og Guðmundur Hallvarðsson, alþing- ismaður og formaður Sjómannadags- ráðs sæmir aldraða sjómenn heiðurs- merki Sjómannadagsins. Þyrla Landhelgisgæzlunnar sýnir björgun og björgunarsveitir SVFÍ sýna ýmis átriði varðandi björgun o g björgunarbúnað. Koddaslagur, flekahlaup og kappróður skipshafna verður einnig meðal skemmtiatriða. Stórt tjald verður á svæðinu, þar sem boðið verður upp á kaffí, kökur, gos og sælgæti. Opið hús verður á dvalarheimilum aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði milli kl. 13.30 og 17 á sunnudag og frá kl. 9 til 16 á mánu- dag. Þar verður sýning og sala á handunnum munum Hrafnistufólks. Skip fá viðurkenningu Siglingamálastofnun veitir í dag áhöfn og eigendum sjö skipa viður- kenningu fyrir fyrirmyndar um- gengni um skip og öryggisbúnað. Þessi skip eru Guðmundur Ólafur ÓF-91, Ljósafell SU-70, Guðmundur VE-29, Gunnar Sigurðsson ÍS-13, Þorsteinn KE-10, Auðbjörg SH-197 og Hásteinn ÁR-8. Skráning í HI er svipuð og í fyrra SKRÁNINGU nemenda í Háskóla íslands fyrir haustmisseri lauk á fimmtudaginn. Þórður Kristinsson kennslustjóri sagði aðsóknina venju samkvæmt, en það hafi þó myndast dálítil örtröð eftir helgina. Ástæðan hafi verið sú að fram- haldsskólarnir hafi útskrifað nem- endur óvenju seint vegna verkfalls- ins. Brugðist hafí verið við því með því að framlengja skráningarfrestinn um tvo daga. Þórður segist reikna með svipuð- um fjölda nemenda og í fyrra, þótt nýnemum fjölgi alltaf eitthvað ár frá ári. „Vegna annríkis við brautskrán- inguna fáum við líklega ekki að sjá neinar tölur fyrr en í byijun júlí,“ bætir hann við. Ekki er öll von úti fyrir þá sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. Enn hægt að skrá sig „Fólk sem af einhveijum ástæðum hefur ekki náð að skrá sig þrátt fyr- ir vel auglýstan skráningartíma, get- ur lagt inn beiðni um skráningu og hún verður þá tekin fyrir,“ segir Þórður. „Það verður þó ekki tekið við neinum slíkum beiðnum eftir 20. ágúst." FRÉTTIR Hálfrar aldar afmælis UA minnst með veglegiim hætti Morgunblaðið/Rúnar Þór UM 1.200 gestir voru viðstaddir 50 ára afmælisveislu Útgerðarfélags Akureyringa. Verðmætasta eign félagsins undir einu þaki HÁLFRAR aldar afmælis Út- gerðarfélags Akureyringa var minnst með veglegri veislu sem haldin var í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. Um 1.200 gestir sóttu veisluna, allt starfsfólk félagsins ásamt mök- um auk fjölda gesta. Verðmætasta eignin Gunnar Ragnars fram- kvæmdastjóri félagsins minnt- ist upphafsins í ávarpi sínu og sagði að oft væru eignir þess taldar í skipum og fasteignum, „en nú eru saman komin á ein- um og sama stað verðmætasta eign félagsins þegar nær allt starfsfólk þess er hér undir einu þaki í tilefni þessara tíma- móta,“ sagði framkvæmda- stjórinn og bætti við að sérlega ánægjulegt væri að margir af eldri starfsmönnum ÚA, þeir sem átt hefðu sinn þátt í að leggja „stein undir framtíðar- höll“ og vísaði í heiti bókarinn- ar um 50 ára sögu ÚA. „Félag- ið hefur átt því láni að fagna að hafa ætíð haft á að skipa tryggu starfsfólki sem margt hefur unnið hjá því áratugum saman.“ Gunnar afhenti Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra eintak af sögu Ú A eftir Jón Hjaltason. Ráðherrann sagði veisluna í samræmi við liið inikla afl sem einkennt hefði Útgerðarfélag Akureyringa á liðnum árum. Það hefði verið forystuafl í íslenskum sjávarút- vegi um langa hríð og framsýni og áræðni höfð að leiðarljósi við stjórnun þess. „í mínum huga er það eitt orð sem lýsir félaginu og það er myndar- skapur,“ sagði Þorsteinn og flutti ÚA og starfsfólki þess árnaðaróskir ríkisstjórnarinn- ar. Konurnar ómissandi Forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar, Sigfríður Þorsteinsdótt- ir sagði m.a. í ávarpi sínu í veislunni að frá upphafi hefðu miklar vonir verið bundnar við að stofnun Útgerðarfélags Ak- ureyringa bryti blað í atvinnu- sögu Akureyringa og það hefði ekki brugðist, félagið hefði ver- ið og væri hornsteinn í atvinnu- lífi bæjarins. Hún sagði konur ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra lítur yfir veislu- borðið, en einnig má þekkja þær Guðríði Eiríksdóttur, eigin- konu Gunnars Ragnars, Lindu Björnsson, eiginkonu Jakobs Björnssonar bæjarstjóra á Akureyri, á myndinni. genga mikilvægu hlutverki í starfsemi Ú A, þær væru jafn ómissandi og fiskurinn sjálfur og ættu sinn þátt í þeim fjölda viðurkenninga sem félagið hefði fengið á liðnum árum fyrir góða framleiðslu. Óskar Ægir Benediktsson formaður starfsmannafélags ÚA sagði stjórnendur fyrirtæk- isins hafa á því skilning að til að ná góðum hagnaði þyrfti gott starfsfólk og nefndi hann m.a. að allur aðbúnaður á vinnustað væri til fyrirmyndar. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði að loknu borð- haldi, m.a. sungu Borgardætur fyrir viðstadda, einnig hinir siglfirsku Fílapenslar, Jóhann- es Kristjánsson eftirherma lék á alls oddi og þá komu félagar úr Karlakór Ákureyrar-Geysi fram og sungu nokkur lög. Veislustjóri var Sunna Borg leikari. Dansað var við und- irleik tveggja hljómveita, í aðal- salnum lék „Norðan þrír" ásamt Ragnari Bjarnasyni en í kaffiteríu á efri hæð lék Kvart- ett Kristjáns Eldelsteins jass- lög. ÞAU skemmtu sér konunglega í veislunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.