Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UMGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS Slepptu þessu •„Einu sinni vorum við með veiði- eftirlitsmann um borð,“ segir sjó- maður við Vesturland, „og ég var að vandræðast með dauðan fisk sem ég hefði hent strax ef eftirlits- maðurinn hefði ekki verið um borð. Hann kom þá til min og sagði: „Slepptu þessu.“ Ég hváði og hann endurtók: „Slepptu þessu," þannig að að ég henti þessu náttúrulega fyrir borð,“ sagði sjómaðurinn. Hann sagði að fiskurinn hefði verið dauður en þó markaðsvara. Meginhluti útkastsins dauður ÚTKASTIÐ er að langmestum hluta dautt, að mati Guðna Þor- steinssonar fiskifræðings, veið- arfærasérfræðings Hafrann- sóknastofnunar. Hann telur að fiskur sem veiddur er á hand- færi eigi mestu möguleikana á því að lifa ef honum er hent strax. Víða er verið að rannsaka möguleika fisks til að lifa en lítið komið af beinum niðurstöð- um. Guðni Þorsteinsson segir að steinbítur geti spjarað sig þó honum sé kastað og hugsanlega einhver hluti þorsksins. Honum verði þó að fleygja strax, ekki þýði að hrúga honum upp á millidekki og kasta seinna. Ysan þoli illa hnjask og drepist öll. Hann segir að fiskurinn þoli almennt illa löng tog og drepist einnig frekar þegar hann lendir með öðru, t.d. í humar- og rækj- utroll. Þá segir hann að karfinn drepist í miðjum sjó. Gerðar hafí verið tilraunir með að hífa hægt en án árangurs, karfinn geti ekki aðlagast þrýstings- breytingunni. Athuganir Guðna sýna að minnstur hluti smárækju sem sigtuð er í sjóinn lifi það af. Þá hefur hann áhyggjur af humrinum sem kastað er út- Eins og að henda hálfuni laununum VIÐ bölvum mikið þegar við tölum um þetta um borð í skipunum, en enginn getur sagt neitt. Manni er sparkað ef maður neitar að vinna þetta verk. Það er til nóg af mönnum sem vilja komast á sjó,“ sagði ungur sjó- maður sem blaðamaður hitti ásamt félaga hans á smábáta- bryggjunni. Þeir sögðust vera á smábátum um þessar mundir en báðir hefðu verið á ýmsum bátum og togurum. Skipstjórarnir ráða sífellt minna Og ekki stendur á sögunum: „Ég var á línubát í vor. Við vorum þorskkvótalausir og í viðskiptum við saltfiskverkun. Við áttum að vera að reyna við keilu en helming- ur aflans var þorskur og við urðum að henda öllu undir 60-70 sentí- metrum," sagði annar sjómaður- inn. Þeir segja að stundum komi upp togstreita milli skipstjórans og út- gerðarmannsins. Skipstjórinn vilji hirða allt en útgerðarmaðurinn krefjist þess að hann komi með ákveðinn físk að landi. „Skipstjór- amir virðast sífellt ráða minna. Sjómenn eru óhressir með að henda físki því það er eins og að henda hálfum laununum okkar í sjóinn.“ Slepptum 20 tonnum niður úr tveggja báta trolli Félagamir telja að mesta hætt- an á því að físki sé fleygt sé á togveiðum. Þá sjái jafnframt allir fískinn á dekki áður en honum er mokað út. „Ég var á tveggja báta trolli í fyrravor. Einu sinni komu 20 tonn af þorski þegar við vorum að reyna við ufsa. Skipstjórinn reyndi að fá þorskkvóta gegn því að láta fískinn á 5 krónur kílóið en ekkert gekk. Það endaði með því að hann varð að sleppa öllu niður eftir að hafa verið með troll- ið á síðunni í marga klukkutíma.“ „Það er maður að sunnan að beita fyrir mig en hann hafði verið á línubát með beitningarvél að reyna við steinbít. Hann segir að tveir þriðju hlutar aflans hafí verið þorskur og hann var allur sleginn af. Þeir komu með 70 tonn af stein- bít en hann segir að tvöfalt það magn hefði farið í hafíð,“ segir annar smábátasjómaðurinn. Taka þeir þó fram að ekki sé hægt að alhæfa út frá þessum dæmum, ekki sé sama hvaða bátur eigi í hlut. Kvótakerfið er farið að virka öfugt „Þetta viðgengst einnig á neta- bátum. Farið er að róa með 9 tommu riðil og margir hirða bara lífblóðgaðan þorsk yfír 10 kg. Segja að það sé kjaraskerðing að koma með annað í land. Kvótakerf- ið er farið að virka öfugt þegar það ýtir mönnum út í svona hluti.“ „Það er svakalegt að þurfa að eltast við þorskinn allan veturinn, sækja í hvaða veðri sem er. Þegar svo blíðan kemur og nóg er af þorski er kvótinn búinn og allur þorskur sleginn af. Helst þyrfti að takmarka veiðar þessara báta yfír veturinn en það getur verið erfítt, því erfítt er að festa hendur á þorskinum." A HANDFÆRUM. (Mynd úr safni Morgunblaðsins.) byrðis, hann hafi skrapast mik- ið í trollinu. Brotni humarinn drepst og stór hluti af kven- humrinum sem menn eru þó skyldugir að fleygja. Eins telur hann að kolinn, sem kemur í humartrollin og er kastað, lifi ekki. Handfærafiskur getur lifað Það er helst að fiskur sem veiddur er á handfæri lifi með- ferðina, sérstaklega ef hann er veiddur á grunnu vatni. Trillu- karlar eru eins og kunnugt er skyldugir að sleppa undirmáls- fiski sem veiðist á handfæri. Og hann segir að sjómenn á krókabátum geti nuddað loftið úr þorski sem veiddur er dýpra eða stungið á belginn til þess að fá hann tii að sökkva og þá geti hann haft það af. Loks getur Guðni þess að rannsóknir hans sýni að lítill hluti þorsks, aðallega smáfisks, sem sleppi úr veiðarfærum drepist en mun meira af ýsunni því hún sé viðkvæmari. Fljótandi þorskur ÞORSKUR flaut út um allt eftir að rækjuskipið losaði sig við hann um 50 mílur norður af Hornbjargi seint í fyrra- sumar, eins og sést á þessari mynd sem einn skipverjinn tók og birti í Fiskifréttum í mars- mánuði. Að því er fram kom í blaðinu sagði umræddur skipveiji að 12-14 skip hafi verið á rækjuveiðum samtímis á þessu svæðiog flest fengið fisk í trollið. Áætlar hann að 100-150 tonn af þorski hafi þannig farið forgörðum í þetta sinn. Verðmæti 150 tonna af þorski miðað við 85 kr. á kíló á fiskmarkaði er tæpar 13 milljónir kr. Henda gnlli fyrir skít AÐ ER miklu hent af þorski. Ég get nefnt dæmi um að í einum túr var hent um 40 tonnum af þorski og 70 tonn hirt. Það skipt- ir þúsundum tonna sem er hent í heildina,“ segir sjómaður sem hefur aldarfjórðungs reynslu af togveið- um. Hann hefur stundað sjóinn frá unga aldri og bæði verið á trollbátum og stærstu togurum. Hirða hentugasta fiskinn Hann segir að á vinnsluskipunum sé yfirleitt bara hirtur fískur af milli- stærð. Vinnslan og verkunin verði alltaf ráðandi á þeim skipum. Menn séu ekki að eyða tíma í að handflaka stóra þorskinn heldur hirði bara hen- tugasta fiskinn fyrir vinnsluna. „Ég tel að það hafí orðið afturför við að fara út í vinnslu úti í sjó. Kvótakerf- ið er helstefna og virkar tortímandi á fiskistofnana. Það hefur þau áhrif að menn hirða bara það besta og henda hinu.“ En hvað um bátaflotann? „Ég held að það sé mestu hent af neta- og snurvoðarbátum. Það er öllum dauðblóðguðum físki hent á netabátunum. Þeir hirða bara gull- molana. Ef við erum nálægt neta- svæðum lendum við í því að fá hræ í trollið. Þetta er eins og á humrin- um. Þeir hirða bara besta humarinn, hitt fer aftur í sjóinn." Hendum öllu undir 4 kg. - Hvað er miklu hent á þínu skipi? „Ég hef lent í því að henda jafn- vel 60% af aflanum fyrir borð. Ef kvótinn er búinn og þetta er meðfisk- ur fer hann allur út aftur. Þegar kvótaárinu var að ljúka í fyrrasumar vorum við að eltast við ýsu. Það komu blönduð hol og um helmingur aflans var þorskur. Honum var öllum hent fyrir borð.“ Sjómaðurinn segir að nú hendi þeir öllum þorski sem ekki nær því að vera 4 kíló og þar yfir. „Við erum nokkuð vel stæðir í kvóta en samt hentum við að minnsta kosti 150 tonnum af þorski í vetur. Þeir sem hafa minni kvóta henda meira.“ Sjómaðurinn telur að menn hendi físki fyrst og fremst til að hámarka arðinn af kvótanum. Þfeir komi ekki méð fisk að landi til þess eins að fá sekt og sviptingu veiðileyfís. Kvóta- samsetning og hvaða veiðar eru stundaðar hafa einnig áhrif á hvort fiski er hent. „Þegar menn eiga lít- inn þorskkvóta og eru til dæmis að eltast við ufsa þá er þorskinum hent. Menn henda gulli fyrir skít, ef svo má segja. Það er engum sjómanni vel við að henda físki. Það sjá allir eftir því að henda verðmætum. Það er enginn ánægður, en nauðsyn brýt- ur lög.“ Kvótastaðan er öllum Ijós - Hver ákveður að fiski sé hent? „Þetta eru samantekin ráð. Það fylgjast allir um borð með því hver kvótastaðan er og menn vita nokkuð að hveiju þeir ganga. Auðvitað er það skipstjórinn sem tekur svo ákvörðun. Hann segir kannski að við tökum allt undir fjórum kílóum út við hirðum nokkur kör af tvö kíló og yfir.“ Það hefur komið fyrir að sjómað- urinn hafí tekið þátt í að landa þorski með einu eða tveimur lögum af ann- arri tegund efst í karinu. Þó hefur dregið úr því í seinni tíð. „Þetta þýðir auðvitað ekki að gera viðjlisk sem fer á markað. Menn leysa verð- lagninguna þannig að borga vel fyr- ir þorskinn sem er skráður inn og svo er fundið gott meðalverð á hitt. Það verður að vera samstarf á milli útgerðar og verkunar til að þetta sé hægt.“ Meira í sjóinn með minni kvóta - Hvort er meira eða minna hent eftir að aflaheimildir minnkuðu? „Allur samdráttur á kvóta hefur kallað á að meira hefur verið hent. Það er reynt að fínna aðrar tegund- ir en þorsk, en svo er bara þorskur um allan sjó! Mismunurinn á þorskk- vótanum nú og fyrir niðurskurð ligg- ur í dauðum þorski sem er hent fyr- ir borð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.