Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 52
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 MOROUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skaðabótalög Þingnefnd vill end- urskoðun ALLSHERJARNEFND Alþingis hefur óskað eftir því við Gest Jóns- son hæstaréttarlögmann og Gunn- laug Claessen hæstaréttardómara að þeir taki að nýju til skoðunar athugun sem þeir gerðu í fyrra á skaðabótalögum nr. 50 frá árinu 1993, að tilhlutan dómsmálaráð- herra. Sólveig Pétursdóttir, formaður allsheijarnefndar, sagði að með dómi hæstaréttar frá 30. mars hefðu forsendur breyst frá því að Alþingi afgreiddi málið og því væri nauðsynlegt að skoða það að nýju. Hún sagði að það færi eftir niður- stöðu tvímenninganna hvort lagt yrði fram frumvarp til breytinga á skaðabótalögum. Hópur lögmanna hefur að undan- förnu gagnrýnt skaðabótalögin og haldið því fram að mistök hafi ver- ið gerð við lagasetninguna. V ínveitingastaðir • Þreföldun á tíu ára tímabili ÞRJÚ hundruð og fimmtíu vínveit- ingahús voru á landinu öllu í maí síðastliðnum, samkvæmt könnun sem dómsmálaráðuneytið fram- kvæmdi og þar af voru 138 í Reykjavík. Fjöldi vínveitingahúsa hefur rúmlega þrefaldast á tíu ára tímabili frá árinu 1985 og gildir það hvort sem litið er til alls landsins eða Reykjavíkurborgar einnar. Þessar upplýsingar koma fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Svavars Gestssonar, alþingis- manns, á Alþingi. í árslok 1980 voru vínveitingastaðir á landinu öllu 42 og í Reykjavík 18 talsins. Fimm árum síðar eða í árslok 1985 voru vínveitingastaðir á landinu öllu 104, þar af í Reykjavík 43 og í árslok 1990 voru vínveitingastaðir 206 á öllu landinu og 91 í Reykjavík. Sjómenn gera klárt SJÓMENN víðaumland hafa beðið þess með óþreyju að komast á sjó, en sjómenn hafa verið í verkfalli síðan 25. maí. Eitthvað hefur verið um það í verkfallinu að sjó- menn hafi notað tímann til að dytta aðskipuin og veið- arfærum. A föstudaginn tóku skip í Þorlákshöfn ís og gerðu klárt fyrir brott- för. Kristinn Pálsson, í verkfallsstjórn sjómanna, sagði þessa vinnu verkfalls- brot. Hann sagðist vita að sjómenn víðar en í Þorláks- höfn hefðu verið að gera klárt á föstudaginn. „Þetta er það sem við köllum fyrir- tíðaspénnu. Menn eru óþol- inmóðir og vilja komast sem fyrst á sjóinn.“ Morgunblaðið/RAX Félagsmálaráðherra um lán til fyrstu íbúðarkaupa Húsbréfalán hækkað í 7 0% PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra lýsti því yfir við utandag- skrárumræðu um húsnæðismál á Alþingi í gær að hann myndi á næstu dögum undirrita reglugerð um að hækka lánshlutfall húsbréfa- lána upp í 70% af kaupverði íbúð- ar, þegar um fyrstu húsnæðiskaup fólks væri að ræða. Hann sagði að ekki væri þó í undirbúningi að hækka lánshlutfall til kaupa á stærri íbúðum. Horfið frá loforðum Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver- andi félagsmálaráðherra, sagði að með þessu væri ráðherrann að hverfa frá fyrri loforðum og yfirlýs- ingum framsóknarmanna, sem hefðu boðað. hækkun lánshlutfalls- ins úr 65%, eins og nú er, í 75%. Jóhanna óskaði eftir annarri umræðu eftir helgi, þar sem félags- málaráðherra útskýrði hvernig skil- greint yrði hversu stóra íbúð mætti kaupa með 70% lánshlutfalli, og hvernig fjármagna ætti hækkunina. Morgunblaðið/Þorkell Sjómenn fullyrða að míklu af fiski sé fleygt SJÓMENN í sjávarplássum víðsvegar um landið fullyrða að miklu af fiski sé fleygt af fiskiskipun- um. Flestir af tugum sjómanna úr öllum greinum fiskveiða, sem blaðamenn Morgunblaðsins hafa rætt við um þessi mál undanfarna daga, hafa sjálfír tekið þátt í því að henda fiski útbyrðis, sumir viðurkenna að hafa gert það í stórum stíl og allir vita auk þess um fjölda annarra tilvika þar sem það hefur verið gert. Af þessum samtölum að dæma er það mis- jafnt milli skipa hvernig staðið er að málum. Virðast vera minni líkur á að físki sé hent af skipum kvótasterkra útgerða en þeirra sem lítinn kvóta hafa. Kvótakerfíð er algengasta skýring á því að fiski sé fleygt. Hins vegar ber mönnum ekki að öllu leyti saman um hvort það hafi auk- ist. Margir halda því fram að útkast hafi stórauk- ist með minnkandi þorskkvóta og sumir meta Jjað svo að jafnmikið sé veitt og fyrir síðustu Kvótaskerðingu en mismuninum sé hent. Mikið er um að skipstjórar telji sig verða að henda fiski vegna þess að þeir eigi ekki kvóta fyrir honum. Þeir eru að reyna við t.d. ýsu eða ufsa og fá þorsk sem þeir henda. Sama gildir um rækjuskip- in, þau eru oft þorskkvótalaus og er aflanum hent þegar veiðist þorskur í stað rækju. Benda menn á að þeir geti ekki landað þessum fiski þar sem þeim verði þá refsað með fjársektum og jafnvel veiðileyfamissi. Þá segjast margir tapa á því að leigja kvóta til að geta landað fiskinum. Talað um rányrkju Verulegur hluti undirmálsfisksins, t.d. þorskur undir 50 sm, virðist ekki skila sér að landi, þó að skoðanir séu skiptar um það hversu hátt hlut- fallið er. Þá er viðurkennt að netabátar henda skemmda fiskin,um, landa aðeins lifandi blóðguð- um físki þó vitað sé að stundum er hluti þorsks- ins dauður í netunum. Sjómenn tala um rányrkju í karfastofninum. Sum skip henda öllum smákarfa undir hálfu kílói og þegar fiskað er í siglingar er aðeins besti karfinn hirtur. Miklar lýsingar eru af karfaseiða- drápi rækjuskipa. Misjafnt er hvað hirt er af meðafla, það ér tegundum sem slæðast í veiðarfærin á öðrum veiðum. Á sumum skipum er fiskurinn flokkaður og allt hirt sem mögulegt er að nýta en á öðrum er öllum meðafla hent. Þá benda viðmælendur á tvilembingstrollin sem tvö skip draga en annað vinnur úr aflanum. Segja að þau séu tímaskekkja því stundum komi allt of stór höl fyrir vinnsluna. Sjómenn hafa áhyggjur af því sem þeir kalla rányrkju í Barents.- hafi á síðasta ári, þar sem vinnsluskip veiddu miklu meira en vinnslan um borð réð við. Einnig er talað um að of stór hluti aflans á úthafskarfa- veiðunum á Reykjaneshrygg fari aftur í hafið. ■ Fiskur fyrir borð/10-19 Arnar á „skotæfingu“ ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu leikur gegn Ungverjum í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsmennirnir mættu í Keiluhöllina í Öskju- hlíð í gær og tóku létta vskotæfingu.“ Islenska landsliðið sigraði Ungverja 2:0 í undankeppni HM fyrir tveimur árum en ungverska liðið sigraði Svía 1:0 í síðasta leik sínum í Búdapest. A myndinni er það Arnar Gunnlaugsson sem þeytir kúlunni, en hann hefur skor- að i síðustu tveimur lands- leikjum, gegn Svíum og Chile. ■ Landsliðið/49

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.