Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU mánuðina hefur verið uppi viðamikil sýning | á verkum hins heimskunna málara Asger Jom (1914- 1973) í Lousiana safninu við Humíebæk, og lýkur henni 5. júní verði hún ekki framlengd. Jom mun vera nafnkunnasti nor- ræni málarinn meðal hérlendra, fyr- ir utan Edvard Munch (1863- 1944), en samt era þeir furðu lítið þekktir af yngri kynslóðum, og jafn- vel era til þeir nemendur við MHÍ, sem aldrei hafa heyrt ijölgjörninga- manninn Per Kirkeby (f.1938) nefndan á nafn (!) hvað þá séð verk eftir hann, sem mun þó virtastur norrænna myndlistarmanna nú um stundir. Það er langur vegur frá Munch til Joms, og þó segja megi að Kirkeby máli að sumu leyti undir áhrifum frá Jom, éra allir þessir listamenn mjög ólíkir. En þrennt eiga þeir þó sameiginlegt, sem er innsæið, slagkrafturinn og fjöl- breytnin ásamt því að allir vora þeir vel ritfærir, og hér er Kirkeby sér á báti með útgáfu fjölda bóka um listir og listamenn. Þá má halda því fram, að norræn birta og fersk- leiki einkenni myndir þeirra allra, en samt teljast þeir mjög alþjóðleg- ir í verkum sínum, og Munch er meira að segja um margt brautryðj- andi hins úthverfa innsæis, þ.e. expressjónismans. Asger Jom var svo einn af lykil- mönnum Cobra-hópsins, sem rækt- aði framorkuna og hinar innhverfu umbúðalausu kenndir í anda Munchs og Noldes með miklum ágætum, og Kirkeby telst einn af fulltrúum postmódernismans í Evr- ópu auk þess að vera málsvari Flux- us-hreyfingarinnar og framkvöðull gjöminga (Happeninga). Sýningin á Lousiana er hin þriðja í röðinni á verkum Joms, sem safn- ið stendur að, en hin fyrsta var haldin 1965 er hann stóð á hátindi_ frægðar sinnar. Sú næsta var hald- in skömmu eftir ótímabært andlát hans úr krabbameini árið 1973, og eru þannig 22 ár síðan, svo þessi var meira en tímabær því frægðar- sól hans hækkar stöðugt á lofti. Það era einungis hundrað myndir á sýningunni, sem telst ekki mikið í ljósi þess hve maðurinn var af- kastamikill. Magnið var honum mikið atriði, og þannig var hann stöðugt að, starfsorku hans var við- bragðið og hann hlífði sér hvergi hvorki í listinni né margs konar hliðarstarfsemi tengdri henni, ásamt óþijótandi áhuga á norrænni menningarsögu. Hann lagði mikla vinnu í að vekja athygli á fomnorr- ænni menningu, taldi hana yfir 30 þúsund ára gamla og stóð í bókaút- gáfu um hana, en einungis tvö hefti af 12 fyrirhugðum sáu dagsins ljós. Vora honum það mikil vonbrigði hve áhuginn var takmarkaður, hve mörg ljón vora í veginum og þá einkum varðandi íjármögnun útgáf- unnar. Hann var sér mjög meðvitað- ur um norræna sögu, goðafræði og hvers konar duldir og það kom snemma fram í myndum hans. Áhugi hans er þeim mun eftirtekt- arverðari, þegar þess er gætt að skólun hans telst ekki mikil, hvorki almenn né listaskólanám. Asger Jörgensen, sem seinna tók sér nafnið Asger Jom, var fæddur í Vejram á Vestur-Jótlandi. Kenn- aramir foreldrar hans vora báðir af bændaættum og kynntust er þau kenndu samtímis við skólann í Vildbjerg, en föðursins naut ekki lengi við því hann veiktist skyndi- lega og dó, 12 áram seinna. Maren kona hans stóð þá ein uppi, og mátti framfleyta sér og bömunum sex á rýram eftirlaunum. Þrem áram seinna flutti hún til Silkiborg- ^ ar þar sem menntunarmöguleikam- ir voru betri fyrir ungviðið, og inn- ritaðist Jom í menntaskólann, en alvarlegur sjúkdómur neyddi hann til að hætta námi ári seinna. Þegar hann hafði náð sér hóf hann fimm ára kennaraskólanám og naut fræðslu á mjög breiðum grandvelli í tungumálum, bókmenntum, sögu, „SJÚKLEG þrá hinna björtu ofurtilfinninga" (1970), er gott dæmi um óheftan litaríkdóm málverka Jorns síðustu árin. Asger Jorn Hann var mjög meðvitaður um norræna sögu, goðafræði og hvers konar duldir og það kom snemma fram í myndum — ■ hans, segir Bragi Asgeirsson í tilefni af sýningu málarans Asger Jom í Louisiana safninu við Humlebæk. ASGER Jom heldur til Parísar á mótorhjóli 1936. í baksætinu er vinkona hans Kirsten Lyngborg. JORN fór hamfömm í myndsköpun sinni. Hér er hann á Vespu við gerð stóm veggskreytingarinnar í Menntaskólanum í Árósum. „TAP miðjunnar.“ (1958) VEGGSKREYTINGIN reyndist svo ævintýraheimur, iðandi af dularmögnum og ófresku lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.