Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 23 Islenskir unglingar fóru allt í einu að klæða sig eftir veðráttu. Það komst í tísku. átti að sýna okkur á táknrænan hátt að það sama gildir um starfið í fyrirtækinu. Samhljómurinn heyrist þegar allir vinna að sama markmiði. Starfsmenn taka allir þátt í verkefninu og fá upplýsingar um það sem er að gerast. Með ýmsu móti reynum við að gæta þess að það séu ætíð tengsl á milli starfs- fólks á skrifstofu og í verksmiðj- unni. Þess utan gerum við okkur stundum glaðan dag, til dæmis með því að fara saman í árlega Jónsmessuferð. Max hf mun í framtíðinni halda áfram á sömu braut. Við munum sérhæfa okkur enn meir. Þannig verðum við á breiðum grunni hæf- ari til að mæta nýjum kröfum. Framleiðsla fatnaðar af því tagi sem við erum með, er örugg í land- inu.“ Morgunblaðið/Þorkell UR vinnslusal fataverksmiðj- unnar sem er ein hin elsta á landinu. Starfsmenn taka allir þátt í gæðaverkefninu. og framleiða sérhæfðan fatnað sem aðrir framleiða ekki.“ - Eigið þið þá keppinauta? „Við eigum marga keppinauta. Sjóklæðagerðin er okkar helsti innlendi keppinautur, en síðan er mikil samkeppni við fyrirtæki sem selja innfluttan fatnað. Okkur finnst hollt að hafa samkeppni en við viljum að vara okkar sé metin eftir gæðum. Menn sjá strax muninn á jeppa og fólksbíl, en sjaldnar á flík og flík svona í fljótu bragði. Ég get nefnt sem dæmi að fatnaðurinn sem lögreglan notar núna og sem framleiddur er í Austur-Evrópu hleypir 18 sinnum meira vatni í gegnum sig en lögreglufatnaður- inn sem framleiddur var hjá okk- ur. Lögreglan hafði keypt vinnu- fatnað af okkur, og áður af Vinnu- fatagerðinni í áratugi, en síðan var ákveðið að kaupa hann frá Austur- Evrópu því að þar var hann fram- leiddur á lægra verði. En lögreglu- menn hafa margoft sagt okkur hversu óánægðir þeir eru með þennan innflutta fatnað." - Kom samdráttur síðustu ára á einhvern hátt niður á fyrirtæki ykkar? „Það áttu allir von á miklum samdrætti hjá okkur þegar ríkið hætti að kaupa af okkur lögreglu- fatnaðinn, en hið gagnstæða gerð- ist þvert ofan í allar spár. Það varð 16% veltuaukning það ár. íslenskur markaður snerist á sveif með okkur. En okkur þótti það nokkuð kaldhæðnislegt að á sama tíma og stjórnvöld prédikuðu „Veljum íslenskt", voru þau að semja við erlenda aðila um kaup á vöru sem hægt var að framleiða hér heima.“ Gæðaverkefni Það hefur verið lítið um manna- skipti hjá Max, að sögn Sigmund- ar. „Fólk hefur að vísu hætt út af aldri, en þó hefur enginn verið látinn fara af þeim sökum. Um nokkurt skeið höfum við verið með gæðaverkefni í gangi í fyrirtækinu sem við nefnum „Max 2000“, og er ætlunin að vinna samkvæmt því til aldamóta. Tilgangurinn með því er sá að gera fyrirtækið enn betra og að efla samkennd starfs- manna þess. Innan fyrirtækisins starfa því margir litlir gæðahópar sem koma saman, spjalla um það sem betur mætti fara og reyna að finna betri og hagkvæmari leið- ir. Við erum með sérstaka gæða- handbók sem sýnir hvernig fyrir- tækið vinnur. Það verður þá sam- ræmi í því hvernig fyrirtækið kem- ur út á við gagnvart viðskiptavin- unum og þeir fá sömu þjónustuna hjá öllum starfsmönnum. Við kynntum starfsmönnum verkefnið hér á kaffistofunni og fengum Sniglabandið til liðs við okkur. Þeir spiluðu fyrst hver um sig sama lagið en án þess að vera í takt hver við annan, en síðan léku þeir lagið eins og vera ber og þá kom samhljómurinn. Þetta RÆKTAÐU ÞAÐ SEM GEFUR EÉR MEST og láttu okkur tryggja þér stöðugar greiðslur - allt að 10% á ári Viltu tryggja... þér stöðugar greiðslur af sparifé þínu? Viltu nýta... bestu tækifæri sem gefast til fjárfestinga hverju sinni? Viltu auka... fjárhagslegt öryggi þinna nánustu með fjárfestingarábyrgð? Viltu vita... af sparifé þrnu hjá traustum aðila sem veitir þér ítarlegar upplýsingar um eign þína á þriggja mánaða fresti? GRUNNVAL með fj árfestingarábyrgð er ný og einstök þjónusta fyrir sparifjár- eigendur sem enginn annar býður. Komdu eða hringdu. GRUNNVAL - til að njóta lífsins betur. y LANPSBREF HF. hl - Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. HfRlrNÚ AUGLÝSINGASTOfA / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.