Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 47
/ÍITT l / ; , ,/MP. (J^ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 47 teikningu, tónlist og almennum fög- um. Þar sér stað fyrstu athöfnum hans á listasviði, því félagslífið var öflugt í skólanum og bauð upp á áhugaleikhús og tónlistaruppfærsl- ur, sem Jorn fór fljótlega að gera skreytingar við. Og skólablaðið gaf honum möguleika á að skrifa um aðskiljanlegustu efni, allt frá stjóm- málum til lista, og hann myndlýsti það með dúkristum. í nágranna- byggðinni kynntist hann syndika- listanum Christian Christiansen og varð fyrir miklum áhrifum af skoð- unum hans og gerðist meðlimur í kommúnistaflokknum. Er Christ- iansen sagði sig úr flokknum 1933 fylgdi hann honum, en gerðist aftur meðlimur 1935, en eins og svo margir miklir myndlistarmenn var hann ekki leiðitamur, og hafði mjög ákveðnar og markaðar skoðanir. Eins og svo margir myndlistar- menn af landsbyggðinni kynntist Jorn fyrst núlistarstraumum af vel mannaðri farandsýningu frá Kaup- mannahöfn, sem náði til Silkiborgar 1932. Meðal sýnenda voru ýmsir framsæknustu meistarar danskrar málaralistar svo sem Edvard Weie og William Scharff, og þessi kynni af nafnkunnum málurum höfðu djúpstæð áhrif á hinn unga mann. I Silkiborg bjó málarinn Martin Kaalund Jörgensen, og persónuleg kynni Jorns af honum urðu enn til að auka áhuga hans á myndlist og að teikna og mála. Fyrir tilstilli Jörgenssens var honum boðið að sýna þrjú málverk hjá listhópnum ,,Frjálsir jóskir málarar“, sem hald- in var í Silkiborg sennilega árið 1934. Teningnum var kastað og segja má að Kaalund Jörgensen, sem var frekar íhaldssamur málari hafí óforvarendis átt þátt í að bijóta blað í danskri núlistarsögu. Eftir kennaranámið ákvað Jom að leggja út á listabrautina og lagði peninga sem hann vann fyrir sér með ýmsum störfum til hliðar, með lengri utan- landsdvöl í sigtinu, og hélt til París- ar á mótorhjóli 1936. Hann hafði lesið sér til um þróun núlistar á öldinni, um málverkið frá Picasso til Kandinsky, og hafði ákveðið að gerast nemandi hins síðarnefnda. | Kandinsky hafði búið í nágrenni Parísarborgar frá árinu 1935, er nazistar lokuðu Bauhausskólanum. En þá kom í ljós, að Kandinsky var hættur að kenna svo að hann gerðist nemandi í skóla Fernands Légers, sem kom honum m.a. í kynni við Le Corbusier. Eitthvað hefur Léger séð í hinum unga Dana, ( því að hann lætur Jom ásamt tveim i öðrum nemendum sínum útfæra J stórt málverk á heimssýninguna í 1 París eftir frumrissi sínu, og fyrir Le Corbusier stækkaði Jom barna- teikningar þúsundfalt fyrir „Höll nútímans". Það var einmitt á þessari Heims- sýningu að verk Picassos „Guem- ica“ var sýnt í fyrsta sinn, sem hafði sterk áhrif á Jorn, og á þess- . um tíma kynntist hann einnig verk- 1 um þeirra Klees og Mírós. Er Jorn | hélt heimleiðis rétt fyrir stríðið var á hann þannig með úttroðin mal af ferskum áhrifum í farteskinu og ekki var að undra þótt hann laðað- ist að mönnum eins og Egil Jacob- sen og Eiler Bille, ásamt hópnum sem kenndi sig við „Línuna“, og viðurkenndi þar með arfinn frá Eckersberg, um hið nákvæmt af- markaða form og virka rými flat- | anna. a Línan gaf út tímarit og gekkst ® fyrir frammúrskarandi sýningum, ( °g meðal þáttakenda 1937 voru ekki minni bógar en Kandinsky, Klee, Mondrian, Max Ernst og Míró. Varðandi síðustu sýningu listahóps- ins 1939 var formáli skrifaður af Asger Jorn ritskoðaður og klipptur til af Richard Mortenssen, sem olli mikilli misklíð. Tímaritið Línan lenti þar eftir á svo háu fræðilegu plani, | að menn voru ekki lengur með á j nótunum, og er „Helhesturinn" hóf ^ útkomu sína 1941, var um aðgengi- I legri skrif að ræða og tímaritið varð til að þjappa listamönnum saman, sem seinna urðu kjaminn í Cobra. Öðm fremur Egill Jacobsen, Ejler Bille, Carl Henning Pedersen, Asger Jorn, Svavar Guðnason og á næsta leiti Else Alfelt, Erik Thom- mesen, Sonja Ferlov Mancoba, Henry Heerup og Robert Jacobsen. Hins vegar var Richard Mortensen á einangraðri nótunum. Listamennirnir sameinuðust í sýningarhópnum „Haust“ (Höst), sem á tímabilinu 1936-42 tengdist listhópnum „Hornið" (Corner, sem útleggst horn þar sem línur og flet- ir mætast). Eftir því skal tekið að á sýningum Hausts og Hornsins (Höst & Corner) sýndu óhlutbundn- ir málarar með hlutbundnum og héngu hlið við hlið í sýningarsölun- um! Bakgrunnur þessara málara og þá ekki síst Asgers Joms voru þann- ig alþjóðlegir straumar, og um skeið voru þeir margir undir sterkum áhrifum frá surrealistunum. En þeir lokuðu ekki augunum fyrir því sem næst þeim var og þannig sóttu þeir áhrif inn fyrir veggi Þjóðminja- safnsins og þá ekki síst í þjóðhátta- deildina. Þeir sökktu sér niður í list frumstæðra;, norrænar hellarúnir, skreytilist víkingatímabilsjns • og kalkmálverk þorpskirknanna auk þess sem þeir löðuðust af barna- teikningum og list geðsjúkra. þetta var flest að vísu í ætt við það sem fyrirrennarnir sunnar á meginland- inu gerðu löngu áður, en það hjálp- aði engu síður til að jarðtengja þá umhverfí sínu og auka vitundina um norræna menningararfleifð. Hér var þó ekki um að ræða neina teg- und af hetjurómantík og því síður fortíðarþrá, því menn vom með báða fætuma á jörðinni. Fyrsta hálfa árið eftir Parísardvölina sótti hann listakademíuna í Kaupmanna- höfn, en var mjög á móti kennslu- forminu í málaradeildinni, en laðað- ist hins vegar að grafíska skólanum þar sem Axel Jörgenssen réði ríkj- um og gerði þar ýmsar tilraunir í steinþrykki og málmætingu. Þegar á unga aldri gaf hann út þá yfírlýs- ingu að grafík og veggmálverk væru þau tjáform sem honum hugn- uðust mest og taldist það í and- stöðu við þjóðfélagsskoðanir hans. Ofanskráð er bakgrunnurinn á ferli Asgers Joms, sem á sér einn samnefnara sem er „atorka“ allt frá fæðingu til dánardægurs. Og þrátt fyrir að hann missti svo til heilsuna i tvígang og var seinna skiptið, í Silkiborg árið 1953, nálægt dauð- ans dymm af vannæringu og berkl- um. Þetta ár var þó. viðburðarríkt hjá honum og hann málaði stórar myndir, sem hann gaf bókasafni Silkiborgar gegn því að það borg- aði efnið, Meðan hann lá á spítalan- um höfðu þau Anna og Kresten Krestenssen keypt stærsta hluta einaksafns Elnu Fonnesbech- Sand- berg og þar á meðal mörg málverk eftir Jorn, Um haustið var safn Krestenssens hjónanna sýnt á Charlottenborg til stuðnings „sjúk- um listamanni" Ágóðanum af inn- gangseyrinum auk einkasýningar í listhúsi Birchs á Breiðgötu sem gekk mjög vel, gerði Jorn kleyft að yfirgefa Danmörku og setjast að í Sviss ásamt konu sinni og fjór- um börnum og safna kröftum. Hann snéri aldrei aftur til Danmerkur nema sem gestur og hataðist við norræna listasögufræðinga, sem hann taldi halda niðri eðlilegri list- þróun, liggja kylliflatir fyrir öllu erlendu og líta niður á norræna menningu. Helstu einkenni listar Asgers Joms eru fyrir utan hráan og umbúðalausan frumkraftinn, ýmis óljós hlutbundin tákn, sótt í goðafræðina og dulin óhamin öfl undirvitundarinnar, þetta borið uppi af kímni, takmarkalausri leikgleði og sköpunarþörf. Fuglar, vættir og furðudýr ólmast um litríkan mynd- flötinn en allt er þetta borið uppi af óvenjulega þroskaðri myndsýn. Á stundum er eins og að um ragna- rök sé að ræða, en haldið í skefjum af guðlegri stjórnvisku og ramm- skorðuð við myndflötinn. Sumapfllboð 25% afsláttur 12.-16. júní. Lokað á laugardögum. marion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 VILTU VÍKKA SJÓNDEILDARHRINGINN? ÆS Á ISLANDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Þú hefur tækifæri til að eignast nýjan f jölskyldumeðlim Viö óskum eftir fjölskyldum fyrir skiptinema, á aldrinum 16-19 ára, frá lok ágúst '95 til byrjun júlí '96, eða hálft þetta tímabil. Hvort sem fjölskyldan er stór eöa lítil, meö ungbörn, unglinga eða engin börn, þá hefur hún möguleika á að hýsa erlendan skiptinema. Nánari upplýsingar á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 26, 3. hæð, sími 552 5450. PHIL.COI l! Vi li . endalaus gæði WMN 862 Þuonavél Vél með rafeindastýringu sem skynjar misvægi í hleðslu og stjórnar vinduhraða. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst: 5 kg. Verð: 52.500,- WDN 1053 Þvonavéi og Þurrkari AlsjáHvirkt þvotta- og þurkkerfi. Þéttir gufu og er því barkalaus. Tekur inn á sig heitt og katt vatn. Afköst: 5 kg. þurrkaraafköst: 2£ kg. Verð: 75.300,- Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 568 1SOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.