Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 17 UMGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS Þeir sem eiga minna henda meiru Minna hent en áður „ÉG VEIT að það er mikið um það að bátar hendi fiski en ég held að það sé minnst um þetta á bátum eins og ég er á, þar sem menn hafa nægan kvóta,“ segir ungur maður sem rær á netabáti. „Því meiri kvóta sem menn hafa því minni hætta er á að menn hendi einhverjum fiski að ráði, bæði er mönnum sama þótt þeir fái ekki topp- verð fyrir hvert einasta kíló og eins er það að þeir sem eiga nægan kvóta passa upp á að eiga þorskkvóta í meðafla þeg- ar þeir fara á ufsa eða ýsu. Báturinn sem ég er með kvótahæstu bátum á landinu af sinni stærð. Þess vegna hendum við litlu. Við höfum verið á þorskanetum með 9“ möskva og það kemur ekki neitt sem heitið getur af smá- fiski í þau. Það hefur gefið vel og við höfum nánast dregið netin á hveijum degi. Þess vegna höf- um lendum við sjaldan í því að vera með tveggja nátta fisk. Það er líka eins og netin loki sér oft í brælu og þá kemur ekkert í þau að ráði.“ Hann segir hins vegar að þegar menn séu með 6“ eða 7“ möskva komi smærri fisk- ur. „Það kemur fyrir að það sé kannski tonn í hverri trossu og þar af séu 2-300 kíló af undirmálsfiski. Ég hef séð menn henda því. Menn þyrftu að mega koma inn með allan undirmálsfisk. Þetta veiðist alltaf og ef mönnum er refsað fyrir að koma með hann að landi þá henda þeir honum.“ Sumir henda öllu sem er dautt i netunum - Heldur þú að báturinn sem þú ert á sé dæmigerður fyrir ástandið? „Nei, ég held að flestir hendi mun meiru en við. Þeir eiga ekki jafnmikinn kvóta. Ég held líka að það hafi aukist þegar kílóið á leigukvóta fór yfir 95 krónur. Þá hættir það að borga sig að leigja kvóta. Sumir henda öllu sem er dautt í netunum og það er tals- vert um það að menn séu að fá rusl frá öðrum í netin. Sum- ir eru hrikalega grófir; dauð- blóðga ekki neitt og koma ekki með neitt í land annað en lif- andi blóðgaðan stóran þorsk. Ég veit um snurvoðarbát sem ákvað að kasta þar sem hann vissi til þess að ákveðinn neta- bátur hafði verið í miklum fiski. Hann fékk 20-30 tonn af rusli sem hinn hafði skilið eft- ir.“ - Heldur þú að aflaskerðing- in hafi leitt til þess að meiru sé hent en áður? „Já, ég hugsa það. Menn veiða ekkert minna þótt kvót- inn sé skertur. Mismunurinn kemur bara ekki í land.“ EG HEF ekki trú á að miklu sé hent, að minnsta kosti ekki hér um slóðir," segir útgerðarmaður og skipstjóri á vertíðarbát. „Það er reyndar mjög einstaklingsbundið hvað miklu er hent í sjóinn. Sumir eru algjörir ribbaldar." Líkt og fleiri var hann tregur til að tjá sig um fisk fyrir borð og ekki. viss um ágæti loforðs um nafnleynd. „Er það ekki eins og með afla- dagbækurnar sem við vorum iátnir halda fyrir Hafró. Það stóð Trúnað- armál á hverri síðu en samt komst Veiðieftirlitið í þær. Enda er ekkert að marka þessar veiðiskýrslur sem menn eru að gera. Hvað heldur þú að menn séu að gefa upp afla sem fer framhjá vigt eða vísa á bleyðurn- ar þar sem þeir fiska? Yfirvöld skilja ekki hvað það skiptir miklu að finna góða bletti.“ Breytt útgerðarmynstur „Ég veit dæmi þess að menn hafi hent íjórum tonnum af þorski bara úr einni netatrossu. Þorskurinn er harðger og eitthvað af honum fer lifandi í sjóinn aftur, en ýsan þolir ekki svona meðferð. Annars hefur útgerðarmynstrið breyst svo mikið að það er miklu minna um þetta á netunum en áður. Nú draga allir upp ef hann spáir brælu og eins fyrir helgarfrí. Þegar mikill þorskur er á miðunum draga menn hvern einasta dag. Ég held að staðan sé verri í trollinu. Ég veit um ísfisktogara sem fékk þau fyrirmæli í byijun fískveið- iársins að þar kæmi enginn smáfísk- ur um borð.“ „Ég held að það sé mest hætta á að fiski sé hent yfir sumarið þegar kvótaárið er að verða búið,“ segir hann. Skýringuna segir hann vera þá að sumstaðar er hægt að landa óslægðum þorski á vetrarvertíðinni og fá fyrir hann fullt verð. Annars staðar verður að landa öllu slægðu. Þetta veldur því að þeir sem geta landað óslægðu freistast til að ná sem mestu af þorskkvótanum á vetr- arvertíðinni og verða síðan lens yfír sumarið. Kvótinn minnkaði en ekki skuldirnar - Hvers vegna henda menn físki? „Þorskkvótinn hjá mér er til dæm- is kominn niður í þriðjung af því sem hann var, en skuldirnar voru ekkert skomar niður. Menn hugsa sig tvisv- ar um áður en þeir koma með verðlít- ið hráefni. Menn hirða betri fískinn. Þetta sást vel þegar kvóti var settur á humarinn, þá virtist hann stækka heilmikið! Það fer töluvert í sjóinn, þegar á heildina er litið, og talsverðu er smyglað framhjá." Minna framhjá vigt - Hvað fer mikið framhjá vigt? „Það hefur minnkað mikið frá því sem var. Þó „hverfur" eitthvað af físki sem er borgað milliliðalaust. Það er ekki nokkur leið að átta sig á því þótt 5% af afla fari þannig, það er innan eðlilegra frávika. Eftirlitið er orðið miklu meira og minni möguleikar á að landa fram- hjá vigt en áður. Það var hægt að lauma framhjá í gámaútflutningi og það bjargaði mörgum en nú er það búið. Litlu vinnslurnar eru líka hætt- ar að standa í þessu.“ Pjórðungur af humrinum í sjóinn „ÉG hef ekki kynnst því mikið að fiski sé hent og hef aldrei tek- ið þátt í að henda þorski. Hann er allur hirtur hjá okkur,“ sagði ungur sjómaður á humarbáti en í vetur reri hann á netabáti. Meira af afla fer fyrir borð á humrinum. „Við lentum einu sinni í því að fá töluvert af smákarfa í humartrollið og hann fór aftur í sjóinn. Smáhumarinn og allur kvenhumar fer aftur í sjóinn, enda má ekki koma með hrygn- una í land. Ég hugsa að það sé samt ekki nema um fjórðungurinn af aflanum sem fer aftur í sjóinn." -----»■■■■» ■ ♦- Vildu meðgjöf með þorskinum „VIÐ fengum 10 tonn í einu hali af 10-12 kílóa þorski og áttum lítinn kvóta,“ segir bátasjómaður til margra ára. „Skipstjórinn fór í símann og hringdi víða meðan við fórum að gera að og ísa aflann í kör. Kall- inn bauð fiskverkendum meira að segja að fá þetta gefins, ef þeir vildu skaffa kvóta. Það vildi eng- inn ganga að því. Hins vegar vildu þeir alveg taka við þessu ókeypis, ef við leggðum til kvótann og borguðum flutningskostnað undir aflann! Eftir klukkutíma gafst hann upp. Þá var eitt og hálft tonn komið í lestina, hitt fór í sjó- inn. Nú er ekkert hirt nema 4 kíló og yfir. Öllum þorski undir 4 kílóum er hent.“ Velkomin um borð í Boeing 737 vél Emerald Air til Englands. 30 júní hefst reglubundið flug Keflavik - London - Keflavík alla þriðjudaga og föstudaga. Nýr valkostur í farþegaflugi og ódýr fargjöld. Góða ferð! Sölustaðir: Ferðaskrifstofan Alis, sími 565-2266 Ferðaskrifstofan Ferðabær, sími 562-3020 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, sími 562-1490 Ferðaþjónusta bænda, slmi 562-3640 Öll gjöld innifalin i verði Ferðaskrifstofa Stúdenta, sími 561-5656 EMERALD AIR Með okkur ferðu lengra fyrir minna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.