Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Sjávarauðlindin var undir- staða afkomu og eigna ís- lendinga á þessari öld - fram- fara og uppbyggingar í samfé- laginu. Veiðar, vinnsla og sjáv- arvörumarkaðir, sem tekizt hef- ur að byggja upp erlendis, hafa verið og eru hornsteinar ís- lenzkrar velmegunar. Það er mikilvægt að varðveita þessa auðlind og byggja nytjastofnana upp til hámarksarðsemi til að tryggja áframhaldandi velferð í landinu. Án þessarar auðlindar er ísland vart byggilegt. Heildarafli landsmanna dróst saman um 9,8% í fyrra, miðað við árið 1993, fyrst og fremst vegna 45 þúsund tonna minni þorskafla. Þrátt fyrir þennan samdrátt jókst útflutningur sjávarvöru um 8,9% - vegna afla af Qarmiðum, löndunar er- lendra fiskiskipa og meiri full- vinnslu sjávarfangsins. Þetta, ásamt byijandi efnahagsbata, hefur styrkt sjávarútveginn sem atvinnugrein. íslendingar standa í fremstu röð sjávarútvegsþjóða í þekk- ingu og þróun tækninýjunga á sviði veiða og vinnslu og vísinda- legum rannsóknum á lífríki sjáv- ar. Við höfum einnig náð góðum fyrirbyggjandi áföngum í örygg- ismálum á sjó. Nefna má þróun tækjabúnaðar til sjálfvirkrar til- Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. kynningaskyldu fyrir íslenzka fiskiskipaflotann. En óhjá- kvæmilegt er, á sjómannadegi, að minna á það, að í öryggismál- um á sjó þarf mun betur að gera, samanber greinar Guðrún- ar Pétursdóttur, forstöðumanns Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands, og Hilmars Snorrason- ar, skólastjóra Slysavarnarskóla sjómanna, hér í blaðinu í gær. Sjómannadágurinn skipar veglegan sess í hugum lands- manna. Ekkert er eðlilegra, svo mikilvægt sem sjómannsstarfið og sjávarfangið er í þjóðarbú- skapnum. Morgunblaðið árnar sjómönnum gæfu og gengis í tilefni dagsins. Samband sveitarfélaga fimmtugt Sveitarfélögin eru trúlega elzta stjórnsýslustig okk- ar. Landinu var skipt upp í hreppa snemma á þjóðveldis- öld, samanber Grágás, sem geymir elztu landslögin. Enn í dag eru sveitarfélögin það stjórnsýslustig, sem næst stendur þegnunum. Sveitar- stjórnir búa að staðbundinni þekkingu á aðstæðum íbúanna - og geta þess vegna mætt samfélagslegum þörfum þeirra með hagkvæmari hætti en fjarlægara stjórnvald. Samband íslenzkra sveitar- félaga heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt í dag. Farsælt samstarf sveitarfélaga innan sambandsins hefur skilað ríku- legum árangri. Af þeim sökum standa þau sterkari að vígi, bæði gagnvart ríkisvaldinu og til að takast á við margvísleg verkefni. Því miður hefur afkoma sveitarfélaga versnað mikið síðustu árin. Jafnvægi var á heildina litið í fjármálum þeirra árið 1990. En árið 1993 var halli þeirra kominn í 4,7 milljarða króna, sem hefur, ásamt halla ríkissjóðs, stuðlað að lélegri afkomu og slæmri fjárhagsstöðu hins opinbera. Ein af ástæðum hallans er sú að tekjur hafa ekki vaxið í samræmi við aukin verkefni, sem sveitarfélögin hafa tekizt á hendur. Framlög í Atvinnu- leysistryggingasjóð, framlög til átaksverkefna gegn at- vinnuleysi, vöxtur félagslegrar þjónustu og aukin fjárhagsað- stoð við illa sett fólk á þreng- ingarárunum hafa ýtt undir þessa þróun. Af þessum sökum standa sveitarfélögin nú frammi fyrir brýnu aðhaldsverkefni. Bæði ríkið og sveitarfélögin verða að gæta ítrasta aðhalds í rekstri og fjárfestingu og leit- ast við að lækka skuldir og fjármagnskostnað. Þrátt fyrir tímabundinn fjárhagsvanda er ástæða til að samfagna sveitarfélögunum, flestum, með stórkostlega uppbyggingu síðustu fimmtíu árin. Morgunblaðið árnar Sambandi íslenzkra sveitarfé- laga farsældar í tilefni fimmtíu ára afmælisins. AUÐLINDIN OG ÖRYGGIÐ í VÍTI ER LÝST aðgerðaleysi þeirra sem þar dveljast en þó virðast þeir harla góðir með sig og halda jafnvel allt snú- ist um sjálfhverfa vit- und þeirra. í fyrsta eða yzta hring Vítis er kvalalaus samastaður, eða íimbus patrum (feðrabústaður) þar- sem dveljast andlegir risar og merk- ir heiðingjar einsog Horaz, Ovid, Sókrates og Platon og má það vera okkur þónokkurt undrunarefni að andlegt atgervi þeirra skuli ekki, að dómi Dantes, hafa dugað þeim til að komast af hinum glæddu götum, svoað vitnað sé í Sólarljóð. Þar segir þetta íslenzka helgikvæði Eddu, að heiðnir fornmenn hafi dvalizt einsog við mjaðardrykkju í Valhöll. í IV kviðu er talað um fálkaaugu Sesars en síðan er geng- ið úr fyrsta hring vítis í þann næsta og alltaf þyngjast raunirnar eftir því sem nær dregur níunda hringn- um þarsem sjálfur Lúsífer hefur búið um sig í landslagi og veður- fari sem minnir á íslenzkan frosta- vetur enda eins langt í burtu frá sól og guðlegri hlýju og unnt er, eða í miðju jarðar. Þar hangir Satan sem einskonar þríhöfða skrípamynd af heilagri þrenningu með sex augu og stórsvikara í hverjum skolti. Hann er semsagt mannæta og langt frá því árennilegur þegar þeir ganga hjá, Virgill og Dante. I V kviðu er fjallað um ástina og sýnt hvemig hún getur orðið orsök synd- arinnar og þá gripið til gamallar sagnar um Francescu og ástir henn- ar og mágs hennar. Francesca og mágurinn lásu saman bók sem varð einskonar orsök þess þau felldu hugi saman. Bókin var semsagt orsökin og síðan skírskotað í VIII bók játninga Ágústínusar sem eyddi allri ævi sinn í að læra að lesa - og þá ekkisízt eina bók, Biblíuna. Hann lifði sig frá ástríðum holdsins og er einn helzti áhrifavaldurinn í þessum ljóðaflokki. Maður Francesceu sem var fatlaður drap bæði Franc- escu og bróður sinn. Þau lenda því í Víti og þetta er eiginlega í eina skiptið í öllum flokknum sem Dante efast örlítið um réttlæti guðs því hann virðist hafa samúð með elsk- endunum. Undir lok þessarar kviðu yrkir Dante um ástina og minnir á sumt það sem hann orti ungur af ástarljóðum. Við höldum svo áfram í fygld þeirra félaga og hverfuin úr einum hring Vítis í annan og alltaf versn- ar ástandið. í XXX kviðu er talað um stjórnmál og ljóðlist, sællífis- menn í anda epíkúrusa sem töldu sálin dæi með líkamanum og svo trúvillu, í XXV kafla verða fyrir okkur merkileg hamskipti í anda Ovídíusar og í næstu kviðu kemur lygin við sögu og þeir sem hana hafa iðkað öðrum mönnum og sam- félaginu til óþurftar. Og þar er síð- urensvo aðdáun á Odysseifí eða þeim sem komu Trójuhestinum fyr- ir á sínum tíma, enda átti Eneas, stofnandi Róms, harma að hefna vegna þess hvernig því stríði lauk. Hann hlaut sömu örlög og Dante sjálfur, útlegðina. Þá tala syndarar úr eldtungum og enginn skyldi ætla páfar brenni ekki í helvíti ef svo ber undir, en verstir eru þó svikarar og þá ekkisízt þeir sem svíkja aðra undir yfirskini góðmennsku. Og nú fylgjum við þeim félögum inní hreinsunareldinn þarsem þeir dveljast sem iðrast synda sinna og færast hægt og bítandi að Paradís. Þar verða fyrir okkur margir merk- ir menn einsog skáldið Statius og sá trúbadúr sem bæði Petrarca og Dante töldu öðrum trúbaradúrum betra skáld, Arnaut Daniel, sem var náttúrulega frá Provence í suðaust- anverðu Frakklandi og einkum þekkt fyrir riddaraskap og Ijóðlist. Dante vitnar í hann í XXVI kviðu Hreinsunareldsins ogT.S. Eliottek- ur það upp í V og síðasta kafla Eyðilandsins, Svo mælti þruman. Augu Dantes fylla hjarta hans nú aftur gleði yfir því sem við blas- ir á göngu þeirra um lága strand- lengju austur af Fjalli Hreinsunar- eldsins, en áður höfðu þessi söniu augu fyllt hjarta hans hryggð og volæði. Við honum blasir blár him- inn og Venus í austri. Nú sjá þeir dýrð Suðurhiminsins, sem hefur verið hulinn jarðneskum mönnum frá syndafallinu. í norðri sér Dante ímynd Catos og er andlit hans upp- ljómað af fjórum stjömum, sem tákna höfuðdyggðimar: forsjálni, réttlæti, hugprýði og hófsemi. Cato þessi var ættaður frá Útiku. Hann var einn af ákveðnustu andstæðing- um Sesars og eftir orustuna við Farsalus í Þessalíu þarsem herir Pompejusar biðu ósigur fyrir liðs- sveitum Sesars framdi hann sjálfs- morð helduren að falla í óvinahend- ur. Var það virt sem hin æðsta hollusta við frelsið og þess vegna var honum falin varðstaða í for- garði Hreinsunareldsins. Cato spyr þá hvernig holdi gæddur maður hafi komizt í gegnum Helvíti og sé nú staddur í forgarði Hreinsunar- eldsins. Virgill getur blíðkað hann og segist vera af æðri veru sendur til að leiða skáldbróður sinn um til- verustigin. Býr hann Dante til höf- uðgjörð úr reyr, tákni kristilegs hugarfars, skilyrði fyrir því að hann geti farið í gegnum Hreinsunareld- inn. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjaU DEILAN um stækkun Atlantshafsbandalags- ins til austurs hefur skapað óvissu í sam- skiptum Rússlands og Bandaríkjanna og má fullyrða að þau hafa ekki verið stirðari frá því að veldi kommúnismans leið undir lok. Ríkin í Mið- og Austur-Evrópu, sem áður heyrðu Varsjárbandalaginu og sovésku yfir- ráðasvæði til, þrýsta ákaft á að fá aðild að vamarbandalagi lýðræðisríkjanna. Rúss- ar vára við afleiðingum þessa og nota hvert tækifæri til að fullvissa Vesturlandabúa um að stækkun Atlantshafsbandalagsins muni reynast vatn á myllu rússneskra þjóðerni- söfgamanna. Lýðræðið stendur víða höllum fæti, svo ekki sé meira sagt, í ríkjum þeim sem áður heyrðu Sovétríkjunum til. Nú er spurt hvort lýðræðisríkjunum í vestri beri að leggja sitt af mörkum til að innsigla lýðræðið í Mið- og Austur-Evrópu, þótt það kunni að geta af sér nýja skiptinu álfunnar og meiri óvissu í rússneskum stjórnmálum. Spurningin um réttmæti þess að stækka Atlantshafsbandalagið til austurs er flókn- asta verkefnið á vettvangi evrópskra örygg- ismála nú um stundir og um leið það mikil- vægasta. Það vakti litla hrifningu víða í Evrópu þegar upplýst var að Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, hefði á fundi með Borís N. Jeltsín, Rússlandsforseta, í Moskvu í maí- mánuði, gefíð í skyn að ekkert væri því til fyrirstöðu að Rússar fengju í fyllingu tímans aðild að Atlantshafsbandalaginu. Fullyrt hefur verið að þessi sama hugmynd komi fram í bréfí, sem Clinton sendi hinum rússneska starfsbróður sínum í marsmán- uði. Sendimenn Bandaríkjastjórnar máttu hafa sig alla við að skýra afstöðu Banda- ríkjamanna fyrir bandamönnum þeirra í Brussel eftir fundinn. Foi’ystumenn Evrópu- þjóðanna eru flestir hveijir æfir sökum þessa og væna Bandaríkjamenn um að hafa ekki haft eðlilegt samráð við banda- menn sína. Slíkar ásakanir hafa áður komið fram. Það vakti hörð viðbrögð í Evrópu þegar í ljós kom að Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafði ljáð máls á allsheij- ar kjamorkuafvopnun á Reykjavíkurfundin- um haustið 1986. Forsetinn hafði ekki haft fyrir því að kynna þessa hugmynd fyrir öðrum aðildarríkjum Átlantshafsbandalags- ins og undirsátar hans voru ekki öfunds- verðir, þegar þeir reyndu að útskýra þessa afstöðu leiðtoga hins fijálsa heims, sem fáeinum árum áður hafði jafnað Sovétríkj- unum við „heimsveldi hins illa“ og boðað kjarnorkuvarnir í geimnum. Skömmu eftir hrun Berlínarmúrsins haustið 1989 tók að örla á umræðu um að stækka bæri Atlantshafsbandalagið til austurs til að tryggja öryggi þeirra ríkja, sem áður höfðu heyrt undir sovéskt áhrifa- svæði. Leiðtogar þessara ríkja, þekktir and- ófsmenn á borð við Lech Walesa, forseta Póllands, og Vaclav Havel, forseta Tékkó- slóvakíu, báðust afsökunar á óhróðri þeim, sem talsmenn sovétkommúnismans höfðu borið út um Atlantshafsbandalagið og báru lof á framlag bandalagsins til friðar í Evr- ópu. Sósíalista víða um heim setti hljóða. Þeir Walesa og Havel, auk ráðamanna í Ungveijalandi, Eystrasaltsríkjunum þrem- ur og síðar Slóvakíu, tóku nú að lýsa yfír því á opinberum vettvangi, að ríki þeirra æsktu þess að fá aðild að Atlantshafsbanda- laginu sem fyrst. Fyrr yrði öryggi þessara ríkja ekki tryggt með viðeigandi hætti. Þetta sjónarmið kom fram í viðtali Morgun- blaðsins við talsmann þess flokks, sem var arftaki pólska kommúnistaflokksins þegar vorið 1990. Þessar yfirlýsingar vöktu í fyrstu almenna gleði í röðum stuðnings- manna vamarsamvinnu lýðræðisríkjanna. Viðbrögð Banda- ríkjanna við þessari kröfu voru nokkuð ur 1 friðar- fumkennd enda var báe-u hið n^a °s stór- " ® bætta samband við Rússland efst á verkefnalistanum í Wash- Félagsskap- ington. Svo fór að lokum að Bandaríkin hrundu af stokkunum í nafni Atlantshafs- bandalagsins, hinum svonefnda Félags- skap í friðarþágu (Partnership for Peace), og var öllum fyrrum ríkjum Varsjárbanda- lagsins og Sovétríkjanna boðið til sam- starfs við bandalagið á þeim vettvangi. En þrýstingnum linnti ekki, Mið- og Austur-Evrópuríkin spurðu hvernig unnt væri að útiloka þau frá þessu bandalagi sem tryggt hefði friðinn í Evrópu í rúm 40 ár og Vesturlandabúar hefðu lofað ára- tugum saman. Viðhorfin tóku að breytast í kjölfar uppreisnar kommúnista haustið 1993 og sigurs þjóðernissinna í þingkosningunum í Rússlandi, sem hafði víðtæk áhrif á stjórnmálaástandið eystra og veikti mjög stöðu Jeltsíns forseta. Mönnum varð ljóst að því færi fjarri að pólitískur stöðugleiki yrði tryggður í Rússlandi á næstu árum og herskáar yfirlýsingar manna á borð við Vladímír Zhírínovskíj, leiðtoga þjóðernis- sinna, vöktu ugg á Vesturlöndum. Bandarískir embættismenn og síðar Bill Clinton forseti, sem tók við völdum í jan- úar 1993, tóku nú að lýsa því yfir að stækkun Atlantshafsbandalagsins kæmi til greina síðar. Kanna þyrfti nánar skil- yrði þessa. Eftir því sem Clinton lenti í sífellt meiri erfiðleikum á heimavelli varð hann afdráttarlausari í yfirlýsingum sín- um. Bæði þjónaði það hagsmunum forset- ans að beina athyglinni að utanríkismálum auk þess sem fólk af austur-evrópskum uppruna er fjölmennt í Bandaríkjunum og hefur umtalsverð stjórnmálaleg ítök í ríkj- um, sem Clinton verður að vinna ætli hann sér að ná endurkjöri haustið 1996. Virtir sérfræðingar á vettvangi alþjóða- mála og bandarískrar utanríkisstefnu tóku nú að ræða kosti og galla stækkunar og þekktir menn á borð við Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tóku málstað Austur-Evrópuríkjanna. Þrýstingurinn magnaðist enn og svo fór að lokum að Clinton lýsti því yfir í Evrópu- ferð í júní í fyrra, að spurningin væri ekki sú, hvort þessi ríki fengju fullgilda aðild að Atlantshafsbandalaginu heldur hvenær og hvernig bæri að standa að því. Kaldur frið- ur og neit- unarvald Viðbrögðin í Moskvu við þessari yfirlýsingu Clintons voru strax mjög neikvæð. Greinilegt var að samskiptin voru nú á allt öðrum nótum en þegar síð- asti Sovétleiðtoginn, Míkhaíl S. Gorbatsj- ov, samþykkti aðild hins sameinaða Þýska- lands að Atlantshafsbandalaginu og batt þar með enda á kalda stríðið. í fyrstu voru það einkum talsmenn Rauða hersins sem vöruðu við stækkun Atlantshafs- bandalagsins til austurs en í seinni tíð hafa rússneskir ráðamenn nánast hvar í flokki sem þeir standa fordæmt þessi áform. I desembermánuði í fyrra varaði Jeltsín við því að tímabil hins „kalda frið- ar“ kynni að vera í uppsiglingu í samskipt- um austurs og vesturs og hófsamir menn eins og Andrei Kozyrev utanríkisráðherra hafa verið óvenju afdráttarlausir í yfirlýs- ingum sínum. Orðahnippingar þessar brugðu ljósi á versnandi samskipti Bandaríkjanna og Rússlands eftir því sem Rússum óx þrótt- ur eftir nokkurra ára niðurlægingarskeið. Þær endurspegluðu einnig þá breytingu sem orðið hafði í rússnesku samfélagi; almenningur var í vaxandi mæli tekinn að líta svo á að Rússar væru ofurseldir vilja og hugmyndafræði Vesturlandabúa sem ekki hefði orðið til þess að bæta lífs- kjör almennings eystra. Sú skoðun að ekki megi tryggja Rússum „neitunarvald" í málefnum Atlantshafs- bandalagsins hefur nú um nokkurt skeið verið hið opinbera svar aðildarríkjanná, þegar stækkun til austurs ber á góma. Jafnframt er sagt að taka beri tillit til sjón- armiða Rússa. Þessari stefnu fylgja íslensk stjórnvöld samkvæmt ummælum Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Utanrík- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. júní isráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu skilyrði stækkunar bandalagsins sérstaklega á fundi í fyrra mánuði. Rússar ítrekuðu þá andstöðu sína er þeir gerðust fullgildir aðilar að Félagsskap i friðarþágu. Stækkun bandalagsins er opinberlega komin á dagskrá, þótt tímasetningar séu mjög á reiki. Enginn vafí leikur á að rúss- neskir ráðamenn ákváðu að gengið skyldi til samstarfs við Atlantshafsbandalagið á grundvelli Félagsskapar í friðarþágu til að geta með markvissari hætti beitt sér gegn stækkun bandalagsins til austurs. Þátttaka veitir þeim áhrif en hjáseta ekki. Hefðbundin rök við nýj- ar aðstæður Rökin fyrir stækkun Atlants- hafsbandalagsins til austurs eru ein- föld. Fylgismenn benda á að aðild að bandalaginu treysti lýðræðið í sessi og vísa til þess að sú hafi orðið raunin í Þýska- landi eftir síðari heimsstyijöldina. Hið sama eigi nú við um Pólland, Ungveijaland og Tékkland. Slóvakía hefur oftast verið nefnd með þessum þremur ríkjum sem lík- legt aðildarríki en verður þó ekki borið saman við þau þar sem andlýðræðisleg öfl setja mjög mark sitt á stjórnmálalífið í landinu. Að undanförnu hefur þess orðið vart að efasemdir um réttmæti aðildar Slóvakíu fara vaxandi. Með sama hætti þykir aðild Rúmeníu og Búlgaríu óhugs- andi. Önnur rök og öllu hefðbundnari eru þau að drottnunarhyggja risti djúpt í rúss- neskri þjóðarsál og það megi nánast heita lögmál að ráðamenn í Kreml reyni að stækka áhrifasvæði sitt. Innbyggð í þessa skoðun er sú fullyrðing að Rússar hafi enga reynslu af lýðræði og fái ekki skilið það stjórnarform. Af hinu sama leiði að þeir geti ekki borið virðingu fyrir því. Henry Kissinger er trúlega þekktasti tals- maður þessa sjónarmiðs sem þó má kall- ast nokkuð viðtekið í herbúðum banda- rískra hægrimanna. Það eru stjórnmálamennirnir sem sæta þrýstingnum en vitað er að víða í Evrópu fara efasemdir um réttmæti stækkunar Atlantshafsbandalagsins vaxandi. Þá er einnig athyglisvert að andstaðan við stækkun er sögð almenn í röðum evr- ópskra herforingja. Telja má til undantekn- inga að þeir tjái sig á opinberum vett- vangi um pólitísk álitamál enda er það ekki þeirra starf. Því vakti sérstaka at- hygli er norskur herforingi lýsti skoðun sinni á dögunum í samtali við norska blað- ið Aftenposten. Dagfinn Danielsen, sem starfar í Brussel, kvaðst algjörlega andvíg- ur stækkun bandalagsins og lagði fram eftirfarandi rök máli sínu til stuðnings: 1. Nú þegar er nógu erfitt að fá fram sameiginlega niðurstöðu allra 16 aðildar- ríkjanna. Það mun reynast enn erfiðara fjölgi þeim. Allt ákvarðanaferlið mun hrynja. Eigi að stækka bandalagið þarf að varpa fyrir róða reglunni um sameigin- lega afstöðu aðildarríkjanna. 2. í ljósi þess niðurskurðar, sem nú hefur verið ákveðinn og framkvæmdur á vettvangi varnarmála verður ekki séð hvernig bandalagið ætti að fara að því að veita nýjum aðildarríkjum viðeigandi ör- yggistryggingar. , 3. Það mun reynast tímafrekt, dýrt og erfitt fyrir nýju aðildarríkin að ná sömu stöðu og hin ríkin hvað varðar tækjabún- að, áætlanagerð og hernaðarlegan viðbún- að. Danielsen er þeirrar hyggju að áfram eigi að styðjast við samstarfið sem ákveð- ið hefur verið á vettvangi Félagsskapar í friðarþágu og telur „fráleitt" að gera ráð fyrir aðild Rússlands. Svipuð afstaða kom fram í máli Sergeis Júsenkovs, formanns varnarmálanefndar rússneska þingsins, 15 maí. Júsenkov lýsti því yfir að Rússum stæði lítil ógn af stækk- un Atlantshafsbandalagsins. Hún myndi þvert á móti veikja bandalagið, kosta mik- ið fé og seinka og flækja ákvarðanatöku innan þess. Morgunblaðið/RAX Bandalög eru eðli málsins sam- kvæmt ýmist laga mynduð um eitt- hvað eða gegn ein- hveiju. Innan Atlantshafsbandalagsins sameinuðust lýðræðisríkin gegn þeirri ógn, sem stafaði af kommúnismanum og hern- aðarmætti Sovétríkjanna. Þau bundust samtökum um að veija frelsið og lýðræð- ið. Því verður ekki séð hvernig tal um stækkun bandalagsins beinist ekki gegn Rússum eins og haldið er fram og snerti ekki öryggishagsmuni þeirra beint. Sé á hinn bóginn ekki svo verður ekki séð með hvaða rökum undanskilja eigi Rússa. Sú áhætta sem fylgir öllu tali um aðild Rúss- lands felst einmitt í þessu. Hvernig myndu Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu bregðast við ef fram kæmi umsókn um aðild af hálfu Rússa? Og hver yrðu viðbrögð Rússa yrði henni hafnað? Verði Rússland á hinn bóginn eitt af aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins verður ekki lengur um sama bandalagið að ræða. Allt jafnvægi innan bandalagsins myndi raskast, ef inn í það kæmi evró- asískt. risaveldi, sem á hagsmuna að gæta í öðrum heimshluta og skilgreinir áhrifa- svæði sitt í samræmi við það. Fullyrða má að innan Atlantshafsbandalagsins er enginn vilji til þess að breyta eðli þess með slíkum hætti. Tvennt annað ber að hugleiða í þessu viðfangi. í fyrsta lagi má halda því fram að nýfijálsu ríkjunum í Mið- og Austur- Evrópu stafi engin hernaðarleg ógn af Rússlandi nú um stundir. Nægur tími gæfist til að bregðast við slíkri ógn yrði hún raunveruleg. í annan stað fer því fjarri að pólitískur stöðugleiki ríki í Rúss- landi. Þetta öfluga ríki er að ganga í gegn- um skeið erfiðra grundvallarbreytinga og langur tími mun líða áður en festa kemst á þar eystra gerist það á annað borð. Ráðagerðir um stækkun Atlantshafs- bandalagsins til austurs gætu ýtt undir óstöðugleika og orðið til þess að festa í sessi þau öfl sem boða einangrunarhyggju og vara við vestrænum áhrifum. Því má einnig halda fram, að öryggi þessara ríkja verði best tryggt í krafti ákveðinnar fæl- ingar; fyrir liggi að þau verði gerð að full- Eðli banda- gildum aðildarríkjum komist rússneskir öfgamenn til valda með einum eða öðrum hætti. Með þessu móti gæti Atlantshafs- bandalagið þvert á það sem nú á við, stuðl- að að stöðugleika og jákvæðri þróun í rússneskum stjórnmálum. Áhyggjur ríkjanna í Mið-og Austur-Evr- ópu eru skiljanlegar í ljósi sögunnar. At- hygli vekur að hugsanleg aðild Eystra- saltsríkjanna þriggja að Atlantshafsbanda- laginu fer ekki hátt. Verið getur að þau myndu væna Vesturlönd um svik öðru sinni yrði varnarsamstarf lýðræðisríkjanna fært út án þátttöku þeirra; þessar þjóðir hafa litið svo á að Vesturlandabúar hafi snúið við þeim baki við gerð Helsinki-sáttmálans árið 1975 sem fól í sér viðurkenningu á landamærum og sovésku áhrifasvæði. Hvaða skilaboð fælust í því að undanskilja þessi ríki og hvernig myndu öfgafyllstu öflin í rússneskum stjómmálum túlka þau? Margir líta svo á að hyggilegra væri að freista þess að festa iýðræðið í sessi í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu á öðrum vettvangi en þeim sem beint lýtur að ör- yggis- og varnarmálum. Hér blasir við að Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) og Evrópusambandið (ESB) gætu verið vett- vangurinn fyrir þessa þróun hvað svo sem síðar verður. Allt eru þetta rök fyrir því að fara sér hægt. Á hinn bóginn munu þeir ekki sízt, sem muna neyðarópin frá Buda og Pest í nóvembermánuði 1956, hörmungarnar í Berlín og Poznan 1953 og 1956 og ofbeld- ið í Prag 1968 hugsa sem svo, að nú eigi að nota tækifærið til þess að koma þessum ríkjum í öruggt skjól. Verði það ekki gert nú verði það aldrei gert. Vesturlandaþjóð- ir mundu því missa af sögulegu tækifæri til að tryggja sjálfstæði þessara Mið-Evr- ópuríkja og Eystrasaltsríkjanna og svíkja þær í tryggðum. Rökin á báða bóga eru sterk og ekki augljóst í hvora áttina á að stefna. En á vettvangi Evrópusamstarfsins gefst tækifæri til að treysta samskiptin við Rússland. Eftir slíku samstarfi sækjast Rússar. Sameiginlegir hagsmunir eru besta tryggingin fyrir friði. Öll viðleitni til að tryggja friðinn og treysta lýðræðið í sessi á að taka mið af þeirri staðreynd. „Stækkun banda- lagsins er opin- berlega komin á dagskrá, þótt tímasetningar séu mjög á reiki. Eng- inn vafi leikur á að rússneskir ráðamenn ákváðu að gengið skyldi til samstarfs við Atlantshafs- bandalagið á grundvelli Fé- lagsskapar í frið- arþágu til að geta með markvissari hætti beitt sér gegn stækkun bandalagsins til austurs. Þátttaka veitir þeim áhrif en hjáseta ekki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.