Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 11 UMGEIUGMÍN UM AUÐLIIVIDiR HAFSIMS FISKUR FYRIR BORÐ Flestir sjómenn virðast hafa tekið þátt í að fleygja veiddum físki aftur í sjóinn, sumir miklu, og vita mörg dæmi þess. Kemur þetta fram í viðtölum Helga Bjarnasonar, Guðna Einarssonar og Péturs Gunnarssonar við sjómenn í verstöðvum víðsvegar um landið. Viðtölin eru fyrsti hluti umflöllunar Morgunblaðsins um þetta mál og birtast fleiri greinar á næstu dögum. SJÓMENN sem rætt var við í verstöðvum á Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norður- landi reyndust yfirleitt reiðubúnir að segja frá reynslu sinni af því þegar fiski væri kastað í sjóinn og lýsa skoðunum sínum á því. Hefur viðhorf þeirra breyst því fyrir nokkrum árum var erfitt að fá sjó- menn til að ræða þessi mál opinber- lega. Almennt óskuðu viðmælend- umir eftir því að fá að njóta nafn- leyndar því annars gætu þeir lent í vandræðum í vinnunni og jafnvel átt á hættu að þurfa að taka pok- ann sinn. Var því ákveðið að birta öll viðtölin án þess að geta nafna þeirra og skipa. Þá er ekki sagt frá því hvar viðtölin eru tekin til þess að síður sé hægt að rekja þau til ákveðinna manna. Kenna kvótakerfinu um Flestir viðmælendumir hafa sjálfír tekið þátt í því að kasta fiski útbyrðis, sumir í stórum stíl, og vita auk þess um fjölda annarra tilvika. Ljóst er að vinnubrögðin eru mismunandi milli skipa og útgerða og jafnvel má greina mun milli landshluta. Virðast vera minni líkur á að físki sé hent af skipum kvótasterkra út- gerða en þeirra sem lítinn kvóta hafa. Kvótakerfíð er algengasta skýring sjómanna á því að físki sé fleygt. Flestar frásagnirnar sem birtar em á næstu síðum tengjast einmitt því. Mikið er um að sjómenn telji sig verða að henda fiski vegna þess að þeir eiga ekki kvóta fyrir honum eða em að reyna að nýta takmarkaðan kvóta sem best. Sjó- menn gáfu dæmi um hvernig þeim hefndist fjárhagslega fyrir að bjarga afla í land með því að leigja kvóta utan úr sjó og selja fískinn síðan á markaði við lægra verði en kostnaðinum nam. Henda smáfiski og dauðblóðguðu í fyrra tilvikinu era þeir að reyna við t.d. ýsu eða ufsa og fá þorsk með eins og oftast gerist og henda þá þorskinum. Bent hefur verið á að vægi milli tegunda sé ekki í samræmi við raunveruleikann í sjónum, þ.e. að úthlutað hafi verið of miklum ýsu- og ufsakvóta í hlut- falli við þorsk. Sama gildir um rækjuskipin, þau em oft þorskk- vótalaus og telja skipstjórarnir sig verða að henda aflanum þegar þeir verða fyrir því óláni að fá þorsk í stað rækju. Benda menn á að þeir geti ekki landað þessum físki þar sem þeim verði þá refsað með miklum fjár- sektum og jafnvel veiðileyfamissi. Þeir verði því að henda fiskinum til að geta haldið áfram veiðum. Vemlegur hluti undirmálsfísks- ins, t.d. þorskur undir 50 sm að lengd, sem kemur um borð í veiði- skipin virðist ekki koma að landi, þó skoðanir séu skiptar um það hversu hátt hlutfallið er. Þá er við- urkennt að netabátar henda skemmda fískinum, landa aðeins lifandi blóðguðum fiski þó vitað sé að það kemur fyrir að þeir geta ekki vitjað netanna daglega og hluti þorsksins er dauður í netunum. Bæði smáflskur og dauðblóðgaður em markaðshæf vara, þó mun lægra verð fást fyrir hana en betri afturðir. Sjómennirnir segjast aftur á móti verða að nýta takmarkaðan kvóta sem best og þeir stórtapi á því að landa verri fískinum. Rányrkja í karfastofninum Margir sjómannanna tala um rányrkju í karfastofninum. Sum skip henda öllum smákarfa undir hálfu kílói, önnur miða við 100 gr. Þá kemur fram að aðeins það besta er hirt þegar verið er að físka í sigl- ingartúra. Ófagrar lýsingar em af karfaseiðadrápi rækjuskipa fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum en nú hefur verið gert að skyldu að hafa seiðaskiljur á öllum úthafsrækju- veiðum og ætti seiðadrápið því að minnka. Misjafnt er hvað hirt er af svo- kölluðum meðafla, það er tegundum sem slæðast í veiðarfærin á öðrum veiðum. Á sumum skipum er fískur- inn flokkaður og allt hirt sem mögu- legt er að nýta en á öðrum er öllum meðafla hent. Því er haldið fram að á einhveijum frystiskipum sé stærsta þorskinum hent af því hann passar ekki í vinnsluna en frystitog- aramenn sem rætt var við segjast handflaka stóra þorskinn. Þá bendir einn'viðmælandi á tví- lembingstrollin sem tvö skip draga en annað vinnur úr aflanum. Segir að þau séu tímaskekkja því stund- um komi allt of stór höl fyrir vinnsl- una. Dæmi em um að smæstu rækj- unni, svokallaðri iðnaðarrækju, sé hent vegna þess að ekki er pláss fyrir hana um borð. Við humarveið- ar fer smáhumar og kvenhumar með hrogn aftur fyrir borð. Því hefur verið haldið fram að humar- - <■ ■%» m MYNDIR sem Fiskifréttii birtii í mars sl. og sýndu rækjuskip fleygja aftur í sjóinn tólf toinnim af þorski sem kom óvart í rækjutrollið liafa vakið mikla athygli meðal sjó- mnnna. Önmir skip á svæðinu fengu einnig þorsk og flest losuðu þau sig við liann vegna þess að þau liöfðu ekki þorsk- kvóta. Myndin hér að ofan er úr blaðinu en nafn ljósmyndarans var ekki gefið upp. Sjómenn að eyði- leggja starf sitt AÞEIM skipum sem ég hef ver- ið á hefur fiski verið hent í sjóinn, öllu öðru en rækju. Það er blóðugt að horfa upp á þetta. Fólk í landi trúir þessu ekki,“ segir ung,- ur sjómaður sem í mörg ár hefur stundað úthafsrækjuveiðar fyrir Norðurlandi og Vestíjörðum, á tog- urum og stærri bátum, og verið á bolfiskveiðum á ísfisktogara. Þessi viðmælandi telur mest fara forgörðum á rækjuveiðum, einkum karfí. „Rækjuflotinn hefur drepið ofboðslega mikið af karfaseiðum. Oft er það þannig að trollið fyllist af karfaseiðum hvar sem því er dýft í sjó fyrir Norðurlandi. Það kemur oft fyrir að helmingur aflans er karfaseiði sem er mokað beint i sjóinn aftur. Oft eru 10-20 skip á svæðinu, öll í því sama. Sjórinn allt í kringum skipið verður hvítur af dauðum karfaseiðum. Það kæmu stórar tölur út úr því ef öll þessi seiði yrðu reiknuð út í fullvöxnum karfa. Það þýðir lítið að loka svæðinu því þetta er svona á öllu veiðisvæð- inu og það þyrfti þá að loka fyrir öllu Norðurlandi. Svo eru veiðieftir- litsmennirnir misjafnir. Þeir eru flestir gamlir skipstjórar. Sumir loka strax og undirmál nær ákveðnu hlutfalli. Aðrir eru ennþá það miklir veiðimenn í sér að þeir léyfa mönnum að veiða áfram ef vel aflast. Sendir kvótalausir af stað Stundum fáum við eingöngu full- orðinn þorsk en hann fer beina leið í hafíð aftur. Ég get ekki ímyndað mér að öðruvísi sé staðið að málum á öðrum rækjubátum en þeim sem ég hef verið á. Fæst skipin eru með annan kvóta en rækju. Skipstjórinn getur lítið að þessu gert, hann er sendur kvótalaus af stað og getur ekki komið með þorskinn í land. Því fer allur aukaafli í sjóinn, sama hvaða nafni hann nefnist. Og það er barnalegt að halda því fram að eingöngu rækja komi í trollið, það trúir því ekki nokkur maður sem þekkir til. Það ætti að láta rækjuskipin koma með allt í land, til þess að menn sjái hvað þetta er mikið og sem minnst fari til spillis." Hann hefur einnig verið á ísfisk- togurum en telur að frákast hafi minnkað. „Áður var öllu undirmáli hent. Það hefur verið að breytast. Á skipi sem ég var mikið á gerði skipstjórinn þá kröfu í fyrra að allt væri hirt. Nú er farið að greiða sæmilega fyrir undirmálið og var farið að hirða allt að 10 tonn í túr. Ekki er hægt að losna alveg við smáfiskinn. Maður getur verið að fá 2-3 höl með stórum fiski og svo kemur allt í einu hal með smáfiski. Þetta er ekki hægt að varast og ekki alltaf hægt að hirða allt. Vandamálin þegar þorskkvótinn er búinn Vandamálin verða þegar þorsk- kvótinn er búinn. Þá fara menn út á sjó til að reyna að veiða karfa eða grálúðu. Því miður er ekki hægt að velja sér fisktegund þegar trolli er sleppt, alltaf kemur upp afli sem skipstjórarnir segjast ekki mega veiða. Þó maður sé á hefð- bundinni karfaslóð kemur þorskur alltaf með. Ef menn eru svo heppn- ir að eiga kvóta fyrir honum koma þeir með hann í land. Víða eru menn hins vegar búnir með þorsk- kvótann og verða að henda fiskin- um. Kvótakerfið knýr menn til að gera þetta, ef menn vilja halda áfram veiðum. Ef menn koma með fiskinn í land missa þeir veiðileyfíð eða fá miklar sektir. Ákveðið í landi hvað veiða skal Ákvörðunin er tekin í landi. Skip- stjórinn fær þau fyrirmæli að veiða tiltekna tegund. Hann ræður síðan þegar út á sjó er komið. Ef til dæmis 75% aflans em af þeirri teg- und sem verið er að veiða en af- gangurinn af öðrum tegundum, er helvíti hart að þurfa að sigla úr veiðinni. Einstaka 'skipstjórar gera það þó, en meirihlutinn heldur áfram á meðan meirihluti aflans er af þeirri tegund sem þeir eru að reyna við.“ Nefnir hann sem dæmi að á grá- lúðuveiðum slæðist alltaf þorskur og karfi með og ýsan sé yfirleitt vel blönduð af öðru, meðal annars þorski. „Við fórum í ýsutúr á báti. Meginhluti aflans reyndist vera þorskur en í því tilviki áttum við reyndar kvóta fyrir honum. Ýsan er frekar erfið og oft sem menn eiga ekki kvóta fyrir meðaflanum." Þá segir hann að eftir að riðlinum í trollinu var breytt, stækkaður upp í 155 mm, hafi mikið af grálúðu skemmst. „Það ánetjast svo mikið, hausinn festist í möskvanum og lúðan hangir. Allt trollið fer kafloðið þegar það kemur upp. Við reynum auðvitað að hrista lúðuna niður- á dekk en það sem eftir er kremst þegar lengjan fer yfir.“ Sjómaðurinn segir að á karfa- veiðum sé öllum undirmálsfiski hent, það er karfa sem er hálft kíló eða léttari. Misjafnt er hve stórt hlutfall undirmálsins er, stundum allt upp undir helmingur í hali. Og það fer allt í sjóinn aftur. Hrikalegt vanmat Sjómaðurinn hefur ákveðnar skoðanir á umfjöllunarefninu. „Þetta er komið út í tóma vitleysu og ég er undrandi á því hvað þetta hefur gengið langt. Áður, á meðan fiskur var um allan sjó, töldu sjó- menn unnt að veiða endalaust og hirtu bara stærsta fiskinn. Nú er að koma í Ijós að það var hrikalegt vanmat. Sjómenn eru að vakna upp við vondan draum. Við emm að eyðileggja okkur sjálfa, sjómenn, kippa grundvellinum undan starfi okkar." Hann segir að mikil óánægja sé með það meðal sjómanna að þurfa að kasta fiski. Aldrei hafí hann þó heyrt sjómann mótmæla því við skipstjóra. „Menn vita að skipstjór- inn er ekki ánægður með þetta. Menn gera þetta með hundshaus og af illri nauðsyn. Verða að koma með það að landi sem þeim er sagt.“ Ekki segist hann geta neitað áhrifum togveiðanna á uppvöxt fískistofna og nefnir Hampiðjutorg- ið sem dæmi um það. „Áður var varla hægt að toga þar í hálftíma án þess að undirbyrðin kæmi upp í henglum. En mikið kom upp af „osti“, kóral og grálúðu. En nú getum við togað þar endalaust án þess að lenda í vandræðum með trollið og fáum hvorki „ost“ né kór- al en eitthvað af grálúðu. Víðar er búið að hefla botninn svo kyrfilega að fiskurinn hefur lítið skjól." Umræddur sjómaður segir að tregða sjómanna við að segja frá því hvað miklu væri hent stafaði af hræðslu við afleiðingar þess fyr- ir þá sjálfa, menn gætu misst pláss- ið. „En fólkið í landi á auðlindina með okkur. Það verður að fá að vita hvernig hún er nýtt og það gerist ekki nema menn komi með allan afla að landi.“ inn þoli ferðalagið en menn em ekki á eitt sáttir um það. Rányrkja á fjarlægum miðum Mörgum sjómönnum liggur þungt á hjarta hvernig íslendingar haga sér utan landhelginnar, á fjar- lægum miðum. Viðmælendur tala um rányrkju í Barentshafi, þar sem skip veiddu miklu meira en vinnslan um borð réði við svo stór hluti afl- ans fór sömu leið til baka. Þeir segja frá því hvemig karfi var drepinn í stómm stíl við rækjuveiðar á Flæmska hattinum við Nýfundna- land og hversu gífurlega miklu er hent við úthafskarfamoksturinn á Reykjaneshiygg. Minnkaði þorskveiðin ekki? Mönnum ber ekki alveg saman um það hvort það hafi aukist að físki væri fleygt. Margir halda því fram að það hafí stóraukist með minnkandi þorskkvóta, og sumir meta það svo að jafnmikið sé veitt og fyrir síðustu kvótaskerðingu en mismuninum sé hent. Aðrir segja sem svo að físki hafí alltaf verið fleygt. Maður sem hefur yfirsýn yfir 25-30 ára tímabil segir að mikið af fiski hafi farið forgörð- um fyrstu árin eftir að frystitogar- arnir komu, afköstin hafi verið svo lítil en veiðin oft mikil. En þetta hafi lagast, nú sé hvert einasta kvikindi hirt sem mögulegt er að nýta. Svipað heyrist af sumum ís- físktogurum. Fá engn um ráðið Margir af þeim sjómönnum sem rætt er við hafa áhyggjur af afleið- ingpm þess að meira er drepið af fiski en opinberar tölur sýna og fagna umræðu um það. Þeir segjast ekki hafa hag af því að henda fiski, þvi þeir fái greitt fyrir það sem þeir komi með að landi en ekki það sem fari í sjóinn. Þeir geti hins vegar lítið gert, agavald skipstjór- ans sé algert og menn geti þurft að taka pokann sinn ef þeir neiti að vinna verkið. Síðan sé skipstjór- inn undir þrýstingi frá útgerðinni sem að vísu segi honum áreiðanlega ekki að fleygja fiski en hún segi honum hvað hann megi koma með að landi. „Sjómenn eru að vakna upp við vondan draum. Við emm að eyði- leggja okkur sjálfa, sjómenn, kippa gmndvellinum undan starfí okkar,“ segir einn sjómaðurinn. „Gramsa“ 2-5 þúsund tonn utan kvóta VENJA er á frystitogurum að hver sjómaður taki með sér ákveðinn skammt af flökum í land eftir túrinn. Á ísfisktogurunum og bátum taka menn einnig með sér þann fisk sem þeir þurfa. Sjómenn kalla þetta „grams“ og er ljóst að margir magar í landi eru mettaðir með því, ekki að- eins hjá sjómannsfjölskyldum. Þar fyr- ir utan þarf töluvert í kostinn fyrir 6.000 sjómenn. Allur er þessi fiskur utan kvóta. Erfitt er að áætla hvað þetta er mikið en hér er skotið á 2-5 þúsund tonn upp úr sjó. Sjómaður á frystitogara segir að það sé regla að hver maður taki með sér einn kassa af flökum eftir túrinn. 28 kg eru í kassanum sem gæti samsvarað 60-70 kg. upp úr sjó og alls 20-25 tonn á frystitogara yfir árið. Síðan fer mikið af fiski í kost. Eitthvað er það þó misjafnt hvað menn taka með sér í land. Sjómaður á rækjufrystitogara segir að þar taki menn með sér tvær öskjur af flökum, eða um 18 kg. Háseti á ísfisktogara segir að menn „gramsi“ það sem þeir þurfi. „Við flök- um og söltum fyrir kokkinn. Síðan flaka menn eins og þeir þurfa fyrir sjálfa sig. Þetta er ekki mikið, kannski svipað og á frystitogurunum,“ segir sjómaður- inn. Bátamenn segja sömu söguna. Vitað er að töluvert er gert af því að sjómenn á bátum, allt frá stórum bátum og allt niður í litla kvótabáta, flaki fisk og salti í ker. Þetta fer allt í land utan kvóta og síðan er reynt að selja afurð- irnar í húsgöngusölu, í veitingahús og mötuneyti. Skipverji á bát þar sem áhöfnin var að byrja á þessu segir að sér hafi komið á óvart hvað mikið fram- boð er af þessum fiski á markaðnum og samkeppni inikil. Bátasjómaður segir að þar hafi þorskur verið flakaður og saltaður í tunnur um borð. Þessi fiskur var meðal annars gefinn fólki í landi sem hafði úr litlu að spila. FISKI landað. (Mynd úr inyndasafni Morgunblaðsins.) „Gramsið" er í flestum tilvikum ýsa. En þorskurinn er flakaður og saltaður eða flattur í saltfisk. Þá hengja menn upp spyrðling og taka með sér fisk á þurrkhjallana. Starfsmannafélög áhafna sumra skip- anna hafa leyfi útgerðarmanna til að landa fiski utan kvóta til að selja í fjár- öflunarskyni. Peningarnir eru notaðir í utanlandsferð eða annað það sem áhöfn- in ákveður. Sjómaður á frystitogara segir að það sé venjan hjá útgerðum sem vilji gera vel við mannskapinn að láta hann fá fisk. Dæmi er um að starfs- mannafélag fær 100-200 kg af grálúðu úr túr á rækjufrystitogara. Verðmæti þessa er 20-40 þúsund kr. eftir hvern túr og samtals yfir 200 þúsund á ári. Sjómaður sem rætt var við segist vita til þess að öll grálúða sem rækjubátur fær í trollið sé gefin íþróttafélagi á staðnum. Segir að þetta séu 5-15 kassar af heilfrystri grálúðu eftir vikuróður. Lúðan er seld til fjáröflunar fyrir félag- ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.