Morgunblaðið - 29.06.1995, Page 9

Morgunblaðið - 29.06.1995, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 9 Doktor í hjúkrunarfræði • HELGA Jónsdóttir varði 5. októ- ber 1994 doktorsritgerð sína í hjúkr- unarfræði við Min- nesota háskóla í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist „Life Pattems of People with Chronic Obstructive Pulmonary Disease; Isolation and Being Closed in“, sem í íslenskri útgáfu hefur fengið heitið: Lífsreynsla fólks með langvinna lungnasjúkdóma. Ritgerðin byggir á eiginlegri rann- sókn sem höfundur gerði meðal ís- lenskra lungnasjúklinga. Aðalleið- beinandi var prófessor Margaret A. Newman en rannsóknin byggir á kenningu um heilbrigði sem prófess- or Newman hefur þróað. Rannsóknin var styrkt af Vísinda- ráði íslands, Rannsóknasjóði Há- skóla íslands, American Scandina- vian Foundation, Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni og Landspítalanum. Helga ólst upp á Húsavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1977, BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1981 og meistaragráðu frá Uni- versity of Minnesota árið 1988. Helga er lektor í námsbraut í hjúkr- unarfræði í Háskóla íslands. Foreldr- ar hennar eru Jón Sigurðsson og Gerður Kristjánsdóttir. Hún er gift dr. Arnóri Guðmyndssyni, þjóðfé- lagsfræðingi og deildarsérfræðingi í menntamálaráðuneytinu og eiga þau. einn son. Kaþólsk prestvígsla í Kristskirkju • HR. EDWARD Kenny, Stokk- hólmsbiskup, vígði laugardaginn 24. júní John McKeon djákna til prests í Kristskirkju á Landakoti. Þetta er fyrsti kaþólski presturinn sem vígður er til starfa hér um nokkurt skeið en hann hefur starfað um tíma sem djákni í biskupsdæminu. Sr. John McKeon er enskur frá norður Englandi. Við vígsluna komu margir ættingja hans til að vera við- staddir. Kirkjan var troðfull og stól- um komið fyrir handa kirkjugestum. Við athöfnina þjónuðu auk Kenny, allir starfandi kaþólskir prestar á landinu og auk þess tveir gestir, annar ítalskur og hinn enskur. Mess- an og vígslan fór fram á latínu en lestrar á íslensku og ensku. Kenny biskup predikaði á ensku en hann er enskur að uppruna. Sr. McKeon var boðinn velkomin til starfa fyrir kaþólska biskupsdæm- ið bæði í kirkju og utan, í samkvæmi eftir vígsluna sem haldið var í safn- aðarheimilinu. Að messu lokinni veitti hinn nývígði prestur öllum þeim er þess óskuðu sérstaka blessun sína við gráturnar í kirkjunni. Tveir prófess- orarskipaðir Á FUNDI ríkisráðs miðvikudaginn 28. júní voru skipaðir tveir prófess- orar við Háskóla íslands. Jón G. Friðjónsson var skipaður prófessor í íslenskri málfræði við heimspekideild Háskóla íslands frá 1. apríl 1994. Þóra Ellen Þórhalls- dóttir var skipuð prófessor í grasa- fræði við raunvísindadeild Háskólans frá 1. júní 1995. Ennfremur var Þór Vilhjálms- syni hæstaréttardómara veitt lausn frá embætti frá 1. júlí 1995. FRÉTTIR ÁRNI Þór Árnason með tvo 10 punda úr Norðurá í vikunni. „Rjúkandi ganga“ í Norðurá Stóri straumurinn er í dag og tals- verðar göngur hafa verið víða í lax- veiðiánum, sérstaklega þó í Borgar- fírðinum þar sem veiði hefur verið mjög lífleg að undanförnu, sérstak- lega í Norðurá. Þá hefur það borið til tíðinda, að fyrstu laxarnir hafa komið á land úr Stóru Laxá i Hrepp- um og Soginu. er vaxandi. Þetta er enn þá mest fyrir neðan Laxfoss, á svæðunum þar fyrir neðan, og það er mikið af laxi í fossinum og Myrkhyl. Það hafa verið að koma góðar göngur með vaxandi straum síðustu daga ,“ sagði Rúnar Marvinsson kokkur í veiðihúsinu Fossási við Grímsá í gærdag. Stærstu laxarnir í Grímsá eru nokkrir 14 punda og einn 16 punda. Dauft í Dölunum Fyrsta hollið í Laxá í Dölum fékk 17 laxa, harðsnúinn flokkur sem veiddi í þrjá daga og lauk veiðum á hádegi í gær. Áttu menn von á meiri afla, en það gekk ekki eftir. Þetta voru stórir laxar, allt að 17 punda og eitthvað töldu menn vera af laxi í ánni. Opnunin var færð aftur um fimm daga að þessu sinni, en það skilaði sér ekki í meiri veiði. í Haukadalsá hefur verið afar dræm veiði, aðeins 24 laxar hafa veiðst frá 15. júní, þar af 21 í sama hylnum, Horninu. „Þetta er mjög lélegt og sama sagan og í fyrra, Hraunsfjörðurinn er að loka á Hvammsfjarðarárnar aftur. Það verður eitthvað að gera. Það er að hætta hjá mér hópur sem hefur veitt í tvær vikur og veiðin hefur verið svo dræm að fólkið tók sér frí frá veiðiskap í einn dag og fór í skoðunarferð norður í Skagafjörð um daginn!,“sagði Torfí Ásgeirsson umsjónarmaður Háukadalsár í gær- dag. Stærsti laxinn er 15 pund. Þokkalegt í Miðfjarðará Veiðin hefur minnkað nokkuð í Miðfjarðará eftir hressilega byrjun. Fyrsti hópurinn veiddi 29 laxa við slæm skilyrði og en þeir sem á eft- ir komu veiddu 18 laxa. Nú er fá- mennt við ána og lítil veiði, en skil- yrði hafa þó batnað verulega. Alls voru í gærdag komnir 48 laxar á land. Hér og þar... Fyrstu laxarnir eru komnir úr Soginu. Á sunnudaginn voru komn- ir 4 úr Alviðru, 3 úr Ásgarði og einn úr Bíldsfelli. Síðan hafa nokkr- ir bæst við og líf hefur einnig verið í Syðri Brú. Stóra Laxá hefur einnig verið að nudda stýrurnar úr augunum síð- ustu daga, í gær voru komnir um 10 laxar á land, flestir á neðstu tveimur neðstu svæðunum. Allt boltafískar. Talsverðar göngur hafa verið að koma í Laxá í Kjós síðustu daga með vaxandi straum, en vestanáttin sem hefur verið ríkjandi hefur vald- ið tregari tökum en ella. Þó voru komnir um 90 laxar á land í gær- dag. PARTAR Norðurá leiðir hjörðina Veiðiri í Norðurá er all miklu meiri heldur en fram kom í Morgun- blaðinu í gær. Á hádegi í gær voru komnir 380 laxar á land og hefur verið bullandi veiði á öllum svæðum frá Laxfossi og niður í Munaðar- nes. „Það er ijúkandi ganga og fisk- ur á lofti um allt,“ sagði Þór Jóns- son fréttamaður í samtali við Morg- unblaðið, en hann var ásamt félög- um sínum í Stekknum á þriðjudag- inn og lágu sex laxar í valnum. „Við hefðum ekki haft á móti því að vera lengur,“ bætti Þór við. Enn er mikill stórlax í göngunum. Mikill lax í Grímsá „Veiðin er í ágætislagi, það eru komnir 90 laxar á land og veiðin Kaplahrauni 11, s. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska og evrópska bíla: Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir - gott verð. ESTEE LAUDER Verslunin Gullbrá hefur fengið „andlitslyftingu“. Af því tilefni bjóöum við til kynningar á Estée Lauder í dag og föstudag frá kl. 12-18. Glæsilegur kaupauki. Vertu velkomin! Gullbrá snyrtivöruverslun, Nóatúni 17, sími 562-4217. KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 lírn frAbær reynsla. BP Borgartúni Einar Farestveit & Co. hf. 28 * 562 2901 og 562 2900 fff» • jfi FAILEGRI * FLjÓTARI » HIJÓÐLÁTARI » ÖRUCGARI » SPARNEYTNARI « ÓDÝRARI m ASKO flokks iFOnix Sænskar og sérstakar frá hátúni6a reykjavík sImi 552 4420 Hitachil Kraftur örvggi Hitad HUSASMIÐJAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.