Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 9 Doktor í hjúkrunarfræði • HELGA Jónsdóttir varði 5. októ- ber 1994 doktorsritgerð sína í hjúkr- unarfræði við Min- nesota háskóla í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist „Life Pattems of People with Chronic Obstructive Pulmonary Disease; Isolation and Being Closed in“, sem í íslenskri útgáfu hefur fengið heitið: Lífsreynsla fólks með langvinna lungnasjúkdóma. Ritgerðin byggir á eiginlegri rann- sókn sem höfundur gerði meðal ís- lenskra lungnasjúklinga. Aðalleið- beinandi var prófessor Margaret A. Newman en rannsóknin byggir á kenningu um heilbrigði sem prófess- or Newman hefur þróað. Rannsóknin var styrkt af Vísinda- ráði íslands, Rannsóknasjóði Há- skóla íslands, American Scandina- vian Foundation, Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni og Landspítalanum. Helga ólst upp á Húsavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1977, BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1981 og meistaragráðu frá Uni- versity of Minnesota árið 1988. Helga er lektor í námsbraut í hjúkr- unarfræði í Háskóla íslands. Foreldr- ar hennar eru Jón Sigurðsson og Gerður Kristjánsdóttir. Hún er gift dr. Arnóri Guðmyndssyni, þjóðfé- lagsfræðingi og deildarsérfræðingi í menntamálaráðuneytinu og eiga þau. einn son. Kaþólsk prestvígsla í Kristskirkju • HR. EDWARD Kenny, Stokk- hólmsbiskup, vígði laugardaginn 24. júní John McKeon djákna til prests í Kristskirkju á Landakoti. Þetta er fyrsti kaþólski presturinn sem vígður er til starfa hér um nokkurt skeið en hann hefur starfað um tíma sem djákni í biskupsdæminu. Sr. John McKeon er enskur frá norður Englandi. Við vígsluna komu margir ættingja hans til að vera við- staddir. Kirkjan var troðfull og stól- um komið fyrir handa kirkjugestum. Við athöfnina þjónuðu auk Kenny, allir starfandi kaþólskir prestar á landinu og auk þess tveir gestir, annar ítalskur og hinn enskur. Mess- an og vígslan fór fram á latínu en lestrar á íslensku og ensku. Kenny biskup predikaði á ensku en hann er enskur að uppruna. Sr. McKeon var boðinn velkomin til starfa fyrir kaþólska biskupsdæm- ið bæði í kirkju og utan, í samkvæmi eftir vígsluna sem haldið var í safn- aðarheimilinu. Að messu lokinni veitti hinn nývígði prestur öllum þeim er þess óskuðu sérstaka blessun sína við gráturnar í kirkjunni. Tveir prófess- orarskipaðir Á FUNDI ríkisráðs miðvikudaginn 28. júní voru skipaðir tveir prófess- orar við Háskóla íslands. Jón G. Friðjónsson var skipaður prófessor í íslenskri málfræði við heimspekideild Háskóla íslands frá 1. apríl 1994. Þóra Ellen Þórhalls- dóttir var skipuð prófessor í grasa- fræði við raunvísindadeild Háskólans frá 1. júní 1995. Ennfremur var Þór Vilhjálms- syni hæstaréttardómara veitt lausn frá embætti frá 1. júlí 1995. FRÉTTIR ÁRNI Þór Árnason með tvo 10 punda úr Norðurá í vikunni. „Rjúkandi ganga“ í Norðurá Stóri straumurinn er í dag og tals- verðar göngur hafa verið víða í lax- veiðiánum, sérstaklega þó í Borgar- fírðinum þar sem veiði hefur verið mjög lífleg að undanförnu, sérstak- lega í Norðurá. Þá hefur það borið til tíðinda, að fyrstu laxarnir hafa komið á land úr Stóru Laxá i Hrepp- um og Soginu. er vaxandi. Þetta er enn þá mest fyrir neðan Laxfoss, á svæðunum þar fyrir neðan, og það er mikið af laxi í fossinum og Myrkhyl. Það hafa verið að koma góðar göngur með vaxandi straum síðustu daga ,“ sagði Rúnar Marvinsson kokkur í veiðihúsinu Fossási við Grímsá í gærdag. Stærstu laxarnir í Grímsá eru nokkrir 14 punda og einn 16 punda. Dauft í Dölunum Fyrsta hollið í Laxá í Dölum fékk 17 laxa, harðsnúinn flokkur sem veiddi í þrjá daga og lauk veiðum á hádegi í gær. Áttu menn von á meiri afla, en það gekk ekki eftir. Þetta voru stórir laxar, allt að 17 punda og eitthvað töldu menn vera af laxi í ánni. Opnunin var færð aftur um fimm daga að þessu sinni, en það skilaði sér ekki í meiri veiði. í Haukadalsá hefur verið afar dræm veiði, aðeins 24 laxar hafa veiðst frá 15. júní, þar af 21 í sama hylnum, Horninu. „Þetta er mjög lélegt og sama sagan og í fyrra, Hraunsfjörðurinn er að loka á Hvammsfjarðarárnar aftur. Það verður eitthvað að gera. Það er að hætta hjá mér hópur sem hefur veitt í tvær vikur og veiðin hefur verið svo dræm að fólkið tók sér frí frá veiðiskap í einn dag og fór í skoðunarferð norður í Skagafjörð um daginn!,“sagði Torfí Ásgeirsson umsjónarmaður Háukadalsár í gær- dag. Stærsti laxinn er 15 pund. Þokkalegt í Miðfjarðará Veiðin hefur minnkað nokkuð í Miðfjarðará eftir hressilega byrjun. Fyrsti hópurinn veiddi 29 laxa við slæm skilyrði og en þeir sem á eft- ir komu veiddu 18 laxa. Nú er fá- mennt við ána og lítil veiði, en skil- yrði hafa þó batnað verulega. Alls voru í gærdag komnir 48 laxar á land. Hér og þar... Fyrstu laxarnir eru komnir úr Soginu. Á sunnudaginn voru komn- ir 4 úr Alviðru, 3 úr Ásgarði og einn úr Bíldsfelli. Síðan hafa nokkr- ir bæst við og líf hefur einnig verið í Syðri Brú. Stóra Laxá hefur einnig verið að nudda stýrurnar úr augunum síð- ustu daga, í gær voru komnir um 10 laxar á land, flestir á neðstu tveimur neðstu svæðunum. Allt boltafískar. Talsverðar göngur hafa verið að koma í Laxá í Kjós síðustu daga með vaxandi straum, en vestanáttin sem hefur verið ríkjandi hefur vald- ið tregari tökum en ella. Þó voru komnir um 90 laxar á land í gær- dag. PARTAR Norðurá leiðir hjörðina Veiðiri í Norðurá er all miklu meiri heldur en fram kom í Morgun- blaðinu í gær. Á hádegi í gær voru komnir 380 laxar á land og hefur verið bullandi veiði á öllum svæðum frá Laxfossi og niður í Munaðar- nes. „Það er ijúkandi ganga og fisk- ur á lofti um allt,“ sagði Þór Jóns- son fréttamaður í samtali við Morg- unblaðið, en hann var ásamt félög- um sínum í Stekknum á þriðjudag- inn og lágu sex laxar í valnum. „Við hefðum ekki haft á móti því að vera lengur,“ bætti Þór við. Enn er mikill stórlax í göngunum. Mikill lax í Grímsá „Veiðin er í ágætislagi, það eru komnir 90 laxar á land og veiðin Kaplahrauni 11, s. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska og evrópska bíla: Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir - gott verð. ESTEE LAUDER Verslunin Gullbrá hefur fengið „andlitslyftingu“. Af því tilefni bjóöum við til kynningar á Estée Lauder í dag og föstudag frá kl. 12-18. Glæsilegur kaupauki. Vertu velkomin! Gullbrá snyrtivöruverslun, Nóatúni 17, sími 562-4217. KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 lírn frAbær reynsla. BP Borgartúni Einar Farestveit & Co. hf. 28 * 562 2901 og 562 2900 fff» • jfi FAILEGRI * FLjÓTARI » HIJÓÐLÁTARI » ÖRUCGARI » SPARNEYTNARI « ÓDÝRARI m ASKO flokks iFOnix Sænskar og sérstakar frá hátúni6a reykjavík sImi 552 4420 Hitachil Kraftur örvggi Hitad HUSASMIÐJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.