Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og það er einmitt hérna við þetta ræðupúlt sem virðing Alþingis verður til. Viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur í stærsta dagblaði Tævan Forsetinn segir rangt haft eftir sér FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, segir í yfirlýsingu að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali sem birtist á mánudag í stærsta dagblaði Tævan, United Daily News. í frétta- skeyti Reuters-fréttastofunnar er haft eftir henni að Lee Teng-hui for- seti Tævan sé velkominn í einkaheim- sókn tii íslands, þrátt fyrir mótmæli Kínveija. Einnig var haft eftir forset- anum að óhyggið væri af Kínverjum að reyna koma í veg fyrir heimsókn- ir forsetans frá Tævan til annarra þjóða. Þá segir í viðtalinu að frú Vigdís hafí sagt að ekkert væri að óttast og að henni þætti Lee Teng- hui vera fyrirmyndar forseti og hún myndi glöð hitta hann að máli. Forseti Tævan ekki á leiðinni Ekkert opinbert samband er á milli íslands og Tævan. íslendingar eru nýbúnir að setja á laggirnar sendiráð í Peking. Yftrvöld í Kína hafa frá lokum borgarastyijaldar í landinu 1949 álitið Tævan uppreisn- arhérað í Kína, en ekki sjálfstætt ríki. Ekki er ráðgert að Lee Teng-hui komi hingað til lands, hvorki í opin- bera heimsókn né á einkavegum. Vigdís Finnbogadóttir fer hins vegar í opinbera heimsókn til Kína í sept- ember. Sveinn Björnsson, forsetarit- ari, segist ekki búast við því að þessi mistúlkun á orðum frú Vigdísar yrði til þess að þær áætlanir breyttust. I yfirlýsingunni frá skrifstofu for- seta íslands segir meðal annars: „Blaðamaður frá United Daily News í Taiwan, frú Chen Yu-Hui, átti við- tal við forseta íslands hinn 28. júní sl. Umræddur blaðamaður vinnur að greinaröð um störf kvenleiðtoga víðs vegar um heim. Aðspurð um hvort forseti íslands væri reiðubúinn að taka móti forseta Taiwan í heimsókn til íslands svaraði forseti svo til að hveijum sem er væri fijálst að heim- sækja ísland í einkaerinðum. Annað sem haft er eftir Forseta Islands í ofangreindu fréttaskeyti er rangt haft eftir.“ Blaðamanninum treyst Yfirlýsing forseta íslands var einn- ig send til Reuter-fréttastofunnar og hefur hún borist til United Daily News. „Við treystum alveg blaða- manninum," sagði Tai-chen Won, yfirmaður erlendra frétta blaðsins. Hann segir að viðtalið hafi verið unnið eftir segulbandi og því sé ekki um neinn misskilning að ræða, blaða- konan hafi ekki verið að búa til neitt. Blaðið standi því við viðtalið eins og það birtist. Blaðakonan hefur aðsetur í Bonn í Þýskalandi og hafa yfirmenn blaðs- ins í Tævan reynt að ná í hana. Won sagði að þeir vildu að hún færi yfir segulbandið til að tryggja að ekki væri rangt haft eftir forsetanum. Að því loknu myndu þeir taka ákvörðun, hvað gert yrði við yfirlýs- ingu forsetans. United Daily News er stærsta dagblað Tævans og er það gefið út á kínversku í um einni milljón ein- taka. Þijú víkingaskip voru sjósett í Sundahöfn í gær Morgunblaðið/Sverrir VÍKINGASKIPIN voru látin síga úr kranabómu í Sundahöfn. Víkingaskipin að öllu leyti handsmíðuð ÞRJÚ víkingaskip, á vegum al- þjóðlegu víkingahátíðarinnar i Hafnarfirði, voru sjósett í Sunda- höfn í gær. Þau eru dönsk að uppruna, handunnin að öllu leyti, og mun smíði þeirra vera eins nálægt upprunalegu víkingaskip- unum og mögulegt er. Trygginga- verðmæti skipanna liggur á bilinu 60-70 milljóna króna. Að sögn Rögnvaldar Guð- mundssonar, framkvæmdasljóra hátíðarinnar, eru skipin í smærra lagi miðað við það sem tiðkaðist á víkingaöld en þau eru milli 20-30 metrar að lengd og miðuð við 12-14 manna áhöfn. Búið er að koma fyrir 2-3 tonnum af grjóti í kili skipanna til að gera þau sjóhæf. Ætlunin er að sigla þeim til Hafnarfjarðar í dag þar sem þau verða til sýnis meðan á víkingahátíðinni stendur. Keppni í siglingum verður síðan haldin 7.—9.júlí og verða verðlaun afhent á lokadegi hátíðarinnar. Vestur-lslendingar Islandsheimsókn- in eitt ævintýri IMAÍMÁNUÐI sl. var á ársfundi Þjóðrækn- isfélags Vestur- íslendinga í Kanada kjör- inn nýr forseti félagsins. Til að gegna þessu virð- ingarembætti næsta árið a.m.k. varð fyrir valinu V estur-Islendingurinn Laurence S.G. Johnson, sem á ættir sínar að rekja til Skagaíjarðar og austur á Seyðisfjörð. Hinum nýja forseta var boðið til íslands á vegum utanríkisráðuneytisins m.a. til að taka þátt í Jóns- messuhátíðardagskrá norður á Hofsósi, þar sem opna á safn um sögu ís- lenzkra Vesturfara á næsta ári. Daginn sem blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti Laurence að máli bar upp á 67 ára afmæli hans. Þó þetta væri fyrsta heimsókn þeirra hjóna til íslands, talar hann samt prýðis- góða íslenzku. Samtalið fór fram á „ástkæra ylhýra", en stöku sinnum greip Laurence til ensk- unnar í máli sínu. - Velkominn til íslands, Laur- ence. Hvernig stendur á því að þú talar íslenzku, þótt þú hafir aldrei áður til Islands komið? „Ég ólst upp í bænum Riverton (íslendingafljóti) í þeim hluta Manitoba sem hét Nýja-ísland. Foreldrar mínir fæddust báðir í Nýja íslandi og voru bæði ís- lenzk. Á heimilinu var alltaf töluð bæði íslenzka og enska. En skóla- ganga mín fór öll fram á ensku og ég fluttist að heiman þegar ég var 17-18 ára, þannig að ég tapaði niður íslenzkunni. Áratug- um seinna, þegar ég var orðinn kennari í Selkirk, reyndi ég að ná málinu upp aftur. Núna get ég talað hana sæmilega, ekki vel. “ Laurence S.G. Johnson ►Laurence Steingrímur Guðni Johnson er fæddur 29. júní 1928 í Vestur-íslendinga- bænum Riverton í Kanada. Þar ólst hann upp til 18 ára ald- urs. Hann sinnti ýmsum störf- um næstu tvo áratugina - vann á hóteli, var lögreglumaður í 5 ár o.fl. - unz hann aflaði sér kennaramenntunar er hann var um fertugt. Hann starfaði upp frá því sem kennari í Sel- kirk, litlum bæ sem eitt sinn var að mestu islenzkur, um 50 km norð - vestur af Winnipeg, allt þar til hann fór á eftirlaun fyrir tveimur árum. Laurence hefur alla tíð tekið virkan þátt í ýmiss konar fé- lagsstarfi, m.a. setið í sljórn bókasafnsins og sjúkrahússins í Selkirk. Kona Laurence Johnsons er Edith Johnson, hjúkrunar- kona. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn, öll í Kanada. - Þú ert þá af þriðju kynslóð Vestur-íslendinga ? „•Já. Foreldrar móður minnar voru bæði úr Skagafirði, en faðir minn var ættaður að austan, frá Seyðisfirði. Ég er elztur af 7 systkinum. Þau búa öll í Kanada og tala litla íslenzku. En konan mín, sem er af írskum uppruna, er mjög áhugasöm um Island. Við eigum þijú börn og fjögur barnabörn. Þau eru þá fjórða og fimmta kynslóð Vestur-íslend- inga.“ - Hefurðu hitt skyldmenni í heimsókn þinni hér? „Nei, því miður. Við höfum ekki haft tíma til þess.“ - Geturðu lýst fé- laginu sem þú ert nú orðinn forseti i?íhverju felst starfsemin? Aðalmarkmið Þjóð- ræknisfélagsins er í fyrsta lagi að halda uppi hinni íslenzku tungu og menningu og í öðru lagi að vera tengiliður milli is- lenzku þjóðarinnar og Vestur- heims; að miðla tengslum milli Vestur-íslendinga og íslands. í heild eru rúmlega 2000 manns í öllum deildum Þjóðrækn- isfélagsins. Því er stjórnað af 16 manna stjóm. Forsetar deildarfé- laganna eru í henni líka. Stjórnin og forseti félagsins eru kosin á aðalfundi félagsins sem haldinn er árlega. Síðasti aðalfundur var haldinn í Toronto 6.-8. maí sl., en það var í fyrsta sinn sem hann var haldinn utan kjarna Vestur- íslendingabyggðarinnar i Man- itoba.“ - Nú varst þú heiðursgestur á Jónsmessuhátíð norður á Hofs- ósi. Hvernig var það? „Það hafði lengi verið draumur pkkar hjónanna að komast til Islands og við erum því mjög þakklát þeim sem buðu okkur. Móttökurnar hafa verið alveg ein- stakar, hvar sem við höfum kom- ið. _ Á Hofsósi tók á móti okkur Valgeir Þorvaldsson, sem var upphafsmaður að því að okkur var boðið til landsins. Hann skipulagði Jónsmessuhátíðina. í tilefni af nýju safni um íslenzka vesturfara, sem stend- ur til að opna á Hofs- ósi, hélt ég ávarp á hátíðinni. Þar voru líka Vésteinn Ólason pró- fessor, sem stýrir nefnd sem vinnur að skráningu allra Vestur-Islendinga, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Það sem okkur hjónum þótti mikilfenglegast á hátíðinni var söngurinn. Karlakórinn Heimir og Sigrún Hjálmtýsdóttir sungu. Við vorum alveg dolfallin yfir þessum söng. Þetta eru söngvar- ai' á heimsmælikvarða." - Að lokum: Heldurðu afmæl- isdaginn hátíðlegan? Afmælisdagurinn sjálfur mun ekki skera sig úr öðrum dögum Islandsdvalarinnar. Öll heim- sóknin er eitt ævintýri, sem tekur bara allt of fljótt enda. Tíu dagar er of stuttur tími. En við erum bæði komin á eftirlaun. Við von- umst til að komast aftur til ís- lands næsta sumar.“ Ólst upp á ÍS' lenzku og ensku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.