Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ISUMAR stendur Vinnuskóli Reykjavík-
ur fyrir viðamiklu fræðslustarfi fyrir
unglinga. Yfirskrift þess er „Reykja-
vík-Borgin mín“ og er tilgangurinn
að unglingamir kynnist borginni sinni og
fái betri tilfinningu fyrir henni. Yfirumsjón
með verkefninu hafa þau Ása Hauksdóttir
og Guðmundur Guðmundsson hjá Vinnu-
skóla Reykjavíkur.
Markviss fræðsla
Allir þátttakendur fara í fjórar mismun-
andi fræðsluferðir á því sex vikna tímabili
sem þeir eru í vinnuskólanum. Verkefninu
er skipt í tvennt eftir aldri þátttakenda og
kynnist eldri hópurinn m.a. umhverfisvemd
og starfsemi Sorpu og Nesjavöllum þar sem
Nesjavallavirkjun er skoðuð og fræðsla er
um landvemd og uppgræðslu. Yngri hópur-
inn kynnist til að mynda styttum bæjarins,
útilistaverkum í Reykjavík og Öskjuhlíðinni
með þeim minjum sem þar er að finna.
Áð sögn Guðmundar Guðmundssonar
hefur fræðslustarf verið fyrir hendi undan-
farin ár en nú í sumar er það orðið skipu-
lagðara og áhersla lögð á markvissa fræðslu
þar sem krakkarnir verða að fylgjast vel
með og lesa sér til því ferðimar enda allar
á verkefni. Hann sagði alla skipulagningu
hafa gengið vel og hinar ýmsu stofnanir
sem koma við sögu hafi sýnt mikinn áhuga
og skilning á mikilvægi fræðslustarfs af
þessu tagi.
Bygglingarsaga
Reykjavíkur eftir 1930
Blaðamaður Morgunblaðsins slóst í hóp
með eldri hópnum, 15 ára unglingum, á
dögunum þar sem byggingarsaga Reykja-
víkur eftir 1930 var skoðuð.
Mætt var á Kjarvalsstaði stundvíslega
kl. 9 árdegis og var þá sest inn í fyrirlestra-
sal þar sem Hrefna Þorsteinsdóttir arkitekt
hélt fyrirlestur. Ýmsir stílar og stefnur í
byggingarlist vom skoðuð og kom þar
margt athyglisvert í ljós eins og t.d. nota-
gildisstefnan sem átti að tryggja íbúum
Norðurmýrarinnar hámarksnýtingu sólar-
innar með því að skipuleggja húsin þannig
að öll hús hefðu garða sem sneru í suður.
Fyrir neðan Skólavörðuholtið er Austurbæj-
arskólinn sem var á sínum tíma sá nýtisku-
legasti á Iandinu. Eins var áhugavert að
sjá hugmyndir manna um Skólavörðuholtið
en þar átti að rísa háborg íslenskrar menn-
LISTIR
Borgarævintýri
Borgin er margslungin og býr yfir mörgum skemmtileg-
um sögum, enda í örri þróun og vexti. Þóroddur
Bjamason kynntist henni upp á nýtt með hópi úr Vinnu-
skóla Reykjavíkur á dögunum.
ÁHRIF borgarínnar færð í myndir fyrir framan hús ÍTR.
VIÐ elsta steinsteypta íbúðarhús i
Reykjavík, Ingólfsstræti 21.
Morgunblaðið/Halldór
í GARÐI Listasafns Einars Jónssonar.
ingar með háskóla, listasöfnum og fleiri
opinberum byggingum . Það eina sem varð
úr þessu var bygging listasafns Einars Jóns-
sonar. Þegar Einar hóf að byggja það hús
sem einnig var heimili hans og vinnustofa
undruðust menn hve langt utan þéttbýlis
hann kaus að byggja. Einnig var gaman
að sjá áætlun manna um járnbrautarstöð í
skipulagi borgarinnar frá 1927. í lokin vék
Hrefna að framtíðinni og áframhaldandi
útþenslu borgarinnar sem er að stækka
framar öllum áætlunum og ímyndunarafli
manna fyrr á öldinni.
Miðbæjarrölt
Að loknum fyrirlestrinum voru allir fegn-
ir að komast út í góða veðrið. Byijað var
á byrjunarreit, Kjarvalsstöðum sjálfum og
Miklatúni. Nakin steinsteypan er allsráð-
andi í Kjarvalsstöðum. Kaldur og grár
steinninn fær að njóta sín með spansk-
grænu koparþakinu og Miklatúnið sem áður
var kallað Klambratún á sér sögu sem
mógröf. Gengið var um Norðurmýrina þar
sem notagildisstefnan sást í raun og ljóst
var að krakkamir höfðu fylgst með á fyrir-
lestrinum, þegar Hrefna spurði þau útúr.
Þannig var staldrað við ýmsar byggingar
og svæði á leiðinni og á Skólavörðuholtinu
reyndu krakkarnir að ímynda sér hvernig
það hefði nú litið út með háborginni. Eftir
heimsókn í garð Listasafns Einars Jónsson-
ar var nestishlé sem þýddi hlaup út í næsta
söluturn hjá mörgum en aðrir skoðuðu stytt-
ur Einars af áhuga og m.a. voru þarna
drengir sem sáu ævintýraheima spunaspils-
ins „Dungeons & dragons" ljúkast upp í
styttunum.
Þá var gengið niður vistgötuna, Þórsgötu
og ýmis öngstræti Þingholtanna þrædd þar
til komið var að gamla íshúsinu sem hýsir
Listasafn íslands núna og endað var fram-
an við hús ÍTR á Fríkirkjuvegi 11 sem at-
hafnamaðurinn Thor Jensen byggði fyrr á
öldinni. Þetta var endastöðin og tími kom-
inn til að leysa verkefni sem fólst í því að
teikna eitthvað sem bar fyrir augu í ferð-
inni. Allir tóku til óspilltra málanna og
teiknað var af miklum krafti.
Eftir þetta skildu blaðamaður og Ijós-
myndari við hópinn í glampandi sólskini
eftir Iærdómsríkan dag, sannfærðir um það
að þetta væri framtíðin í dagskrá vinnuskól-
ans því hvað er betra en að virkja andann
til jafns við líkamann eins og Grikkja var
siður og vissa til forna?
Sembal-
orgia
TÖNLIST
Skálhoilskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
J.S. Bach: Konsertf. 3 sembala
og strengjasveit í C-dúr BWV
1064. Vivaldi/Bach: Konsert f. 4
sembala og str.sv. í a-moll BWV
10651. Helga Ingólfsdóttir, Guð-
rún Óskarsdóttir, Elín Guðmunds-
dóttir og Málfríður Konráðsdóttir
(í 1), sembalar, auk Bachsveitar-
innar I Skálholti, að þessu sinni
Rut Ingólfsdóttir og Lilja Hjalta-
dóttir, fiðlur, Sara Buckley, víóla,
Örnólfur Kristjánsson, selló og
Páll Hannesson, kontrabassi.
Skálholtskirkju, laugardaginn 1.
júlí kl. 14.
TUTTUGASTA vertíð Sumar-
tónleika í Skálholti var sett á laug-
ardaginn var í viðurvist mennta-
málaráðherra, og flutti séra Guð-
mundur Óli Ólafsson ræðu í til-
efni afmælisins á fyrstu tónleik-
unum af þremur þann merkisdag.
Sumartónleikarnir í Skálholts-
kirkju, sem einkum eru helgaðir
barokktónlist og nýrri íslenzkri
andlegri tónsköpun, hafa á undra-
skömmum tíma orðið að einhverri
fegurstu rós í blómabeði íslenzks
tónlistarlífs, og hafa margir li-
stelskir áheyrendur „gengið suð-
ur“ í sveitarkyrrðina til að njóta
fágaðs tónlistarflutnings í ein-
stæðum hljómburði Skálholts-
kirkju án endurgjalds. Afmælið
gat einnig af sér veglegan bækl-
ing, þar sem finna má allmörg
fróðleg greinarkorn og viðtol.
Fyrstu tvennu tónleikar laugar-
dagsins hljóta að hafa glatt eyru
sembalunnenda. Kl. 15 mætti
franski clavecin-snillingurinn
Fran?oise Lengellé til einleiks, en
kl. 14 var boðið upp á hvorki
meira né minna en þijá (og síðan
fjóra) sembala í samleik við aðeins
5 girnisstrengd strokhljóðfæri,
svo tryggt var, að hinn viðkvæmi
niður af gásfiðruðu látúns-
strengjaplokki næði eyrum tón-
leikagesta ótruflaður.
Bach samdi um 14 sembalkon-
serta í Leipzig á ofanverðum 4.
áratug 18. aldar, þar af 3 fyrir
tvo sembala, 2 fyrir þijá og 1
(BWV 1065) fyrir fjóra, eflaust
ætlaða sjálfum sér og nemendum
sínum í samleik við Collegium
Musicum sveitina á laugardags-
tónleikum í Kaffihúsi Zimmer-
manns. Því miður var ekki auka-
tekið orð að finna um viðfangsefn-
in í tónleikaskrá, en þar hefði t.d.
mátt koma fram, að sembalkon-
sertarnir eru flestir umritanir af
öðrum konsertum (oftast fyrir
fiðlu(r)), svo og, að BWV 1065
er útsetning á eldri konsert eftir
Vivaldi (Op. 10 nr. 3) fyrir 4 fiðl-
ur, víólu og fylgibassa, jafnvel
þótt frumgerð Vivaldis sé allkunn
og enn töluvert flutt.
Þó að snilldartök Bachs láti
ekki að sér hæða í þessum umrit-
unum, hygg ég, að flestir hlust-
endur sem eitt sinn hafa heyrt
frumgerð þeirra - konsertinn fyr-
ir óbó og fiðlu í c (endurvakinn í
Neue Bach Ausgabe), sem síðar
varð að BWV 1060 f. 2 sembala,
er gott og nálganlegt dæmi -
kjósi þá gerð í stað sembalútgáf-
unnar, enda tónfjölbreytni strok-
og blásturshljóðfæra ólíkt meiri
en tveggja sembala. Þó kastar
tólfum, þegar fjórir sembalar iða
á fullu, og þyrftu áheyrendur þá
eiginlega að sitja í miðju og hljóm-
borðsleikararnir í sitt hveiju horni
hússins, svo að uppbygging verks-
ins nyti sín sem bezt í „4ra rása
víðómi“, en því var ekki að heilsa.
En hvað sem því líður, þá léku
flytjendur vel og skörulega, utan
hvað tutti-kaflar lokaþáttarins í
C-dúr konsertnum skjögruðu lítil-
lega. Eftirminnilegustu konsert-
þættirnir voru Adagióið þar á
undan (þar sem stefið var nauða-
líkt velþekktu angurværu finn-
landssænsku þjóðlagi), 1. þáttur-
inn í Vivaldi, sem Bach gerði að
umgjörð gríðarmikillar sembal-
akadenzu, og hinn hraði lokaþátt-
ur sama verks, sem leikinn var
af smitandi spilagleði.
Ríkarður Ö. Pálsson
Franskt
skapgerð-
arbarokk
TÖNLIST
S káIh oItskí rkj a
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Louis Coupperin: Svita í d-moll.
Frangoís Couperin: Þættir úr De-
uxime Ordre. Armand-Louis Cou-
perin: La Turpin; Menuet I/II; La
Chéron; L’Affigée; La Du Breuil.
Frangoise Lengellé, semball.
Skálholtskirkju, laugardaginn 1.
júlíkl.15.
TÓNLEIKAR nr. 2 sl. Iaugar-
dag í Skálholtskirkju státuðu af
góðum gesti, franska semballeik-
aranum Francoise Lengellé, kenn-
ara í kammertónlist og fylgibassa-
leik (basso continuo) við ríkistón-
listarhákólann í Lyon. Madame
Lengellé mun einnig hafa fengizt
við franska endurreisnartónlist
auk barokkmeistaranna, enda bar
túlkun hennar vissulega þess
merki, að hér fór saman mikil
þekking, tækni og innlifun í tón-
menningu sem á íslandi hefur
staðið nokkuð í skugga þýzka síð-
barokksins; alltjent hefur fremur
lítið borið á franskri tónlist frá
16. og 17. öld hér um slóðir á
undanförnum árum.
En vera kann, að áhuginn sé
að aukast. Kvikmyndin „Allir
heimsins morgnar" vakti tölu-
verða forvitni fyrir gömbutónlist
þeirra Marin Marais og Sainte
Colombe frá yngri árum Loðvíks
XIV, og þýðing Couperin-ættar-
innar fyrir tónsögu Vésturlanda
hefur ætíð verið óumdeilanleg.
Couperinar voru sambærilegir við
Bachana í Þýzkalandi á sama
tíma, nema hvað þeir komust til
meiri metorða á veraldarvísu í
skjóli einveldiskonungdæmis
Frakka en Bachættin, því smáfur-
stadæmin austan Rínar gáfu ekki
sömu möguleika til tónlistar-
umsvifa og stórveldið fyrir vestan,
og voru þar á ofan í sárum eftir
30 ára stríðið.
Elztur hinna kunnustu tón-
skálda af Couperin-ætt var Louis
(1626-61). Hann' var nemandi
hirðtónskáldsins Chambonnires
og einn af frumkvöðlum hljóm-
borðssvítunnar. Madame Lengellé
lék eftir hann Svítu í d-moll, þar
sem annað slagið mátti greina
rætur svítunnar í eldri lútutónlist
með tilheyrandi fijálsröddun, til-
kominni vegna tæknilegra tak-
markana Iútuleiks, enda þótt fúg-
un kæmi einnig við sögu stöku
sinni, t.a.m. í Prelúdíunni, sem
var nokkurs konar Fantasía og
fúga í ABA-formi franska óperu-
forleiksins.
Þættir úr Annarri svítu eftir
Francois „Le Grand“ Couperin
(1668-1733), bróðurson Louis,
voru næstir á skrá. Þessi heillandi
litlu skapgerðarstykki um lands-
lag, stemningar, persónur og álíka
báru titla, er stundum gátu minnt
á skens Eriks Saties. Hver veit
nema sá hafi fengið eina og eina
hugmynd að láni frá Frans mikla.
Þættirnir voru fluttir af miklu
öryggi og tilfinningu fyrir þeim
ávæningi af skringikímni sem
felst í upprunamerkingu orðsins
barokk.
Sú tilfinning, að upphaf hins
„galanta“ stíls hafi sprottið nærri
þessum lindum, fékk byr undir
báða vængi, þegar kom að yngsta
Couperininum, Armand-Louis
(1727-1789), hafi hún ekki verið
fullfleyg þegar hjá Frangois. Mme
Lengellé tulkaði Le Turpin hressi-
lega, og sýndi eftirtektarverða
fingralipurð í La Chéron og enn
ineiri í hinu leifturhraða gigue-
kennda La Du Breuil, er leiddi
hugann að veiðimennsku með
caccia-hrynjandi sinni. í L’Affl-
igée (Hin sorgmædda), glitti í
angurværð fyrir-rómantíkur, svo
að Empfindsamkeit C.P.E. Bachs
kom upp í innra eyrað.
Leikur Francoise Lengellé var
einkar sannfærandi, innlifaður og
svo rennisléttur í útfærslu skraut-
nótna, sem hættir til að sliga
hljómborðsverk einkum Francois
Couperins í höndum meðalsembal-
leikara, að við lá, að maður tæki
ekki eftir skrautinu. Líkt og til-
sniðnu runnarnir í hallargörðum
Versala kæmu allt i einu fyrir
sjónir sem hrein og óspillt náttúra.
Slíkur er máttur góðrar spila-
mennsku.
Ríkarður Ö. Pálsson