Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
UNGLINGAR
Langaði alltaf að verða
söng- og leikkona
EIN skærasta stjarnan í poppheiminum á íslandi
í dag er án efa Heiðrún Anna Bjömsdóttir.
Hún tók þátt í uppsetningu söngleiksins Hárs-
ins sem sýndur var í fyrra og hefur síðan leikið í kvik-
myndum, verið fyrirsæta á Ítalíu og svo hefur hún
auðvitað sungið. Hún er núna söngkona hljómsveitar-
innar Cigarette og segir okkur hér frá æsku sinni á
Seltjarnamesinu.
Ég var frekar stillt og prúð þegar ég var unglingur
og ég var ekkert rosalega ömgg með mig. Ég man
þegar ég byrjaði í Valhúsaskóla; við stóðum nokkrar
stelpur saman og mér leið svo ilia að önnur löppin á
mér byijaði að titra alveg á fullu og ég hafði enga
stjórn á henni. Ég var semsagt frekar óörugg. Ég
reykti ekki og drakk ekki og byijaði frekar seint að
drekka miðað við vinkonur mínar, ég mátti ekki fara
í partí og þurfti alltaf að vera komin heim klukkan
eitt og það var haldið vel utan um mig þannig. Einu
sinni kom það fyrir að mamma sótti mig þegar ég var
ekki komin heim á réttum tíma. Þá var ég eitthvað
skotin í strák og fór með honum heim eftir ball, við
vorum í áttunda bekk og ballið búið eitthvað um eitt-
leytið. Ég átti náttúrlega að koma heim um leið og
ballið var búið en ég fór með honum í staðinn, við
vorum að horfa á vídeó, voða gaman, allt í einu kom
mamma með úfið hárið á náttfötunum og bankaði
uppá, ég fór alveg í klessu. Ég gerði þetta ekki aftur
því mamma sagðist bara sækja mig ef ég kæmi ekki
heim á réttum tíma. Ég
var ágæt í skólanum
þangað til í tólf ára bekk,
þá fór námið að dala hjá
mér og ég varð bara
meðal námsmanneskja,
ég reddaði þessu alltaf
en það var aðallega stærðfræðin sem var eitthvað að
vefjast fyrir mér. Ég skellti mér af fullum krafti í fé-
lagslífið, fór í nemendaráðið og var í leikritunum í
skólanum og tók þátt í öllu sem hægt var að taka þátt
í. Lærði á píanó, var að æfa sund, var að æfa hand-
bolta en svo hætti ég því reyndar öllu ' einu af öðru
þegar félagslífið í skólanum varð
meira og meira. Ég var líka í kór
Mýrarhúsaskóla og við fórum m.a. í
söngferðalag til Ítalíu og sungum þar
í nokkrum kirkjum.
Eftirminnilegt sumarfrí
Ég man eftir svo mörgum sum-
arfríum, það er kannski eftir-
minnilegast þegar mamma
og pabbi fóru í sumarbú-
stað og ég var ein heima.
Ég var í níunda bekk þegar
þetta var, þau voru búin að
ákveða að vera í þriggja vikna fríi en voru allt-
af að hringja í mig og segjast vera á leiðinni
heim svo ég færi ekki að halda partí. Ég bauð
samt nokkrum krökkum heim, það var auðvitað
líf og ljör, en ekkert villt partí.
Minnimáttarkennd
og komplexar
Ég var með alveg fullt af komplexum, ég var alltaf
rosalega mjó og það var svosem allt í lagi, en einu
sinni var ég úti að Iabba með vinkonum mínum og
þá sagði ein þeirra að ég væri ekki með neinn rass og
ég tók það frekar nærri mér og fannst það leiðinlegt.
Svo fannst mér ég bara vera Ijót á tímabili, ég var
með spangir á tönnunum og fannst ekkert varið í
mig. Svo allt í einu, þegar spangirnar voru farnar og
svoleiðis og ég komin með nokkur kíló utan á mig,
þá varð sætasti strákurinn í skólanum skotinn í mér,
og það var svolítið skrítið fannst mér. Ég þorði líka
ósköp lítið að opna munninn og tjá mig á þessum árum
án þess að fara hjá mér, sérstáklega ef ég var innan-
um fólk sem var eldra
en ég, en ég var allt í
lagi innanum jafnaldra
mína.
Söngkona og leikkona
Ég var alltaf ákveðin í því að
verða söngkona og leikkona
alveg frá því ég var pínulítil.
Ég var náttúrlega alltaf í
skólaleikritunum og fólk
tók vel í það sem ég var
að gera. Það kom einu
sinni í skólablaðinu eitthvað háð um mig og ég
tók það mjög nærri mér af því ég er svo viðkvæm
fyrir gagnrýni. En ég ákvað líka þá að ég skyldi sýna
þessu fólki að ég gæti gert það sem ég vildi og mér
finnst ég vera búin að því. Ég var að leika í myndinni
„Nei er ekkert svar“ sem Jón Tryggvason gerði og svo
er ég að fara að leika í stuttmynd sem fyrirtækið Kjól
og Anderson framleiðir og heitir sú mynd „Smá nautn“.
Allir sem leika í myndinni eru söngvarar og við erum
að vinna sameiginlega að plötu, Daníel Ágúst er mjög
duglegur við að semja og við erum í stúdíói að taka
upp. Við erum með eitt til tvö lög hvert en það er
alls óvíst hvort tónlistin verður líka notuð í myndinni.
Að lokum
ég er svolítið stressuð með nafnið á hljómsveitinni
Cigarette, og ég vil að það komi fram að ég reyki
ekki og hef aldrei gert. Reykingar eyðileggja röddina
Hvar eru þau og hvað eru þau að gera?
Útvarp í
Hafnarfirði
í FÉLAGSMIÐSTÖÐINNI
Vitanum er um þessar mund-
ir rekin útvarpsstöð sem næst
því miður ekki nema í Hafn-
arfirði og Garðabæ. Allir
starfsmenn stöðvarinnar eru
unglingar og sjá þeir að öllu
leyti um dagskrárgerð. Einn
af þeim sem er þarna að
störfum er Valur Grettisson,
15 ára.
„Þetta er Radíó Vitinn, út-
varp Hafnarfjarðar á bylgju-
lengd Fm 91,7 en næst bara
hér í næsta nágrenni. Við
erum að kenna krökkum sem
er hér á námskeiði, krökkum
sem ekki fengu neina vinnu,
að verða útvarpsmenn. Nám-
skeiðið er búið að vera í viku
og á að vera aðra viku og þá
hættum við útsendingum.
Dagskráin er allavega. Það
fera bara eftir hveijum og
einum útvarpsmanni, þeir búa
til skipulag og oft eru þeir
með viðtöl við fræga menn,
ef hægt er að ná í þá. Stund-
um er bara tónlist og svo eru
rabbþættir, það er líka hægt
að hringja inn og biðja um
óskalög eða bera fram spurn-
ingar. Eins og ég segi, fer
dagskráin bara eftir hverjum
og einum útvarpsmanni. Ég
get alveg hugsað mér að vinna
við útvarp þegar ég er orðinn
eldri ef mér býðst það,“ sagði
útvarpsmaður framtíðarinnar
að lokum.
Hvernig finnst þér stelpur/strákar?
Erna Geirsdóttir 13 ára
Strákar eru skemmtilegir og
sumir eru sætir og þeir
eru bara ágætir.
Erik Sverrisson 18 ára
Þær eru það yndislegasta
sem Guð gerði.
HH
Það er spurning? SllgHHHBHH
Hvemig leggst sumarið í þig? * Jpstudagin ■ ********$>* ýJKrpí IStíQ |4 Æn ■ j/éEgftM. Forlctí y|
íris, 15 ára Það leggst bara ágætlega í mig. Magnús, 13 ára Ágætlega. Haukur, 13 ára Alveg ágætlega. Laugi, 14 ára Æðislega