Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norsk yfirvöld meinuðu Má SH að leita viðgerðar í norskri höfn „Skipi og áliöfn stefnt í hættu“ Utanríkisráðuneytið óskar skýringa og endurskoðunar á ákvörðuninni SENDIHERRA Noregs á íslandi var síðdegis í gær kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu til að veita viðtöku kröftuglegum mótmælum af hálfu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar norskra stjómvalda að meina togaran- um Má SH 127 frá Ólafsvík að leita viðgerðar í norskri höfn og snúa honum til íslands í kjölfarið. Skipið fékk eitthvert rekald í skrúfuna á sunnudagsmorgun þegar það var á veiðum sunnar- lega í Smugunni og kveðst Svavar Þorsteinsson. útgerðarstjóri Más telja mikla áhætta fylgja því að sigla skipinu til Islands. Utanríkisráðuneytið hefur óskað skýringa á ákvörðun Norðmanna og að hún verði þegar í stað tekin til endurskoðunar. Norski sendiherrann kom mótmælunum á framfæri við stjómvöld í heimalandi sínu í gær þar sem þau era nú til umfjöllunar. Sendiherranum mun ekki hafa verið kunnugt um brottvísun Más. „Ég er þeirrar skoðun- ar að norsk stjómvöld hafi lagt skipið og áhöfnina í hættu með þessari óígranduðu ákvörðun sinni, því hreppi skipið illviðri á opnu hafi með takmarkaða sjó- hæfni og hraða er voðinn vís,“ segir Svavar. Hann kveðst vera þess fullviss að eina ástæðan fyrir framferði norskra stjórnvalda sé að skipið var að veiðum í Smug- unni, en þar sé um að ræða alþjóð- legt hafsvæði að hans mati. Rekinn úr norskri lögsögu Már kom í Smuguna fyrir um tveimur vikum með fímmtán manna áhöfn og var á veiðum sunnarlega í Smugunni á sunnu- dagsmorgun þegar eitthvert rek- ald festist í skrúfu hans með þeim afleiðingum að nærri drapst á vél- inni. Var talið að um net væri að ræða. í samráði við útgerð Más var ákveðið að sigla til Honn- ingsvág nyrst í Noregi. Skipið getur aðeins siglt á hálfri ferð, um fímm sjómílur á klukkustund, og tók siglingin til Noregs rúma tvo sólarhringa. Hafnaryfírvöld í Honningsvág sáu enga meinbugi á að veita skipinu aðstoð sína og hafði verið bundið fastmælum að kafarar í bænum myndu skera úr skrúfunni og að skipinu yrði veitt önnur þjónusta. „Lóðsinn var kominn um borð og við áttum aðeins örfáa metra ófama að bryggju þegar tilkynn- ing barst frá hafnaryfírvöldum þess efnis að hermálayfírvöld í Noregi hefðu sent boð um að við mættum ekki leggjast að bryggju. Engar skýringar vora gefnar," segir Reynir Georgsson skipstjóri Más. „Okkur var strax snúið til baka að eyju sem er þama 16 milur í burtu og köstuðum þar ankeram meðan við biðum. Norska varð- skipið Nornin kom síðan á vett- vang með kafara sem fóra niður að skrúfunni. Síðan funduðu þeir, mátu stöðuna þannig að við gæt- um siglt sjálfir og ákváðu að reka okkur úr lögsögunni og að við fengjum enga þjónustu í Noregi. Þeir vildu varla upplýsa okkur um hvað væri í skrúfunni, sögðu fyrst að það væri net en síðan að það væri tóg. V arðskipsmennimir spurðu okkur hvar við hefðum verið á veiðum og það lá í loftinu að þar sem við voram í Smugunni voru viðtökumar þessar. Þeir spurðu líka hvort við væram á heimleið og mér skildist að ef svo hefði verið, hefðum við sjálfsagt fengið þessa þjónustu. En þar sem ég svaraði því ekki beint var niður- staðan þessi. Þetta er forkastanleg framkoma. Ég hélt ekki að það myndi gerast í nokkra siðmennt- uðu landi að skipi í þessari stöðu væri neitað um aðstoð, og hefði ekki trúað því að óreyndu.“ Nötrar og skelfur Reynir hafði síðan samband við útgerð Más og Eið Guðnason sendiherra íslands í Noregi, sem gerði honum grein fyrir að hann gæti ekki neitað að hlíta fyrirmæl- um Norðmanna. Nomin fylgdi Má út fyrir fjög- urra mílna landhelgislínu Noregs og sóttist ferðin seint þar sem skipin höfðu 6-7 vindstig á móti sér, en Reynir kvaðst búast við að vera kominn út fyrir línuna um klukkan ellefu í gærkvöldi. „Við eram aðallega hræddir við að valda skemmdumá skipinu því það nötrar allt og skelfur ef við setjum eitthvert álag á vélina, sem getur orsakað leka og eyðileggingu á búnaðinum. Mér fínnst engan veg- inn forsvaranlegt að leggja út á opið haf í þessu ástandi, enda myndum við vera um átta sólar- hringa á leiðinni miðað við að ekk- ert færi úrskeiðis í veðri eða bún- aði vegna þess hversu hægt við förum. Skipið er vanbúið til sigl- inga og þetta eru aðstæður sem ég legg ekki út í nema í algerri neyð,“ segir Reynir. Að sögn Svavars hefur verið ákveðið að Már haldi kyrru fyrir utan við fjögurra mílna lögsöguna í von um að afstaða Norðmanna breytist við aðgerðir íslenska utanríkisráðuneytisins, en staðan verði metin að nýju snemma í dag. Einnig sé mikilvægt að at- huga hvort að skip sem lendi í vandræðum í Barentshafi geti sótt neyðaraðstoð til Noregs eða ekki. Svavar segir fjárhagslegt tjón útgerðarinnar vegna þessara atburða nema nokkrum milljónum króna en of snemmt sé að áætla það til fulls. Reynir Georgsson skipstjóri. TOGARINN Már við bryggju í Ólafsvík fyrir nokkrum árum. Skipið er 493 brúttórúmlestir og 53 metra langt. STRANDGÆSLUSKIPIÐ Nornin fylgdi Má frá landi í gær. Myndin var tekin í Smugunni í fyrra. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Spillir fyrir sam- skiptum ríkjanna HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að aðgerð norsku strandgæzlunnar, er hún vísaði togaranum Má út úr norskri landhelgi í gær- morgun, spilli fyrir samskipt- um ríkjanna í fískveiðimálum. Norðmenn sýni afar lítinn samningsvilja. Halldór segir að íslenzk stjórnvöld hafí enn ekki fengið viðbrögð við harð- orðum mótmælum, sem norska sendiherranum í Reykjavík voru afhent í gær. „Við höfum fordæmt að- gerð Norðmanna og teljum að hér sé um að ræða skip, sem er vélarvana og er ekki j hægt að senda í þessa sigl- ingu milli íslands og Noregs nema af því geti stafað veru- leg hætta,“ segir Halldór. „Ég tel það vera skyldu okkar að sinna skipum, sem lenda í slíkum vanda, og ég átti ekki von á að Norðmenn gripu til slíkra aðgerða.“ | Myndum veita norskum ) skipum þjónustu j Utanríkisráðherra segist minna á að fjöldi norskra skipa sé að veiðum í íslenzkri lögsögu, samkvæmt sam- komulagi þar um við Norð- menn. „Okkur dytti ekki ann- að í hug en að veita þeim skipum þjónustu, ef þau þyrftu á að halda,“ segir Halldór. ) Hann segist telja að málið k spilli fyrir samskiptum ís- lands og Noregs í fískveiði- málum. „Ég átti von á að menn ætluðu sér að reyna að sigla lygnan sjó. Það hefur verið bærilegt samband miili ríkjanna undanfarna mánuði, án þess þó að samkomulag hafí náðst. En með þessari j aðgerð og framkomu Norð- manna gagnvart rækjuskipi fyrir nokkru síðan, eru þeir ) að sýna afar lítinn vilja, svo ekki sé meira sagt,“ segir Halldór Ásgrímsson. Torstein Myhre yfirmaður norsku strandgæzlunnar Engín hætta á ferðum , og skipinu því vísað frá TORSTEIN Myhre, yfirmaður norsku strandgæzlunnar, segir að engin hætta stafi af því að sigla togaranum Má til íslands til að hreinsa úr skrúfu skipsins. Hem- aðaryfírvöld í Noregi hafi því ákveðið að framfylgja tæplega ársgömlum reglum norskra stjórn- valda um að skip, sem stundi veið- ar í Smugunni, fái ekki að sækja þjónustu í norska höfn. Myhre sagði í samtali við Morg- unblaðið að kafarar strandgæzl- unnar hefðu kannað ástand skrúfu og stýrisbúnaðar Más, þar sem skipið lá úti fyrir Honningsvág, og niðurstaða gæzlunnar hefði verið sú, að skipið gæti siglt með sex hnúta ferð. „Skipinu var þá vísað Hermálayfirvöld framfylgdu pólitísk- um ákvörðunum frá landi,“ segir Myhre. Hann segir að strandgæzluskip- ið Nornin hafí þá fylgt Má frá landi áleiðis út fyrir fjögurra mílna land- helgismörk Noregs. Myhre segist telja að skipið muni nú halda til Islands. Pólitísk ákvörðun Myhre segir að strandgæzlan sé ekki sammála því mati skipstjórans á Má að skipinu geti verið hætta búin á leiðinni yfír hafið. „Kafarar fóru niður að skipinu og könnuðu ástand þess. Már er eitt af skipun- um, sem hafa veitt í Smugunni, og það hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um að þau skip fái ekki í aðgang að norskri höfn. Við fórum | eftir þeirri ákvörðun og hermálayf- irvöld vísuðu skipinu frá.“ Aðspurður hvernig það verði metið, þegar íslenzk skip á Smugu- veiðum eigi í erfiðleikum, hvort þau fái að koma til hafnar í Noregi, eður ei, svarar Myhre því til að í þeim tilfellum, sem mannslíf séu ekki í hættu, verði skipum vísað frá. „Skipið er fullkomlega stjórn- hæft. Það nær ekki fullum hraða en það er engin hætta á ferðum,“ segir Myhre.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.