Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ1995 23 AÐSENDAR GREINAR Lífeyrísaldur EITT mikilvægasta atriðið í öll- um lífeyristryggingum, hvort sem þær eru fjármagnaðar með iðgjöld- um eða sköttum, er ákvörðunin um lífeyrisaldurinn. Það er aldur hins tryggða þegar hann hefur töku líf- eyris. Sjónarmið aðila Frá bæjardyrum hins tryggða er mikilvægt að vita hvenær hann hefur náð því marki að geta hætt vinnu og fengið í stað þess lífeyri, sem tryggir lífsviðurværið. Frá bæjardyrum trygginganna er nauðsynlegt að skilgreina þann grundvöll, sem tryggingin byggist á og hægt er að fjármagna. Eitt lykil- atriðið í þeim grundvelli er einmitt lífeyrisaldurinn. Upphæð lífeyris fer þá einmitt eftir fjölda og upphæð iðgjaldagreiðslna fyrir töku lífeyris og ævilíkum eftir að taka lífeyris er hafin. Fyrir tryggingar sem byggja á iðgjaldagreiðslum er því tómt mál að tala um að breyta lífey- risaldri án þess að það hafi áhrif á lífeyrinn sjálfan, því að við lækkun lífeyrisaldurs styttist tekjutímabil trygginganna meðan greiðslutíma- bilið lengist. Tekjuminni lífeyrissjóði væri því gert að greiða lífeyri af lægri tekjum í lengri tíma. Lífeyrir- inn hlýtur því að lækka. Við hækk- aðan lífeyrisaldur gildir hið gagn- stæða að öðru jöfnu. Sérstaða opinberra sjóða Almannatryggingar, sem fjár- magnaðar eru með skattgreiðslum, geta auðvitað hagað sér á allt ann- an hátt, því margar mikilvægar ákvarðanir eru þar ekki teknar á tryggingafræðilegum grundvelli, þótt lögmálin séu þau sömu, heldur eftir pólitískum línum. Þar skiptir meginmáli, hversu stóran hlut af skatttekjum ráðamenn eru tilbúnir til að verja til lífeyrismála. Þar er iðgjaldið ekki skilgreind stærð og þar eru samgöngumál, heilbrigðis- mál, menntamál o.s.frv. keppinaut- ar um hlut í skatttekjunum. Það er því alfarið háð ákvörðun ráða- manna hvað einstakir málaflokkar fá í sinn hlut, þó svo auðvitað að einhver hefðbundin skipting, lög og reglur, sem öllum má breyta, ráði nokkuð miklu. Ekki dugir t.d. að lögbinda ákveð- inn hlut af skatttekjum til lífeyris- mála, ef gengið er út frá því að líf- eyrisupphæðir til einstaklinga eigi að vera óbreyttar. Skatttekjur eru auðvitað breytilegar eftir gengi efnahagslífsins og samsetning þjóð- arinnar eftir aldri breytist einnig í hlaupi tímans. Þannig hefur hlut- deild ellilífeyrisþega af þjóðarheild- inni farið sívaxandi meðan fjöldi fólks á vinnualdri minnkar. Það þýð- ir að meðalaldur fer hækkandi, þjóð- in eldist og meðalævilíkur aukast. Hver ellilífeyrisþegi lifir mun lengur nú en þegar lífeyrisaldurinn var ákveðinn fyrir nokkrum áratugum. Efnahagskreppa undanfarinna ára hefur ýtt rækilega við ráða- mönnum víðast hvar í hinum vest- ræna heimi, líkt og hér á íslandi, til að íhuga forsendur velferðarkerf- isins upp á nýtt. Þar hefur lífeyr- isaldurinn einnig verið tekinn til endurskoðunar, þótt minna hafi verið um það að hróflað hafi verið við honum. Mismunandi lífeyrisaldur Lífeyrisaldurinn er mjög mismun- andi eftir löndum. Jafnvel hér á ís- landi búa menn við misjöfn kjör hvað þetta snertir. Hinn almenni líf- eyrisaldur almannatrygginga hefst við 67 ára aldursmarkið, flestir líf- eyrissjóðir hefja ekki greiðslur lífeyr- is fyrr en við 70 ára aldursmarkið meðan margir opinberir starfsmenn, sem njóta 95 ára reglunnar, geta Athugasemdir við ummæli borgarstjóra I MORGUNBLAÐ- INU 6. júlí er viðtal við borgarstjóra þar sem hún víkur að forstjóra Hjúkrunarheimilisins Skjóls. Þar segir „Sjálf hef ég til dæmis talið að það orkaði mjög tví- mælis áð upp hefur komið umræða um að forstjóri Hjúkrunar- heimilis Skjóls væri í stjórn fyrirtækis sem þeir versla mikið við. Svona atriði verðum við að skoða.“ Borgarstjóri hlýtur hér að vera að tala um ARS sem er innkaupasamband í eigu Hrafnistuheimil- anna, Skjóls, Eirar og Hafnarijarð- arapóteks. Hlutverk þessa innkaupa- sambands, eins og annarra slikra, er ekki annað en útvega heimilunum Hér svarar Sigurður Helgi Guðmundsson borgarstjóra vegna um- mæla um Hjúkrunar- heimilið Skjól. rekstrarvörur á sem lægstu verði. Allur rekstur miðast við þetta eitt, og ekki er gert ráð fyrir ágóða af neinu tagi. Engir hafa nokkru sinni haft ábata af þessum viðskiptum nema heimilin, hvorki starfsmenn heimilanna, né neinn þeim tengdur. Þetta veit borgarstjóri raunar vel, svo rækilega sem hún hefur látið fara ofan í málefni heimilanna. Eftir að Ríkiskaup voru endur- Sigurður Helgi Guðmundsson skipulögð og stofnanir eins og umrædd heimili fengu þar aðild að, eins og nú er, hefur verið mikið auðveldara um hagstæð innkaup en var. Samt er það svo enn að suamr rekstrar- vörur er hægt að fá ódýrari með því að kaupa þær beint frá framleiðendum. Slíku hlutverki hefur umrætt innkaupasamband gegnt og vandséð hveijir eiga að fara með málefni þess nema þeir sem að heimilunum standa. Raunar er það svo að framkoma borgarstjóra við þá sem að Skjóli og Eir standa hlýtur að vekja nokkra furðu. Það er að sjálfsögðu ekkert athugavert við það að borgarstjóri telji fiag borgarbúa betur komið í samvinnu við aðra aðila. Fyrir því má eflaust færa ýmis rök að heppilegt sé að hafa samvinnu við sem flesta aðila varð- andi úrlausn þeirra vandamála sem heimilin eiga að leysa. Ég fæ ekki séð að borgarstjóri þurfi að réttlæta þær gerðir sínar með því að hafa horn í síðu þeirra sem að uppbygg- ingu þessara stofnana hafa staðið. Það hefur gjarnan verið góðra manna háttur að lofa ei einn svo, að það lasti annan. Ég tel líka næsta víst að allir þeir sem að fram- angreindum heimilum standa óski borginni og samstarfsaðilum hennar allra heilla varðandi framkvæmdir í Suður-Mjódd og vænti þess að vel takist til. Höfundur er forstjóri Skjóls og Eirar. Á að hækka lífeyrisald- urí70ár?Jón Sæ- mundur Sigurjónsson veltir þeim möguleika fyrir sér í þessari grein. farið á lífeyri um sextugt líkt sjó- menn í almannatryggingum. í öðrum löndum gilda margvís- legar reglur. Almannatryggingar Noregs, Danmerkur og Islands halda sig við 67 ára markið, meðan Finnar og Svíar nota 65 ára regl- una. Víða um lönd er 65 ára mark- ið mjög algengt fyrir karla eins og 60 ára reglan fyrir konur ásamt með sveigjanlegum eftirlaunaaldri, þ.e. með möguleikum að heíja töku lífeyris fímm árum fyrr eða fimm árum seinna með tilheyrandi breyt- ingum á lífeyrisupphæðinni. í Suð- ur-Evrópu er lífeyrisaldur karla 60 ár, en kvenna 55 ár. Þessi lági líf- eyrisaldur hangir saman við at- vinnustigið í þessum löndum þar sem sífellt verður algengara að menn hverfi úr vinnu eftir sextugt. Ahrif atvinnuleysis Fyrir aðeins 25 árum voru í hin- um vestræna heimi fjórir af hverj- um fimm karlmönnum yfir sextugt með atvinnu. í dag er varla helm: ingur þessa aldurshóps í vinnu. í nokkrum Evrópulöndum, t.d. Þýskalandi, Austurríki, Finnlandi og Frakklandi, eru aðeins um 20% þessa aldurshóps í vinnu. A Bret- landi, í Bandaríkjunum og í Svíþjóð hefur aðeins einn af hveijum þrem- ur karlmönnum á aldrinum milli 60 og 65 fulla atvinnu. í Hollandi er þetta hlutfall 1 á móti 10. Eins og fyrr segir er ein af ástæð- unum fyrir þessari þróun sú, að almannatryggingakerfin hafa boðið upp á sveigjanlegan lífeyrisaldur, sem gefa mönnum möguleika að fara fyrr á eftirlaun. Einnig hefur sú pólitík verið rekin að hvetja menn til að fara á eftirlaun til að rýma til á vinnumarkaðnum fyrir yngra fólki sem gengur atvinnu- laust. Frakkar t.d. lækkuðu lífeyr- isaldurinn gagngert niður i 60 ár úr 65 af þessum sökum. Flestir sérfræðingar eru efins um að slíkar aðgerðir beri tilætlað- an árangur. Rann- sóknir hafa hvað eftir annað leitt í ljós að flest störf sem losnuðu vegna sveigjanlegs eft- irlaunaaldurs hrein- lega gufuðu upp. Slík- ar aðgerðir eru oftast settar á svið á kreppu- tímum og eru hugsað- ar til að létta á ástand- inu og lækka atvinnu- leysistölur. Fyrirtækin eru hins vegar líka í nota því tækifærið til Jón Sæmundur Sigurjónsson þá stighækkandi lífeyr- isgreiðslna fyrir hvert ár sem leið umfram 67 ár. Lífeyrisaldurinn hafði þannig verið sveigjanlegur upp á við. Einungis örfáir notfærðu sér þennan möguleika, þannig að þetta var tekið af til að einfalda kerfið. Sjó- menn eru eini hópur- inn, sem fær möguleik- ann innan almanna- trygginga, til þess að hefja töku lífeyris fyrr, eða um sextugt, ef þeir hafa stundað sjó- mennsku um 25 ára kreppu og að endur- skipuleggja starfsemina og upp- götva þá, að þau komast flest af með minni mannskap. í Danmörku hefur gengið vel að fá fólk til að notfæra sér möguleikann til að komast fyrr á eftirlaun. Hins vegar hafa aðeins 20% þeirra starfa sem losnuðu verið sett á ný með ungu fólki. Hin störfin hafa hreinlega gufað upp. Þetta styrkir auðvitað enn frekar þá tilhneigingu, sem minnst var á hér áður, að þjóðin eldist, hlutur lífeyrisþega stækkar og æ færri vinnandi menn eru eftir á vinnu- markaðnum til að fjármagna lífeyr- isgreiðslurnar. Lækkun lífeyrisald- urs er því tvíeggja sverð. Sérstaða íslands Á íslandi hefur þróunin verið nokkuð önnur enda hefur alla jafna verið hátt atvinnustig á Islandi mið- að við önnur lönd. Hið opinbera leyfir starfsmönnum sinum yfirleitt að vinna til sjötugs, heilsufar er gott og fólk vill vinna og njóta sam- vista með vinnufélögum og finnur í því lífsfyllingu. Önnur ekki síðri ástæða er svo auðvitað sú að laun eru í flestum tilfellum allmiklu betri en lífeyrisgreiðslan. Athyglisvert er einnig, að fólk vinnur oft áfram eftir að lífeyrisgreiðslur eru hafnar. Þannig hafa 70% karlmanna á ís- landi atvinnu á aldrinum milli 65 og 74 ára og um 40% kvenna. Sömu tölur fyrir Finnland, miðað við þetta aldursskeið, þar sem atvinnuleysi er um 20%, eru 5% fyrir karla og 3% fyrir konur. Fram til ársloka 1993 höfðu al- mannatryggingalögin gert ráð fyrir því að fólk gæti frestað töku lífeyr- is fram til 72 ára aldurs og notið skeið. Þannig er til vottur að sveigj- anleika niður á við innan kerfisins. Allflestir þessara manna halda þó áfram atvinnuþátttöku á einn eða annan hátt, þótt þeir hafi sótt um og fengið ellilífeyri. Er ástæða til breytinga? Þegar lífeyrisaldurinn var ákveð- inn 67 ár á sínum tíma hjá almanna- tryggingum voru meðalævilíkur vart meiri en 50 til 60 ár. Nú eru meðalævilíkur í kring um 80 ár og eru meðal þess hæsta í veröldinni. Samkvæmt því er ekki ósennilegt að hreint stærðfræðilega ætti líf- eyrisaldurinn í dag að fara að nálg- ast hundraðið. Það hefur því gerst oftar en einu sinni, þegar tryggingaráðuneytinu er gert að spara í velferðarkerfinu, að sá möguleiki hefur verið skoðað- ur að hækka lífeyrisaldurinn í 70 ár, líkt og gerist með flesta íslenska lífeyrissjóði, og samræma þannig lífeyrisaldurinn í íslenskum lífeyris- kerfum. Rökin eru einnig fyrir hendi á fleiri sviðum en þeim sem lúta að sparnaði. Flestir eru enn í fullri atvinnu á þessum aldri, örorkulíf- eyrisþegum myndi sennilega íjölga lítillega á þessu árabili, tímabilið sem fólk er á lífeyri lengist sífellt og að lokum er fólk um sjötugt velflest í fullu ijöri og varla hægt að halda því fram í alvöru að það sé orðið gamalt. Meðan allar aðrar stærðir eru á fleygiferð í tryggingakerfinu getur ekki verið að lífeyrisaldurinn sé það heilagt vé að hann verði ekki tekinn til endurskoðunar þegar fram líða stundir. Höfundur er hagfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneyti. Tilboðsverð til Benidorm 3. ágúst frá kr. 47.600* Nú eru síðustu íerðimar til Benidorm í sumar að seljast upp. Við höfum fengið nokkrar viðbótaríbúðir 3. ágúst á frábæru verði á vinsælasta gististaðnum okkar í Benedorm, Century Vistamar. Afar góð aðstaða. Allir íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. Góður garður, móttaka, veitingastaður og verslun 2 vikur frá kr m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur. Verð með flugvallarsköttum og forfallagjaldi kr. 50.632 M.v. 2 í íbúð kr. 59.800 Verð með flugvallarsköttum og forfallagjaldi kr. 63.460 47.600* <?ífi(jLgt<JL g&tw 9- 1 1 árí* 9 viW11r Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.