Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ1995 21 > .íflifc v- 1 ''' ÞÓREY Sigþórsdóttir. Skáldskapur ungra skáld- kvenna í KVÖLD 12. júlí kl. 20.30 verður dagskrá í Norræna húsinu í umsjá Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu, þar sem kynntur verður skáldskapur eftir nokkrar ungar skáldkonur ís- lands. Dagskráin hefst með einleiknum „Skilaboð til Dimmu“ eða „Medde- lande till Dimma“ eftir Elísabetu Jökulsdóttur í þýðingu Ylvu Hell- erud. Þetta verk hefur Þórey flutt áður, meðal annars á Nordisk For- um í Finnlandi í fyrra. Einleikurinn verður fluttur á sænsku. Að loknu hléi mun Þórey kynna skáldskap á óhefðbundinn hátt, þar sem umgjörð ljóðanna er „staður konunnar" heimilið, þar sem hug- myndirnar fæðast í daglegu amstri, eins og segir í kynningu. Flutt verða ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Gerði Kristnýju, Jó- hönnu Sveins, Kristínu Ómarsdótt- ur, Lindu Vilhjálmsdóttur og Mar- gréti Lóu. Ylva Hellerud með aðstoð Gunnars Randverssonar og Inge Knutsson þýddu. Dagskráin verður flutt á íslensku og sænsku og er aðgangur ókeypis. Sóló, dúettar og tríó í Kaffileik- húsinu SÖNGKONURNAR Björk Jónsdótt- ir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Margrét Pálmadóttir halda tónleika í Kaffi- leikhúsinu í kvöld kl. 21 við undir- leik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Þetta eru þriðju tónleikar söngRvenn- anna í Kaffileikhúsinu í sumar. Á efnisskránni eru tangóar og létt lög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend. Söngkonurnar syngja meðal annars sóló, dúetta og tríó. Söngkonurnar eiga allar að baki langan feril í tónlist, en undanfarið hafa þær starfað saman að uppbygg- ingu Kvennakórs Reykjavíkur. Nú gefst meðal annars tækifæri til að sjá stjórnandann Margréti Pálma- dóttur í hlutverki söngvarans. KYIKMYNPIR Háskólabíó Frönsk kvikmynda- h á tí ð NEÐANJARÐARSTÖÐIN „SUBWAY" Leikstjóri: Luc Besson. Aðahlutverk: Christ- ophe Lambert, Isabella A^jani, Jean Reno, Richard Bohringer. Gaumont. 1985. „Subway“ eftir Luc Besson, sem sýnd er hér í tilefni 100 ára afmæl- is kvikmyndarinnar, er ekta frönsk gamanmynd sem grínast með glæpamenn, lögreglu og franskan smáborgarahátt og hefur í gegnum árin tryggt sér dyggan hóp aðdá- enda um allan heim. Margir þeirra flykktust á hana um síðustu helgi Sóla Braga, Donna Anna SÓLRÚN Bragadóttir óperu- söngkona tók nú nýverið þátt í uppfærslu óperuhússins í Avign- on í Frakklandi á Don Giovanni eftir Mozart.Þar söng hún hlut- verk Donnu Önnu. Leikstjóri sýningarinnar var Philippe Sireuil en hann setti sýninguna í nútímabúning og voru söngvar- arnir t.d. íklæddir tískufötum frá 6. áratug þessarar aldar. Gagnrýnendur luku lofsorði á sýninguna og frammistöðu ein- stakra söngvara, þar á meðal Sólrúnu Bragadóttur. í hjartastað „Leiftrandi áherslur Sólu Braga voru sérstaklega áhrifamiklar. Hún er Donna Anna sem sópar að. Þessi mikla óperusöngkona hikar ekki við að tefla á tvær hættur í söngtúlkun sinni til að njóta fulls frelsis í söngnum," segir gagnrýnandi le Méridional í umfjöllun um sýninguna. L’Air Theatral segir þetta um frammistöðu Sólrúnar: „Sóla Braga er t.ilf inningarík Donna Anna og röddin bæði hljómmikil og hljómfögur." Einnig er það skoðun gagnrýnandans að nú- tímaleg uppfærsla sýningarinn- ar sé þáttur í að halda lífi í óperulistinni. Opera D’Avignon segir Sól- rúnu hafa átt í erfiðleikum stöku sinnum en þess á milli hafi söng- LISTIR Neðanjarðarstöð Bessons að rifja upp gömul kynni enda kostaboð á kjarapöllum í miðasöl- unni þar sem miðinn var á tíkall. Myndin hefur elst ágætlega, hún er enn mikið fyrir augað og enn næstum fullkomlega inpihaldslaus. „Subway“ er myndin sem vakti fyrst verulega athygli á Besson og hún verður fyndnari með tímanum ef eitthvað er. Leikarahópurinn er kræsilegur með Christophe Lam- bert, eins og hann hét þá, í farar- broddi og þar sem myndina skorti raunverulegt innihald bætti Besson það upp með frumlegri stíifærsl- unni, góðri keyrslu, skemmtilegum sjónarhornum og myndbyggingu og ósviknum og áreynslulausum húmor. Persónurnar eru eins og í öðrum myndum leikstjórans utangarðs og óvenjulegar og söguþráðurinn það sem Hitchcock kallaði MacGuffin; það skipir engu máli hvað það er SÓLRÚN Bragadóttir ur hennar fallið þægilega á eyr- að og gagnrýnandi Le Comtadin hrífst bæði af leik og söng flytj- enda og segir þetta um Sólrúnu: „Donna Elvira var sérlega vel útfærð af Mariette Kemmer. Þótt hún eigi að okkar mati allt lof skilið skyggði hún ekki á Sólu Braga sem snart áhorfend- ur í hjartastað með söng sínum.“ Sólrún er stödd hér á landi um þessar mundir. „Þetta var mjög skemmtileg uppsetning og mikið í hana lagt. Viðtökurnar voru góðar og það var hvetjandi að fá svona góða dóma i fjölmiðl- um. Sýningin var sett upp í Belg- íu síðastliðið haust með sama mannskap fyrir utan að söngvar- arnir voru aðrir, fyrir utan mig og aðra söngkonu og við vorum þær einu sem tókum þátt í báð- sem Lambert stal úr skjalaskáp Adjani og hefur leitt þau í neðan- jarðarstöðina þar sem atburðir myndarinnar gerast nær eingöngu. Besson gjörnýtir hið dulúðuga umhverfi og krókastíga stöðvar- innar og gerir hana næstum að einni persónu myndarinnar. Húmorinn liggur lágt og snýr mikið að lögreglu stöðvarinnar þar sem aðalkaliarnir heita Batman og Robin (gætu líka heitið Skapti og Skafti) og gætu ekki fundið hvor annan í lyftu. Myndir Bessons hafa orðið mun alvarlegri og ofbeldis- fyllri í seinni tíð. Hér er það gamansemin sem ræður ferðinni og alvöruleysið sem knýr hana áfram og gerir hana að ágætri skemmtun. Arnaldur Indriðason um uppfærslunum. Við æfðum í fimm vikur í Belgíu en þrjár í Frakklandi og það var ekki síst þessi undirbúningstími sem gerði þessar sýningar spenn- andi. Fólkið kynntist vel og góð- ur andi skapaðist. Allir söngvar- arnir voru gestir sem gaf sýning- unni ákveðinn ferskleika." Ljóð á íslandi, Mozart í Belgíu Ekki er langt síðan Sólrún sagði upp samningi sínum við óperuna í Hannover þar sem hún var fastráðin í fimm ár.„ Það voru margir „kollegarnir" for- viða af undrun yfir þvi að ég skyldi segja upp enda samkeppn- in í óperuheiminum gífurlega hörð, en ég tók þessa ákvörðun og hef ekki séð eftir því enda líkar mér best að geta ráðið mér sjálf. Ég hef ég haft nóg að gera, bæði að syngja sem gestur við óperuhús og eins syng ég mikið á tónleikum og þá gjarnan ljóð, sem mér finnst nyög gaman að.“ Aðspurð sagðist Sólrún ætla að nota fríið á íslandi til að und- irbúa sig undir næsta hlutverk auk þess sem Islendingar fá væntanlega að heyra söng henn- ar seinna í sumar. „Ég og Jónas Ingimundarson píanóleikari erum að byija að æfa dagskrá sem við höfum hugsað okkur að fara með um landið í sumar en það er nú allt á byijunarreit. í haust tekur svo Cosi fan tutti eftir Mozart við í Belgíu en það verður svipuð uppfærsla og Don Giovanni í sama húsi og í fyrra. Það er athyglisvert og jafn- framt spennandi að það eru kon- ur í öllum aðalstjórnunarstöðum. Leikstjóri og hljómsveitarstjóri eru konur en ég hef aldrei unn- ið með kvenhljómsveitarstjóra áður. Auk þessa er ég að reyna að hasla mér völl í Bretlandi og framundan er meðal annars tón- leikahald í Dusseldorf í Þýska- landi,“ sagði Sóla Braga að lok- um. Purcell í Skálholti TÓNLIST Skálholtskirkjti SUMARTÓNLEIKAR Henry Purcell: Ýmis verk f. strengi og/eða sembal. Bach-sveitin í Skál- holti: Einar St. Jónsson, trompet; Hildigmmur Halldórsdóttir, Lilja Hjaltadóttir og Rut Ingólfsdóttir, fíðlur; Sara Buckley, víóla; Sigurður Halldórsson, selló; Páll Hannsesson, kontrabassi; Helga Ingólfsdóttir, semball. Skálholfcskirkju laugardag- inn8.júlikl. 15. HENRY Purcell lézt fyrir 300 árum. Af starfandi tónskáldum á 17. öld er hann, ásamt Monte- verdi, af mörgum talinn hið merk- asta. Ef undan er skilinn hinn aðflutti Hándel, eignuðust Bretar aldrei sambærilegan Sesseljusnill- ing, og kvað því mikið um dýrðir þar syðra nú á dánarafmælisárinu. Geisladiskaheildarútgáfur á verk- um hans eru langt komnar, og hvers kyns Purcell-festivöl og tón- leikaraðir eru á hveiju strái. Aukn- ar rannsóknir af sama tilefni hafa enn fremur leitt í ljós, að hin miklu afköst tónskáldsins á stuttri starf- sævi (hann náði svipuðum aldri og Mozart) voru jafnvel meiri en nokkurn grunaði, því fjöldi tón- verka hefur komið í leitirnar á síð- ustu árum, sem lítt var um vitað, ekki sízt tónlist fyrir leikhús. Sumartónleikarnir í Skálholts- kirkju munu svara kalli afmælisins með nokkrum tónleikum á næst- unni tileinkuðum hinum brezka Orfeifi, og má t.d. nefna komu barokksveitarinnar Phantasm undir stjórn barokkfræðingsins Laurence Dreyfus, sem mun flytja allar Fantasíurnar fyrir gígnahóp. Fram að þessu virðast heildar- tónleikar með verkum Purcells annars hafa verið færri hér á landi en tímamótin gefa tilefni til, og er opin spurning, hvort „fornfestu- stefnan“ í túlkun eldri tónverka sé orðin svo einráð í hhgum hljóð- færaleikara, ásamt skorti á bar- okkhljóðfærum, að ósérhæfðir hljómlistarmenn landsins haldi að sér höndum, þegar kemur að tón- list fyrir 1750. Það væri synd ef svo er, því mikil tónlist á skilda fjölbreytta nálgun, enda þolir hún allt sem vel er gert, hvort sem það telst „upphaflegt" eða ekki. Á tónleikunum í Skálholtskirkju á laugardaginn var sem hófust kl. 15 voru flutt 10 verk eftir Purc- ell, sem tónleikaskráin kallaði kammei’verk, og sýndist það reyndar réttnefni um flest nema e.t.v. fyrsta verkið, Sónata fyrir trompet og strengi, og „Stiga“ (,,Staircase“) forleikinn, sem deila má um, hvort ekki hefðu notið sín betur með fleiri en 1 strokhljóð- færi pr. rödd, en í þeim efnum mun áðurnefndur skortur á bar- okkhljóðfærum vera Bachsveitinni nokkur þrándur í götu. Tónleikaskráin gat þess hvergi, hvort einhver verkanna væru frumflutt á íslandi, þó að næsta líklegt hljóti að vera um sum þeirra, og bar líkt og fyrir viku svolítinn keim _af tímahraki um- sjónarmanns. Á móti kemur að vísu ágætlega skrifuð grein hans um Purcell í 20 ára afmælisriti Sumartónleikanna, sem var til sölu á staðnum. Bretar hafa eðlilega verið fyrir- ferðarmiklir í hljóðritun á Purcell, og því skiljanlegt, að túlkunarmáti þarlendra sitji svolítið fast í flest- um áheyrenda; túlkun sem öðrum þræði einkennist af hrynskerpu og hraða. Mátti merkilegt heita, hvað hinir fámennu hljómlistar- menn Bachsveitarinnar spjöruðu sig vel í þeim ójafna samanburði, þegar bezt lét. Einar St. Jónsson blés á ventlalaust barokk-clarinot- rompet í fyrsta verkinu, og þó að þetta miskunnarlausa píslarvætt- isverkfæri léti ekki alls staðar 100% að stjórn, var athyglivert, hversu mikla og fallega músík Einar fékk út úr því eftir að manni skilst aðeins eins árs viðkynningu, þar sem tólið útheimtir allt að áratuga þjálfun í varastillingar- tækni, ef vel á að vera. Of langt mál yrði að telja hinn mikla fjölda verka og þátta, sem hér kom við sögu. Sérkenni Purc- ells komu víða vel fram, t.a.m. dálæti hans á passacaglíuforminu eða „ground“ (tilbrigði ofan á sí- endurteknu bassastefi), svo og meðferð hans á utanhljómrænum skipti- og tenginótum, er þótti afar djörf fyrir sinn tíma og lengi þar á eftir. Sú framúrstefna birtist einna hvössust i hinni skemmtilegu „Fantazia: Three parts on a Gro- und“ fyrir 3 fiðlur og bassafylgi- rödd. Helga Ingólfsdóttir lék tvö einleiksverk fyrir sembal af miklu öryggi, og var eftirminnilegast Ground í e-moll „Here the deities approve“, sem bar af sakir hins fallega og syngjandi legatós. Ríkarður Ö. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.