Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ \i áz ee o££>/JjU SJ’/u.Fsr/eÐue/. Grettir Ferdinand BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Siðlaust, og tæpast löglegt? svara að þar var Helga ein af 16 manna hópi sem eftir miklar deilur um grundvallaratriði í starfi flokksins gekk úr bæjarstjóm, nefndum og öðrum störfum fyrir Alþýðubandalagið. Helga var þá bæjarfulltrúi á 2. kjörtímabili sínu og 1. varafulltrúi flokksins gekk líka út. Best gæti ég trúað að þeir sem vöruðu við henni séu þeir sömu og voru bæði fyrir og eftir kosn- ingarnar sótvondir út í Kvennalist- ann fyrir að leyfa sér að bjóða fram og „taka frá “ þeim atkvæði og völd sbr. ummæli ónefnds bæj- arstjómarmanns minnihlutans í bæjarstjóm Kópavogs þegar Kvennalistinn var útilokaður frá þátttöku í nefndum bæjarins. Vond vinnubrögð Þriðja atriðið er: „Helga hefur haldið því fram að úrsögn hennar væri afleiðing af þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð voru við uppstillingu á framboðslista Kvennalistans á Reykjanesi." Er það ekki rétt? Alla vega ætti Helga að vita það manna best sjálf. En hvað snertir umrædd vinnubrögð þá voru þau að sjálf- sögðu fyrir neðan allar hellur og satt að segja afar óheppileg fyrir Kvennalistann. Ég þekki margt ungt fólk, karla og konur, sem ekki kaus listann beinlínis vegna þessa. Og þessi skýring, að aðeins 30% félagskvenna hafi tekið þátt í fyrra forvalinu en á sama tíma hafi 60% skorað á Kristínu Hall- dórsdóttur að gefa kost á sér í 1. sætið, hún gengur ekki því að staðreyndin er sú að búið var að halda forvalið og gera úrslitin opinber. Kvennalistinn má alls ekki láta slík vinnubrögð um sig spyijast. Ég hef kosið Kvennalistann frá því að hann var stofnaður. Ég hef gert það af einlægri sannfæringu og með mikilli ánægju og_ verið stolt af „listanum mínum“. Ég hef aldrei verið í vafa um að kjósa hann fyrr en í síðustu kosningum og það var eingöngu vegna vinnu- bragða við framboðið hér á Reykjanesi. Ég kaus Kvennalist- ann samt, en svona greinar eins og þessi koma mér til að efast um að það hafí verið rétt af mér. Reyndar fínnst mér titillinn á greininni í Kvennapóstinum að mestu leyti passa á hana: Þessi skrif eru siðlaus og ég er ekki viss um að þau séu lögleg. HELGA K. EINARSDÓTTIR, bókasafnsfræðingur. Frá Helgu K. Einarsdóttur: MIKIÐ lifandi skelfíng varð ég reið þegar ég fékk Kvennapóstinn inn um bréfalúguna hjá mér á fímmtudaginn var. Ástæða þess var forsíðugrein sem bar nafnið Löglegt en sið- laust og er und- irrituð af sex konum f.h. bæj- armálahóps Kvennalistans í Kópavogi. í þessari grein er veist að Helgu Siguijónsdóttur á svo rætinn hátt að ég hef ekki lengi séð ann- að eins. En af því að ég ætla ekki að fara að skrifa neina langloku um málið ætla ég fyrst og fremst að taka fyrir þijú atriði. Helga er vinsæl í Kópavoginum „Helga hefur viljað tengja góða útkomu Kvennalistans í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningunum sl. vor við sína persónu" segir í blað- inu. Ég veit að vísu ekki hvort það er rétt eftir Helgu haft, en ég held hins vegar að fullyrðingin sé rétt, ég held að þessi góða útkoma tengist Helgu. Ég ætla ekki að halda því fram að það sé ein- göngu, Kvennalistinn sem slíkur á auðvitað stóran hlut í henni, en Helga er þekkt hér í Kópavogi og afar vinsæl af stórum hópi manna, ekki síst fyrir starf sitt að skóla- málum. Hún hefur verið virtur kennari í Kópavogi í yfir 30 ár en mestra vinsælda, og beinlínis væntumþykju, hefur hún aflað sér með störfum sínum að velferð þeirra sem lítils mega sín í skóla- kerfinu, þeirra sem falla á grunn- skólaprófí. Ótaldir foreldrar og nemendur þakka Helgu það og meta það sjálfsagt margir með því að kjósa hana. Það er ótrúlega rætið að halda því fram að Kvennalistinn hafí hlotið góða kosningu þrátt fyrir Helgu. Alþýðubandalagsmenn sárir í öðru lagi segir í greininni: „Margir vöruðu við að innan skamms myndi hún hlaupast und- an merkjum og vísuðu þá til fyrri reynslu af henni í bæjarmálum Kópavogs." Ja héma. Það gustar heldur betur um Helgu. Eru nú alþýðubandalagsmennirnir okkar hér í Kópavogi enn svona sárir eftir klofninginn 1979? Ekki átti ég von á því. En því er þar til að Helga K. Einarsdóttir Allt efni sem birtist [ Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.