Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 13
LANDIÐ
ii3b1
MEÐ fjóra bíla í eftirdragi.
Heimsmetin slegin
Egilsstöðum - Magnús Ver Magn-
ússon var sérstakur gestur á Sum-
arhátíð UÍA sem haldin var á Eiðum
um síðustu helgi. Þar setti hann tvö
heimsmet, að kasta dekki yfir rá
og draga fjóra bíla. Magnús átti
sjálfur heimsmet fyrir í að kasta
dekki yfir rá, 9 m, en Gary Taylor
hafði jafnað það. A Eiðum kastaði
Magnús dekkinu yfir 9,50 m og
setti þar með nýtt heimsmet.
Fjórir bílar í togi
Magnús sýndi gestum á Sumar-
hátíðinni að hann er sterkasti mað-
ur heims, því hann dró fjóra fólks-
bíla sem bundnir voru saman 20 m
vegalengd. Slíkt hefur aldrei verið
gert áður og það sem gerir þrautina
enn erfiðari, var það að bílarnir
voru dregnir á grasi.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
MAGNÚS Ver kastar dekkinu vel yfir 9,50 m.
Búkolla
er fimmta
bindið
Vaðbrekka - Út er komin hjá Bún-
aðarsambandi Austurlands bókin
Sveitir og jarðir í Múlaþingi 5. bindi,
Búkolla. Búkolla er framhald bók-
anna Sveitir og jarðir í Múlaþingi
er komu út í fjórum bindum á árun-
um 1974-1978.
Ákveðið var árið 1992 að ráðast
í þessa útgáfu. Unnið var að útgáf-
unni árin 1993 og 1994 undir stjórn
ritnefndar er í sátu Ármann Hall-
dórsson, Sigmar Magnússon og
Þorsteinn Bergsson.
í bókinni eru upplýsingar um öll
býli á Austurlandi árabilið 1974 til
1994, einnig eru í bókinni sveitalýs-
ingar allra sveita á Austurlandi
ásamt yfirlitskorti yfir hverja sveit
fyrir sig. Hvert býli hefur eina síðu
í bókinni þar sem fram kemur þró-
un, vélarkostur, hlunnindi ef ein-
hver eru ásamt húsakosti. Einnig
eru litmyndir af bæjum og ábúend-
um í bókinni yfir 1.500 talsins og
gera myndirnar gildi bókarinnar
mikið meira þó þær hleypi upp
kostnaði við útgáfuna, en heildar-
kostnaður vegna útgáfunnar er um
15 milljónir króna.
Bókin fæst hjá Búnaðarsambandi
Austurlands á Egilsstöðum og kost-
ar 12.900 krónur.
800 manns
á sumar-
hátíð UÍA
Egilsstöðum - Ungmenna- og
íþróttasamband Austurlands hélt
sína árlegu sumarhátíð á Eiðum,
um síðustu helgi. Þar komu saman
iðkendur íþrótta frá svæði UIA,
þ.e. Bakkafirði í norðri til Djúpa-
vogs í suðri. Sumarhátíðin er
stærsta fijálsíþróttamót sem hald-
ið er á svæðinu á hverju ári og
ennfremur er keppt í pollaknatt-
spyrnu. Um 7-800 manns voru á
hátíðinni.
Fj ölskylduhátíð
Sumarhátíð UÍA er í senn íþrótta-
og fjölskylduhátíð, því boðið var
upp á ýmis skemmtiatriði alla
helgina. Laddi kom fram í ýmsum
gerfum, sungið var yið varðeld,
dansað á tjalddansleik og Magnús
Ver sterkasti maður heims sýndi
krafta sína.
Fimmþraut
Lyftingasamband íslands kynnti
fímmþraut, og var það í fyrsta
sinn sem þessi grein er kynnt hér
á landi. Þeir unglingar frá UIA
sem kynntu þessa grein á hátíð-
inni munu sýna þessa íþrótt á
Unglingalandsmóti UMFÍ um
næstu helgi.
!0»P^
0/VŒHL.IL
Fulltrúar íþrótta-
félaga gengu 1
skrúðgöngu við
upphaf hátíðar-
dagskrár.
Verðlaunahaf-
ar á Sumar-
hátíð UÍA.
:muTiuFP'?m
GLÆSIBÆ • S/Mf 581 2922
• Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó «
Verður fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu
millj. kr. ?
Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér!
• Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó •
Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó