Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Ami Sæberg JÚDAS (Þór Breiðfjörð) svíkur meistara sinn fyrir þrjátíu silfurpeninga með því að vísa óvinum hans á hann með kossi. Síðar iðrast hann og... __SKILAR fénu í musterið áður en hann gengur út og hengir sig. Stefán Hilmarsson í hlutverki sínu. PONTÍUS Pílatus, rómverski landstjór- inn í Júdeu og Samaríu, dæmdi Jesú til dauða á krossi. Daníel Agúst Haraldsson í hlutverki sinu. Beint í hjartastað TEPUR aldarfjórðungur er síðan rokkóperan Jesús Kristur súperstar setti allt á annan endann beggja vegna Atlantsála. Hlaut hún frábærar viðtökur sýningargesta en féll í grýtta jörð hjá gagnrýnendum, auk þess sem kirkjunnar mönnum var brugðið. Andúðin var hins vegar vatn á myllu verksins sem fór sigurför um heiminn og gekk meðal annars í átta ár samfellt í London. í Súperstar reka tónskáldið Andrew Lloyd Webber og texta- höfundurinn Tim Rice píslarsögu frelsarans frá sjónarhóli Júdasar, postulans sem sveik meistara sinn í hendur óvininum. Er honum lýst sem vonsviknum hugsjónamanni sem skilur illa mótsagnakennda hegðun Krists. Úr vonbrigðunum eru svikin sprottin. Sigurganga óperunnar hefur verið óslitin og eru vinsældir hennar síst í rénun. Súperstar kom fyrst út á tvöfaldri hljóm- plötu en í kjölfarið hafa komið kvikmynd og óteljandi sviðsupp- færslur. Hefur verkið meðal ann- ars verið sett nokkrum sinnum á svið hér á landi og eru sýningar Leikfélags Reykjavíkur í Austur: bæjarbíói árið 1972 frægastar. í Borgarleikhúsinu verður verkið flutt í búningi sem Hannes Öm Blandon og Emilía Baldursdóttir bjuggu því fyrir nokkrum ámm. Samgróin menningunni „Píslarsaga Krists er svo sam- gróin menningu okkar og hugsun- arhætti að hún er alltaf ný,“ seg- ir Páll Baldvin Baldvinsson sem leikstýrir Súperstar í Borgarleik- húsinu. „Tim Rice er ákaflega trúr Jóhannesarguðspjallinu í sín- um kveðskap og sækir atburða- rásina meira og minna þangað. Spurningarnar sem túlkun hans vekur verða hins vegar eilíf við- fangsefni.“ Páll segir að endurmatið á verkinu lúti tónlistardeiglunni á hveijum tíma. „Það kennir margra grasa í þessu verki eins og öðmm verkum Webbers. Gmnnurinn er liins vegar rokk- tónlist sem lifir góðu lífi í dag og ég er sannfærður um að þessi tónlist á eftir að hitta fólk beint í hjartastað.“ Súperstar er fyrsta sumarsýn- ingin sem efnt er til í Borgarleik- húsinu en að sögn Páls hefur Leikfélag Reykjavíkur um hríð haft hug á að lengja leikárið. Söngleikurinn Hárið í uppfærslu Flugfélagsins Lofts sló eftirminni- lega í gegn á liðnu sumri og sann- Rokkóperan Jesús Krístur Súperstar verð- ur frumsýnd í Borgarleikhúsinu á föstu- daginn. Verkið er eitt vinsælasta sjónar- spil sinnar tegundar sem samið hefur ver- ið en olli umtalsverðu fjaðrafoki þegar það var frumsýnt á Broadway á sínum tíma. Orri Páll Ormarsson brá sér í Borgarleik- húsið þar sem frelsarinn, svikarinn og leikstjórinn veittu honum áheym. fara með stór hlutverk í Súperstar þótt fæstir þeirra hafí fundið list- sköpun sinni farveg á fjölum leik- húsanna til þessa. „Það hefur verið mjög spennandi að vinna með þessu fólki. Meirihluti þess er vant sviðsframkomu á allt öðr- um vettvangi. Dægurlagasöngv- ararnir em sífellt að koma fram í sínu starfí en hér þurfa þeir að ganga skrefinu lengra og takast á hendur hlutverk. Þegar upp er staðið verður því fróðlegt að sjá muninn á þeim og hinum sem em vanari," segir Páll. Samvinna ekki samkeppni Stefán Hilmarsson og Þór Breiðfjörð skipta með sér hlut- verki Júdasar. Báðir ero þeir reyndir söngvarar en hvomgur hefur bak- gmnn í leiklist, þótt sá síðamefndi hafi tekið lagið í Hár- aði að rúm er fyrir leiksýningar á sumrin. Sumarmarkaðurinn freistaði því og í ár ákvað Leikfé- lag Reykjavíkur að láta slag standa. Páll segir að Hárið hafi enn- fremur leitt í ljós að ungmenni séu markhópurinn á sumrin en pyngjur þeirra þrútna jafnan á þeim tíma. „Við skoðuðum því nokkur leikrit sem við töldum að ættu erindi við ungt fólk og Sú- perstar varð fyrir valinu." Gerðu geislaplötu Að sögn Páls var strax ljóst að fá yrði utanaðkomandi fólk í hlutverkin í sýningunni. „Við viss- um um einstaklinga — reynda menn úr rokkheiminum — sem gætu tekist á við stóm hlutverkin og tryggðum okkur þá fljótt. Síð- an fengum við 150 manns hingað í pmfu og tókst að ná saman mjög góðum tuttugu manna kór úr þeim hópi.“ Hópurinn sameinaði krafta sína fyrst á æfíngum fyrir upp- töku á geislaplötu sem væntanleg er í versl- anir á næstu dögum. Lauk þeim í lok maí eða um líkt leyti og sviðsæfingar hófust. „Sex vikur era knappur tími í leikhúsi sem þýðir að hugmyndir allra list- rænna aðstandenda verða að vera mjög mótaðar áður en vinnan hefst,“ segir leikstjórinn. „Það hefur mjög gott fólk komið að þessari sýningu sem hefur öðm fremur gert okkur kleift að koma þessu á svið á réttum tíma.“ Margir landskunnir listamenn Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Þ AÐ ER auðvitað erfitt að standa á sviði og eiga að vera þessi dramatíski karakter,“ segir Pétur Örn Guðmundsson sem syngur hlutverk Krists líkt og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, gerði í Aust- urbæjarbíói fyrir 23 árum. inu. „Þess vegna er ágætt að geta skoðað eigin karakter utan úr sal; þannig lærum við hvor af öðrum," segir Stefán en félagam- ir em á einu máli um að orðið samvinna lýsi samskiptum þeirra mun betur en samkeppni. „Allur samanburður er út í hött vegna þess að við emm með gjörólíkar raddir,“ segir Þór og Stefán bæt- ir við að þeir nálgist hlutverkið aukinheldur með ólíkum hætti. „Verkið er mér ofsalega hjart- fólgið og það er eins og að fá draum uppfylltan að fá að taka þátt í þessu," segir Stefán „Þetta er líka nær því að syngja á tónleik- um en ég hélt enda er þetta söng- leikur. Andrúmsloftið er hins veg- ar öðmvísi og auðvitað þarf mað- ur að gefa leikrænni tjáningu aukið vægi og huga vel að stað- setningum og fleira." Þór kynntist Súperstar fyrst á liðnu ári og segir að tón- listin jghafi heillað upp .úr skónum. „Sagan er líka sérstök og mér fínnst virkilega ánægju- legt að fá að taka þátt í þessu, því ef ég væri ekki söngvari væri ég ömgglega að læra trúar- bragðafræði." Þór kveðst hafa lesið mikið um Júdas og þykir sjónarhorn Rice áhugavert. „Það er lítið fjallað um hann í Biblíunni og maður hefur oft velt fyrir sér hvaða tilfínning- ar lágu að baki gjörðum hans. Ég held að Júdas sé miklu líkari nútímamanninum en Jesús.“ Friður yfir Pétri Erni í kristnu samfélagi er það í senn heiður og áhætta að túlka Jesú Krist á fjölum leikhúsa. Pét- ur Örn Guðmundsson er hins veg- ar hvergi banginn. „Það er auðvit- að erfítt að standa á sviði og eiga að vera þessi dramatíski karakt- er. Ég er ekki dómbær á frammi- stöðuna sjálfur en Páll Óskar Hjálmtýsson, einn af leikumnum, sagði við mig um daginn að það væri mikill friður yfir mér á svið- inu. Ég var mjög ánægður með það.“ Pétur Örn steig sín fyrstu skref á leiksviði í Hárinu á liðnu ári en hefur hins vegar lengi verið virkur í tónlist; nú síðast með hljómsveit- inni Fjallkonunni. Hann kveðst hafa gjörþekkt Súperstar áður en hann tók hlutverkið að sér. Kemur það ekki á óvart en faðir hans, Guðmundur Benediktsson, söng hlutverk Krists þegar Súperstar var á ferð í Austurbæjarbíói um árið. Þótt feðgarnir verði vafalítið bomir saman kveðst Pétur Öm ekki vera í samkeppni við föður sinn. Kringumstæðurnar séu ein- faldlega allt aðrar. „Pabbi þurfti að byija á því að læra hlutverkið á sínum tíma enda var verkið svo ungt að hann þekkti það ekki neitt. Það liggur því í hlutarins eðli að ég hef orðið fyrir meiri áhrifum. Eg reyni hins vegar að nota það mér til framdráttar og hef meðal annars gefíð mér tíma til að velta fyrir mér hvað ég geti gert öðmvísi en aðrir.“ Fjölmennur hópur I öðmm hlutverkum í Súperstar em Guðrún Gunnarsdóttir sem syngur Maríu Magdalenu, Mattías Mattíasson sem syngur Pétur og Vilhjálmur Goði sem syngur Sím- on. Daníel Ágúst Haraldsson ljær Pílatusi rödd sína og Jóhann Sig- urðarson, Bergur Þór Ingólfsson og Sveinn Þórir Geirsson bregða sér í gervi grestanna þriggja. Þá birtist Páll Óskar Hjálmtýsson úr iðmm jarðar sem hinn makalausi Heródes. Tuttugu kórsöngvarar og dans- arar taka þátt í sýningunni auk sex manna hljómsveitar undir stjóm Jóns Ólafssonar. Dansarnir eru runnir undan rifjum Helenu Jónsdóttur og Axel Hallkell Jóhannesson sá um leik- myndina. Elfar Bjama- son hannaði lýsingu og aðstoðarleik- stjóri er Árni Pét- ur Guð- jónsson. „Við munum leggja okkur öll fram um að koma tón- listinni og sögunni sem best til skila,“ segir Páll leikstjóri en Sú- perstar mun dveljast í Borgarleik- húsinu um hríð. Engin ákvörðun liggur þó fyrir um ijölda sýninga enda veltur allt á því hversu brýnt erindi þessi óijúfanlegi þáttur í arfleifð ’68 kynslóðarinnar á við X kynslóðina — hina óþekktu stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.