Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIINIS Hvert er stefnt í meðferð geðsjúkra? Frá Axel Haugen: FÁUM sjúkdómum stendur fólki jafnmikill stuggur af og geð- sjúkdómum. Og eitt er víst að þeir einstaklingar sem sýkjast af þessum forna fjanda, sem fylgt hefur mannkyninu frá ómunatíð, eru lítt öfundsverðir af hlutskipti sínu. Þrátt fyrir öll nútíma vísindi og framfarir í læknisfræði er barátta þeirra er allt í senn erfið, miskunn- arlaus og stendur auk þess hjá flestum allt tii æviloka Á landinu eru starfandi nokkrar stofnanir sem sérhæfa sig í með- ferð fólks með alvarlegar geðtrufl- anir. Á höfuðborgarsvæðinu eru það aðallega Landspítali og Borgarspítali auk þess sem geð- læknar og sálfræðingar sinna minna veiku fólki á einkastofum víðsvegar um bæinn. Stærsta og jafnframt þekktasta geðsjúkrahús landsins er staðsett rétt fyrir neðan sæbraut og ber hið ógurlega nafn „Kleppsspítali“. Það nafn vekur efiaust margar mismunandi tilfinningar hjá fólki eftir því hver á í hlut, en fáar þeirra eru sjálfsagt af jákvæðum toga og nægir þar að nefna fleygar setning- ar s.s. að þessi eða hinn „eigi nú bara heima á Kleppi" eða „þetta er nú algjör Kleppur". Að ógleymd- um gömlu klepparabröndurunum sem enn frekar rægja það fólk sem berst hetjulegri baráttu á þessum annars ágæta spítala með þá einu von í brjósti að ná bata. Á tímum sparnaðar og niður- skurðar, sem er genginn svo gjör- samlega út fyrir allt velsæmi að einungis æðstu ráðamenn þjóðar- innar geta enn séð eitthvert vit í því sem er að gerast, geta menn spurt sig hveiju þessir ráðamenn taki upp á næst. E.t.v. geta menn sem komast að þeirri niðurstöðu að rétta leið- in til sparnaðar sé meðal annars að loka sumum af geðdeildum landsins, sem nú þegar búa við þröngan fjárkost og neita þannig bráðveiku fólki um hjálp, sem samkvæmt lögum lýðveldisins á rétt á þeirri bestu meferð sem hægt er að veita hveiju sinni,(lög sem þeir eru „faktiskt“ sjálfir að bijóta) einnig séð vit í því að banna innflutning á olíu og bens- íni til að lækka orkukostnað þjóðarinnar. Eða e.t.v. að setja lög sem banna alla notkun lands- manna á símakerfi landsins í því skyni að geta dregið saman starf- semi Pósts og síma, og spara þannig nokkrar krónur. Að sjálf- sögðu yrðu ströng viðurlög við að brjóta lög Alþingis Islendinga. MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 37 Fólk getur einfaldlega ekki hætt að veikjast þótt háir herrar á Alþingi hafi komist að þeirri „frómu“ niðurstöðu að samfélagið hafi ekki efni á því að sjá þeim farborða sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Ég ætla hér ekki sjálfur að koma með tillögur til sparnaðar, hvorki í heilbrigðiskerfinu né ann- ars staðar, til þeirra hluta hefur þjóðin kosið yfir sig ríkisstjórn og þeir sem í henni sitja verða að fara að sinna starfi sínu af einhveiju viti og vinna að sparn- aði þar sem hægt er en ekki níð- ast á þeim sem ekki geta svarað fyrir sig. Ég mótmæli sumarlokunum þeirra geðdeilda sem í hlut eiga og spyr að lokum: Hvað á að gera þegar æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að taka slíkar ákvarðanir? Ætti ekki bara að leggja þá inn á Klepp. AXEL HAUGEN, Austurbrún 2, Reykjavík. TANAKA 422 vélorf fyrir bæjarfélög- og verktaka 2,3 hö. kr. 41.610 stgr. TANAKA 355 vélorf fyrir sumarbústaði 2,0 hö. kr 39.71 0 stgr. TANAKA 4000 vélorf fyrir heimili og sumar- bústaði 0,8 hö. kr 17.955 stgr TANAKA 2800 heimilisvélorf 0,9 hö. kr.16.055 stgr. VETRARSOL Hamraborg 1-3, norðanmegin Kópavogi. 564 18 64 Faðir vor, Móðir vor, Guð vor, þú sem ert á himnum Frá Ingibjörgu R. Magnúsdóttur: LÍTILL frændi minn, fimm ára gamall, var í heimsókn hjá mér. Hann sat inni í stofu og þegar mér þótti skrýtið hvað ég heyrði lítið til hans, fór ég og athugaði málið. Þarna sat hann rólegur í sófa, hugsandi á svip og þegar ég spurði: „Hvað ertu að gera, vinur?“ svaraði hann: „Ég er bara að hugsa." „Og hvað ertu að hugsa um?“ spurði ég. „Ég er að hugsa um Guð.“ Mér varð á að segja: „Já, og heldur þú að hann sé til?“ Svarið vakti athygli mína. „Guð er ekki hann, Guð er ekki maður.“ „Nú, heldur þú að Guð sé kona?“ spurði ég. „Guð er ekki maður og ekki kona, Guð er Guð,“ sagði dreng- urinn hinn rólegasti og horfði á mig. „Og hver hefur sagt þér þetta?“ spurði ég. „Enginn, það þarf enginn að segja manni svona.“ Þetta litla atvik kom upp í hug minn nú, fimm árum síðar, þegar konur í prestastétt vilja segja: Móðir vor í stað Faðir vor, þegar' „Faðir vor“ er lesið. Mér skilst að margir séu á móti þeirri breytingu. Má þá ekki segja: Guð, þú sem ert á himn- um, eða Guð vor, þú sem ert á himn- um,”í stað Faðir vor eða Móðir vor, þú sem ert á himnum? Og kalla bænina Guðsbæn? Hafi Guð skapað okkur er Guð þá ekki bæði faðir vor og móðir vor? Ég get ekki séð að það skaði Guð á himnum eða okkur mennina eða Biblíu kristinna manna, þótt Guð sé ávarpaður sem Guð. Við þurfum að eiga eitt sameiginlegt ávarp til Guðs í þessari fögru bæn. Ég tek undir með litla vini mínum og segi: Guð er ekki maður og ekki kona. Ekki hann og ekki hún. Guð er Guð. INGIBJÖRG R. MAGNÚSDÓTTIR, Þorfínnsgötu 4, Reykjavík. ★ flcROPRINT. TIME RECORDEB CO. Stimpilklukkur fyrir nútíð og framtíð ) J. RSTVRLDSSON HF. [ Skipholli 33,105 Beykjavík, sími 552 3580 • Ritföng • Verkfæri • Leikföng • Búsáhöld • Gjafavara •Ferðavörur • Skofatnaður • Hreinlætisvara /Þorpinu, Borgarkringlunni Opið alla virka daga frá kl. 12.00-18.30 #Föstud. kl. 12.00-19.00 #Laugard. kl. 10.00-16.00 Nú söfnum við Suðurnesjamenn Á Suöurnesjum er nú hafið sérstakt átak í söfnun pappírs til endurvinnslu. Söfnunargámar fyrir dagblöö, tímarit og annað prentefni eru á fjölförnum stööum og eru gámarnir vel merktir. Þessa gáma er að finna við stórmarkaði, bensínstöðvar og gámastöðvar í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Pappírinn er fluttur til Svíþjóðar og endurunninn. Söfnum pappír - sýnum vistvernd í verki Það erstufy . gam SORPEYÐINGARSTÖÐ SUÐURNESJA SF. Uj BACKMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.