Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 39 I DAG ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 12. júlí, er áttræður Höskuldur Stefánsson, fyrrverandi verkstjóri hjá Loðskinn hf. Sauðárkróki, nú til heimilis í Bláhömrum 2, Reykjavík. Höskuldur er kvæntur Valnýju Georgs- dóttur og dvelja þau hjónin í sumarhúsi sínu á Illuga- stöðum í Laxárdal, A.- Hún., þar sem þau ætla að taka á móti gestum sínum laugardaginn 15. júlí nk. BRIDS llmsjón Guómundur Páll Arnarson SPILIÐ er sterkt, á því er enginn vafí, en er það skot- helt? Suður gefur, allir á hættu. Norður ♦ 432 V ÁG542 ♦ 98 ♦ K32 Suður ♦ ÁKDG1097 ¥ K63 ♦ K ♦ G4 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 1 grand Pass 4 spaðar Pass _ Pass Pass Út kemur tromp og austur er með. Nú er geimið öruggt með bestu spilamennsku, hvemig sem landið liggur. Sagnhafi tekur einu sinni tromp í viðbót, en hvað svo? Það væri klaufalegt að spila strax hjartakóng og svína svo gosanum. Mis- heppnist svíningin, er sú hætta fyrir hendi að vestur komigt inn á tígulás og spili laufi í gegnum kónginn. Því virðist rökrétt að byrja á því að slíta sambandið milli handa AV með því að spila tígulkóng, eða hvað? Norður ♦ 432 ¥ ÁG542 ♦ 98 + K32 Vestur Austur ♦ 65 +8 ¥ 7 llllll V D1098 ♦ ÁDG1076 111111 ♦ 5432 ♦ 9765 ♦ ÁD108 Suður ♦ ÁKDG1097 ¥ K63 ♦ K ♦ G4 Sú spilamennska dugir reyndar ekki í þessari legu ef vestur spilar hjarta um hæi, en ekki tígli. Austur getur þá á síðari stigum los- að sig að skaðlausu út á tígli. Suður verður að leggja niður hjartakónginn áður en hann spilar tígli. Vestur er þá tilneyddur til að spila tígli til baka (ekki má hann spila laufi, því þá sækir sagnhafi laufslag og gefur engan á hjarta). Suður trompar og spilar litlu hjarta og dúkkar þegar eyðan í vestur kemur í ljós. Austur verður þá að gefa tíunda slaginn á hjarta eða lauf. Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudag- inn 13. júlí, er sjötugur Björn A. Eiðssons húsa- smíðameistari, Asgarði 27, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigurrós Gísla- dóttir. Þau taka á móti vin- um og ættingjum í Raf- veituheimilinu v/EUiða- ár kl. 17-20 á afmælisdag- inn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 16. júní sl. í Dómkirkju Gautaborgar Helga Jóhanna Guð- mundsdóttir og Lars Axel Eriksson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 18. febrúar sl. í Nes- kirkju af sr. Guð- mundi Óskari Ólafs- syni Ragnheiður Sigurðardóttir og Garðar Ólafsson. Heimili þeirra er í Garðabæ. Farsi LEIÐRÉTT George Grosz I upphafi greinar minnar um málarann George Grosz sunnudag- inn 2. júlí, misritaðist orð- ið „formanir" í tvígang, í fyrra skiptið varð það að „formum", en í seinna skiptið ,,fornmunum“(!) Breydti þetta málsgrein- unum nokkuð og gróflega í seinni skiptið,. þótt les- endur hafi kannski ekki orðið varir við það. Þetta hnik á texta varð til á leiðinni á síður blaðsins. 6 ekki67 Sú villa slæddist inn í dagbók lögreglunnar í Reykjavík, sem birtist í blaðinu í gær, að þar voru 67 rúður sagðar hafa ver- ið brotnar í borginni um síðustu helgi. Hið rétta er að 6 rúður voru brotn- ar. Rangt nafn Hluti setningar féll niður í formála minningar- greinar um Hildiþór Loftsson á blaðsíðu 34 í Morgunblaðinu í gær, þriðjudaginn 11. júlí. Þar sem gerð var grein fyrir dætrum Hildiþórs, Fjólu og Önnu, féll niður sá hluti málsgreinarinnar þar sem sagði, að eigin- maður Önnu er Siguijón Sigurðsson og eiga þau fimm börn. Þá var eftirlif- andi systir Hildiþórs, Rakel, ranglega nefnd Málfríður. Beðist er af- sökunar á þessum mis- tökum. Pennavinir FERTUG þýsk kona sem getur ekki áhugamál en vill einungis skrifa á þýsku: Heidenmrie Hitzer, Helene-Meier-Str. 15, 06844 Dessau, Deutschland. FJÓRTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á fót- bolta, ísknattleik, menn- ingu og listum o.fi.: Lina Karlsson, Törsta 930, S-881 95 Vndrom, Sweden. STJÖRNUSPÁ cltir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú læturþér annt um heimilið og hugsar vel um fjölskylduna. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Láttu ekki freistast til að eyða um efni 'fram, því þú sérð eftir því síðar. Ástvinur reynist þér stoð og stytta. Naut (20. apríl - 20. maí) Starfsfélagi gefur þér góð ráð, sem þú ættir að hlusta vei á. Þú þarft á þolinmæði að halda við lausn á vanda- máli. Tvíburar (21.maí-20.jún!) Þótt þú ieggir þig fram reyn- ist erfitt að umgangast þras- gjarnan ættingja i dag. Betra væri að láta hann eiga sig. Krabbi (21. júní — 22. júlf) >"$0 Þú þarft að reyna að hafa hemjl á eyðslunni og varast kaup á óþarfa munaðarvöru. Mundu að græddur er geymdur eyrir. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Gerðu ekki of miklar kröfur til þinna nánustu sem geta valdið misklíð. Reyndu að sýna skilning og umburðar- lyndi. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ágreiningur sem upp kemur í vinnunni er ekki þitt mál, og þótt þú hafír skoðun er óþarfi að blanda sér í deil- urnar. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu ekki afundinn vin aftra því að þú skemmtir þér í mannfagnaði þegar kvöld- ar. Heppnin verður með þér í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft að sýna þörfum ákveðins ættingja meiri skilning í dag. Láttu ekki óþolinmæði ná tökum á þér í vinnunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þótt þú viljir vel er ekki víst að vinur kæri sig um aðstoð þína í dag. í kvöld gefst þér góður tími til tómstundaiðju. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þótt ágreiningur komi upp milli vina varðandi peninga, ættir þú ekki að láta það valda vinslitum. Leitaðu frekar sátta. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Ekkert getur farið úrskeiðis hjá þér í dag, hvorki í einka- lífinu né í vinnunni, og þér verður boðið í skemmtilegt samkvæmi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú átt erfitt með að einbeita þér og þarft að gæta þess að gera engin mistök í vinn- unni. En kvöldið lofar góðu. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. ^öðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og II. i Tjöld af öllum stœrðum frö 20 - /OOm1 ..og ýmsir fylgihiutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftimninnilegan viðburð - 'ryggið ykkur oq leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt glöddu mig í tilefni 80 ára afmœlis míns 30. júní sl. og gerðu mér daginn ógleymanlegan, þakka ég af alhug. Sendi mínar bestu kveðju. Lifið heil. Elíti Jósepsdóttir. úsmnlamísfmrðlr l J Á slóðir Eiríks rauða. Þriggja daga ferðir alla þriðjudaga til 22. ágúst. i Veiðiferðir til Suður Grænlands í júlí, ágúst og september. i Goltferðir 60 kílómetra norðan heimskautsbaugs. i Gönguferðir um Suður Grænland og Syðri-Straumfjörð. ■ Skipuleggjum einnig sérstakar ferðir fyrir hópa og einstaklinga. J Leitið upplýsinga. w <9 Ferðaskrlfstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF, Borgartúni 34, stmi 511 1515 Golfklúbbur Kíðjabergs Opið kvennamót Fyrsta opna kvennamót Golfklúbbs Kiðjabergs, Grímsnesi, verður haldið 15. júlí 1995. Mótið hefst kl. 9.00 og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun, m.a. skartgripir frá Jens Guðjónssyni, gullsmið. Þátttökugjald kr. 1.500. Skráning í síma 486-4495 frá kl. 13-22 föstudaginn 14. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.