Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 7 FRÉTTIR Tryggingastofnun telur lögbundin verkefni sjúkrastofnana ekki í sínum verkahring Landspítali fái fjárveit- ingn til hjartaaðgerða KARL Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins (TR) segir eðlilegra að Landspítalinn fái aukafjárveitingu til þess að kosta fleiri hjartaaðgerðir í stað þess að Tryggingastofnun greiði fyrir 30-40 aðgerðir eins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra fór fram á fyrr á árinu. „Það er engin fyrirstaða hjá Tryggingastofnun en það kostar alveg jafn margar krónur í auka- fjárveitingu til okkar og viðkom- andi sjúkrahúss. Auk þess er lík- legra að sá sem hefur með aðgerð- irnar að gera hafi betri sýn yfir það hvernig peningunum er varið. Við erum óþarfa milliliður,“ segir Karl Steinar. Beiðni þáverandi ráðherra var tekin fyrir í tryggingaráði 25. apríl og í svari til heilbrigðisráðuneytis, sem sent var í maí, sagði meðal annars að ekki væri gert ráð fyrir þess háttar kostnaði í fjárhags- áætlun stofnunarinnar. Fráhvarf frá stefnu í ríkisfj ármálum „Tryggingastofnun verður fyrir ýmsum óhjákvæmilegum kostnaði sem verður af ýmsum ástæðum, svo sem auknum og óhjákvæmileg- um læknis- og lyfjakostnaði. Hjá ijárveitingavaldinu er skilningur á því að þá þætti þurfi að greiða með aukaijárveitingu endan innan viðfangsefna stofnunarinnar. Eigi stofnunin að taka að sér lögbundin verkefni sjúkrastofnana þarf að vera alveg ljóst að sérstök og afmörkuð fjárveiting þarf. að koma til. Annars er Trygginga- stofnun ekki kleift að verða við ósk ráðuneytisins. Eðlilegra er að viðkomandi sjúkrahús fái aukafjárveitingu til þessa verkefnis. Annað væri hreint fráhvarf frá stefnu fjármálaráðu- neytisins í ríkisfjármálum og sýnir brenglaða mynd af fjárhagsstöðu Tryggingastofnunar,“ segir í svari TR til ráðuneytisins. Karl Steinar segir ráðuneytið ekki hafa brugðist við svari stofn- unarinnar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra Gengisbreyting ekki á dagskrá „MJÖG óveruleg breyting hefur orðið á raungengi krónunnar að undanförnu og gengisbreytingar hafa ekki verið á dagskrá hjá stjórnvöldum. Það sem er fyrst og fremst að gerast nú, er að verð- sveiflur eru á tveimur erlendum mörkuðum og afkoman fer því mjög eftir því, á hvaða markað menn eru að framleiða. Slíkar sveiflur ganga fram og til baka,“ segir Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, um rekstrarstöðu fiskvinnslunnar í dag. Fram hefur komið að rekstr- artap á landvinnslu er nú allt að 10% og hafa forystumenn Sam- taka fiskvinnslustöðva óskað við- ræðna við stjórnvöld vegna þess. Ekki er ljóst hvenær þær viðræður munu eiga sér stað. Að öðru leyti segir Þorsteinn Pálsson svo um málið: „Það hefur verið ljóst um nokk- urn-tíma að afkoman innan sjáv- arútvegsins hefur verið mismun- andi. Bæði botnfiskveiðar og botn- fískvinnsla hafa skilað lakari af- komu en ýmsar aðrar greinar. Sjávarútvegurinn í heild hefur hins vegar verið rekinn með viðunandi niðurstöðu fram undir þetta. Það er líka ljóst er að því er varðar þennan einstaka þátt í sjávarút- veginum, að þar koma til gengis- sveiflur, sérstaklega á tveimur mörkuðum og síðan hafa fyrirtæk- in sjálf verið að taka á sig kostnað- arhækkanir hér innan lands. Það eru auðvitað atriði, sem þau ráða sjálf við og verða að taka á í sínum rekstri.“ UTSALAN hefst á morgun íerra GARÐURINN KRINGLUNNI Morgnnblaðið/Halldór Vegurinn styrktur VEGAGERÐIN í Reykjanesum- dæmi vinnur nú að því að styrkja efsta hluta burðarlags vegarins um Hvalfjarðarbotn eftir frost- skemmdir. Styrkingin fer þannig fram að vegurinn er fræstur upp og blandað við hann biki, síðan er hann jafnaður og sléttur og klætt yfir með slitlagi á eftir. Að sögn Sigursteins Hjartíir- sonar hjá Vegagerðinni er ætlunin að styrkja nokkra km vegarins með þessum hætti í sumar; út að ristarhliðinu i Botnsvoginum, Brynjudalsvog- inn og einn eða tvo kafla utar í Hvalfirðinum. Húsbúnaður og borðbúnaður frá Ancher Iversen í Danmörku fæst nú aðeíns í Magasín. Einungís vandaðar vörur á góðu verðí. Hawaii matarstell úr postulíni. Emely Rose hnífaparasett lóstk, Verðdæmi: matardiskur kr. 280,- fyrir 4 manns kr. 3.700,- Eldfast mót í mörgum stærðum Vetðdæmí: 26cm mót kr. 660,- Eldfast lasagnefat 28x28 cm kr. 1.050,- Eldfast kringlótt mót 26cm kr. 750,- Soufflé skál 16cm kr. 450,- 10cm skál kr. 190,- pr. stk. Sendum í póstkröfu um allt land. Langi þig í fallegan húsbúnað eða gjafavöru þá skaltu líta til okkar - því víð höfum það allt saman. Mæasfn Húsgagnahöllíiuii Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 5871199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.