Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 5 FRÉTTIR Grindavíkurhöfn Skipí vanda Grindavík, Morgunblaðið. GOTT veður og góðar aðstæður komu í veg fyrir að vandræði hlytust af þegar mjölskipið Trinket, sem er 1.600 tonn, skráð í Limassol á Kýpur, fékk ankeri í skrúfuna rétt þegar búið var að leysa landfestar í Grindavíkurhöfn. Búið var að lesta 1.000 tonn af loðnumjöli í skipið þegar það var að fara frá bryggju. Þegar skipið hafði leyst landfestar og var á leið út úr höfninni festist einhver aðkomuhlutur í skips- skrúfunni og komst það við illan leik út fyrir innsiglinguna og tókst kafara að leysa úr skrúf- unni nælontóg sem var áfast við 6-8 m keðju og um 20 kg ankeri fest við. Ankerið var plógankeri sem er oddhvasst og mikil mildi að það hafi ekki slegist við skipss- íðuna og valdið skemmdum. Að sögn hafnsögumanns varð skip- ið ekki stjórnlaust en eins og aðstæður voru þegar óhappið varð tókst að sigla því út úr hafnarmynninu og skoða nánar hvað var á ferðinni. Hann sagði að það væri vítavert að skilja ankerið eftir í höfninni án þess að gera nokkrum viðvart. B-álma Borgarspítala Gengið að til- boði Búlka hf. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að ganga að tilboði Búlka hf. í lokafrá- gang 7. hæðar B-álmu Borgar- spítalans. Haldið var opið útboð og bárust fimm tilboð í verkið. Tilboð Búlka hf. var lægst og hljóðaði upp á 38.410.953 kr., eða 109,11 % af kostnaðar- áætlun hönnuða. Auk Búlka hf. buðu í verkið ístak hf., Sökkull sf., Jón B. Jónsson og fleiri og Viðey hf. byggingarfélag. Olís sækir um lóð Á FUNDI Borgarráðs í gær var tekin fyrir umsókn Olíu- verzlunar íslands hf. um lóð í Grafarholtshverfi. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur tferður næsta byggingarsvæði borgarinnar í Grafarholti. Olíuverzlun Is- lands fyrirhugar byggingu þjónustustöðvar með bensínaf- greiðslu í hverfinu og óskar eftir viðræðum við borgaryfir- völd um staðsetningu, stærð og fyrirkomulag. Borgarráð vísaði umsókninni til skipu- lagsnefndar. Sigurður Daði fékk fullt hús SIGURÐUR Daði Sigfússon vann allar skákir sínar á Boðs- móti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk á mánudag. Sigurður Daði fékk 7 vinn- inga úr 7 skákum en Torfi Leósson, Sigurbjörn Björns- son, Kristján Eðvarðsson, Bjarni Magnússon og Páll Agnar Þórarinsson fengu allir 5 vinninga. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir KARTÖFLUGRÖSIN koma myndarleg undan plastinu, sem nýbúið er að taka af. Horfur á þokkalegri kartöfluuppskeru Hcllu, Morgunblaðið Að sögn formanns Landssam- bands kartöflubænda, Sigurbjart- ar Pálssonar í Þykkvabæ, eru horf- ur á þokkalegri kartöfluuppskeru í ár. „Það eru þó enn nokkuð mörg „ef“ í þessu sambandi, það þarf ekki annað en átta vindstig í nokkra klukkutíma til að allt fjúki út í veður og vind.“ „Þrátt fyrir að sett hafi verið niður í seinna lagi er staðan nokk- uð góð vegna hagstæðs tíðarfars um sunnanvert landið allt austur á Hornafjörð. En fyrir norðan er útlitið fremur dapurt og ekki von á að úr rætist nema við fáum gott haust. Þá má nefna að hjá einum bónda á Vesturlandi gerði næturfrost í síðustu viku, þannig að þetta lítur nú ekkert alltof vel út á landsvísu, óvissuþættirnir eru svo margir. Það má ekki rigna of mikið, ekki vera of mikill þurrkur, ekki gera næturfrost of snemma og ekki hvessa um of,“ sagði Sigur- bjartur. 4RA DYRA FRÁ KR. 1. 195.000. ÁGÖTUNA Ármúla 13 • S: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.