Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 9 FRÉTTIR Sérhannaður hópferðabíll Flækjufótur á faraldsfæti FLÆKJUFÓTUR, félagsskapur fatlaðra sem ófatlaðra, er ný- kominn úr ferð á Strandirnar, í fyrsta sérhannaða hópferða- bílnum sem hægt er að aka á um allt land, jafnt á hálendis- vegum sem öðrum. Fóru þau allt norður til Ingólfsfjarðar og Norðurfjarðar þar sem þau gistu í gömlum verbúðum í tvær nætur. Hannes Hákonarson er bæði eigandi og eini bílstjóri bílsins. Hann segist hafa ekið fötluðu ferðafólki víða m.a. um Aust- firði, yfir Kjöl og Sprengisand á venjulegum hópferðabíl. Sér- hannaðan hópferðabíl sem gæti farið um hálendisvegi hefði vantað tilfinnanlega og því hefði hann ákveðið að láta breyta bOnum með þarfir hreyfihamlaðra í huga. Hann keypti lyftu frá Svíþjóð og lét setja hana í hjá Vírneti í Borgarfirði. Sjálfur hannaði hann festingar í gólf fyrir hjóla- stóla en allt að þrjátíu stólar komast í bílinn. Morgunblaðið/Halldór ÖRN Ómarsson og Sigríður Kristinsdóttir fararstjóri notfæra sér lyftuna góðu. Hannes Hákonarson stendur hjá. Hærri laun í Færeyjum LAUN landsdýralæknis í Færeyjum eru 54.595 kr. hærri en laun yfír- dýralæknis á íslandi samkvæmt aug- lýsingu um laust embætti landsdýra- læknis í Færeyjum og upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Auglýsing um laust embætti landsdýralæknis birtist í Morgun- blaðinu á sunnudaginn. Samkvæmt henni eru mánaðarlaun landsdýra- læknis 339.000 kr. og framlag í líf- eyrissjóð 50.854 kr. Súsanna Dani- elsen, deildarstjóri launadeildar fær- eyska ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að launin væru föst upphæð og ekki væri greitt sérstak- lega fyrir aukavinnu. Samkvæmt upplýsingum frá ijár- málaráðuneytinu fær yfirdýralæknir á íslandi 199.158 kr. í grunnlaun samkvæmt niðurstöðu kjaranefndar. Ofan á upphæðina bætist 8.305 kr. mánaðarleg greiðsla vegna tíma- bundinnar skipunar. Að frádreginni 4% greiðslu í lífeyrissjóð, 8.299 kr., eru laun yfirdýralæknis því 199.164 kr. Ofan á launin eru greiddir 35 fastir yfirvinnutímar eða 85.241 kr. og verða því heildarlaunin 284.405 kr. eða 54.595 kr. lægri en laun landsdýralæknis í Færeyjum. -------------------\ Lokað í dag s Utsalan hefst á morgun Polarn&Pyret KRINGLUNNI 8-12 - SÍMI 568 18 22 Þriðja ferð hópsins í forsvari fyrir Flækjufót eru þau Ómar Geir Bragason, Sig- ríður Kristinsdóttir og Helga Jóhannsdóttir. Sigríður segir að þessi ferð sé sú þriðja sem hópurinn fari á eigin vegum. Aður hefur hann farið til Vest- mannaeyja og á Snæfellsjökul. Hópurinn skipuleggur ferðirn- ar sjálfur en fær síðan heima- menn til að sér segja sér til. Að þessu sinni komu Guðmund- ur Jónsson, bóndi á Stóru-Ávík, og Gunnsteinn Gíslason, oddviti Árneshrepps, hópnum til að- stoðar og jók það gildi ferðar- innar mjög að sögn Sigríðar. Góður pappír til endurvinnslu , - kjarni málsins! UTSALA ENN MEIRI VERÐLÆKKUN k a Úrval af fatnaði á ótrúlegu verði LAUGAVEGI 97 SÍMI 552 2555 RIKISVtXIÍJL Ríkisvíxlar! Fjáimálastjórar - sjó>ir - stofnanir - fyr irtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti vi> fjárstfringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímavenbréf me> tryggri ávöxtun. fiau eru skrá> á V enbréfaflingi íslands sem tryggir grei> vi>skipti vi> kaup og sölu. • Ríkisvíxlar eru tæki til a> skapa flann hreyfanleika sem flú flarfnast. Nú eru ríkisvixlar fáanlegir með mismunandi gjalddögum. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxlum. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæ> (ne>sta húsi> vi> Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.