Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Brýr skemmdar á leið í Fjörður Grýtubakka, Morgunblaðiö GOMUL brú, sem sett var yfir Illagil í Pjörðum skömmu eftir 1960, er stórskemmd eftir mikil snjóalög í vetur. Brú þessi var í mörg ár yfir Fnjóská á Grenivíkurleið. Önnur brú er skemmd af völd- um vatnavaxta en hún er á Gljúfurá við svonefnt Gljú- furárvatn. Vegagerðarmönn- um og bændum úr Grýtu- bakkahreppi tókst með snar- ræði að bjarga henni því farið var að skola frá öðrum brúar- stólpanum þegar vatnavext- irnir voru sem mestir í sumar. Mikill snjór á leið í Fjörður Bændurnir sem reka fé sitt norður yfir Leirdalsheiði hafa síðustu daga verið að koma fénu á afrétt, en það er mán- uði seinna en vant er. Því hafa verið farnir allt að fjórir rekstar á sama sólarhring. Gífurlegur snjór er á þeirri leið sem farin er yfir í Fjörður og ekki að sjá að sú leið verði fær fyrr en seinni hluta ágúst- mánaðar. Umferð var leyfð í Fjörður um verslunarmanna- helgina á síðasta ári eftir að vegurinn var mokaður viku áður. Þrjú tilboð í hafnargerð í Ólafsfirði í GÆR voru opnuð tilboð sem Hafnasamlagi Eyjafjarðar b.s. höfðu borist í að gera þverbryggju, þekju og lagnir í Ólafsfjarðarhöfn. Tilboðin voru opnuð samtímis á bæjar- skrifstofunni í Ólafsfirði og hjá Vita- og hafnamálastjórn í Kópavogi. Alls bárust þijú tilboð í verkið, öll lægri en kostnað- aráætlunin, sem var 21.626.724.-. Lægsta tilboðið kom frá Steypustöð Dalvíkur hf. og Trésmiðju Ólafsjarðar hf. að upphæð 18.115.236.-. Næstlægst var tilboð Trévers hf. í Ólafsfirði, 18.990.000.-, en hæst var tilboð Eikaráss hf. á Egilsstöðum, 19.379.446.- Engar athugasemdir voru gerðar við opnun tilboðanna. Töluvert atvinnuleysi ATVINNULAUST fólk á Akureyri er nokkru fleira nú en á sama tíma í fyrra. Tala atvinnu- lausra í lok maí og júní á þessu ári er um 30-40 manns fleira en um sömu mánaðamót í fyrra. Atvinnulausir voru í upphafí júlí 489, 205 karlar og 284 konur. Á sama tíma í fyrra var heildartala atvinnulausra 446, 183 karlar og 263 konur. Að sögn Sigríðar Jóhannsdóttur á Vinnumiðl- unarskrifstofunni á Akureyri segja þessar tölur eingöngu hver staða skráninga var um mánaða- Tala atvinnulausra í lok maí og júní 30-40 manns fleira en á sama tíma í fyrra mót, en í heild voru 862 skráðir atvinnulausir í júnímánuði. Þar kom vinnustöðvun vegna sjó- mannaverkfalls nokkuð við sögu þar sem vinna féll niður hjá ÚA. Sigríður sagði mikla hreyfíngu á þessum málum, fólk kæmi inn á skrá og færi út af henni. Fyrstu 10 daga júlímánaðar voru þannig 22 nýir skráðir atvinnulausir en á sama tíma fóru 12 út af atvinnuleysisskrá. Sigríður sagði að á meðal atvinnulausra væri nokkuð af skólafólki, en verið væri að koma málum svo að allir 16 og 17 ára fengju ein- hvetja vinnu á vegum bæjarins. Talsvert af skráðum atvinnulausum í júní væru framhalds- skólanemar, sem ekki hefðu verið búnir að út- vega sér vinnu. Annars væru atvinnulausir mjög blandaður hópur bæði hvað varðar aldur og fyrri störf. Úrgangsgúmmíi breytt í millibobbinga og öryggishellur Listasumar 5.000 tonn falla til árlega GÚMMÍVINNSLAN á Akureyri hefur nú starfað í 12 ár og er elsta endurvinnslufyrirtækið í Græna þrí- hyrningnum við Réttarhvamm. Þar eru sólaðir hjólbarðar af ýmsu tagi, hvort tveggja hjólbarðar sem notað- ir eru aftur og aftur með nýjum sólum og einnig eru fluttir inn not- aðir hjólbarðar og sólaðir hér. Eitt meginverkefni Gúmmí- vinnslunnar er endurvinnsla á gúmmíi. Þar er unnið úr öllum gúmmísalla sem til fellur við sóln- inguna hjá fyrirtækinu og auk þess eru fiutt til Gúmmívinnslunnar ár- lega um 200 tonn af gúmmísalla frá fýrirtækjum í Reykjavík. Þá hefur einnig verið flutt inn hráefni til vinnslunnar. 40 tonn flutt út Þórarinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar segir aðalafurðir verksmiðjunnar vera millibobbingar fyrir skip, ör- yggishellur til nota á barnaleikvöll- um og við sundlaugar, og básamott- ur, sem mikið eru notaðar í fjósum og hesthúsum. Þórarinn sagði að sala á vörum fyrirtækisins gengi þokkalega. Gúmmívinnslan hefði megnið af markaðinum í millibobbingum hér- lendis og um 40 tonn af þeim hefðu verið flutt út til Noregs, en í bígerð væri að auka þann útflutning. Öryggishellur úr gúmmíi eru nú komnar á barnaleikvelli víða. Þá hafa hellur úr gúmmíi einnig verið notaðar í görðum, við sumarhús og í sólpalla, ekki síst við sundlaugar. . Endurvinnsla er auðlindavernd Þórarinn sagðist vilja leggja áherslu á að fólk notaði í auknum mæli vörur úr endurunnum efnum. Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞÓRARINN Kristjánsson í verksmiðju Gúmmívinnslunnar hf. Endurvinnslunni fylgdi vemdun auð- lindanna, sem sífellt hefði verið gengið á alla mannsins tíð, og þær væru ekki óþijótandi. Auk þess fylgi því mikill spamaður að nota endur- unnar vömr, til dæmis að láta sóla hjólbarða sína aftur og aftur og spara með því gúmmíinnflutning. Þórarinn sagði að þokkalega gengi að afla hráefnis til vinnslu hjá Gúmmívinnslunni, en einn galli væri þó á og hann nokkuð stór. Ekki væru enn til hér á landi tæki til að tæta gamla hjólbarða og gera úr þeim nýtilegan salla til gúmmí- vinnslu. Þetta horfí þó væntanlega til bóta. Hjólbarðafyrirtæki hér hyggist efna til söfnunarherferðar á ónýtum hjólbörðum og vél sem geti tætt þá og fínmalað. 4.000-5.000 tonn falla til á ári af gúmmísorpi á íslandi. Fullkomin sorpmóttaka Endurvinnslufyrirtækin þijú, Gúmmívinnslan, Endurvinnslan og Úrvinnslan, standa öll í hnapp við Réttarhvamm og Þórarinn nefnir svæðið Græna þríhyrninginn. Að sögn hans er stefnt að því að á svæðinu austan við þessi fyrirtæki komi Akureyrarbær upp fullkom- inni sorpmóttöku. Þar verði hægara en nú er að sundurgreina sorp og koma því í endurvinnslu þar á staðnum sem mögulegt sé. Framkvæmdir við þetta munu trúlega hefjast á þessu ári. 'TjWrí 0|SbaaflD|SI 0t* fCB Qafl« •ÐOOBBfil HELGA Bryndís og Hólmfríður Bak við hina bláu jökla... í KVÖLD verður kvöldstund í Davíðshúsi. Þar munu Hólm- fríður Benediktsdóttir sópran- söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja dagskrá í tali og tónum sem þær nefna „Bak við hina bláu jökla er brúðurin hans.“ Dagskráin er í tilefni þess að hundrað ár eru frá fæðingu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og einkum verður ijallað um konur í ljóðum skáldsins. Kvöldstundin hefst klukkan 21.00. Einkaritari biskups Óskað er eftir ungri, duglegri, jafnlyndri og andlega sinnaðri manneskju. Góð kunnátta í ensku og vélritun nauðsynleg. Fæði, húsnæði og dálítil laun. Umsóknir, ásamt Ijósmynd og upplýsingum um fyrri störf, sendist í Eyrarlandsveg 25, 600 Akureyri. BIFREIÐASTÆÐASJ ÓÐUR AKUREYRAR Fjölgun gjaldskyldra stæða Frá og með mánudeginum 10. júlí eru eftirtalin stæði á al mennu bifreiðastæði austan Skipagötu gerð gjaldskyld og komið þar fyrir stöðumælum. a) 8 stæði í suðurlínu á móts við Kaupvangsstræti 4. b) 10 stæði í norðurlínu á móts við Skipagötu 12. Gjaldskrá er hin sama og við aðra stöðumæla eða 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mín. og hámarksstöðutími 1 klst. Jafnframt er á hvorum þessara staða merkt eitt stæði fyrir fatiaða. , „ Akureyri, 6. juli 1995. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. Fimmtudagur 13. júlí Kl. 18.30-21.00: Kynning á framléiðslu fyrirtækja í sjávarútvegi. Sjávarréttahlaðborð á Hótel Ólafsfirðir. Kl. 20.30-21.45: „Horfðu glaður um öxl.“ Söguannáll Ólafsfjarðar sýndur í Tjamarborg. Miðapantanir í Tjamarborg kl. 17-21 ísíma 466 2188. Föstudagur 14. júlí Kl. 20.30: Tónlistarveisla. Ólafsfirskir atvinnumenn tlytja blandaða dagskrá í Tjarnarborg. Kl. 23.00-03.00: Vinafundir á hótelinu og Grillbamum. „Pöbbarölt“. Laugardagur 15. júlí Kl. 13.00-03.00: Fjölbreytt dagskrá frá hádegi og i'rain á rauða nótt. Sýningar í Náttúrugripasafni, bamaskóla og gagnfræðaskóla og galleríi handverksfólks í Tjarnarborg opnar á hverjum degi frá kl. 13.00-18.00. 60 ára ($96 Röktu bolta í áheita- hlaupi ÞESSI vasklegi hópur ungra körfuboltamana í Þór á Akureyri tók þátt í áheitahlaupi frá Dalvík til Akureyrar um fyrri helgi. Að sögn Baldvins Sigurðssonar voru þátttakendur alls um 60 á aldrin- um 12-18 ára og hlupu þeir um það bil 2 kílómetra hver og röktu á undan sér körfubolta. Tilgangur hlaupsins sagði Bald- vin að safna fé ti! að standa straum af leigukostnaði við æfingahús- næði í sumar, sem börnin þurfa að greiða að hluta til sjálf. Með því væri taisvert á börnin lagt, en á meðan yfirvöld veittu ekki frek- ari fyrirgreiðslu en nú er yrði að beita aðferðum sem þessum. Baldvin sagði að hlaupið frá Dalvík hefði gengið vel og safnast töluvert fé í sjóð, meðal annars hefðu margir vegfarendur stans- að og rétt seðla að hlaupurunum. > s ) > i i í > \ i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.