Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 29 AÐSENDAR GREINAR í 1. TBL. 2. árg. 1995 Kvenna- póstsins í Kópavogi, sem nýlega var borinn í hús, er grein á forsíðu við viðamikiíli fyrirsögn: „Löglegt en siðlaust". Er grein þessi undir- rituð sex nöfnum Kvennalistans í Kópavogi. Greinin er hrein aðför að Helgu Sigurjónsdóttur, bæjar- fulltrúa í Kópavogi, og eins og einkennir slík skrif er látið sem verið sé að leggja sannleikann á borðið, en í raun er sannleikanum haldið undan eða hann dreginn upp á blekkjandi hátt. Töluverðar umræður hafa verið á opinberum vettvangi um ástæð- una fyrir fylgistapi Kvennalistans í síðustu alþingiskosningum. í þeim umræðum hefur m.a. verið bent á einn þátt sem afdrifaríkan, en hann er sá hvernig staðið var að forvali á listann í Reykaneskjör- dæmi. í júníblaði Veru, tímariti um konur og kvenfrelsi, er leitað álits nokkurra einstaklinga sem fylgst hafa náið með stjórnmálum í landinu, um ástæður fyrir tapi Kvennalistans. Þar segir Þorgerð- ur Einarsdóttir félagsfræðingur m.a. að Reykjanesanginn hafi umgengist lýðræðið og eigin út- skiptareglu af nokkurri léttúð. Það er vægast vægt til orða tekið. Því annað eins brot á viðteknum lýð- ræðisreglum, almennum félags- reglum og fundarsköpum eins og við var haft í þessu sambandi er fáheyrt. Allt beindist það að því. að þvinga Helgu Siguijónsdóttur úr því sæti sem hún hafði verið valin í í forvali meðal félags- kvenna. Hvað kom til að Helga, sem hlot- ið hafði nær einróma samþykkt í 1. sæti Kvennalistans í Kópvogi á fjölmennum undirbúningsfundi fyr- ir bæjarstjómarkosningamar rúmu ári fýrr, var óhæf til að vera í farar- broddi listans í alþingiskosningum? Hvað kom til að haldið var til streitu að ganga á eftir Kristínu Halldórsdóttur til að taka 1. sæti á listanum þrátt fyrir ítrekaða neit- un hennar? Hvað kom henni svo til að skipta um skoðun? Úrslit bæjarstjóm- arkosninganna í Kópa- vogi vorið 1994 urðu þau varðandi Kvenna- listann að hann jók fylgi sitt úr 5,5% í kosningunum 1990 í 11,3% - mesta kjör- fylgi sem samtökin hafa nokkra sinni fengið. Er það vís- bending um að valinn hafi verið óheppilegur fulltrúi til að vera í forsvari listans? Nei, áreiðanlega ekki. Víst voru fleiri konur á list- anum sem eflaust hafa aflað honum fylgis. En að slá því fram að Helga hafi ekki aflað Kvennalistanum í Kópavogi aukins fylgis, eða eins og segir í umræddri grein að aukningin hafi verið þrátt fyrir Helgu en ekki vegna hennar, lýsir ekki öðru en hroka og dómgreindarskorti. Á jólafundi Kvennalistans hinn 9. des ’94 kynnti uppstillingar- nefnd niðurstöður prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar. Þátttaka í prófkjörinu hafði ekki náð 50%, eins og gengið hafði verið út frá að þyrfti til að val í þijú efstu sætin yrðu bindandi. Hins vegar náði þátttakan yfir 50% ef miðað er við þann félagafjölda sem greitt hafði félagsgjöld á árinu og gat því talist virkur. Ennfremur var búsetudreifíng þeirra þriggja efstu og aldur talinn ákjósanlegur. Fundurinn samþykkti því að hald- ið skyldi áfram að vinna að undir- búningi kosninganna miðað við þær niðurstöður sem fyrir lágu og hafa þær að leiðarljósi við uppröð- un á listann. Var þetta samþykkt með afgerandi meirihluta. Á fund- inum kom fram tillaga um að efna til undirskriftasöfnunar þar sem skorað yrði á Kristínu Halldórs- dóttur að gefa kost á sér í 1. sæti. Undirtektir við tillöguna vora afar dræmar og bent var á að búið væri margsinnis að fara þess á leit við Kristínu, en hún alltaf neitað. Var tillagan þá dregin til baka. Það er því rangt sem fram kemur í grein kvenn- anna sex í Kvenna- póstinum að á sama tíma og þessir hlutir áttu sér stað hafi verið komin fram áskorun á Kristínu Halldórsdótt- ur um- að hún gæfi kost á sér í 1. sætið sem um 60% félags- kvenna hefðu skrifað undir. Á þessum tíma var. hún margbúin að neita tilmælum um þetta, eins og fram er komið, en formlega hafði aðeins verið borin upp tillaga á fundinum og henni verið hafnað. Þegar langt var liðið á þennan fund, og búið var að afgreiða flest mál sem á dagskrá voru, mætti Kristín Halldórsdóttir á fundinn ásamt 3-4 öðrum konum. Var þá þeirri fyrirspurn beint til fundar- stjóra hvort ekki mætti á þeirri stundu spyija Kristínu hinnar þrálátu spurningar, hvor hún gæfi kost á sér í efsta sæti list- ans eða ekki. Þar með fengist úr því máli endanlega skorið. Fund- arstjóra fannst slík spurning ekki við hæfi og vísaði fyrirspurnininni frá. Þrátt fyrir þennan fund, sem í alla staði var löglega að staðið, og þrátt fyrir bókaðar samþykktir hans, var farið af stað með undir- skriftasöfnun til þess enn á ný að skora á Kristínu Halldórsdótt- ur að gefa kost á sér í sæti sem þegar var búið að fylla. Hveiju áttu félagskonur að treysta? Hvað var að marka orð og gjörðir? Var verið að hafa að fíflum konurnar í uppstillingarnefnd sem lagt höfðu á sig mikla vinnu sem þeim var trúað fyrir og þær konur sem setið höfðu fundinn 9. desember og treyst höfu niðurstöðum hans? Var hægt að hundsa allar viðtekn- ar félagsreglur og almennt viður- kennda stjórnmálaflokka? Hér skrifar Þorbjörg Daníelsdóttir um fækkun kjósenda Kvennalistans í Reykja- neskjördæmi. Áróðursmaskínan fór í gang og afraksturinn kynntur á fundi hinn 5. janúar 1995. Þar var sam- þykktum síðasta félagsfundar kastað fyrir borð og tillaga borin upp um að ný uppstilling skyldi fara fram með þátttöku Kristínar Halldórsdóttur. Hlaut sú tillaga samþykki, enda búið að pjakka jarðveginn rækilega. Þessi framkoma og þessi vinnu- brögð og stýring atburðarásar fyrir alþingiskosningar sl. vor í Reykjaneskjördæmi varð til þess að undirrituð sá sér ekki fært að styðja samtök sem svo berlega höfðu brugðist trausti um heiðar- leg vinnubrögð og yfirlýst mark- mið um að hafa í heiðri virðingu fyrir einstaklingnum, valddreif- ingu og mannréttindi. Kvennalist- inn, hafði gerst sekur um það sama og fælt hafði margar konur úr gömlu karlstýrðu flokkunum. Af þessari ástæðu m.a. fækkaði kjósendum Kvennalistans og er undirrituð ein af þeim sem sagði sig úr samtökunum. Aðdróttanirnar-í nefndri grein í Kvennapóstinum um að Helga Siguijónsdóttir hafi ekki gengið heilshugar til leiks í bæjarstjórn- arkosningunum eru lítilsigldar og ótrúlegt að konur sem vilja láta taka mark á sér skuli hafa svo óábyrg ummæli eftir. Höfum við ekki allar, kvennalistakonur, kos- ið aðra flokka eða starfað með öðrum flokkum áður en við geng- um til liðs við Kvennalistann? Voru það ekki einmitt atriði eins og þau sem ég nefndi hér á undan og ég taldi Kvennalistann hafa gert sig sekan um, sem urðu þess valdandi að Helga kaus að hverfa frá samstarfi við þann flokk sem hún áður taldi vera málsvara hug- sjóna sinna? Það er alveg rétt ályktað hjá konunum sex „að kona sem hefuF skrifað um og fylgst með umræð- um um kvenfrelsismál sl. 20 ár hefði það góða þekkingu á stefnu og starfsháttum okkar að hún myndi ekki bregðast okkur kjós- endum.“ Helga brást hvorki mál- stað né kjósendum. Einmitt vegna þessara eiginleika og vegna bar- áttu hennar í skólamálum og fyr- ir velferð bama er Helga þunga- vigtarkona og þess vegna er hún nánast sjálfkjörin í efsta sæti Samtaka um kvennalista í bæjar- stjórnarkosningunum í Kópavogi. En hvers vegna ekki í alþingis- kosningum? Er hún kannske of þung í landsmálapólitíkinni? Ef kvennalistakonur kæra sig ekki um að nýta krafta og þekk- ingu baráttukonu- eins og Helgu Siguijónsdóttur fyrir sín málefni, þá er hann kominn í blindgötu en ekki hún. Enda augljóst, miðað við niðurstöður kosninganna í vor, að Kvennalsitinn þarf að endur- skoða starfshætti sína og stefnu- mörkun, ef hann á að eiga sér til- vistar von áfram. í umræddri grein í Kvenna- póstinum segir ennfremur að vegna úrsagnar sinnar úr Kvenna-" listanum hefði Helga átt að víkja úr bæjarstjóm og „réttkjörinn" varafulltrúi Sigrún Jónsdóttir að taka sæti hennar þar. Helga er ekki að ganga í berhögg við það sem áður þekkist og ekki að bijóta stjórnarskrána, eða krafðist þess nokkur af Jóhönnu Sigurðardóttur að hún viki af Alþingi þótt hún segði sig úr Alþýðuflokknum? Helga hafnaði ekki samstarfi við aðrar konur Kvennalistans í Kópavogi að fyrra bragði. Þao vora þær sem höfnuðu samastarfi við hana og settu hana út í kuld- ann. Mér persónulega, hefði þótt það miklu betra ef réttkjörinn varafulltrúi Sigrún Jónsdóttir hefði haldið áfram að vera vara- fulltrúi Kvennalistans í bæjar- stjórn Kópavogs í stað þess að hlaupast undan merkjum og kenna öðrum um. Höfundur er vnrnfulltrúi í bæjarstjóm Kópavogs. Ólýðræðislegt og siðlaust Þorbjörg Daníelsdóttir SIGHVATUR Björgvinsson fyrrum heilbrigðisráðherra birti á laugardaginn var í Morgunblaðinu greinarstúf og var hryggjarstykkið í hon- um einskonar pólitískt ljóð sem hann hefur ort. Með því að þessi texti fyallar um Árna Bergmann og pólitískt göngufélag hans við Davíð Oddsson er ekki úr vegi að ég gefi les- endum blaðsins kost á nokkurri textaskýr- ingu. Eg skrifaði reyndar á dögunum greinarstúf í DV sem fjallaði um hörkuleg viðbrögð margra þeirra sem mest kapp leggja á inngöngu íslands í Evrópusambandið við ræðu forsætisráðherra 17. júní. Þar var á það bent, að þótt hinir Evr- ópufúsu kvarti hástöfum yfir því að menn vilji ekki ræða óskir þeirra „málefnalega", þá bregðast þeir sjálfir einatt hinir verstu við hve- nær sem einhver dirfist að vera á öðru máli en þeir um nokkur höf- uðatriði sem varða stöðu og val- kosti íslendinga í Evrópu og heim- inum öllum. Ég rakti nokkur dæmi af við- brögðum þeirra við Evrópugagnrýni Dav- íðs, ekki síst æsilegar yfirlýsingar Jóns Bald- vins, fyram utanríkis- ráðherra. Hann skip- aði Davíð snarlega á bekk með „þjóðernis- sósíalistum“ og sagði í Alþýðublaðinu, að höfundarréttinn að ræðu hans ættu ann- aðhvort gamlir Þjóð- viljakommar eða fram- sóknaríhaldið, gott ef ekki þeir allir í senn. (Eftir að komúnisminn hrundi ligg- ur ekki eins beint við að nota hann sem altækt skammaryrði og hér áður, margir eru að reyna að setja Framsókn í staðinn, eins og dæmi sanna, en sú þróun er ekki komin alla leið.) Um leið benti ég á það að Davíð Oddsson er að sjálfsögðu ekki einn á báti í sínum viðhorfum. Á nokkur dæmi um það hve útbreiddar efa- semdir manna eru um afdrif lýð- ræðis og þingræðis í hátimbruðu skrifræði ESB. Það eru ekki síst þessar efasemdir, sem og eftirsjá eftir fullveldisrétti, sem skipta þjóð- um margra ESB-landa í tvennt eða þrennt þegar deilt er um framhald „samrunans“ í álfunni. Með Stalín undir askloki Sighvatur hundsar allt þetta eins og vænta mátti. Hann rekur þess í stað í prósaljóði pólitíska göngu- ferð Árna Bergmanns. Þetta er Sighvatur vildi draga íslenzka sjúklinga og lækna, að mati Arna Bergmanns, inn í aust- rænan miðstýringar- kommúnisma. skrýtinn texti. Sighvatur skáld reynir að bregða fyrir sig fyndni, en hún reynist ansi forskrúfuð (ÁB. er með skalla og skegg eins og Lenín, hehe). Snýr hann sér heldur að því að gera vesaling minn að einskonar samnefnara fyrir heims- kommúnismann í svo til heila öld. Þessi ofrausn stafar að sjálfsögðu ekki af því að Sighvatur telji ÁB skipta máli. Hitt er augljóst: ÁB er talinn heppilegur tengiliður í því málflutningskerfi sem ætlar sér að gera hveija gagnrýni á íslenska Evrópufíkla að skuggalegri iðju, gott ef ekki glæpsamlegri. ÁB er í kvæði Sighvats látinn segja: „Geng ég enn/ glaður í bragði/ fundið hefi ég nýjan félaga:/ For- sætisráðherrann/ félagi minn/ er formaður Sjálfstæðisflokksins/ sá er hefur asklok/ fyrir upphimin.“ Sighvatur Björgvinsson fylgir hér eftir mætti hefð nafna síns og hirðskálds á elleftu öld: Bersöglis- vísur hans eru áminning til sjálfs höfðingja landsins. Þau snúast vit- anlega um það fyrst og síðast að Davíð Oddsson, sem „hefur asklok fyrir himin“ sé í hinum versta fé- lagsskap. Þetta er gamalkunn að- ferð sem einatt er tekin til dæmis um höfuðsyndir gegn rökvísi: A þekkir B sem þekkir þjófinn C - þess vegna er Á í slagtogi við þjóf- inn C, og hvað veit maður...? Davíð gengur með ÁB, ÁB gengur með Stalín og nú mega smáfugl- arnir fara að vara sig. Gangan mikla, segir Sighvatur skýrt og skorinort utan ljóðsins, er farin gegn „auknu samstarfi íslendinga við lýðfrjálsar þjóðir sem aðhyllast viðskiptafrelsi og mark- aðsbúskap". Þetta er kjarni máls í skrifi hans sem og í fyrrnefndri grein Jóns Baldvins. Og það er ekki síst þeim kratahöfðingjum að þakka, að Evrópuumræðan á ís- landi verður æ furðulegri: Aðeins hér á landi er hamast við að setja dæmið upp á þann veg, að sá sem er á móti aðild að ESB hann sé eiginlega á móti lýðfrelsinu og við- skiptafrelsinu og markaðnum. Ou sé hann það ekki sjálfur, þá gen hann í reynd ekki annað en hjálpa því illþýði sem fúlsar við fyrr- greindum hnossum. Nærtækar fyrirmyndir Sjálfur hefur Sighvatur lært þessa aðferð af eigin reynslu. Fyrir skemmstu átti hann í deilum við sérfræðinga í læknastétt sem héldu uppi mikilli skothríð á- þáverandi ráðherra, og var hún víst pöntuð og hönnuð hjá einhveiju auglýs- ingafirma. Sá samanburður varð nokkuð fastur liður í þeim áróðri, að Sighvatur vildi af fólsku sinni svipta íslenska sjúklinga og lækn- ana með öllu frelsi og draga þá grátandi inn í einskonar austrænan miðstýringarkommúnisma. M.ö.o*. Sighvatur var á næsta bæ við Stal- ín eða að minnsta kosti Honecker, og er kannski ekki nema von að hann reyni að koma þeim ósköpum yfir á næsta mann. í annan stað heldur Sighvatur áfram þar sem kafteinninn á krata- skútunni hætti í grein sinni í Al- þýðublaðinu á dögunum. Nú er Jón Baldvin hættur að fiska á þeim pólitíska Selvogsbanka og getur senn að því komið að skipta venði um kaftein á skipinu. Við þær að- stæður er ekki nema eðlilegt að annar stýrimaður minni landslýð- inn á það, að hann geti að minnsta kosti skyrpt eins langt og karlinn í brúnni. Hann sest niður og ber saman ljóð. Höfundur er rithöfundur. Bersöglisvísur Sighvats Bj örgvinssonar Árni Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.