Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 33 AFMÆLI HÖSKULDUR STEFÁNSSON SÆHVÖNN KÆRA afmælisbarn, kæri tengdapabbi Höskuldur. Það er okkur, sem næst þér stöndum, mikil ánægja, að þú skulir hafa náð þess- um áfanga í lífi þínu jafn hraustur og bratt- ur og þú ert í dag. Reyndar hefur þú yngst um 10 ár síðan ég sá þig síðast í Reykjavík eins og þú reyndar gerir alltaf þegar þú ert kominn norður á dalinn þinn. Það er líklega skýringin á unglegu útliti þínu og léttu fasi. Já, það er með ólíkindum, hvað þú ljúfi sæmd- ar- og heiðursmaður átt eftir af þreki og andlegu atgervi. Strax, þegar ég kynntist þér fyrst fyrir sjö árum, hugleiddi ég hvemig þú hefðir verið til vinnu á þínum yngri ámm. Þú hlytir að hafa verið eitthvað meira en venjulegur, slíkt var afl þitt og úthald og þú orðinn 73 ára þá. Eg var leiddur í allan sannleika um það mál fyrir nokkrum ámm þegar ég átti tal við aldraðan byggingarmeistara í Reykjavík, sem þú hafðir unnið hjá. Sagði hann mér, að hann hefði aldrei haft ann- an eins mann í vinnu og þig, Hös- kuldur. Þú hefðir verið með afbrigð- um verklaginn, vandvirkur og snyrtilegur verkmaður. Já, og hefð- ir jafnframt öllu þessu unnið á við þrjá menn. Slík hefðu afköstin verið hjá þér. Við, sem erum hér samankomin að Ulugastöðum í dag, þekkjum til veru þinnar hér á dalnum þínum. Allar framkvæmdir hér; húsið, brú- in, vatnsveitan, rafveitan, já öll að- staðan hér, allt er þetta þitt verk, með fenginni aðstoð, sem ég ætla ekki að gera lítið úr. Allt er þetta , framkvæmt hér vegna ástar þinnar og tryggðar til dalsins, bernsku- stöðvanna þinna. Hér á Illugastöð- um standa rætur þínar djúpt í jörðu. Hér á þessum stað fæddist þú og sleist barnsskónum, ólst hér upp í faðmi þessara fallegu fjalla. Hér hittir þú ástina þína og lífsförunaut og saman hófuð þið hér í dalnum ykkar fyrstu búskaparár. Það er ótrúlegt að þessi eyði- dalur í dag skuli hafa iðað allur af mannlífi hér á árum áður og að hiusta á þig segja frá lífinu í dalnum og fólkinu, sem hann byggði er eins og að horfa á leiksýningu. Svo lifandi verður sag- an og mannlýsingarn- ar fyrir manni. Og þrátt fyrir að hafa flust héðan um þrítugt, þá hefur þú alla tíð síðan fylgst vel með öllu hér og í næstu nágrannasveitum. Slík var og er átthagatryggðin þín. Þrátt fyrir, að þú Höskuldur ætt- ir að vera kjarni þessarar afmælis- kveðju, er ekki hægt að tala um þig án þess að minnast á hana Valnýju þína. Eins stór partur og þú ert, Valný mín, af manni þínum og þið hvort af öðru, því saman hafið þið verið í um_56 ár ef ég hef tekið rétt eftir. Ég fullyrði að það fara fáar konur, ef þá nokkrar, í fötin þín hvað myndarskap og gestrisni snertir. Að koma til ykkar hjóna er ekki neinu líkt. Slíkar eru alltaf höfðinglegar móttökurnar, hvort sem er í henni Reykjavík eða hér á Illugastöðum. Og ekki er hægt að segja þau um ykkur bæði hjónin, að þið séuð mikið, ef þá nokkuð, fyrir ykkur sjálf. Frændsemi ykkar og ræktarsemi í garð annarra er einstök. Þið látið ekki bílleysi ykkar í Reykjavík aftra ykkur frá því að rækta frændsemi og vinskap við annað fólk. Þið farið allra ykkar ferða, í hvaða veðri sem er, með einkabílstjóra frá SVR. Mér er minnisstæð umræða, sem ég heyrði heima hjá mér að vetri til fyrir 2-3 árum síðan. Hjá okkur var stödd vinkona Sigrúnar, sem spurði Sig- rúnu hvemig þetta væri eiginlega með ykkur foreldra hennar, þið væruð aldeilis spretthörð. Vinkonan hafði séð ykkur hverfa inn í bakarí á Bergstaðastrætinu og eftir smá- stúss vinkonunnar í bænum fór hún (Lignsticum soticum) MARGIR garðeigendur hafa í gegnum tíðina flutt í garða sína hinar margvíslegu jurtir sem vaxa úti í lítt spilltri náttúru landsins. Sumar þessar jurtir hafa ekki þolað gott atlæti í görð- um okkar og hreinlega gefist upp vegna of mikils áburðar. Aðrar hafa orðið þvílíkar plágur að erf- iðlega hefur gengið að uppræta þær aftur. Svo eru enn aðrar sem ágætlega gengur að halda í skefj- um. Ein þessara jurta er sæ- hvönn, en hún er einstaklega fallega dökkgræn á lit og mynd- ar þétta „þúfu“ sem er sjaldan hærri en 50 cm oftar þó varla nema 25-30 cm. Blöðin eru þykk og gljáandi, þríhyrnd og sitja á „löngum“ stilk með rauðhimnu földuðum slíðurröndum. Blómin eru lítil og hvít á lit. Þau sitja í flötum sveip. Það er auðvelt að halda henni í skefjum með því að klippa af henni fræbrúskana áður en hún fer að skjóta frá sér fræinu. Eins má klippa af henni blómstönglana og gera úr þeim hinar fegurstu þurrskreytingar. Hafi hún nú haft það af að skjóta fræi er lítið mál að fjarlægja ungplöntumar, því rætur þeirra eru grunnar. í íslenskum sjáv- arháttum segir svo um sæhvönn: Hún vex einkum fram á sjávarbökkum og á eyjum. Hún er all- víða en þó ekki á N.Austurlandi. I Breiðafjarðareyjum er sæhvönn algeng. Hún var ekki til manneldis en þótti ágætis lækninga- jurt. Jón Pálsson Ú'órðungslæknir hvetur menn í sjáv- arplássum til að hafa kálgarð við hús sín og rækta þar m.a. sæ- BLOM VIKUNNAR 286. þáttur msjón Ágú$ta Björnsdóttir Ljósmynd/Hörður Kristinsson. SÆHVÖNN — Ligusticum scoticum. hvönn. Af sæhvannarrót var gert seyði og dropar og þá með þeim hætti að tekin voru 3 lóð af smá- skorinni rótinni og 15 lóð af brennivíni og blandað saman. Var blandan látin standa við yl í nokkra daga og vökvinn þá síaður frá. Af dropunum skyldi taka 80 dropa í senn fjórum sinnum á dag. Var þetta sagt hreinsa blóðið, eyða vindi í maga og draga úr innantökum, drífa út svita, leysa tíðir kvenna, lækna niður- fallssótt og vatnsótt.. Svo sem sjá má er þetta merkisplanta og virð- ist lækna flest mannana mein. Sæhvönn líður best í þurrum og sendnum jarðvegi og virðist græni liturinn því dekkri sem staðurinn er sólríkari. Sæhvönn- inni er alveg sama þótt hún fái ekki áburð en verður hálf bumb- ult ef of mikið er mulið undir hana, verður hún þá heldur ræf- ilsleg en gefst ekki upp. Gott fínnst henni að fá smá fjörusand með bragði af æskustöðvunum. Margir þeir garðeigendur, sem hafa gert sér far um að rækta íslenskar plöntur, telja sæhvönn í hópi þeirra auðræktuðustu og skemmtilegustu sem völ er á. Ingibjörg Steingrímsdóttir. heim til sín upp í Breiðholt og kom við í verslun í Breiðholti og þá vor- uð þið komin þar á undan henni. Henni fannst nóg til um yfirferðina á ykkar, en sjálf var hún á bíl. Hún var að velta því fyrir sér hvort þið stunduðuð heilsubótargöngur borg- arhornanna á milli um hávetur!? En skýringin var auðvitað nærtæk og lýsti ykkur vel. Í bakaríið höfðuð þig farið til að kaupa með kaffinu á leið ykkar í heimsókn til dóttur- dóttur ykkar, Gerðar Rósu, og frá henni lá leið ykkar til annarrar dótt- urdóttur ykkar, Huldu Valnýjar, sem þá bjó í Breiðholtinu og komuð við í verslun þar til að versla og hafa með ykkur heim. Og „rúnt- uðuð“ borgarhornanna á milli, „að sjálfsögðu með ykkar einkabílstjóra frá SVR“. Ég þekki af eigin reynslu þessa ásókn ykkar í þessi gulu og grænu ferlíki með einkabílstjórun- um þegar þið komið til okkar Sig- rúnar. Þá þarf að þröngva ykkur og jafnvel múta til að þiggja heim- keyrslu með þessum lítilfjörlegu blikkdósum frá Asíu. Já, fórnfús og umhyggjusöm haf- ið þið verið alla tíð og verið vakandi yfír velferð dætra ykkar, tengda- sona og barnabama. Það heyrði ég strax frá Sigrúnu konu minni og því hef ég sjálfur fengið að kynnast í minn garð, síðan ég kom inn í þessa fjölskyldu. Betri tengdafor- eldra get ég ekki hugsað mér. Ég óska þér, kæri tengdafaðir, innilega til hamingju með áttræðis- afmælið og ykkur báðum langra og góðra lífdaga. I tilefni afmælisins bjóða þau Höskuldur og Valný vini og vanda- menn velkomna að Illugastöðum laugardaginn 15. júlí. Bárður Árni Steingrímsson. Sigurður Daði með fullt hús Hansen sigraði örugglega á opnu móti í Kaupmannahöfn sem lauk um helgina. Urslit mótsins: 1. LarsBoHansen 8 v. af 10 mögu- legum. 2. Glek, Rússlandi Vh v. 3—6. Emms, Englandi, Mortensen, Danmörku, Hellsten, Svíþjóð og Borge, Danmörku 7 v. 7—14. Lutz, Þýskalandi, Hector, Svíþjóð, Ward, Englandi, Vescovi, Brasilíu, Schandorff, Danmörku, Fries Nielsen, Danmörku, Lyrberg, Svíþjóð og Ole Jakobsen, Danmörku 6‘A v. Þröstur Þórhallsson varð í 15-27. sæti ásamt stórmeisturun- um Moskalenko, Úkraínu, Peter Heine Nielsen, Danmörku, Skembr- is, Grikklandi, alþjóðameistaranum Sune Berg Hansen, Danmörku og fleiri skákmönnum með 6 v. Þröstur byijaði illa, en náði sér á strik í lokin og vann m.a. eftirfar- andi skák laglega. Andstæðingur hans, Jörgen Hvenekilde, var ein- mitt kynnir á útifjöltefli íslensku stórmeistaranna í Kaupmannahöfn á 17. júní í fyrra og reytti þá af sér brandarana. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Jörgen Hvenekilde Phildor vörn 1. e4 - e5 2. Rc3 - d6 3. Rf3 — Rf6 4. d4 - exd4 5. Rxd4 - g6 6. Bc4 - Bg7 7. Bg5 - 0-0 8. 0-0 - c6 9. f3 - a5?! Hér eða í næsta leik hefði Daninn átt að leika Dd8-b6 sem hefði fært honum mótspil. Nú lendir hann hins vegar í óvirkri stöðu. SKÁK B o ð s m ó t Taflíclags Rcykjavíkur FÉLAGSHEIM- ILINU FAXA- FENI 12 26. júní-10. júh' 1995 SIGURÐUR Daði Sigfússon vann allar sjö skákir sínar á Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk á mánudags- kvöldið. Hann var stigahæsti keppandinn á mótinu og þarf sigurinn ekki að koma á óvart, en það þarf gríðarlegt öryggi til að missa ekki eitt einasta jafntefli. Úrslit á Boðsmótinu: 1. Sigurður Daði Sigfússon 7 v. 2. Torfi Leósson 5 v. 3. Sigurbjörn Björnsson 5 v. 4. Kristján Ó. Eðvarðsson 5 v. 5. Bjarni Magnússon 5 v. 6. Páll A. Þórarinsson 5 v. 7—11. Eiríkur Björnsson, Sverrir Norðfjörð, Kjartan Á. Maack, Atli Antonsson og Bjarni Sæmundsson 4'Av. 12—17. Matthías Kjeld, Einar Hjalti Jensson, Sverrir Sigurðsson, Jóhann H. Ragnarsson, James Burden og Atli Hilmarsson 4 v. Þátttakendur voru 40 talsins á öllum aldri. Bjarni Magnússon tefldi úrslitaskákina við Sigurð Daða og árangur hans sýnir að skákkeppni er vissulega fyrir alla aldurshópa. Hann er 74 ára gamall og á uppleið og getur heilshugar tekið undir fleyg orð Guðbrandar biskups Þorlákssonar úr þjóð- sögu: „Skák hefi ég teflt bæði ungur og gamall." Evrópumótið í Verdun Eftir að hafa lent í ótrúlegum hremming- um á Evrópumóti barna og unglinga í Verdun, eins og lesa máfcti um í Morgun- blaðinu í gær, náðu íslensku kepp- endurnir sér á strik i fimmtu um- ferð og standa vel undir vænting- um. Bragi Þorfinnsson er í toppbar- áttunni í geysisterkum flokki 14 ára og yngri. Bragi hefur nú 3'/2 v. af 5 mögulegum og mætti Ung- verjanum Peter Acs í gærkvöldi, einum stigahæsta keppandanum. Rússi er efstur í flokknum með 4 'h v. Hjalti Rúnar Ómarsson hefur l'A v. í flokki 11-12 ára, Guðjón Heið- ar Valgarðsson 2 v. í flokki 10 ára og yngri, Harpa Ingólfsdóttir 1 v. í flokki stúlkna 13-14 ára og Ingi- björg Edda Birgisdóttir ú/2 v. í flokki stúlkna 11-12 ára. Eftir er að tefla fjórar umferðir. Opna mótið í Kaupmannahöfn Danski stórmeistarinn Lars Bo Sigurður Daði Sigfússon 10. a4 - Rbd7 11. Dd2 - He8 12. Hadl - Dc7 13. Khl - Rb6 14. Bb3 - Rfd7 a b c d • t 0 h 15. Rdb5! - cxb5 16. Rxb5 - Dc6 17. Bxf7+! - Kxf7 18. Rxd6+ - Kg8 Lakara var 18. — Kf8 19. Df4+ 19. Rxe8 - Bxb2 20. c3! Mikilvægur liður í fléttunni. Svartur lendir nú í vandræðum með biskupinn á b2. Dæmi: a) 20. — Bxc3 21. Da2+ - Dc4 22. Dxc4+ - Rxc4 23. Hcl - Bd2 24. Bxd2 - Rxd2 25. Hfdl - Rb3 26. Hc7! og vinnur. b) 20. - Dxc3 21. Rf6+! - Rxf6 (21. - Kh8 22. Rxd7 - Rxd7 23. Hf2! var engu betra) 22. Dd8n-- Kf7 23. Dxb6 með vænlegri stöðu á hvítt. 20. - Rxa4 21. e5! - b5 22. e6! - Bxc3 23. exd7 - Bxd7 24. Rf6+ - Bxf6 25. Bxf6 - Ha7 26. Bal og Hvenekilde gafst upp. Margeir Pétursíon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.