Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kalkúnalærm ekki afgreidd úr tolli Vottorð reyndust frá röngu landi Við erum alveg búin að stauta okkur fram úr vottorðunum á dönskunni, góði. Nú er það hollenskan sem okkur langar að glíma við................ Ný-sjálenskur líffræðingur telur lúpínu ógna náttúrulegum gróðri í Skaftafelli Ekki seinna vænna fyrir Islendinga að grípa til róttækra aðgerða NÝ-SJÁLENSKI líffraðingurinn Alicia Warren ráðleggur íslending- um að grípa þegar í stað til rót- tækra aðgerða í því skyni að hefta útbreiðslu lúpínu í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Líffræðingurinn kom til íslands sérstaklega til að kynna sér landnám lúpínu í þjóðgarðinum. Fyrr í vikunni hélt hún fyrirlestur í boði Hins íslenska náttúrufræðifé- lags um áhrif Russel-lúpínu á gróð- ur og dýralíf á Nýja-Sjálandi. Alicia efast ekki um gildi lúpínu til uppræktunar lands en hún legg- ur ríka áherslu á að lúpína og aðr- ar skyldar tegundir nái ekki að hafa skaðleg áhrif á sérstætt lífríki á friðuðum svæðum og eyðileggi ekki náttúrulegan gróður, t.a.m. við árbakka jökuláa. „Ný-Sjálendingar og íslendingar eiga það sameigin- legt að telja uppgræðslu alls lands nauðsynlega,“ sagði Alicia. „í mörgum tilfellum hefur verið geng- ið of langt og sérstæðu lífríki öræfa og þjóðgarða stefnt í hættu. Það er ekki sjálfsagt að gróðurlandslag sé eftirsóknarvert landslag vilji menn halda jafnvægi gróðurfars og dýralífs í vistkerfinu." Lúpína vandamái á Nýja-Sjálandi Alicia er verkefnisstjóri um- fangsmikillar aðgerðar um verndun lífríkis jökuláraura á vatnasviði Waitiki-árinnar við Mt. Cook þjóð- garðinn á suðureyju Nýja-Sjálands. Þar hafa framandi plöntutegundir, s.s. lúpína, niturbindandi runnar og víðitegundir, vaxið óheftar með ógnarhraða. Afleiðingar lúpínufar- aldursins á Nýja-Sjálandi eru að mati Aliciu hrikalegar á ákveðnum svæðum. Plöntumar ógna varplönd- um sjaldgæfra fugla og ryðja úr vegi og drepa annan gróður. I heimsókn sinni hér á landi kannaði Alicia lúpínugróður í þjóð- Morgunblaðið/Ámi Sæberg ALICIA Warren líffræðingur, sem hér sést ásamt manni sín- um, Richard Ayers, telur lúp- ínu ógna náttúrulegum gróðri í þjóðgarðinum í Skaftafelli. garðinum í Skaftafelli. Hún kvaðst sjá sömu ummerki þar og í heima- landi sínu. Lúpínan vaxi þétt og kæfi náttúrulegan gróður. Þá hindri hún endurnýjun birkis af fræi. Hér væri lúpínan ennfremur mjög ágeng og dreifðist hratt, jafnvel upp í móti fyrir tilstyrk sterkra vinda. Öll von um að íslendingum takist að hefta útbreiðslu lúpínunnar er ekki úti að mati Aliciu. Hún segir að ástandið sé að mörgu leyti ekki jafn slæmt og á Nýja-Sjálandi. „Nú er rétti tíminn fyrir íslendinga að grípa til róttækra aðgerða," sagði hún. „íslendingar þurfa að taka ákvörðun um það hvernig nýta skuli land sitt. Á þeim stöðum þar sem varðveita á séríslenskt lífríki þarf að útrýma aðskotaplöntum. Því lengur sem ekkert er aðhafst þeim mun erfiðara verður að leysa vanda- málið.“ Alicia benti sérstaklega á að á friðuðum svæðum þurfí að koma í veg fyrir að lúpína blómstri við ár- bakka og á jökuláraurum. Þá sé mikilvægt að lúpínan komist ekki í beijalönd víðs vegar um landið. Illgresiseitur nothæft Að sögn Aliciu hefur reynst vel á heimaslóðum hennar að dreifa illgresiseitri yfir lúpínu og drepa plöntuna á þann hátt. Hún viður- kenndi að almenningur á Nýja-Sjá- landi hafi haft áhyggjur af notkun eiturs en hliðarverkanir hafi verið kannaðar. Þess er gætt að dreifa eitrinu ekki í ferskvatn og sam- kvæmt rannsóknum hefur það eng- in merkjanleg áhrif á dýralíf. Alicia kveðst fyllilega geta mælt með notkun illgresiseiturs í barátt- unni við lúpínu og það megi nota samhliða öðrum þekktum leiðum til að hefta útbreiðslu hennar. Lög um innflutning plantna í Nýja-Sjálandi hafa verið sett lög um innflutning plantna og dýra og segir Alicia að það sé mikilvægt til að koma í veg fyrir að skaðlegar plöntur vfixi á röngum stöðum. Hún sagði að innflytjendur verði fram- vegis að láta gera umhverfismat með það að markmiði að kanna hugsanleg áhrif plantna og dýra á umhverfið. Borgþór Magnússon plöntuvist- fræðingur telur vel koma til greina að leiða álíka takmarkanir á inn- flutningi plantna í lög hér á landi. „Það er ekkert sjálfsagt að flytja inn hvaða plöntur sem er í þeim tilgangi að græða landið upp,“ sagði hann. „Innflutningur getur haft óæskilegar afleiðingar í för með sér m.a. þær að plöntur eyðileggi nátt- úrulegan gróður sem fyrir er. Eink- um ber að fara gætilega í þjóðgörð- um og á friðuðum svæðum.“ Varðveisla skinnhandrita íslensk skinnhand- rit endast betur Hannesson NOKKRIR íslending- ar hafa menntað sig í forvörslu,_ en í Félagi forvarða á íslandi eru um fimmtán meðlimir. Forverðir fást, eins og nafnið gefur til kynna, við viðgerðir, viðhald og eftir- lit með listmunum og hvers konar minjum. Ekki er hægt að nema forvörslu við Háskóla íslands og sækja flestir námið til Danmerkur eða sunnar í Evrópu. Rannver Hólmsteinn Hannesson starfar sem forvörður á Listasafni ís- lands og er hann sér- menntaður í forvörslu grafískra muna, s.s. papp- írs, skinna, filma, ljós- mynda, o.fl. Hann hefur nýlokið MA-prófi í grein- inni við Konunglega listaháskól- ann í Kaupmannahöfn, en í lokaverkefni sínu rannsakaði hann m.a. íslenskt handrita- skinn._ - í hveiju var rannsóknin fólgin? „Ég rannsakaði hvort það væri samband á milli fram- leiðsluaðferðar, geymsluskil- yrða og endingar. Ég setti í upphafi fram þá kenningu að íslenskt skinn til bókfells væri verkað á annan hátt en tíðkað- ist á sama tíma erlendis. Hingað til hafa menn haldið að íslensk skinnhandrit hafi verið unnin á sama hátt og norðurevrópsk, en í ljós kom að svo hefur ekki verið. Rannsóknir mínar skutu einnig stoðum undir þær tilgát- ur að kálfsskinn hafi einkum verið notað í bókfell hér á landi. Erlendis hafa menn aftur á móti notast við fleiri tegundir dýraskinna, s.s. skinn geita og kinda.“ - I hverju fólst munurinn? „Munurinn fólst aðallega i því að erlendis var notuð svokölluð kalkmjólk við verkun skinnsins, en hún losar hárin af því og gefur því ákveðinn lit. Hér hefur aftur á móti verið notuð geijun á einhvern hátt. Annaðhvort var skinn látið rotna þannig að hár- in duttu af, eða notuð ger- blanda, þ.e. blanda af jurtaseyði eða einhveiju slíku sem var lát- ið geijast þannig að geijun hljóp í skinnið og hárin féllu af. Það er og líklegt að jarðhiti hafi verið notaður til að auka geij- un, en það fannst töluvert magn af brennisteinssamböndum í ís- lensku handritunum. Þetta er mun eldri aðferð og tíðkaðist fyrir 700 erlendis, en eftir það var kalkið mest notað. Geijunaraðferðin er reyndar notuð enn af gyðingum." - Þú kannaðir endingu skinna sem unnin hafa veríð með þessum a ðferðum? „Ég bar saman endingu ís- lenskra skinna frá tímabilinu 1400-1650 við annars vegar erlend skinn frá sama tímabili og hins vegar nýframleidd skinn með kalkaðferðinni. Og það kom í ljós að íslensku skinnin stóðu sig best, þau stóðu sig meira að segja betur en nýframleiddu skinnin. Sýnir það glögglega að skinn sem eru verkuð með geij- ►Rannver Hólmsteinn Hann- esson er fæddur árið 1955 í Austur-Skaftafellssýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1975. Tveimur árum síðar lauk hann búfræðiprófi frá Hvanneyri. Árið 1983 útskrifaðist hann úr Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann hóf nám í for- vörslu við Konservator-skól- ann í Konunglega listaháskó- lanum í Kaupmannahöfn árið 1985 og lauk þaðan MA-prófi í júní síðastliðnum. Rannver starfaði sem myndmennta- kennari á Húsavík og í Reykja- vík á árunum 1983-1985. Hann starfaði við forvörslu með námi sínu erlendis, bæði í Kon- ungsbókhlöðunni í Kaup- mannahöfn og í Nútímalista- safninu Louisiana í Danmörku. Rannver er kvæntur Sólveigu Hafsteinsdóttur læknanema og eiga þau tvö börn. unaraðferðinni eru ekki eins móttækileg fyrir niðurbroti og önnur skinn. Útlit íslensku skinnanna er hins vegar annað en þeirra erlendu, þau eru dökk en þau evrópsku eru ljós. Ég gerði einnig amínósýrugrein- ingu á skinnunum til að skoða niðurbrotsferlið og íslensku skinnin komu einnig best út úr henni þrátt fyrir aldurinn og hrörlegt útlit oft á tíðum.“ - Islensku handritin eru sem sagt hetur varðveitt en útlit þeirra gefa til kynna? „Já. Þegar maður fær þessi handrit upp í hendurnar dettur manni fyrst í hug að þetta séu ræflar, þau virðast a.m.k. vera það miðað við erlendu handritin, en annað kom í ljós við þessar rannsókn- ir.“ - Hvað ályktanir getur þú dregið af þessum rannsóknum og verður eitthvert framhald á þeim? „Niðurstaðan er í meginatrið- um sú að það er greinilegt sam- hengi á milli framleiðsluað- ferðarinnar á skinnunum, geymsluskilyrða og endingar þeirra. Ég vona að þessar rann- sóknir séu enungis upphafið að frekari athugunum á íslenskum handritum, en tæknilegar rann- sóknir sem þessar hafa lítið verið stundaðar á þeim.“ Framleiðslu- aðferð íslend- inga betri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.