Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 45 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ Marlon Brando ]öhnny Depp Faye Dunaway Ó.H.T. Rás 2 ★ ★★ g.b:óv cm ákco Ef þú hefðir elskað 1500 konur, myndir þú segja kærustunni frá því? Johnny Depp og Marlon Brando, ómótstæðilegir í myndinni um elskhuga allra tima Don Juan DeMarco Bjpndo hefur jirglfyhjt, hann ;emmtiljtér og pllum óðrbm Konunglegs. ^JGAZIN^^ Mmkmfc Komdu á HEIMSKUR HEIMSKARI strax, Þetta er einfaldlega fyndnasta mynd ársins. Aöalhlutverk: Christopher Lambert og Það væri heimska að bíða. John Lone. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. I Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11.05. B.i. 16 ára. FEIGÐARKOSSINN FRÁBÆRLEGA VEL HEPPNUÐ SPENNU- MYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. AÐALHLUTVERK: David Caruso (NYPD Blue), Nicholas Cage (It Could Happen To You, Honeymoon In Vegas, Wild At Heart) og Samuel L. Jackson (Die Hard With Vengeance, Pulp Fiction, Patriot Games). Leikstjóri: Barbet Schreoder (Single White Female). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. JÓNSMESSUNÓTT Before SUNRISE A Ric|iard I^únklatcr Film S.V EITT SINN STRÍÐSMENN Galdur opnar kvikmyndahús MAGIC Johnson, körfuboltahetjan eydnismit- aða, opnaði nýlega nokkur kvikmyndahús. Hann tekur ekki fyrir að einhvern daginn kunni hann að birtast á hvíta tjaldinu í einu þeirra. ^" Hann segist hafa neitað nokkrum tilboðum um að leika í kvikmyndum, þrátt fyrir að hafa áhuga á kvikmyndaleik. „Eg er að bíða eftir að mér bjóðist eitthvert einstakt, lítið hlutverk,“ segir Johnson. „Ég myndi leika með góðum leikurum, þannig að ég myndi læra eitthvað um kvikmyndaleik. Ég vil ekki leika í kvikmynd bara til þess að leika í kvikmynd,“ segir galdramaðurinn vinalegi. MEÐAL gesta var tveggja ára stúlka, Dawn Michelle Coll- ins. Amma hennar er íslensk og heitir Ást- hildur Schwab. íslensk fána- hylling í aðal- stöðvum NATO 51. þjóðhátiðardags íslendinga var minnst að venju í aðalstöðv- um Atlantshafsbandalagsins í Norfolk með fánahyllingu og sér- stakri móttöku gesta. Atli Stein- arsson, fréttaritari Morgunblaðs- ins, var viðstaddur. Athöfnin fór fram 16. júní og var fáni íslands þá dreginn að húni við sérstaka athöfn með til- heyrandi lúðrablæstri hljóm- sveitar flotans. Aðalræðismaður íslands í Virginíu, Jerry Parks, afhenti tveimur sjóliðsforingjum íslenska fánann og í lok athafn- arinnar veitti hann viðtöku tré- skildi með fánum allra aðildar- ríkja bandalagsins ásamt ágröfn- um skildi til minningar um at- höfnina. Eftir athöfnina var boðið til móttöku innanhúss með léttum veitingum. Konur í íslendingafé- laginu í Norfolk, þær Bryndís McRainay, Sesse^ja S. Seifert og Kristín Golden juku við þær veit- ingar með því að koma með hlað- in föt af kleinum, pönnukökum með rjóma og sykri og brauðsn- ittur. Var þessum íslensku veit- ingum vel fagnað og segja má að fötin hafi tæmst á augabragði. Um 30-40 íslendingar voru við- staddir fánahyllinguna ásamt fjölda fulltrúa annarra aðildar- ríkja Atlantshafsbanda- . lagsins. Meðal gesta var frú Ransy Morr, íslensk kona sem er blaðaljós- myndari í Newport News. Tók hún með- fylgjandi myndir. TONOST Gcisladiskur „TEIKA“ Bubbi Morthens og G. Rúnar Jú- líusson „Teika. Bubbi syngur og leikur á raf- og kassagítar, Rúnar syngur og leikur á rafbassa og kassagítar, Bergþór Morthens leik- ur á rafgitar og raddar, Gunnlaug- ur Briem leikur á trommur og slag- verk og raddar, og Þórir Baldurs- son leikur á Hammondorgel og raddar. Bubbi og Rúnar útsettu lögin, sem eru öll eftirjiá, Bubbi stjórnaði upptöku, en Oskar Páll Sveinsson sá um hljóm og hjjóð- blöndun. Skífan gefur út, 37,23 mín., 1.999 kr. ÞAÐ ÞÓTTI saga til næsta bæjar þegar þeir félagar Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson brugðu sér í hljóðver að taka upp breiðskífu fyrir margt löngu. Fyrir skemmstu kom svo út þriðja platan sem þeir gera saman, „Teika“. í samstarfinu hafa þeir Bubbi og Rúnar leyft sér að daðra við hvaðeina sem þeim dettur í hug, bara það sé rokkkyns. Á „Teika“ bregður þannig víða fyrir hug- myndum úr ýmsum áttum, en þeir sem amast við því skilja ekki hvað er á seyði, rokkarfur- inn er sameiginlegur og gamanið er oft einmitt helst fólgið í því að vitna í eða næla sér í innblást- an, eða ljúfsárt eins og í Mikið * ertu Ijúf. Bestu lög þeirra Bubba og Rúnars verða til þegar þeir beita saman röddunum með sínum ólíka lit í kaflaskiptum, eða text- inn er saminn sérstaklega fyrir tvær raddir. Það gengur síður til að mynda í Ilmandi hörundi sem hefði betur hentað fyrir einn söngvara og er fyrir vikið eitt sísta lagið á plötunni. Annað lag sem ein rödd hefði hentað betur er Þessi kvöð, en það er líka með slakan texta. Öllu betri eru text- ar eins og Vímuefnahraðlestin og afbragðs textinn við Aula- klúbbinn, sem er nöturlega raun- . sönn mynd af sjálfsvígsmýþunni sem heillaði Kurt Cobain. Útsetningar á plötunni eru oft innblásnar eins og á Mikið ertu ljúf, Aulaklúbbnum og Vímu- efnahraðlestinni, þó þeir félagar nái varla þeirri kæruleysislegu nákvæmni sem einkennir gott reggi. Þórir Baldursson á stórleik á plötunni og orgelleikur hans stelur senunni hvað eftir annað, en einnig er lipur gítarleikur Bergþórs Morthens víða eyma- yndi. „Teika“ er um margt vel heppnuð plata og kaflar eru sér- deilis vel heppnaðir, en þeir félag- ' ar hefðu mátt gefa sér meiri tíma í lagasmíðar og hugsa suma text- ana upp á nýtt. Árni Matthíasson Daðrað við rokkarfinn „Teika“ þeirra Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar er um margt vel heppnuð plata og kaflar sérdeilis vel heppnaðir. ur án þess þó að stela, eins og í Konur og vín, Þetta líf, Vímu- efnahraðlestin og Aulaklúbbur- inn, sem vísar beint í Bob Dylan sjöunda áratugarins og gerir lag- ið skemmtilegra fyrir vikið; Bubbi og Rúnar nýta sér hu- grenningar sem kunnuglegir frasar vekja og spinna við eigin þel, myrkt eins og í Aulaklúbbn- um, sem er eitt það besta sem þeir félagar hafa tekið upp sam- -------------- Morgunblaðið/Ransy Morr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.