Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 31 SIGRIÐUR GUÐLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR + Sigríður Guð- laug Beiya- mínsdóttir fæddist á Patreksfirði 26. september 1925. Hún lést í Reykja- vik 5. júni síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. júní. ÁRIN eru ekki nema tæp 70 síðan Sigríður Guðlaug Benjamíns- dóttir fæddist. Allir lífshættir manna og hugsun hafa þó breyst mikið á þessum stutta tíma. Foreldrar hennar voru bláfátækt þurrabúðarfólk, Benjamín V. Jóns- son og Friðbjörg Sigurðardóttir. Þau stofnuðu heimili á Patreksfirði og fluttu síðar til Súðavíkur. Börn- in fæddust hvert af öðru. Barna- veiki og berklaveiki herjuðu á þess- um tíma. Þegar Sigga litla var fimm ára dó móðir hennar af barns- förum. Þá voru aðeins tvær telpur af systkinahópnum á lífí, hún og Guðrún eldri systir hennar, sem dó síðar rúmlega tvítug úr berkla- veiki. Heimilið var leyst upp og telpurnar settar í fóstur hvor á sinn staðinn. Að þeirra tíma hætti hafði faðir þeirra ekkert um það mál að segja. Fjölskyldubönd fátæklinga voru lítils virði í þá daga, fjölskyld- um var sundrað og oft misstu böm allt samband við ættingja sína. Svo fór með Siggu litlu. Hún þekkti aldrei til móðurfólks síns. Benjamín hafði áður kvænst Guðrúnu Bjarna- dóttur, en misst hana úr berklum frá tveimur ungum bömum, sem einnig höfðu verið sett í fóstur. Þau eru Sigríður Guðrún, þá fjögurra ára, sú sem seinna varð móðir mín, og Jón Bjöm, þá nýfæddur, sem seinna varð húsasmíðameistari. Benjamín eignaðist þriðju konuna, Sigríði Kristmundsdóttur og átti með henni tvö börn, Þómnni Frið- björgu, nú húsmóður í Hafnarfirði, og Kristmund sem varð sjómaður. Hann dmkknaði frá konu og þrem- ur ungum telpum, þegar Stuðla- bergið frá Keflavík fórst með allri áhöfn í aftakaveðri við garðskaga. Gamli maðurinn, Benjamín, orðinn ekkill í þriðja sinn og fluttur suður til sonar síns, missti þá heimili sitt í Qórða sinn. Hann fór þá á Elli- heimilið Gmnd og dó þar árið 1967. Seinni árin í Súðavík hafði hann starfað sem skósmiður og húsvörð- ur við bamaskólann. Lífið var hart og óvægið, hugsun valdhafa köld og praktísk á upp- vaxtarámm Siggu litlu. Hún lenti hjá góðu fólki og fékk nóg að borða. Varð tápmikill krakki, fljótust allra að hlaupa. En tíu ára gömul verður hún fórnarlamb lömunarveikinnar. Þegar hún komst til meðvitundar um tilveruna, uppgötvaði hún að hún gat hreyft höfuðið og hafði smátilfínningu í handleggjum. Að öðm leyti var hún algjörlega löm- uð. Þegar ár var liðið hafði tilfinn- ing og þróttur aukist það mikið í öxlum og höndum, að hún gat velt sér út úr rúminu og reyndi að skríða um gólfíð með handafli. En hún VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVIN KLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI .. EINKAUMBOÐ SBþ.þorgrímsson&co Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640 var sett jafnóðum upp í rúm aftur, þar átti hún að vera. En hún gafst ekki upp. Þrótt í axlir og handleggi fékk hún aftur að fullu og á endanum var það mikil tilfinning og þróttur komin í fæ- turna líka, að þeir gátu borið hana uppi að hluta. Lömunin var þó algjör í stoðkerfi hryggjarins og ýmis innri líffæri illa farin. Svona á sig komin lagði Sigríður litla af stað út í lífsbaráttuna. Velviljaður maður í þorpinu smíðaði handa henni hækjur og á þeim gat hún staulast um. En hún var vel gefin, glaðlynd og bjartsýn. 16 ára gömul hafði hún einhvem veginn upp á heimilisfangi móður minnar, eldri hálfsystur sem hún hafði aldrei séð, og bað hana ásjár. Einhver hafði sagt henni að fyrir sunnan væri hægt að fá leðurbelti sem héldi líkamanum uppi. Það langaði hana til að fá. Sigríður móðir mín brást skjótt við og sagði henni að koma strax suður. Ekki gekk það þrautalaust fyrir Siggu að komast suður. Hreppsnefndinni fannst ástæðulaust að eyða peningum í þennan vesaling. Það þurfti á end- anum hörð orð frá dr. Bjarna Jóns- syni lækni sjálfum til þess að hún fengi farmiðann með strandferða- skipinu greiddan og leyfí til að leita sér lækninga. En það hafðist á endanum og suður kom hún, án eyris í vasanum og enginn var far- angurinn. Hún átti ekkert annað en fötin sem hún var í. Ég man vel daginn sem hún kom, 17 ára falleg stúlka, sem bar höfuðið hátt þrátt fyrir fötlun sína. Ekki gekk að kalla hana Siggu, þvi það var móðir mín kölluð. Úr varð að við kölluðum hana Systu. Henni líkaði það vel og gekk und- ir því nafni eftir það. Við urðum fljótt perluvinkonur, þótt ég væri sjö árum yngri. Hún var svo ljúf í skapi, hlý og glaðlynd, hlæjandi og syngjandi alla tíð. Hafði mjög fallega söngrödd. Svo var hún gædd þeim fágæta eiginleika, að kunna að hlusta og taka þátt í sorg og gleði annarra. Enda var hún ætíð vinamörg. Á sinn hátt naut hún lífsins. Það var hún sem hélt uppi íjörinu. Þrátt fyrir lík- amsfötlun sína var hún fullgild í félagsskap ófatlaðra jafnaldra sinna, sem var nokkuð óvanalegt í þá daga. Ekki gat dr. Bjarni hjálpað henni að ráði. Unglingurinn hafði vaxið, beinagrindin var orðin skökk og því varð ekki breytt. Leðurbeltið langþráða fékk hún, en það meiddi hana svo mikið, að á endanum lagði hún því grátandi. Eftir það reyndi hún eftir bestu getu að hanna sín eigin stoðbelti svo hún gæti borið sig um, tókst það bærilega og hækjurnar viku fyrir tveimur stöf- um. Hún fór aftur til Súðavíkur um tíma, en kom til baka rúmlega tvítug og ákvað að reyna að standa á eigin fótum. Réð sig í vist til ungra hjóna í Reykjavík. Það var gæfuspor. Þau reyndust henni vel. Börnin þeirra urðu hennar börn. Vinna hennar var jafngóð og ann- arra sem unnu sömu störf. Hún var orðin fær um að vinna fyrir sér. Maður með mönnum. Hjá þessu góða fólki, Unni og Gunnari Melsteð, var hún í nokkur ár. Þar kom árið 1956, að hún stofnaði sitt eigið heimili með Áma Markús- syni físksala. Þau áttu góða daga saman. Dekruðu hvort við annað. Vinir rötuðu sem fyrr heim til þeirra. Á heimili þeirra ríkti ró og gleði. Sú tilfinning greip mann að þama þyrfti maður ekki að sýnast eða látast, gat komið til dyranna eins og maður var klæddur, óhræddur við fordóma eða spott. Systa hafði lag á því að laða það besta fram í hverjum manni, án þess að missa neitt af eigin verð- leikum. Hún var jafningi hvers sem var, þrátt fyrir fötlun sína. Heimur hennar var ekki stór. Litla heimilið hennar var miðpunkt- ur tilverunnar ásamt bílferðum og stijálum heimsóknum til ættingja og vina. Heilsan var aldrei sterk og hrakaði með ámnum. Stöfunum var lagt og við tók hjólastóll. Tímamir hafa breyst. Betur er búið að fötluðum í dag en áður fyrr. En kerfið er enn ófullkomið. Það þarf að fylgjast betur með því, að fatlaðir njóti réttar síns. Margur fatlaður situr enn einangr- aður heima og hefur ekki geð í sér, þrótt eða þekkingu til að beij- ast og eltast við hvert skrifstofu- báknið eftir annað. Frekar ætti að leita þessa einstaklinga uppi, at- huga um hagi þeirra og sjá um að þeir njóti þess stunings, sem þeir eiga rétt á, sem þeir vegna þekk- ingarskorts fara á mis við. Því miður er það oft blákaldur raun- veruleikinn, því þeir verða sjálfir að eigin fmmkvæði að sækja um alla hjálp með tilheyrandi vottorð- um og tilstandi. Vinir og ættingjar em ekki með nefið niðri í fjárreiðum hveijir annarra. Það er yfirleitt einkamál fólks og því vita þeir oft ekkert um hagi fatlaðra, þótt nánir séu. Eftir að Ámi dó, árið 1989, varð tilveran fábreyttari. Vinir komu í heimsókn sem fyrr, en Systa treysti sér lítið út úr húsi. Heimilishjálp kom einu sinni í viku. Þómnn syst- ir hennar var hennar stoð og stytta og Maja vinkona hennar rétti hjálp- arhönd eftir þörfum. Hún átti góða vinkonu, Sigurrósu í Hátúni 12, þar sem þær bjuggu báðar, sem snerist fyrir hana. Að öllum öðmm ólöstuð- um held ég að þessar þijár konur hafi verið henni mest innan handar. Svo uppgötvaðist krabbamein í mars síðastliðnum. Þótt ekkert væri hægt að gera til hjálpar, hélt hún góða skapinu og kímninni svo lengi sem hún hafði meðvitund. Hún fékk að fara án mikilla þján- inga 5. júní. Þökk sé góðri umönn- un þeirra sem hjúkruðu henni. Vonandi fær hún að koma aftur til jarðarinnar í heilbrigðum líkama og með sína léttu lund, til að strá sólskini í kringum sig á ný. Hún sem gaf okkur ófötluðum samborg- urum svo mikið. Ég kveð þig, elsku Systa mín, far þú í friði til betri tilvem. Ég sakna þín. Hjördís Þorleifsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför RANNVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR fyrrv. húsmóður, Ystabæ, Hrísey. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Hlíðar fyrir góða umönnum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magna J. Oddsdóttir, Gústaf R. Oddsson, Ágúst J. Oddsson, Gunnþórunn Oddsdóttir, Olga P. Oddsdóttir, Óskar Bernharðsson, Ute Stelly Oddsson, Helen Theresa Oddsson, Páll S. Jónsson, Magnús Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, bróðir og sonur, PÁLL ÁSGRÍMSSON bifvélavirki, Skriðustekk 27, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Pálsdóttir, Halldór P. Þrastarson, Ásgrfmur Þór Pálsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Þór Pálsson, Þorgeir Valur Pálsson, Magöalena Magnúsdóttir, Sveinn Pálsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Joachim Kaehler, Anita Klinski, og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Syðstu-Görðum, Kolbeinsstaðahreppi, Smáratúni 6, Keflavík, sem lést 7. júlí sl.-í sjúkrahúsinu í Kefla- vík, verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju föstudaginn 14. júlí nk. kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagiö. Axel Eyjólfsson, Guðmundur Axelsson, Margrét Hjörleifsdóttir, Elsa Hall, Kristján Hall og barnabörn. + Elskuiegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, VIGNIR MÁR BIRGISSON, Lundarbrekku 10, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju á morgun, fimmtudaginn 13. júlí, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Sólborg Baldursdóttir, Birgir Breiðfjörð Agnarsson, Dagbjört Bára Grettisdóttir, Alexandra Ósk Birgisdóttir, Hrönn Jóhannesdóttir, Baldur Sigurgeirsson, Ingirós Filippusdóttir, Atli Ólafsson, Agnar Breiðfjörð Kristjánsson, Guðrún Ingólfsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir, afi og langafi, GÍSLI HJÖRLEIFSSON, Unnarsholtskoti, Hrunamannahreppi, sem andaðist í Borgarspítalanum þann 6. júlí, verður jarðsunginn frá Hruna- kirkju föstudaginn 14. júlí kl. 14.00. Helga Runólfsdóttir. Hjörleifur Gíslason, Sigþrúður Siglaugsdóttir, Guðlaug Gfsladóttir, Guðmundur Þórðarson, Hildur Gfsladóttir, Kristján Rafn Heiðarsson, Unnar Gfslason, Hjördís Harðardóttir, Helga Hjörleifsdóttir, Hlynur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR MONS OLSEN fyrrv. leigubifreiðastjóri, Löngubrekku 6, Kópavogi, verður jarðsettur frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 13. júlí kl. 13.30. Fjóla O. Sigurðardóttir, Helgi Sigurgeirsson, Gylfi K. Sigurgeirsson, Bára G. Sigurgeirsdóttir, Ásdís Sigurgeirsdóttir, Inga H. Sigurgeirsdóttir, Guðlaugur S. Sigurgeirsson, Drífa Alfreðsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Sæbjörg Einarsdóttir, Ingunn Olafsdóttir, Viðar Elliðason, Sölvi Þ. Sævarsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.