Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Aung San Suu Kyi kemur fram opinberlega í fyrsta skipti í sex ár Valið stendur milli sam- ræðu og örvæntingar KÍNVERSK-bandariski and- ófsmaðurinn Harry Wu á hót- eli í Peking eftir að hann var kyrrsettur í síðasta mánuði. Hann fékk að hitta fulltrúa Bandaríkjastjórnar i gær. Segja af- gerandi sannanir gegn Wu Peking. Reuter. KÍNVERSK stjómvöld vöruðu við því í, gær að ef Bandaríkin viður- kenndu Tævan sem ríki myndi slíkt hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ör- yggi og stöðugleika i heiminum. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði fréttamönnum að ef ekki yrði brugðist á viðeigandi hátt við málefnum Tævans mjmdu áhrifin á samskipti Kina og Banda- ríkjanna verða alvarleg. Brást hann þar með við þeim tilmælum Newts Gingrich, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að Tævan yrði við- urkennt sem ríki og þannig þrýst á stjómvöld í Kína að láta lausan kín- versk-bandaríska andófsmanninn Harry Wu. Wu hefur verið í haldi í Kína frá því hann kom til landsins 19. júní, og hefur verið ákærður fyrir njósnir. Hann á yfir höfði sér líflát verði hann fundinn sekur. Málgagn kín- versku stjómarinnar sagði í gær, að sannanimar gegn honum væm af- gerandi, og að Bandaríkjamenn væm iðnastir allra þjóða heims við njósna- starfsemi. Bandaríkjastjóm hefur neitað því að Wu sé njósnari, og í gær var til- mælum Gingrich vísað frá, á þeim forsendum að viðurkenning á Tævan myndi gera endanlega út um nokkur tengsl milli Bandaríkjanna og Kína. Rangoon, Osló. Reuter. BÚRMÍSKA andófskonan Aung San Suu Kyi kom fram opinberlega í gær í fyrsta skipti frá því hún var hneppt í stofufangelsi á heimili sínu í Rangoon fyrir tæpum sex ámm. Hún sagðist vera sannfærð um að lýðræðið myndi hafa betur í þeim átökum hijáð hafa Burma. Herstjóm landsins lét Suu Kyi lausa í fyrradag og í gær sagðist hún reiðubúin að ræða við yfirmenn stjómarinnar um hvemig koma mætti á friði og stöðugleika í landinu. Lýðræðisöflin sterk „Það gleður mig að geta sagt að þrátt fyrir allt em lýðræðisöflin í Burma sterk og eindregin," sagði Suu Kyi við fréttamenn. „Ég er sannfærð um að lýðræði mun verða í Burma vegna þess að fólkið vill það.“ Suu Kyi sagðist aldrei hafa efast um að henni yrði sleppt úr haldi. Síðdegis á mánudag hefðu embætt- ismenn Laga og endurreisnarráðs- ins, sem er við völd í landinu, til- kynnt henni að hún væri laus án skilyrða. „Þeir hafa óskað aðstoðar minnar við að koma á friði og stöðugleika í landinu," sagði hún. „Við þurfum að velja milli samræðna og algerrar örvæntingar. Ég vona að mannleg eðlishvöt til að komast af, þótt ekki sé annað, muni leiða okkur inn á braut samræðunnar.“ Ábyrgð leiðtoga Suu Kyi sagði að öfgafull viðhorf væri ekki einungis að finna hjá af- mörkuðum hópi og það sé á ábyrgð leiðtoganna að hafður sé hemill á öfgaöflum sem tefli sáttaumleitan í tvísýnu. Hún fór þess á leit við yfir- völd, að lýðræðissinnar, sem enn eru í fangelsi, yrðu látnir lausir. Það væri góðs viti að hún sjálf hefði verið leyst úr haldi, en ekki mætti vænta of mikils of snemma. Hvatti hún fólk til „varfærinnar bjartsýni." Hún sagði að næst lægi fyrir henni að setjast niður ásamt félög- um sínum í Samtökum um lýðræði, sem hún tók þátt í að stofna 1988, og leggja á ráðin um framhaldið. Samtökin unnu stórsigur í almenn- um kosningum sem fóru fram 1990, þrátt fyrir að Suu Kyi væri í varð- haldi, en herstjómin virti kosn- ingaúrslitin að vettugi. Sendiherra Noregs fer til Burma Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels 1991 en fékk ekki leyfi til þess að fara frá Burma og gat því ekki veitt verðlaununum viðtöku í Osló. Bjorn Tore Godal, utanríkis- ráðherra Noregs, sagði gær að Norðmenn hefðu beðið sendiherra sinn í Singapore að fara til Burma og hitta Suu Kyi og fulltrúa stjóm- valda. Godal sagðist vona að Suu Kyi myndi koma til Noregs þegar hún ætti þess kost. Reuter AUNG San Suu Kyi ræðir við fréttamenn á heimili sínu i Rangoon í gær. Hún vísaði til hávaxins gróðurs við húsið og sagðist vilja byija á að komast að því hvað væri að gerast handan við garðinn. Veikindi Jeltsíns auka á óvissu í rússneskum stjórnmálum Hveiju breytir hjartakvillinn? Moskvu. Reuter. LÍKLEGT þykir, að hjartakvilli Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, auki enn á vangaveltur um líkamlega getu hans til að stýra þessu stóra landi og hann hlýtur að auka enn á óviss- una um það hvort hann muni sækj- ast eftir endurkjöri á næsta ári. Breskir læknar segja, að lífsmáti hans sé bein ávísun á hjartveiki eða annan krankleika en aðstoðarmenn forsetans hafa ávallt vísað því á bug sem getgátum, að hann væri alvar- lega sjúkur eða hann ætti við drykkjuvandamál að stríða og and- lega hrömun. Fimm ára kjörtímabili Jeltsíns lýk- ur í júní á næsta ári en hingað til hefur hann ekki tekið af skarið um hvort hann hyggist leita eftir endur- kjöri. Alexei Púshkov, dálkahöfundur vikuritsins Moskvutíðinda, telur þó ömggt, að Jeltsín ætli fram en vilji bíða með tilkynninguna fram á næsta vor. Púshkov segir, að hann hljóti samt að verða að meta stöðuna á ný með tilliti til heilsu sinnar og úr- skurðar læknanna. Jeltsin naut mikilla vinsælda þegar hann var kjörinn forseti í júní 1991 og hann styrkti stöðu sína enn frekar tveimur mánuðum síðar þegar bældi niður upp- reisnartilraun harðlínu- manna. Síðan hefur leið- in Iegið beint niður og aldrei hefur staða hans verið veikari en eftir inn- rásina í Tsjetsjníju í des- ember sl. Aukin samkennd? Þegar Jeltsín klifraði upp á skriðdreka til að ávarpa mannfjölda meðan á uppreisnartil- raun harðlínuaflanna stóð í ágúst 1991 var litið á hann sem eldhuga og persónugerving lýð- ræðisins en á síðustu mánuðum hafa fjölmiðl- ar gefið af honum dálít- ið aðra mynd, að minnsta kosti hvað Iík- amlegt ástand hans varðar. Stundum er eins og hann eigi bágt með gang, hann staulast upp stiga og er ósjaldan þvoglu- mæltur. Rússum er raunar þannig farið, að þeir halla sér oft að þeim, sem eiga undir högg að sækja, en óvíst er hvaða áhrif veikindi Jeltsíns hafa á kjósend- ur. Sumir eins og Pús- hkov telja, að þau muni auka á samúð með hon- um og samkennd og þeir eru margir, sem segja, að Jeltsín sé ekki búinn að segja sitt síð- asta orð. Ýmsir óttast þó, að hann muni fresta forsetakosningunum telji hann sig ekki hafa möguleika til að vinna þær. Tsjernomyrdín líklegastur Akveði Jeltsín að fara að ráðum konu sinnar og bjóða sig ekki fram á ný er líklegt að hann muni styðja Víktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra í embættið. Öðlaðist hann miklar vinsældir meðal almennings þegar hann samdi um lausn 'gíslamálsins í Búdennovsk og jafnt utanlands sem innan líta marg- ir á hann sem kjölfestuna í rússnesk- um stjómmálum. Aðrir hugsanlegir frambjóðendur eru hershöfðinginn Alexander Lebed; þjóðemissinninn Vladímír Zhír- ínovskí; umbótamaðurinn Grígorí Javlínskí; augnskurðlæknirinn Svjat- oslav Fjodorov og Míkhaíl Gorbatsj- ov. Einnig má nefna Jegor Gajdar, höfund einkavæðingaráætlunarinnar í Rúslandi, kommúnistann Gennadí Zjúganov, Níkolaj Ryzhkov, fyrrver- andi forsætisráðherra Sovétríkjanna, Vladímír Shúmeiko, forseta efri deildar þingsins, og Alexander Rútskoj, fyrrverandi forseta Rúss- lands. Lebed, sem var mjög andvígur hemaðinum í Tsjetsjníju, er mælsku- maður og Iíklegur til að taka hart á glæpum en skortir alla reynslu í stjórnmálum. Fjodorov er maður vin- sæll og frægur sem Iæknir og búist er við, að Zhírínovskí muni fá nokk- urt fylgi bjóði hann sig fram. Frétta- skýrendum ber þó flestum saman um, að hvorki þjóðemissinni né kommúnisti muni verða kjörinn næsti forseti Rússlands. Reuter LESTARVÖRÐUR ti-yggir, að Jeltsín sé engin hætta búin þar sem hann veifar tíl fólks í bænum Rybnoje í mars sl. Engin rannsókn í máli Juppes ENGIN rannsókn mun fára fram í máli Alain Juppes, for- sætisráðherra Frakklands, en hann er sakaður um að hafa útvegað syni sínum íbúð í eigu Parísarborgar og fengið leiguna lækk- aða. Skýrðu starfsmenn saksóknara- embættisins frá því í gær. Juppe býr sjálfur í bæj- aríbúð fyrir lága leigu og sömuleiðis sonur hans eins og fyrr segir, dóttir hans, fyrrverandi eiginkona og hálfbróðir hans. Allt er það þó löglegt að mati fróðra manna nema hugsanlega það, að leiga sonar hans var lækkuð. Komið' hefur í ljós, að það er ekki að- eins Juppe og fjjölskylda hans, sem búa í niðurgreiddu bæjar- húsnæði, heldur einnig fjöldi annarra stjórnmálamanna, listamenn og leikarar . Stöðvast Internetið? NOTENDUM Internetsins ijölgar stöðugt og að því getur komið, að það fijósi eða hrynji vegna álagsins. Umferðin á netinu, notendur eru taldir vera um 20 millj. talsins, svarar nú til 30 terabita en það jafngildir aftur 30 milljónum bóka upp á 700 bls. hver. Verði flutnings- getan ekki aukin með einhveij- um ráðum mun það fara að segja til sín eftir þijú til fimm ár og þá þannig, að verulega dregur úr umferðarhraðanum. Vilja 1.000% kauphækkun LÆKNAR í Afríkuríkinu Sao Tome e Principe hófu í gær þriggja daga verkfall og ætla ekki að sinna neinu nema neyð- artilfellum. Krefjast þeir 1.000% kauphækkunar og verði ekki orðið við því mun verkfall- inu verða haldið áfram og eng- ar undanþágur veittar. Segjast læknamir ekki hafa fengið neina kauphækkun um margra ára skeið en ríkið er örsnautt. Vilja ferða- menn lausa STJÓRNVÖLD í Pakistan kröfðust þessi í gær, að músl- ímskir aðskilnaðarsinnar í Kasmír slepptu úr haldi fjómm vestrænum ferðamönnum. Var þeim rænt fyrir rúmri viku og vilja mannræningjarnir nota þá í fangaskiptum við indversku stjómina. Pakistanar ráða þriðj- ungi Kasmírs en Indveijar tveimur þriðju en íbúarnir þar eru flestir íslamstrúar og vilja sameinast Pakistan. Handtöku- skipun á Craxi ÍTALSKUR dómstóll gaf í gær út heimild til að handtaka Bett- ino Craxi, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu og leiðtoga sós- íalista, en hann flýði undan rétt- vísinni til Túnis. Craxi var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsis á síðasta ári fyrir spill- ingu en þá neitaði dómari í Róm að gefa út handtökutilskipun. Craxi var forsætisráðherra 1984-’87 ogveitti tveimur ríkis- stjómum forstöðu. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.