Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 41 FÓLK í FRÉTTUM Grant svarar fyrir sig ► HIJGH Grant kom fram í viðtalsþættinum „The Tonight Show with Jay Leno“ síðastlið- ið mánudagskvöld. Þetta var í 1. skipti sem hann kom fram opinberlega síðan hann var handtekinn fyrir ósiðlegt at- hæfi með vændiskonu þann 27. júní síðastliðinn. Hér birtist útdráttur úr viðtalinu: Leno: „Spurning númer eitt: Hvað í fjáranum varstu að hugsa?“ Grant: „Ég hef verið að lesa nýjar sálfræðikenningar um ástæður hegðunarinnar. Þær snúast um að ég hafi verið undir miklu álagi, verið þreytt- ur, einmana eða hafi dottið FOLK Vor ástkæra Elísabet ►í ÁGÚSTHEFTI tímaritsins Esquire, sem ber titilinn Vorar ástkæru konur, birtist meðal annars þessi mynd af Elísabetu Hurley, hinni gullfallegu sýn- ingarstúlku Estee Lauder fyr- irtækisins. Hún hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikið í sviðsljósinu og nú. niður stiga í æsku. Ég held að það væri fáránlegt að fela sig á bak við slíkt. í lífinu velur maður milli góðrar og illrar hegðunar. Ég hegðaði mér illa og hananú.“ Leno: „Hver hafa viðbrögð al- mennings verið?“ Grant: „Almenningur hefur verið hreint frábær gagnvart hlutaðeigandi fólki. Þar á ég við Elísabetu og fjölskyldu mína. Ég hef fengið fjölda- mörg bréf hvaðanæva að, frá frægum kvikmyndastjörnum jafnt sem fólki sem sjálft hefur virkilega þjáðst. Eftir að hafa lesið þau gerði ég mér grein fyrir lítilvægi vandamála minna.“ Leno: „Hvað með viðbrögð fólks í Hollywood?" Grant: „Ég bjóst ekki við að þetta yrðu þvílík skrípalæti sem raun ber vitni, en ég skil þetta fólk svo sem. Ef ég hefði ekki verið fórnarlambið hefði ég sennilega haft jafn gaman og aðrir af þessu öllu saman. En það er hræðileg tilfinning að vera á höggstokknum.“ Leno: „Fjölmiðlar hafa vitan- lega aðallega níðst á þér og Elísabetu.“ Grant: „Ég gerði stórkostleg mistök og hún hefur tekið því ótrúlega vel. Gagnstætt því sem ég hef lesið í blöðum í dag hefur hún stutt mig af heilum hug og við ætlum að reyna að koma öllu í samt lag milli okk- ar.“ Leno: „Hvaða áhrif heldur þú að þetta hafi á feril þinn?“ Grant: „Það eru svo margir slæmir þættir í þessu öllu sam- an. Einn þeirra er skömmin sem ég gerði fólkinu sem ég hef unnið með síðastiiðið ár að þessari mynd (Níu mánuð- um). Þetta er á hryllingslistan- um, en ég tel að þetta muni ekki hafa afgerandi áhrif á leikferil minn.“ Sólgleraugu sérflokki fmúriLíF.tm\ GLÆSIBÆ . SÍMI581 2922 • • • * ** ' ■ ■■ 40-70% afsláttur Laugavegi 44, Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.