Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Rætt um að hætta opinberri verðlagningu við endurskoðun búvörusamnings Afnám kvótakerfis í sauð- fjárframleiðslu til umræðu VIÐRÆÐUR stjómvalda og bænda um endurskoðun á búvöru- samningnum standa nú yfir og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er rætt um að hverfa frá opinberri verðlagningu lambakjöts og afnema kvóta í sauðfjárfram- leiðslunni. Viðræðumar eru enn sem komið er eingöngu á hug- myndastigi og ekki liggja fyrir nein samningsdrög. Samkvæmt gildandi búvöm- samningi er verð á lambakjöti lög- skráð og ber sláturleyfishöfum að greiða bændum fyrir innlegg þeirra að fullu fyrir 15. desember ár hvert. Seljist kjötið hins vegar ekki allt á innanlandsmarkaði skapast vandamál þar sem á kjötinu hvíla afgurðalán sem eru hærri en það verð sem hægt er að fá fyrir kjöt- ið erlendis. Þetta kerfí gekk upp á meðan ríkið ábyrgðist greiðslur fyrir allt kjötið, en síðan því var hætt hefur skapast óleysanleg staða hvað þetta varðar. Þess vegna er nú rætt um að afnema þetta kerfí, en til þess að svo megi verða telja bændur sig þurfa á aðstoð ríkisins að halda við að losna við þær kjötbirgðir sem nú eru til staðar. Jafnframt munu þeir gera kröfu um að sláturhúsin sameinist að einhveiju leyti, þann- ig að minni hætta verði á verð- hruni á kjötmarkaðnum. Afnám kvóta á öllu innleggi Þá er í viðræðum stjórnvalda og bænda rætt um að afnema kvóta á öllu innleggi sauðfjárbænda þann- ig að þeir geti lagt inn allt það kjöt sem þeir framleiða. Þeir fái síðan hlutfallslegt uppgjör eftir á miðað við það sem innlendi markaðurinn annars vegar og hins vegar útflutn- ingsmarkaðurinn gefur. Er þá rætt um að í upphafí hverrar sláturtíðar fái einhver stofnun á vegum bænda heimild til að ákveða hve mikið af því kjöti sem til fellur verði flutt úr landi og verði þannig ekki boðið á mnan- landsmarkaði. Þyki t.d. ljóst að ekki verði hægt að selja 20% af kjötinu á innanlandsmarkaði verður reynt að flytja það magn út, og hveijum innleggjanda gert að útvega í þann útflutning sem nemur 20% af inn- leggi sínu. Þannig fái allir innleggj- endur samskonar verðskerðingu gagn'vart útflutningi, en hins vegar gerir viðkomandi sláturhús upp við hvem og einn söluna á innanlands- markaði í samræmi við það sem þar fæst fyrir kjötið. Beingreiðslur í takt við framleiðslu Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er rætt um að beingreiðsl- ur til bænda muni halda sér miðað við núverandi greiðslumark að minnsta kosti út gildistíma núver- andi búvörusamnings, þ.e. til árs- ins 1997. Þannig yrði grandveliin- um ekki kippt undan þeim sauðfj- árbændum sem hafa verið að kaupa sér framleiðslukvóta undan- farin ár. Síðan mun vera stefnt að því að færa beingreiðslurnar að minnsta kosti að einhveiju leyti í takt við það sem hver og einn bóndi framleiðir. Samhliða þessu er svo gert ráð fyrir að til komi einhveijar þær aðgerðir sem geri þeim bændum sem þess óska kleift að hætta búskap. Þær breytingar á búvörasamn- ingnum sem nú er verið að ræða um geta ekki tekið gildi fyrr en haustið 1996 þar sem samningar vegna sauðfjárframleiðslunnar nú í haust eru bundnir. Hins vegar er vonast til þess að nýr búvöru- samningur gildi eitthvað fram yfir næstu aldamót. Nái þær róttæku breytingar sem nú er rætt um að gera á búvörasamningnum fram að ganga er reiknað með að leggja þurfi þær fyrir almenna atkvæða- greiðslu meðal bænda. Heyskap- 1 urinn hefst seint fyrir norðan HEYSKAPURINN hefst í seinna lagi í ár vegna þess hve vorið var kalt að sögn Ólafs Dýrmundssonar hjá Búnaðarfé- lagi íslands. Ólafur segir að heyskapur sé almennt byijaður á Suðurlandi og í Borgarfirði, en sé þó yfir- leitt skammt á veg kominn. Víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi er ekkert byrjað að slá, enda voru mikil snjóalög á túnum fram á vor. Fé gekk mikið á tún í vor vegna kuldans og það seinkar sprettunni enn meir. í Austur- Skaftafellssýslu og hluta Vest- ur- Skaftafellssýslu var mikið um kal í túnum, sagði Ólafur ennfremur. Á myndinni eru Sveinn Finns- son bóndi á Eskiholti í Borgar- firði sem er íbygginn á svip við sláttinn. Kaupamaðurinn ungi heitir Hallur Stefánsson. Á Eskiholti hefur slátturinn geng- ið vel, þó kalt hafi verið í veðri. Akvörðun leyfilegs heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár Kemur ekki áóvart SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- HERRA hefur tekið ákvörðun um leyfílegan heildarafla einstakra fisktegunda á komandi fískveiðiári, sem hefst 1. september. Morgun- blaðið leitaði til þriggja fulltrúa hagsmunasam- taka um álit þeirra á niðurstöðu sjávarútvegs- ráðherra. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna, segir að ákvörðun ráð- herra komi LÍÚ mönnum ekki á óvart. „Okkar sér- fræðingur á þessu sviði, Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur, hafði farið yfir hveija einstaka tegund og gert tillögur sem ber mjög vel saman við þessa út- komu. Það er auðvitað mjög slæmt að enn skuli ekki vera hægt að auka þorskkvótann en við sjáum fram á betri tíma,“ segir Kristján. Að hans sögn er tilfínnan- legt hve kvótinn á ýsu, ufsa og sérstakíega karfa minnkar en að það sé skoðun LÍÚ manna að það sé nauðsynlegt. Ástand stofnanna auk grálúðustofnsins sé þannig að það verði að takmarka veiði þeirra meira en gert hefur verið. „Þó engin hætta sé á ferðum," segir Kristján, „metam við þetta svo að það sé betra að þrengja að núna heldur en að horfa fram á enn verri tíð síðar.“ Þá segir hann að sú vitneskja s'em starfsmenn Ha- frannsóknarstofnunar búi yfír sé sú besta sem hægt sé að fá um ástand fískistofna og að útgerðar- menn vilji fara eftir þeim. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands ís- lands, tekur í sama streng og Kristján Ragn- arsson og segir að ekk- ert komi á óvart í sam- bandi við ákvörðun ráð- herra. Hún sé í samræmi við tillögur Hafrann- sóknarstofnunar og að þar starfí færir menn. „Við eram að reyna að byggja upp fískistofna okkar og getum því ekki annað en samþykkt þessa ákvörðun," segir Hólmgeir. Halli fiskvinnslunnar mun aukast Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka físk- vinnslustöðva, segir að sjaldan hafí verið farið jafn nálægt tillögum fiskifræðinga og nú og að ekki hafi verið að bú- ast við að niðurstaða ráð- herra yrði á annan veg miðað við ástand físki- stofna. „Okkur ber skylda til að fylgja í öllum aðalatriðum _ tillögum fiskifræðinga. Ég er aft- ur á móti sammála ráð- herra að hafa kvótann á ýsunni og ufsanum aðeins hærri en tillögur Hafrannsóknunarstofn- unar gera ráð fyrir,“ segir Amar. Þetta sé þó einn eitt áfallið fyrir sjávarútveginn. Fiskvinnslufyrir- tæki, ekki síst þau sem eru í botn- fiskvinnslunni, séu rekin með halla sem hefur verið að,aukast á síðustu mánuðum. Ákvörðun ráðherra boði því að öllu óbreyttu frekari halla- rekstur, jafnvel allt að 11%, sem fari að segja til sín strax í haust. Kristján Ragnarsson Hólmgeir Jónsson Arnar Sigurmundsson Morgunblaðið/Halldór Flutningur bamadeildar til Borgarspítala á næsta leiti BARNADEILD Landakotsspítala flyst í B-álmu Borgarspítalans í næstu viku og líkur þar með ára- tuga sögu barnalækninga í vest- urbæ Reykjavíkur. Að sögn Áma V. Þórssonar, yfirlæknis á barna- deildinni, er mikið hagræði af því að flytja deildina auk þess sem sérfræðingar í barnalækningum verða í fyrsta sinn starfandi við Borgarspítalann. Ámi segir að þó fjölmörg börn hafí notið þjónustu Borgarspítal- ans, á slysadeild, háls- nef- og eyrnadeild og fleiri deildum, hafi aldrei verið miðað sérstaklega við þarfir þeirra, sem séu aðrar en fullorðinna sjúklinga og þar hafí hvorki starfað sérfræðingar í barnalækningum né hjúkranarfólk sem hafi sérþjálfun í umönnun barna. 4.600-4.800 börn lögð inn á hverju ári Hann segir að flutningur deild- arinnar sé ekki kostnaðarsamur. Gangurinn sem deildin flytur í þurfti viðhalds við og breytingar sem gera varð á honum séu ekki miklar. Sú starfsemi sem var á ganginum flyst í staðinn vestur á Landakot og er þetta liður í sam- runa spítalanna. Þá segir Árni að það hafi verið orðið dýrt að starfrækja barna- deild á Landakoti því almennt séu ekki bráðavaktir á spítalanum. Barnadeildin þurfi hins vegar að hafa aðgang að svæfingu, skurð- stofuáhöfn, röntgen- og rann- sóknaaðstöðu og fleiru ein deilda á Landakoti. Sex til átta hundrað börn eru lögð inn árlega á Borgarspítalann, um sextán hundruð á Landakot og um tvö þúsund og fjögur hund- ruð á Landspítalann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.