Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjayík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VONARNEISTI í BÚRMA HERSTJÓRNIN í Búrma hefur veitt Aung San Suu Kyi frelsi eftir sex ára stofufangelsi. Hún er efalaust þekktasti pólitíski fangi síðari ára og voru henni veitt mannréttindaverðlaun Evrópuráðsins, Sakharov-verðlaun- in, og friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Rökstuddi norska Nóbelnefndin ákvörðun sína með því að hún væri merkis- beri í baráttunni gegn kúgun og ofbeldi og hefði lagt áherslu á friðsamleg mótmæli gegn „herforingjastjórn, sem alkunn væri fyrir grimmd og miskunnarleysi“. Suu Kyi er dóttir frægustu sjálfstæðishetju Búrma, Aung San, sem tekinn var af lífi árið 1947. Hún varð á skömm- um tíma að helsta leiðtoga lýðræðisaflanna í Búrma eftir að hún flutti þangað frá Englandi árið 1988. Haustið 1988 benti margt til að stjórnvöld væru að missa tökin á ástand- inu. Hundruð þúsunda flykktust á mótmælafundi þar sem Suu Kyi hélt ræður gegn stjórnvöldum og almenningur krafðist að lýðræði yrði komið á í landinu. Herforingjarnir svöruðu með því að fella þúsundir manna. í júlí árið 1989 lét her landsins hins vegar til skarar skríða og bældi mótmælin niður. Suu Kyi var handtekin og hneppt í stofufangelsi. Þrátt fyrir það vann stjórnmála- hreyfing hennar afgerandi sigur í kosningum, sem haldnar voru 1990. Herstjórnin virti úrslit kosninganna að vettugi. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði Suu Kyi að þrátt fyrir allt væru lýðræðisöflin í Búrma enn í fullu fjöru og að hún væri sannfærð um að lýðræði yrði komið á í land- inu. Það væri vilji fólksins. Hún sagði herstjórnina ekki hafa sett henni nein skil- yrði fyrir að öðlast frelsi en látið í ljós von um að hún gæti aðstoðað við að koma á friði og stöðugleika í landinu. Næsta skref hennar yrði að ræða stöðuna við aðra stjórnar- andstöðuleiðtoga. Því miður virðist þessi ákvörðun herstjórnarinnar hins vegar ekki vera til marks um að til standi að slaka á klónni og auka pólitískt frelsi í Búrma. Herforingjarnir hafa þvert á móti verið að herða takið og virðast standa í þeirri trú að staða þeirra sé nógu sterk til að þeir geti leyft sér að veita Suu Kyi frelsi. Nær öll andstaða við einræðisstjórnina hefur verið brotin á bak aftur. Herforingjastjórnin í Búrma er eitt síðasta dæmið í heim- inum um harðsvíraða ógnarstjórn er kennir sig við sósíal- isma. Á undanförnum árum höfum við orðið vitni að falli margra slíkra stjórna, sem þó var talið að væru fastar í sessi. Vonandi verður lausn Suu Kyi fyrsta skrefið í átt að falli herforingastjórnarinnar í Búrma. KALKÚNALÆRAFARSI DEILA Jóhannesar Jónssonar, kaupmanns í Bónus, og stjórnvalda um innflutning á kalkúnalærum er fyrir löngu orðin farsakennd en hún hófst er fyrsta kalkúnalæra- sendingin kom til landsins haustið 1993 og fékkst ekki tollafgreidd. Með samþykkt GATT-samkomulagsins hefði hins vegar mátt ætla að deilur af þessu tagi heyrðu sögunni til þar sem innflutningur soðinna kjötafurða er nú leyfður, að uppfylltum skilyrðum um heilbrigðisvottorð. Það skýtur því skökku við að yfirdýralæknir skuli ekki heimila tollafgreiðslu þeirra ofnbökuðu kalkúnalæra, sem Jóhannes hefur nú flutt inn, þrátt fyrir að öllum tilskildum vottorðum hafi verið skilað til yfirvalda. Yfirdýralæknir hefur gefið þær skýringar að eftir eigi að afla upplýsinga frá Hollandi um hvað liggi að baki vott- orðunum. „Við þurfum að vita hvort sláturhúsið er viður- kennt og hvort þessum dýrum hafi verið gefin vaxtarauk- andi lyf. Við þurfum að athuga hvernig lagaferillinn er í þessum löndum. Við þurfum að vita hvað stendur að baki þessum vottorðum og athuga hvort kjötið uppfylli þær kröf- ur sem að við gerum,“ segir Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir í Morgunblaðinu í gær. Hvernig má þetta vera? Af hvetju í ósköpunum hefur embætti yfirdýralæknis ekki orðið sér úti um þessar upplýs- ingar nú þegar? Það hefur legið ljóst fyrir um langt skeið að innflutningur á búvörum yrði heimilaður á þessu ári og því nægur tími til stefnu. Má ef til vænta uppákomu af þessu tagi í hvert einasta skipti sem ný vara frá nýjum aðila er flutt inn í landið? Innflytjendur eiga heimtingu á snurðulausri afgreiðslu ef þeir uppfylla öll þau skilyrði sem innflutningur viðkomandi vöru er háður. Það er orðið löngu tímabært að þessum kalkúnalærafarsa linni. SÍMASKRÁIN SKIPTAR SKOÐANIR Á SKIPTU SKRÁNNI Nú í ár kom símaskráin út tvískipt annað árið í röð. Auðunn Amórsson fletti * mest flettu bók á Islandi og kannaði hvemig sú nýja hefði reynzt. Morgunblaðið/Golli SKIPTA símaskráin er um 1.200 blaðsíður samtals. Hér má sjá til samanburðar bandariska símaskrá, sem er rúmar 1.100 síður. Með réttu pappírs- og leturvali mætti auðveldlega koma upplýsing- um íslenzku skránna tveggja fyrir í einu bindi. SÍMASKRÁIN, mest notaða bók landsmanna, kom í ár út öðru sinni skipt 1 tvo hluta: í nafnaskrá annars vegar og atvinnuskrá hins vegar. Skoðanir á skiptingunni hafa verið skiptar og óánægjuraddir verið áber- andi. Óánægjan hefur þó ekki sízt komið til af gölluðum upplýsingum í skránni, sem kveðið hefur rammar að nú en oft áður. Að þessu sinni hyggst Póstur og sími bregðast sér- staklega við kvörtunum af þessum toga og gefa út skrá yfir leiðrétting- ar, sem dreifa á á næstunni. Hefur þetta ástand nú beint sjónum manna að því fyrirkomulagi, sem er á út- gáfu símaskrárinnar og leitt af sér tillögur til úrbóta. Gallamir í leiðbeiningum Pósts og síma um rétta notkun símaskrárinnar segir orðrétt: „í nafnaskrá eru allir símnot- endur skráðir, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki. í nafnaskrá eru fyrir- tæki aðeins skráð með nafni og heim- ilisfangi. Þar eru engin símanúmer fyrirtækja. Allar upplýsingar um fyrirtæki er að finna í atvinnuskrá." En símnotendur, sem leitað hafa símanúmers fyrirtækis eða stofnunar hafa hins vegar rekið sig á, að ekki eru öll fyrirtæki og stofnanir í at- vinnuskránni. Bókasöfn, kirkjur, læknar og tann- læknar eru nokkur dæmi um þjón- ustuaðila sem ekki eru skráðir í at- vinnuskránni. Ástæðan fyrir því mun vera sú að greidd eru tvenns konar gjöld fyrir skráningu í símaskrá, ann- ars vegar fyrir símanúmer aðila í atvinnurekstri og hins vegar síma- númer einkaaðila, sem er lægra. Þeir sem ekki greiða hærra gjaldið eru ekki skráðir í atvinnuskrána. Þessi skipting á skráningunni mun jafn- framt vera ástæðan fyrir því, að meira en 200 farsímanúmer duttu út úr skránni. í tölvuforriti síma- skráningarinnar eru öll símanúmer merkt eftir því hvort þau eru atvinnu- númer eða einkanúmer. Þessa merk- ingu vantaði á umrædd farsímanúm- er og því fór svo að þau duttu út úr símaskránni. Það sem öllu bagalegra þykir en þessi óáreiðanlega flokkun þeirra sem skráðir eru í símaskrána er að í nýju skránni hefur orðið vart við margar villur. Villumar eru af ýmsu tagi: Rangar upplýsingar um símanúmer, nöfn, heimilisföng og starfstitla einstaklinga, fyrirtækja og annarra aðila sem skráðir eru. Sem dæmi má nefna að Sovétríkin sálugu lifa ennþá góðu lífí á síðum símaskrárinnar; þar er aðeins talað um sovézka sendiráðið en hvergi minnzt á það rússneska. Skoðanakönnun hjá Verzlunarráði Sá aðili sem gagnrýnt hefur síma- skrána einna harðast er Verziunarráð EINSTAKUNGAR Í NAfNASRRÁ ew allir simhötendur skráðír, jafnt einMöklihgar ím fyrirtæki, í NAFNASkRÁ eru fyrirtæki einungit skráð með natni ög heimilhlangi. Þar eru 6N6IN SÍMANúNiER PYRIRTÆKJA. Allar uþpl^ingat um fyrirtækí er að Hnna f ATVtNNUSKRÁ. flSáílP^' W:. FYRIRTÆKI ATVINNUSKRÁ skiptist i tvo hluta: Pyrtrtaekjaskrð og Gular síður, Eyrlrtækjaskráln geymlr alla simnotendur sem eru með skráðán atvinnusima. Þar er að finna allar þær upplýslngar sem fyrlrtæki vllja koma á framfæri I sfmaskrénnh Gulu siðurnar geyma fyrirtæki raðað eftir atvinnugrelnum, féiagasamtök e.fl. Framan víð Gulu sfðurnar er Atrlðlseröaskrá sem er sérstaklega gött hjálpartæki þegar ieltað er að ákveðinni tegund af þjönustu. MEÐ þessum leiðbeiningum vill Póstur og sími kenna símnotendum hvernig nota skuli skiptu skrána. Leiðrétt- ingaskráí vændum íslands. í nýjasta fréttabréfi ráðsins er skipting skrárinnar kölluð „ger- samlega óhæf“; það sé „samdóma álit allra að þessi tilhögun sé ekki bara vonlaus, heldur til stórfelldra vandræða fyrir notendur (...).“ Auk gagnrýninnar á skiptingu skrárinnar er því haldið fram í fréttabréfinu að upplýsingamar sem birtar eru í síma- skránni séu „úreltar og/eða rangar í þúsundum tilfella". Verzlunarráðið efndi eftir útkomu nýju símaskrárinnar til skoðanakönn- unar um hana meðal allra aðildarfé- laga sinna. Herbert Guðmundsson, félagsmálastjóri Verzlunarráðsins, sagði viðbrögðin við könnuninni hafa verið mjög góð, og gagnmerkar upp- lýsingar um reynslu þeirra, sem mest notuðu símaskrána, þ.e. fyrirtækin í landinu, hefðu safnazt. Til helztu niðurstaðna könnunar- innar má telja, að yfirgnæf- andi meirihluti aðspurðra töldu skiptingu símaskrár- innar vera annaðhvort óþarfa eða skaðlega, jafn- vel þeir, sem að öðru leyti höfðu ekki undan neinu að klaga í viðskiptum sínum við Póst og síma. Mjög margir sögðust þó hafa haft eitthvað að athuga við skráningu síns fyrirtækis í símaskránni. Gamlar og/eða úreltar upplýsingar hefðu birzt, nöfn starfsmanna rangt prent- uð og fleira í þeim dúr. Ein algengasta krafan, sem nefnd er af þátttakendum í könnuninni, er að próförk af skráningunni fáist send. Mörgum þykir það sjálfsögð krafa, að a.m.k. stærri fyrirtæki fái sjálf- krafa senda próförk og yfirleitt ætti öllum sem þess óskuðu að gefast kostur á að sjá próförk af sinni skrán- ingu i símaskrána. Með því móti yrði komið í veg fyrir að margar villur kæmust alla leið til birtingar, sem með núverandi fyrirkomulagi rit- stjórnar símaskrárinnar greinilega gerist of oft. Einnig er algengt, að kvartað sé yfir löngum skilafresti á upplýsingum, sem birtast eiga í síma- skránni, en sá frestur er nú hálft ár. Herbert sagði Verzlunarráðið óska þess að hætt verði tilraunum til skipt- ingar skrárinnar. Skiptingin hefði ekkert nema óþarfa aukakostnað i för með sér og væri notendum til ama. Aðalmálið væri þó, að tryggt sé að þær upplýsingar sem birtist í skránni séu réttar, annars væri hún til skaða. í öðru lagi sagði Herbert það sjálf- sagða kröfu að sölu- og þjónustu- hugsun réði við útgáfu símaskrárinn- ar. Póst- og símamálastofnun gæti hæglega boðið útgáfuna út. Hann benti á að eftir nýjustu breytingar á fjarskiptalögum, sem gerðar voru 1993, hefði Póstur og sími ekki leng- ur einkaleyfi á útgáfu símaskrár. Viðbrögð Pósts og síma Hjá upplýsingadeild Pósts og síma fengust þær upplýsingar að burtséð frá kvörtunum yfir skiptingu síma- skrárinnar, sem sé lang algengasta atriðið sem kvartað er yfír, hefðu eftir ábendingum símnotenda fundizt um 200 hreinar villur i skráningu. Póstur og sími ætli að bregðast við þessu með því að birta sérstaka leið- réttingaskrá. Að sögn Gústavs Amars, yfirverk- fræðings hjá Pósti og síma, verða leiðréttingarnar birtar sem ein stór auglýsing og/eða dreift sem aukas- íðu, sem bæta má inn í símaskrána sjálfa. Verið er að vinna að útgáf- unni, sem áætluð er fyrir júlílok. Þetta er í annað sinn, sem slík leið- réttingaskrá er prentuð, en sú fyrsta kom út í fyrra, þá sem sjálfstætt hefti. Gústav Arnar sagði villurnar vissu- lega of margar og markmiðið að fækka þeim. Annars væri margar skráningarvillur og úreltar upplýs- ingar í skránni i ár að rekja til þess að upplýsingum hefði ekki verið skil- að innan tilskilins frests, þ.e.a.s. fyr- ir 1. janúar. Hann sagði magnið vera slíkt, sem bærist inn á síðustu vikun- um áður en skilafrestur rynni út (á hveiju ári væru gerðar um 25.000 breytingar á númerum, heimilisföng- um og starfstitlum fólks í skránni), að ekki hefði verið unnt að taka til- kynningar um breytingar til greina, sem bárust eftir áramót. Skráningarvillur, sem á þennan hátt væru til komnar, teldust ekki _____ með ofannefndum 200 vill- um. Vandamálið væri, að frágangur simaskrárinnar færi alltaf fram undir mikilli tímapressu. Ritstjórn síma- skrárinnar yrði að skila til prent- smiðjunnar fyrsta handriti um 20. febrúar. Eins og fyrirkomulagið hefði verið, hefði ekki verið hægt að koma nákvæmum prófarkalestri við, eins og æskilegt væri. Annar villuvaldur er tölvuforrit það, sem enn er notað við skráningu í símaskrána, segir Gústav. Það er gamalt, upprunalega samið 1979 og breytt 1986, og hefur enga inn- byggða villuleit. Nú stæði til að fá nýjan og betri hugbúnað, sem hins vegar sé ekki hlaupið að, auk þess sem það er dýrt. Það gætu liðið tvö ár áður en það tækist að fínna nýjan hugbúnað, sem uppfyllti allar þær kröfur sem gera þyrfti til hans. Hvað varðar spuminguna um, hvort breyta eigi fyrirkomulagi á rit- stjórn símaskrárinnar fengust þau svör, að verið sé að vinna að gæða- málum innan stofnunarinnar. Ráðinn hafi verið sérstakur gæðastjóri og líklegt sé að hann muni stuðla að því að fyrirkomulag símaskrárútgáfunn- ar verði líka tekið til endurskoðunar. Hugsanlegt sé, að strax muni vera til bóta að lengja skilafrestinn á skráningarbreytingum fram í miðjan janúar, en það þýði líka að óbreyttum samningum við prentsmiðju að álagið á starfsmenn skráningarskrifstofu Pósts og síma yrði meira og nauðsyn- legt yrði að þjálfa upp fleira starfs- fólk til að anna álaginu sem skyldi, án þess að auka hættuna á mistökum. Róttækari breytingar á fyrirkomu- lagi útgáfunnar munu ekki vera fyrir- séðar. Nú þegar mun þó vera ákveð- ið, að nokkrir þættir útgáfu síma- skrárinnar verði boðnir út, en í þeim útboðum felst ekkert meira en þegar hefur verið tíðkað árum saman sam- kvæmt því sem ætlazt er til af ríkis- stofnunum almennt. Nú strax í haust á að bjóða út auglýsingasöfnun í skrána, sem í fyrsta sinn var boðin út 1993, og prentunina á henni stend- ur til að bjóða út þegar núgildandi samningur við Odda rennur út, eða þegar símaskráin 1996 hefur verið prentuð. Skipting símaskrárinnar Gústav Arnar sagði skiptingu skrárinnar upprunalega hafa verið ákveðna i kjölfar þess að kvartanir hefðu borizt vegna þykktar hennar. Símnotendum fjölgar sífellt, og því varð ekki séð fram á annað en að nauðsynlegt yrði að skipta skránni. Ymsir möguleikar væru á skipt- ingu - til dæmis eftir stafrófinu eða höfuðborgarsvæðið/landsbyggðin en skiptingin í nafna- og atvinnuskrá hafi legið beinast við. Póstur og sími hefði gert könnun á viðbrögðum fólks við skiptu skránni eftir að hún kom fyrst út í fyrra, þá með slembiúrtaks- skoðanakönnun. Út úr þeirri könnun komu bæði jákvæð og neikvæð við- brögð og engin ástæða þótti til að hætta við skiptinguna og henni því áfram haldið í ár. Gústav viðurkenndi það vandamál, sem notendur skiptu skrárinnar rækju sig oft á, að ýmsir þjónustuað ilar væru ekki skráðir i atvinnu- skrána. Svo lengi sem ekki er hægt að treysta á skiptinguna er hún til efni til óánægju. En Gústav telur, að þegar tekizt hefði að fá öll at- vinnunúmer skráð í atvinnuskrána yrði sátt um skiptinguna. Hann sagði ennfremur, að í athugun væri að efna til nýrrar skoðanakönnunar í ár. Ljóst væri, að ef símnotendur væru ekki sáttir við fyrirkomulag símaskrárinn- ar væri ekki útilokað að skiptingunni yrði breytt eða jafnvel snúið aftur til óskiptrar skrár. Símaskrá á tölvudiskum Erlendis er orðið alvanalegt að hægt sé að kaupa símaskrár á tölvu diskum. Þetta var reynt hér fyrir ---------- tveimur árum. Póstur og sími bauð upp á tölvudiska með símaskránni allri og fylgdi tilboðinu ársfjórð- ungslega nýjustu breyting- ar á skránni. En salan varð sama sem engin. Ástæðan fyrir hinum dræmu und- irtektum var þó ekki litill áhugi is- lenzkra fyrirtækja á að fá simaskrána á tölvutæku formi. Verðið sem sett var upp hljóðaði upp á 50.000 krónur. Þetta verð þótti flestum of hátt og héldu því að sér höndum (eða fengu eftir öðrum leiðum ólögleg afrit). Eftir þessa reynslu af fyrstu tilrauninni til útgáfu tölvutækrar símaskrár hætti Póstur og sími við frekari útgáfu af þvi taginu og mun hún víst heldur ekki standa til á næstunni. Utboðá aug- lýsingasöfnun og prentun Fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Frakka mótmælt Reuter ANDSTÆÐINGAR fyrirhugaðra kjarnorkutilrauna Frakka á Mururoa-eyju í Suður-Kyrrahafi mótmæla í miðborg Santiago í Chile. Nokkrir þeirra voru með grímur sem líktust Jaeques Chirac, forseta Frakk- lands. Á fremstu skiltunum stendur „Fyrir Mururoa" og „Eftir Mururoa". Chirac vill sýna þor og stefnufestu AHLAUP franska sjóhersins á Rainbow Wairior II á sunnudag þykir til marks um að Jacques Chirac, forseti Frakklands, vilji sýna kjósendum sínum að nýja stjómin sé áræðin og stefnuföst og láti ekki aðrar þjóðir og Greenpeace segja sér fyrír verkum. Stjórnin kann að eiga í vand- ræðum heima fyrir vegna ýmissa hneykslismála, sem tengjast leiguhúsnæði stjórnmálamanna og fjármögnun flokka, en Chirac hefur gengið langt til að sýna umheiminum að hann sé nýr og kraftmikill ieiðtogi. Chirac hefur gegnt embættinu í tæpa tvo mánuði og á þeim tíma hefur hann ásamt Bretum tekið frumkvæði í Bosníumálinu og lofað að Frakkar gegni mikilvægu hlut- verki í friðarumleitunum í Miðaust- urlöndum. Hann hefur ennfremur reynt að beina athyglinni meira að vandamálum Afríku og fer i opin- berar heimsóknir til fimm Norður- Afríkurikja siðar i mánuðinum. Annar stjórnunarstíll Áhlaupið á skip umhverfisvernd- arsamtakanna Greenpeace var gert daginn áður en þess var minnst að tíu ár voru liðin frá þvi að franskir leyniþjónustumenn sökktu fyrra Rainbow Warrior skipinu i höfn i Auckland, en Grennpeace var þá einnig að undirbúa aðgerðir gegn kjarnorkutilraunum Frakka. Tíma- setning áhlaupsins hefur beint at- hyglinni að ólíkum stjórnunarstíl Chiracs og forvera hans, Francois Mitterrands. Virtur rithöfundur og sagnfræð- ingur, Alain Peyrefítte, skrifaði grein í Le Figaro á mánudag þar sem hann minnist sprengjuárásarinnar á Ra- inbow Warrior fyrir tíu árum og af- leiðinga hennar fyrir franska skatt- greiðendur. Hann segir að þetta „óhæfuverk“ hafí verið framið vegna „hræsni“ sósíalista, sem hafí verið hræddir við að misbjóða umhverfís- verndarsinnum úr röðum kjósenda skömmu fyrir kosningar. Peyrefitte segir að forsetinn hafi „skýrt umboð“ og beri „ábyrgð á trúverðugleika fælingarvopnanna“ en lætur i ljós efasemdir um að Mitterrand hafi sinnt þessari skyldu sinni með því að láta undan kröfum Greenpeace og fresta kjarnorkutil- raununum. „Chirac hefur sýnt áræðni með ákvörðun sinni,“ segir Peyrefitte. „Hún felst í því að gera okkur tæknilega kleift að hlíta samningn- um um algjört bann við kjarnorkutil- raunum sem við erum reiðubúnir að undirrita. Frakkar munu með- taka þær skuldbindingar með reisn.“ Heimildarmenn sem tengjast Al- þjóðakjarnorkumálastofnuninni í Vín segja að því fari fjarri að tak- markaðar tilraunir Frakka og Kín- verja dragi úr líkunum á algjöru banni við kjarnorkutilraunum. Þvert á móti sýni þær að slíkt bann sé líklegt á næsta ári. „Það sem vakir fyrir þeim er að knýja fram nokkrar tilraunir áður en bannið verður að veruleika,“ sagði einn þeirra. „Óafturkallanleg" ákvörðun Chirac er staðráðinn í að halda reisn sinni. Þegar hann skýrði fyrst frá þeirri ákvörðun sinni að hefja kjarnorkutilraunirnar að nýju, eftir að Mitterrand hafði stöðvað þær, sagði hann skýrt að hún væri „óaft- urkallanleg". Hann getur því ekki látið undan kröfum erlendra stjórn- málamanna og umhverfisverndar- sinna, undir forystu Greenpeace. Mörgum þykir að Chirac hafi sýnt þor sem leiðtogi með því að beygja sig ekki fyrir tilfinningalegum rök- um umhverfisverndarsinna. Fram- ganga hans sé til marks um að hann meini það sem hann segi og reyni að tryggja hagsmuni Frakk- lands eins og hann telji henta best. Hann útskýri stefnu sína fyrir öðr- um leiðtogum en biðjist ekíri afsök- unar á henni. Upp á kant við SÞ Chirac hefur einnig látið Bosníu- málið til sín taka. Þar hefur kraftur hans og staðfesta þegar rekist á flókið og þungiamalegt stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna. Nokkrir fréttaskýrendur í París telja að embættismenn Sameinuðu þjóðanna eigi eftir að veikja hraðlið- ið í Bosníu, sem er einkum skipað frönskum og breskum hermönnum, og gera það að lokum gagnslaust. Þegar Chirac var í Genf í síðustu viku í tilefni af 50 ára afmæli Sam- einuðu þjóðanna gagnrýndi hann embættismenn samtakanna. Forsetinn sagði að enginn gæti „álasað Frökkum, sem hafa lagt mest af mörkum til friðargæslu í heiminum, fyrir að gera ekki allt sem hægt er til að leysa Bosníumál- ið.“ Hann bætti við að þótt emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna vildu að deilan yrði leyst með samn- ingum vissu þeir að tíminn til þess væri mjög naumur. „Frakkar geta ekki þolað það lengur að friðargæsl- uliðar Sameinuðu þjóðanna séu auð- mýktir." Chirac er óánægður með fram- göngu Bandaríkjamanna í Bosníu- málinu og vill að gripið verði til hernaðaraðgerða til að opna birgða- leiðir til Sarajevo ef ekki tekst að fá Bosníu-Serba til að aflétta ums- átrinu. Þjóðverjar lítt hrifnir Helmut Scháfer, aðstoðarutan- ríkisráðherra Þýskalands, sagði á mánudag að sú ákvörðun frönsku stjórnarinnar að hefja kjarnorkutil- raunir að nýju „gleddi ekki þýsku stjórnina" og að slíkar tilraunir „samræmdust ekki pólitiskum hug- myndum hennar“. Þótt Chirac vilji ekki stefna vin- áttutengslum Frakka og Þjóðverja í hættu er afar ólíklegt að hann láti undan þrýstingi frá þýskum stjórnmálamönnum, ekki einu sinni frá Helmut Kohl kanslara. •Heimild: The Daily Telegraph. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.