Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 48
t K MTT# alltaf á Miðvikudögum MORGUNBLADW, KRINGUN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hagnaður hjá Lands- virkjun Heildaraflinn skertur um 4,6% á næsta fiskveiðiári Utflutningstekjur af sjávarafurðum dragast saman um 3,6 milljarða króna SAMKVÆMT ákvörðun sjávarút- vegsráðherra um leyfilegan heild- arafla á næsta fiskveiðiári, verður þá leyft að veiða tæplega 5% minna en á þessu, talið í þorsk- ígildum. Sá samdráttur hefur í för með sér að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragast saman um 3,6 milljarða króna á næsta ári og rekstrarstaða sjávarútvegsfyr- irtækja versnar um 1%. Aflaheimildir eru skertar milli ára í flestum fiskitegundum, en nú er þó, í fyrsta sinn síðan 1988, ekki lagt til að skerða frekar heim- ildir til veiða á þorski milli ára. Ákvörðun sem markar nokkur tímamót „Þessi ákvörðun um heildarafla nú markar nokkur tímamót," seg- ir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra. „Þetta er í fyrsta skipti síðan 1988 að ákvörðun um heild- arafla felur ekki í sér niðurskurð á þorskveiðiheimildum milli ára. Þær verða nú óbreyttar milli fisk- veiðiára. Það eru vissulega kafla- skipti og við bindum vonir við að framhaldið verði á þann veg, að við getum hægt og bítandi aukið þorskveiðiheimildir á næstu árum. Þetta sýnir að sú stranga upp- byggingarstefna, sem við höfum fylgt er að byija að skila árangri. Að hinu leytinu er ekki hægt að horfa fram hjá því, að það er samdráttur í flestum öðrum teg- undum. Þar munar mest um karfa og grálúðu. í heildina eru afla- heimildir að dragast saman milli 4 til 5% í þorskígildum talið. Það mun rýra útflutningstekjurnar um 3,6 milljarða og afkomuna um 1% eða þar um bil. Það er vissulega svo að við erum að horfast í augu við áframhaldandi þrengingar í sj ávarútveginum. Þetta verða menn að lifa við, ekki væri betra að ganga of nærri fiskistofnunum. Það myndi ekki bæta afkomu fiskvinnslunnar," segir Þorsteinn. ■ Ákvörðun/B5 ■ Ekkiáóvart/4 HAGNAÐUR af rekstri Lands- virkjunar fyrstu sex mánuði ársins nam 158 milljónum króna. Áætlan- ir fyrirtækisins gera hins vegar ráð fyrir um 350 milljóna króna rekstr- arhalla á árinu 1995. Tap af rekstri Landsvirkjunar árið 1994 nam tæpum 1.500 milljónum króna. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir nokkrar ástæður liggja að baki bættri af- komu nú. Meðal annars hafí orku- verð til stóriðju farið hækkandi auk þess sem skuldastaða fyrirtækisins hafí batnað talsvert á undanföm- um árum. Þá hafi aukið aðhald í rekstri einnig verið að skila sér. ■ 158 milljóna króna/14 Félag flugum- ferðarstjóra Tveggja vikna yf- irvinnu- bann STJÓRN og trúnaðarráð Fé- lags íslenskra flugumferðar- stjóra ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að boða tveggja vikna yfírvinnubann sem hefj- ist að morgni 26. júlí og ljúki að kvöldi 8. ágúst. Þorleifur Björnsson, formaður félagsins, segir að yfirvinnubannið taki gildi beri samningafundur fé- lagsins og samninganefndar ríkisins þann 24. júlí ekki árangur að mati stjórnar og trúnaðarráðs. Þorleifur kveðst túlka að árangur muni hafa náðst ef viðræðum verði fram haldið á grundvelli krafna flugumferð- arstjóra. „Ég ræddi við for- mann samninganefndar ríkis- ins, Birgi Guðjónsson, í gær- morgun og hann tjáði mér að vegna manneklu í samninga- nefndinni væri ekki mögulegt að halda samningafund fyrr en eftir tæpar tvær vikur,“ segir Þorleifur. Að sögn Þorleifs vilja flug- umferðarstjórar hefja samn- ingaviðræður þar sem hlustað verði á kröfur þeirra. „Samn- ingar okkar hafa verið lausir frá áramótum og í síðustu kjarasamningum höfum við ávallt þurft að bíða lengi eftir því að samningaviðræður hefj- ist.“ Brosa! ÞEGAR sólin skín er myndavélin munduð við flestar aðstæður. ,Leið manns nokkurs lá um Laug- arvatn í veðurblíðunni í gær og leit hann þar lítinn gutta og konu við hans hlið, sem hann gjarnan vildi mynda. Lét hann ekki ókleifa girðinguna aftra sér við myndatökuna. Hins vegar varð sá stutti hálfragur þegar smella átti af svo telja varð í hann kjark- inn þegar til kom. Norska strandgæzlan meinar Má SH að koma í norska höfn Novítja TySvalbarði BARENTSHAF Bjamaríy .. —^Smugan Jan Mayut Tromsu RUSSLAND Honningsvag Togarinn Már SH-127 frá Ólafsvík fékk veiðarfæri i skrúfuna sunnarlega í Smugunni á sunnudag og sigldi á hálfri ferð til Honningsvág í Noregi, þar sem skipinu hafði verið lofað aðstoð. Norska strandgæzlan stuggaöi við Má út fyrir fjögurra mílpa landhelgi Noregs og er skipið nú á leið til Islands. '’s- ( ISLAND Morgunblaðið/Snorri Snorrason TOGARINN Már SH 127 á siglingu. íslenzk stjóm- völd mótmæla harðlega ÍSLENZK stjórnvöld hafa mótmælt harðlega við norsku ríkisstjómina vegna þess að togaranum Má SH 127 frá Ólafsvík var meinað að koma í norska höfn í gærmorgun. Norska strandgæzlan stöðvaði Má er togar- inn var að koma til Honningsvág í Norður-Noregi til að láta skera úr skrúfunni og vísaði honum út fyrir fjögurra mílna landhelgi Noregs. Togarinn var að veiðum sunnar- lega í Smugunni á sunnudag, er hann fékk net í skrúfuna. Hann sigldi fyrir eigin vélarafli til Honn- ingsvág, þar sem honum hafði ver- ið heitið aðstoð. Skipið átti aðeins nokkra metra ófarna að bryggju að sögn Reynis Georgssonar skip- stjóra, er boð bárust um að her- málayfirvöld meinuðu skipinu að leggjast að bryggju. Strandgæzluskipið Nornin kom á vettvang og töldu yfírmenn á því að Már gæti komizt hættulaust og af eigin rammleik til Islands. Skip- inu var því vísað burt, í samræmi við tæplega ársgamla reglugerð, sem meinar skipum er veiða í Smug- unni að sækja þjónustu til norskra hafna. Bíður við landhelgislínuna Skipstjóri og útgerð togarans telja að sigling til íslands geti tekið átta sólarhringa og henni fylgi mik- il áhætta. Að sögn Svavars Þor- steinssonar útgerðarstjóra mun skipið bíða við landhelgislínuna í von um að mótmæli íslenzka utan- ríkisráðuneytisins, sem afhent voru norska sendiherranum í Reykjavík í gær, beri árangur. ■ Skipi og áhöfn stefnt/4 Morgunblaðið/Golli Annríki á fæðingar- deild Landspítalans MIKIÐ annríki hefur ríkt á fæðing- ardeild Landspítalans að undan- förnu vegna lokunar sængur- kvennagangs B og hafa konur og nýfædd börn þeirra legið á öllum hæðum, að sögn Tönju Þorsteins- son, deildarlæknis á kvennadeild. Einnig hafa konur þurft að liggja einn til tvo daga á fæðingargangi áður en þær komast niður á sæng- urkvennadeild. „Sumarlokanir koma auðvitað mjög illa bæði við sængurkonur og starfsfólk. Konur halda áfram að fæða sín böm án tillits til sumarlok- ana og plássleysið getur verið tals- vert streituvaldandi," segir Tanja. Hún nefnir einnig að konur eigi þess kost að fara heim skömmu eftir fæðingu ef allt gengur vel. „Þess eru dæmi að konur fari heim aðeins fáeinum tímum eftir fæðingu en það er plássleysinu óviðkom- andi. Ef konur vilja nýta sér heima- þjónustu fara þær til síns heima fljótlega eftir fæðinu en fá ljósmóð- ur í heimsókn næstu 10-12 daga,“ segir Tanja. Fæðingardeild sjúkrahússins í Keflavík hefur verið lokuð, auk annarra á landsbyggðinni, þannig að konur sem annars hefðu fætt í sinni heimabyggð fæða börn sín á Landspítalanum. Sængurkvenna- gangur A verður opnaður bráðlega en á móti kemur lokun Fæðingar- heimilisins, þannig að plássleysið mun áfram íþyngja sængurkonum og starfsfólki á fæðingardeild Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.