Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 11 FRÉTTIR FULLTRÚAR hreppsnefndar og sveitarstjóri funda með ráðherrum og'fáðuneytissíjóra í gær. Ríkisstjórnin fjallar um málefni Súðavíkur Framkvæmt fyrir 140 millj. Doktor í verkfræði • Már Másson hefur lokið dokt- orsprófi í verkfræði á sviði líftækni frá Tokyo Institute of Technology. Már stundaði rannsóknir á sviði lífefnanema undir leiðsögn Masuo Aizawa prófess- ors. Rannsóknir á lífefnanemum (Biosensors) hafa verið í örum vexti. Lífefnanemar eru mælitæki þar sem sérvirkni líf- efnisins er tengd beint við rafeinda- búnað. Með slíkum tækjum er hægt að gera beina mælingu á efnisstyrk án þess að til þurfi að koma flókin og erfið sýnismeðhöndlun. í doktorsritgerð sinni lýsir Már m.a. tveimur nýjum hvarfefnum sem hafa ákjósanlega eiginleika fyrir þróun á lífefnanemum sem byggja á þessari aðferð. Már Másson er fæddur 1963, sonur hjónanna Jóhanns Más Mar- íussonar verkfræðings og Sigrúnar Gísladóttur lyfjafræðings. Már lauk stúdentsprófi frá MS árið 1983 og BS-prófi í efnafræði frá Háskóla íslands árið 1987. Már útskrifaðist með kandídatsgráðu í efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla vorið 1990. Um haustið hóf hann svo nám við Tokyo Institute of Technology með styrk frá japanska mennta- málaráðuneytinu. Már er kvæntur Sigríði Maack arkitekt og eiga þau einn son, Má, fæddan 1991. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, og Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, funduðu í gær með sveitar- stjóra og fulltrúum úr hreppsnefnd Súðavíkur um málefni hreppsins og framtíðarhorfur. „Hreppsnefndin óskaði eftir fund- inum til þess að gera ráðherrunum grein fyrir stöðu mála. Það voru eng- ar ákvarðanir teknar, enda stóð það ekki til,“ segir Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis- ins. Hann segir að um þessar mundir sé unnið að hættumati fyrir núver- andi byggð í Súðavík og sé niður- stöðu að vænta í ágúst. Einnig sé unnið að reglugerð um ofanflóðasjóð, þar sem tekið sé á því hvemig standa skuli að flutningi og kaupum á fasteignum, sem séu óskemmdar, en standi á hættusvæði. „Hún ætti að verða tilbúin á næstu vikum,“ segir Ólafur. Loks hafi verið farið í það hvemig þær framkvæmdir verði fjármagnað- ar sem sveitarfélagið þarf að standa fyrir, sem felast í gatnagerð og nýjum lögnum á nýja svæðinu. Rætt hafí verið um að allar framkvæmdimar kosti 140 milljónir króna og finna þyrfti úrlausn á ijármögnun þeirra. „Málin verða rædd á ríkisstjórnar- fundi á föstudaginn kemur og eftir það verða þau rædd frekar við heima- menn,“ segir Ólafur. „Það má hins vegar taka það fram að báðir aðilar töldu þetta mjög gagnlegan og grein- argóðan fund.“ Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, tekur í sama streng og Ólaf- ur Davíðsson og segir að fyrst og fremst hafi verið um stöðumat að ræða. Búið að tryggja framgang framkvæmda á þessu ári Hann segir að þessar vikurnar sé unnið í þeim atriðum sem skipti Súð- víkinga mestu, þ. e. hættumati og reglugerð um kaup á húsum, sem sé að komast á umsagnarstig. Fjármögnun framkvæmda í gatna- gerð liggi ekki alveg fyrir, en ríkis- stjórnin sé búin að bjarga því sem bjarga þarf gagnvart framkvæmdum þessa árs til að framkvæmdir geti haldið áfram. Svo séu menn að átta sig á umfangi verksins og hvað sé til úrbóta. Þrjú þvotta- efni sam- bærileg IÐNTÆKNISTOFNUN gerði könnun fyrir Nathan & Olsen á hreinsihæfni þriggja þvottaefna, annars vegar Maraþon Extra frá Sápugerðinni Frigg og hins vegar Ariel Ultra og Ariel Future frá Procter & Gamble, sem flutt er inn af Íslensk-ameríska. Niðurstöður þessara prófana voru þær að Maraþon Extra væri algjörlega sambærilegt Ariel Ultra og Ariel Future, sem eru leiðandi á mark- aðnum. „Það má taka það fram að þetta er engin fullnaðarúttekt, en könn- unin var gerð samkvæmt ráðlegg- ingum danskra ráðgjafa hjá dönsku Tæknistofnuninni, sem eru sérfræðingar á þessu sviði. Þeir ráðlögðu okkur hvaða bletti ætti að prófa og miðað við útkomuna verður að segjast að efnin þijú eru alveg sambærileg," segir Guðjón Jónsson deildarstjóri Umhverfis- og efnatæknideildar Iðntækni- stofnunar. „Þetta eru allt mjög frambæri- leg þvottaduft. Síðan verður að kanna málið frekar ef á að finna einhvern blæbrigðamun á efnun- um, hvað varðar einstakar teg- undir bletta. Könnunin var gerð til að komast að því hvort þau væru sambærileg og svo reyndist vera. Þá var fyrst og fremst litið til hreinsihæfni, slits og bleiking- ar.“ Andlát DR. GEORGES JOHNSONS VESTUR- ÍSLENDINGUR- INN, dr. George Johnson, fyrrver- andi fylkisstjóri í Manitoba, lést á Gimli 8. júlí sl., sjö- tíu og fjögurra ára að aldri. George fæddist 18. nóvember 1920 í Winnipeg. Hann var sonur Laufeyj- ar Benediktsdóttur og Jónasar Georges Johnsons en þau voru bræðrabörn. Feður þeirra hjóna voru Halldór og Benedikt Jónssynir, synir Jóns Benediktssonar frá Hólum í Hjaltadal, er fluttist vestur um haf ásamt fjórum sonum árið 1887. Kona Jóns var Sigríður, dóttir sr. Halldórs Björnssonar í Sauðanesi og síðari konu hans, Þóru Gunnarsdóttur. George las læknisfræði við Manitobaháskóla í Winnipeg og lauk þaðan prófi árið 1950. Hann lagði stund á lækningar á Gimli í Manitoba 1950-1958 en var þá kjörinn á þing fyrir Gimli kjör- dæmi. Hann gerðist heil- brigðis- og velferðar- málaráðherra í stjórn fylkisins og árið 1963-1968 var hann menntamálaráðherra og heilbrigðis- og fé- lagsmálaráðherra fram á mitt árið 1969 en þá urðu stjórnar- skipti í Manitoba. Eftir að hann lét af stjórn- sýslustörfum hóf hann aftur að stunda lækn- ingar sem hann var menntaður til og stundaði þær þar til hann var skipaður fylkisstjóri í Manitoba árið 1987. George lét mikið að sér kveða í margs konar framfaramálum í sínu heimafylki, Manitoba. Hann beitti sér m.a. fyrir því að fastari skipan yrði komið á fiskveiðimál og fisksölu í fylkinu. George kvæntist Doris Blöndal, sem var dóttir Ágústs Blöndals, læknis og listmálara í Winnipeg, og konu hans Guðrúnar Stefáns- dóttur. Þau hjón, George og Dor- is, eignuðust tvo syni og fjórar dætur. Vatn flæddi niður þrjár hæðir SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að húsi við Baldursgötu um tvöleytið í gær vegna vatnsleka. Vatn hafði flætt frá þvottavél í risíbúð á fjórðu hæð og niður á hæðirnar fyrir neðan. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu skemmdist parkett á gólfum en tjónið í íbúðunum var þó mismikið eftir hæðum. Slökkviliðsmenn hreinsuðu upp vatnið og kölluðu til trygginga- menn. -----»..♦ »---- Brotist inn í Dalbrautar- skóla TILKYNNT var á mánudagsmorg- un að brotist hefði verið inn í Dalbrautarskóla í Reykjavík. Inn- brotið hefur sennilega verið framið um_ síðustu helgi. Úr skólanum var stolið mynd- bandstæki, örbylgjuofni, þremur tölvum, síma, hljómflutrtingstækj- um, myndböndum og geisladisk- um. Málið er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Ármúli 17 108 Rvk. S: 533 1234 GRÆIUT IUÚMER: 800 6123 Hjólsagir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.