Morgunblaðið - 30.07.1995, Page 1

Morgunblaðið - 30.07.1995, Page 1
72 SÍÐUR B/C DRANGEY Morgunblaðið/Snorri Snorrason Króatíuher beinir sókn- inni inn í Mið-Bosníu Sarajevo. Reuter. HERSVEITIR Króatíustjórnar og Bosníu- Króata beindu í gær. sókn sinni í átt til Mið- Bosníu eftir að hafa hrakið sveitir Serba á flótta og tekið tvo mikilvæga bæi úr höndum þeirra. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segj- ast óttast, að bein hernaðarafskipti Króata geti valdið allsheijarstríði í Júgóslavíu fyrr- verandi og dregið Serbíu inn í átökin en stjómarerindrekar í Belgrad telja það mjög ólíklegt. Króatar sækja nú að bæjunum Jajce og Donji Vakuf en þeir eru við þjóðleiðina norð- ur til Banja Luka. í Jajce er mikilvægt vatns- orkuver og Banja Luka er miðstöð Bosníu- Serba á þessum slóðum. Á föstudag lögðu þeir undir sig bæina Grahovo og Glamoc og rufu þar með helstu aðflutningsleiðina til Knin, höfuðstaðar Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Um 20.000 Serbar hafa flúið undan Króötum en talið er, að þeir beiti um 10.000 hermönnum í sókninni. Hernaðarsérfræðingar segja, að til- SÞ óttast allsherjar- stríð en stjórnarerind- rekar í Belgrad telja það ólíklegt gangurinn með hernaðarafskiptum Króatíu- stjórnar sé að létta umsátur Serba og upp- reisnarmanna meðal múslima um Bihac- griðasvæðið en þeir héldu uppi árásum á það í gær. Um 8.000 múslimar eru á flótta vegna átakanna þar. Krajina-hérað næst? Embættismenn SÞ segja, að sókn Króata inn í Bosníu og mikill liðssafnaður þeirra við Krajina-hérað geti bent til, að þeir hygg- ist leggja það undir sig en Króatíu-Serbar hafa lýst yfir sjálfstæðu ríki þar. Yfirmaður hers Króatíu-Serba, Mile Mrksic, skoraði í gær á SÞ að koma í veg fyrir að stríðið færðist í aukana og talsmenn SÞ segjast óttast, að verði Krajina-hérað tekið muni Serbía dragast inn í ófriðinn. Króatíu-Serbar vilja samninga Erlendir stjórnarerindrekar í Belgrad, höf- uðborg Serbíu, segja þó, að mjög ólíklegt sé að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, muni heíja bein afskipti af stríðinu. í fyrsta lagi sé honum og landsmönnum nauðsynlegt að fá refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna aflétt og í öðru lagi hafi leiðtogar Serba í Bosníu og Króatíu haft tilmæli hans hingað til að engu. Yfirstjórn Serba í Krajina undir forystu Milans Martic sagðist á föstudag vera tilbúin til samningaviðræðna við Króat- íustjórn. Króatíska sjónvarpið sýndi í gær myndir af sigursælum hermönnum í Grahovo og sagði, að alls hefði króatiski herinn lagt undir 220 ferkm lands. Risalaxinn fékk að lifa ALLT frá árinu 1922 hefur kona að nafni Ballantine átt metið hvað varðar stærsta lax, sem dreginn hefur verið á stöng úr á í Bretlandi, en nú hefur metið líklega verið slegið. Raunar fylg- ir það ekki sögunni hve þungur fyrri metlaxinn var en laxinn, sem Harvey Milne, póstmaður í Skotlandi, fékk fyr- ir skömmu í ánni Dee, var rúmlega 52 pund. Tók hann flugu, sem heitir „Gruff Special", og viðureignin við hann stóð í 55 mínútur. í Bretlandi eru það hins vegar góðfúsleg tilmæli til veiðimanna, að þeir sleppi aftur löxum, sem eru lengri en 84 sm, og þar sem boltinn hans Milnes var meira en 140 sm fékk hann að halda lífi. Leikarar í lögregluklóm LÖGREGLAN í Manchester á Englandi var með mikinn viðbúnað á dögunum þegar hún komst á snoðir um, að hóp- ur vel vopnaðra manna hefðist við í húsi einu í borginni. Var vikingasveitin kölluð út, húsið umkringt og mönnun- um skipað að koma út með hendur á lofti. Þeir urðu vel við því en þegar búið var að slengja þeim í jörðina og handjárna gátu þeir stunið því upp, að þeir væru bara að leika í kvikmynd þar sem unglingar væru varaðir við fíkniefnum, ofbeldi og vopnum. Því vildu Iögreglumennirnir ekki trúa fyrr en þeir sáu, að byssurnar voru leik- föng. Einn leikaranna sagðist hafa von- að, að nú hefðu lögreglumennirnir far- ið að hlæja að öllu saman en því var ekki að heilsa. Þeir voru hinir fúlustu og í tilkynningu frá þeim sagði aðeins, að aðgerðin hefði tekist vel og hinir handteknu síðan verið „afhandteknir" eins og komist var að orði. Var með ísra- elskt vegabréf Jerúsalem. Reuter. YFIRVÖLD í ísrael sögðu í gær, að maðurinn, sem tók hóp ferðamanna í Köln i gíslingu og var síðan felldur í árás þýsku lögreglunnar, hefði verið rússneskur innflytjandi í ísrael. Lögreglunni tókst að frelsa 20 gísla, sem maðurinn hafði á valdi sínu í lang- ferðabifreið, en áður hafði hann skotið bílstjórann og einn farþeganna og sært lögreglumann. „Maðurinn hafði ísraelskt vegabréf en hann fluttist til landsins fyrir skömmu,“ sagði Moshe Shahal, ráð- herra lögreglumála í ísrael, í viðtali við útvarp ísraelska hersins. Að sögn útvarpsins fluttist maðurinn til lands- ins frá Rússlandi. Thulestöðin var gerö fyrir kjarnorkuvopn HÚTEL «u> BIIBBJÖKEÍS SAMKEPPNI HARÐNAR í SJÁ VAR ÚTVEGI VEDSKIPriAIVENNULÍF Á SUNIMUDEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.