Morgunblaðið - 30.07.1995, Side 2

Morgunblaðið - 30.07.1995, Side 2
2 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jan Mayen leiðangur 1910 Hætt við á síðustu stundu ÍSLENDINGAR hefðu getað orðið á undan Norðmönnum að helga sér réttindi á Jan Mayen. Veturinn 1910 var verið að búa bátinn Elliða til selveiða 5 Norður-íshafínu undir stjóm Hrólfs Jakobssonar skipstjóra. Var í ráði að sigla skipinu til eyjarinnar Jan Mayen, sem þá var einskismannsland, setja þar upp bækistöð og löghelga ís- landi þessa eyju. En áður en lagt var af stað, 30. desember 1910, drukknaði Hrólfur á smá- báti með nokkrum félögum sín- um á ísafjarðardjúpi og var þá hætt við förina. Draumur athafnamannanna Hrólfs og Áma Gíslasonar varð því að engu. Norðmenn fengu eyna ekki fyrr en 8. maí 1929, eftir að þeir höfðu rekið þar veðurathugunarstöð frá 1921. Settust ekki þar að fyrr en ára- tug eftir að íslendingar hefðu sett upp sína bækistöð. Þetta kemur fram í viðtali við Auðbjörgu Guðmundsdóttur á Illugastöðum á Vatnsnesi í blaðinu í dag. ■ Þá hefðu Íslendingar/B3 Gömul kirkja landnema endurvígð Florida. Morgunblaðið. ÍSLENSKIR landnemar í Minnesota byggðu kirkju í bænf um Ivanhoe í suðvesturhluta fylkisins sem vígð var fyrir 96 árum. Kirkjan var endurvígð í gær, 29. júlí, en hún hefur ver- ið flutt til bæjarins Hendrick og sett þar á nýjar undirstöður í umsjá Fmmkvöðlasafnsins. Þegar hafíst var handa um flutning kirkjunnar fundust nokkur blöð handskrifuð á ís- Iensku í homsteini hennar sem lögð höfðu verið niður þann 15. júní 1899, en kirkjan var byggð 21 ári eftir landnámið. Yfír- skriftin var „Nokkrir penna- drættir til kirkju Lincoln County-safnaðar".' Á blöðunum. er íslenska landnáminu lýst og aðdraganda kirkjubyggingar- innar. Þar eru ástæður fram- kvæmdanna sagðar vera: „vegna þess að vort innra eðli kallar oss til starfs fyrir guðs ríki“. Tæpri öld síðar er kirkjan hreinsuð og máluð að utan sem innan. Afkomendur íslensku landnemanna eru að vonum hæstánægðir með að kirkjan sé nú komin undir vemdarvæng safnsins. Notaðir bílar í sérblaði EIN mesta umferðarhelgi árs- ins er að renna upp. Sala á notuðum bílum tekur jafnan kipp fyrir verslunarmannahelg- ina og býður Morgunblaðið nú upp á þá nýbreytni að birta augiýsingar um það sem bíla- sölurnar hafa á boðstólum í sérblaðinu Bílar, sem fylgir blaðinu í dag. Auk þess er í blaðinu fjallað um það helsta sem er á döfinni innanlands sem erlendis í bílaheiminum. ■ SjáCl-4 Berja- spretta mislangt á veg komin FRÉTTIR Vörumerki Bónuss greiðabíls fæst ekki skráð VÖRUMERKI það sem Sendibílastöðin Þröstur fær ekki skráð sýnir svín á hlaupum sem verslunin Bónus telur minna óþyrmilega á eigið vörumerki, fyrir utan hraðann. Búið er að undirbúa nýtt merki, sem sýnir sparibauk í líki bíls undir heitinu Bónus greiðabíll. Talið afskræming á sparigits Bónuss VÖRUMERKJASKRÁ hefur ákveð- ið að hafna ósk Sendibílastöðvarinn- ar Þrastar um skráningu á vöru- merki Bónuss greiðabíls sem sýnir heiti fyrirtækisins fyrir ofan gult, hlaupandi svín, eftir að andmæli bárust frá versluninni Bónus. Sendibílastöðin Þröstur óskaði eftir skráningu umrædds vörumerkis í desember 1993, en um orð- og myndmerki er að ræða. Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónusi kveðst hafa talið myndmerkið skrumskæl- ingu á sparigrís þeim sem er skrá- sett vörumerki verslunarinnar. „Ég tel ekki gott fyrir sendibíla- stöð sem þarf að eiga mjög mikil viðskipti og samskipti við okkur, að fara þessa leið. Ég ræddi við fram- kvæmdastjóra Sendibílastöðvarinn- ar Þrastar fyrir tveimur árum þegar þetta birtist og hann aflagði merkið strax, en reyndi síðan að fá það skrásett sem kallaði á okkar við- brögð. Greiðabílaþjónustan er óskyld okkar rekstri en að afskræma merk- ið finnst okkur of langt gengið,“ segir hann. Tók svínið vegna hótana Ómar Jóhannsson framkvæmda- stjóri Sendibílastöðvarinnar Þrastar segir að fyrirtækið muni hlíta niður- stöðu vörumerkjaskrárritara og hafí þegar undirbúið nýtt myndmerki, sem sýni sparibauk í líki bfls undir heitinu Bónus greiðabíll. Hann telji að sparigrísinn sem fékkst ekki skráður hafí verið mjög ólíkur grís Bónuss sf. og hann sé því ekki alls kostar sáttur við þessa niðurstöðu. Vörumerkið hafði verið sett á um 30 greiðabíla þegar Jóhannes mót- mælti notkun þess fyrir tveimur árum. „Við tókum merkið af bílunum vegna þess að Jóhannes hótaði okk- ur óbeint, með því að ef við tækjum ekki merkin af skyldi hann sjá til þess að enginn bíll frá Sendibílastöð- inni Þresti hf. fengi losun á vörum í búðum Bónuss eða hjá Baugi hf. í raun hefði hann stöðvað þau fyrir- tæki sem við keyrum fyrir,“ segir Ómar. Jóhannes segir að hann muni sennilega láta óátalið notkun á fyrir- tækjaheitum á borð við Bónus borg- ara og Bónus myndir, enda sé um óskyldan rekstur að ræða, en hann muni halda áfram að svara smásölu- fyrirtækjum sem notfæri sér nafnið Bónus, þar á meðal Bónus radíó og Bónus tölvur. Bónus sf. fékk sett lögbann á notkun siðastnefnda fyrir- tækisins á nafninu j sumar. „Fyrst eftir að farið var að nota nafnið Bónus í smásölurekstri fór það að trufla okkur, enda teljum við það gert í þeim eina tilgangi að hagnýta sér uppbyggingu okkar og orðspor. Enginn átti von á þessari holskeflu fyrirtækja sem nota Bónus í heiti sínu og við hljótum að bregð- ast við þessu á einhvern hátt.“ BERJASPRETTA lofar góðu á Suð- ur- og Austurlandi ef veður helst skaplegt í ágúst en ekki er útlit fyr- ir að mikið verði tínt af beijum á Norðurlandi. Vöxtur beija á Vest- uriandi er á eftir miðað við meðalár en gæti náð sér á strik. Miðað við ástand lyngs og móa er ekki útlit fyrir að mikið verði tínt af berjum í beijalandi Húsavíkur í sumar samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Péturs Björnssonar á Húsavík. Á stöku stað vottaði fyrir grænum koppum. Þeir væru hins vegar ekk- ert komnir áleiðis ennþá. Þörf væri á sérstaklega hagstæðu tíðarfari ef nokkuð yrði hægt að tína af beijum í sumarlok. Berjaspretta veltur á næstu vikum Sveinn Guðmundsson í Miðhúsum í Reyhólasveit sagði að þroskun- artími beijanna væri tveimur til þremur vikum á eftir miðað við með- alár. Hann sagði að blómgun virtist hafa tekist vel. Vísar væru komnir að krækibeijum en ekki aðalblábeij- um. Framhaldið réðist af tíðarfarinu í ágúst. Berin yxu hratt í hlýindum. Hins vegar væri hætt við að lítið yrði tínt af beijum á Vesturlandi ef veðurfarið yrði svipað og í júlí. Beijaspretta á Austurlandi gæti orðið góð ef hlýindi ráða ríkjum í ágúst. Nóg er um grænjaxla á lyngi en vöxtur virðist nú í slöku meðal- lagi, að sögn Margrétar Sigfúsdóttur í Mjóafírði. Ragnheiður Gestsdóttir, húsfreyja á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, segir að berjaspretta líti mjög vel út og að lyng séu þakin grænjöxlum og sætukoppum. Hún hafí óttast að ekki yrði mikið um ber þetta sumar- ið vegna þess hve vorið var kalt en sá ótti virtist hafa verið ástæðulaus. Hins vegar ylti beijaspretta alfarið á næstu vikum. Magnús Óskarsson sá um undirbúning í Höfða fyrir leiðtogafundinn „ÉG TALDI sjálfgefið að Bjami Benediktsson, sem leiddi ísland inn í Atlantshafsbandalagið, horfði yfir öxl Bandaríkjafor- seta,“ segir Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður og fyrmm borgarlögmaður sem annaðist undirbúning í Höfða fyrir fund Ronalds Reagans og Mikhaíls Gorbatsjovs í október 1986. „Það vildi til að ég annaðist undirbúning fyrir hönd Reykja- víkurborgar, í fjarveru Davíðs Oddssonar borgarsljóra og borg- arritara, nokkra daga. Þarna vom æðstu menn Hvíta hússins og sá sem stjórnaði undirbúningi hér að ferðum Ronalds Reagans forseta var William Henkel. Rússarnir skiptu sér lítið af uppstillingu inni í hornherberg- inu þar sem fundurinn var en höfðu meiri áhyggjur af öryggis- málum; hlemnum og þess háttar, og létu okkur því um þetta. Þetta herbergi var valið strax fyrir leiðtogana því það áttu ekki að vera nema fjórir menn inni á fundinum. Til dæmis var rætt að þeir sætu við sófaborð til að auka á nálægð hvors við annan en nið- urstaðan varð sú að setja þá við borðið sem raun varð á. Þá var rætt hvar við borðið þeir ættu að sitja. Málverkið af Bjarna Bene- diktssyni hékk á vegg í baksýn og ég sagði Henkel deili á honum; að Bjarni hefði undirritað stofn- samning Atlantshafsbandalagsins og leitt Island inn í það, verið þjóðarleiðtogi og forsætisráð- herra og hvernig hann dó. Sagð- ist ég telja sjálfgefið að Bjarni horfði yfir öxl Reagans en ekki Gorbatsjovs. Henkel féllst á það. Það var sjálfgefið að Bjami horfði yfir öxl Reagans forseta HÖFÐI, móttökuhús Reykjavíkurborgar. Síðla dags fyrir leiðtogafund- inn kom Don Regan starfsmanna- stjóri Hvíta hússins til að leggja blessun sína yfir alla tilhögun í Höfða. Ég útskýrði fyrir honum, líkt og fyrir Henkel, hver Bjarni væri og hvað mér þætti það fara vel að málverkið af honum héngi þarna. Hann var mjög ánægður með það enda þekkti hann sögu Atl- antshafsbandalagsins mjög vel. Einnig vildi til að Dan Rather aðalfréttaþulur hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS fékk að hafa beina útsendingu úr Höfða til Bandaríkjanna að fundi lokn- um. Ég gekk með honum um hús- næðið meðan verið var að stilla upp tækjunum og þegar inn í fundarherbergið var komið sagði ég honum hvar leiðtogarnir hefðu setið. Þá spyr hann strax hvaða mynd þetta sé á veggnum og ég leiði hann í allan sannleika um það líkt og hina. í nærmynd í beinni útsendingu Svo þegar útsending hefst sé ég að hann lætur beina linsum tökuvélanna í nærmynd af mál- verkinu og hefur fréttina á þeirri frásögn af Bjarna sem ég hafði nýlokið við.“ Magnús kann margar sögur af undirbúningnum, en hann á meðal annars í fórum sínum tekrús sem Gorbatsjov drakk úr og telauf sem hann skildi eftir, auk plast- glass sem Reagan vildi drekka úr og vafið var munnþurrku til að hressa upp á útlitið. Að hans sögn hefur herberginu verið hald- ið í nákvæmlega sama horfi og var á fundinum með einni undan- tekningu. „Það var settur stál- hleri fyrir austurglugga herberg- isins til að tryggja öryggi en af því vissi enginn. Hann var bara málaður hvítur og falinn bakvið gluggatjöld.“ Einnig vekur hann athygli á frægri mynd frá fundinum þar sem fáni Reykjavíkur er I fyrir- rúmi milli þjóðarleiðtoganna. „Þegar forsetarnir stilltu sér síð- an upp fyrir myndatöku í upphafi fundarins spurði hver fréttamað- ur heimspressunnar eftir annan hvaða blái fáni þetta væri á borð- inu milli þeirra. En svo vildi til að ljósmyndara Hvíta hússins vantaði eitthvað til þess að brjóta upp litasamsetninguna í herberg- inu og því varð fáni Reykjavíkur- borgar fyrir valinu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.