Morgunblaðið - 30.07.1995, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Herör
biskupa
Biskupar kaþólsku kirkjunnar í Suður-Ameríku
hafa skorið upp herör gegn öfgakenndum efna-
hagsumbótum og markaðshyggju sem hefur
gert hlutskipti hinna fátæku enn verra
en áður var.
Morgunblaðið/Einar Falur
FÁTÆK bóndakona j borginni Cusco í Perú.
RAFAEL Ray, biskup í
Argentínu, fékk boð frá
Vatíkaninu um að færa
sig um set, burt úr dreif-
býlissðkninni sem hann hafði þjón-
að og í hverfi þar sem ríka fólkið
frá Buenos Aires kom til að slappa
af um helgar.
En þegar Ray var sestur að í
nýju sókninni komst hann að raun
um að henni tilheyrði fólk sem
hann hafði ekki vitað um. Fólk
með brýnar þarfir, fjölskyldur sem
vantaði mat, mörg þúsund atvinnu-
lausra sem höfðu unnið í verksmiðj-
um.
Fórnarlömb byltingarinnar
Margt af þessu fólki var fórn-
arlömb fijálsu markaðsbylting-
arinnar sem Carlos Menem, for-
seti, hefur gengist fyrir frá því
hann tók við embætti 1989. Síðan
þá hefur atvinnuleysi í Argentínu
margfaldast og er nú 18,6% - hefur
aldrei verið meira.
Ray, sem ekki var vanur að láta
mikið að sér kveða, fer ekki í graf-
götur með áhyggjur sínar. Hann
atyrðir stjórnvöld fyrir að hafa
brugðist fátækum Argentínubúum.
„Eg er prestur en ekki hagfræð-
ingur,“ segir hann í viðtali við tíma-
ritið Newsweek. „En afleiðingamar
af efnahagsáætlununum eru hrika-
legar fyrir fátækt fólk. Allir biskup-
amir í landinu eru áhyggjufullir
vegna þessa og hver um sig er að
gera eitthvað í málinu."
Breyting á kirkjunni
Þama hefur orðið gagnger
breyting á rómversk-kaþólsku
kirkjunni í Argentínu, sem hafði á
sér orð fyrir íhaldsemi og að hafa
gengið í eina sæng með ráðandi
stétt í landinu.
Biskupamir í Argentínu eru
reyndar ekki undantekning í Suð-
ur-Ameríku. Útbreidd fátækt hefur
þjappað saman biskupum álfunnar
og ýtt hópnum til vinstri. Allt frá
Mexíkó og suðurúr eru íhaldssam-
ir, miðjusinnaðir og framsæknir
biskupar teknir að viðra skoðanir
sínar á því hvernig fijálsi markaðs-
búskapurinn, sem er svo vinsæll í
Suður-Ameríku um þessar mundir,
er að fara með þjóðfélagið.
Klerkamir em ánægðir með
efnahagsumbæturnar; hagvöxtinn,
stöðugleikann og minnkaða verð-
bólgu. En gallinn er sá, segja þeir,
að úrbæturnar hafa ekki skilað sér
til þeirra sem minna mega sín.
„Við getum ekki horft framhjá,"
var niðurstaða biskupaþings í
Mexíkóborg í maí, „gífurlegri fá-
tækt, auknu atvinnuleysi, óviðráð-
anlegu ofbeldi og ... spillingu og
óskammfeilni sem kemur fjölda
fjölskyldna á vonarvöl og fyllir þær
örvæntingu." Biskupamir atyrtu
efnahagshugsjónina sem haldið er
á iofti í þessum heimshluta fyrir
að dýrka „markaðsöfl og vald pen-
inganna."
Frelsunarguðfræðin
Á sjöunda áratugnum þróuðu
guðfræðingar í Suður-Ameríku
nýja, marxíska túlkun á kaþólskum
sið, og tengdu trú við samfélags-
umbætur. En frelsunarguðfræðin,
eins og hún var nefnd, naut lítilla
vinsælda meðal íhaldssamra
klerka, sem störfuðu náið með leið-
togum landanna og svo fór að
Vatíkanið þaggaði niður í þeim
prestum sem hæst höfðu um frels-
unarguðfræðina.
Jafnvel þótt kirkjan berðist
hetjulega gegn herstjórum í Chile,
Brasilíu og E! Salvador létu flestir
kardínálar og biskupar sig efna-
hagsmál engu varða. Þetta var á
tímum kalda stríðsins, þegar valið
stóð milli kapítalisma og marxisma
og í grenndinni var Fídel Kastró
að gera „tilraunina" sem vinstri
menn lofsungu svo mjög.
En nú stafar engum hætta af
Kastró, nema hans eigin þegnum,
og Sovétríkin heyra sögunni til.
Venjulegir kirkjumenn óttast ekki
andspyrnu marxista og eru famir
að hljóma ekki ósvipað og frelsun-
arklerkarnir á árum áður.
„Hugmyndir frelsunarguðfræð-
innar eru að ýmsu leyti orðnar
óhjákvæmilegur þáttur í kaþólskri
hugsun í Suður-Ameríku,“ segir
faðir Charles Beime, Jesútítapró-
fessor við Háskóla Mið-Ameríku í
San Salvador, við Newsweek.
Stuðningnr páfa
Klerkamir sem nú eru famir að
láta að sér kveða hafa einnig feng-
ið stuðning frá Jóhannesi Páli páfa
II, sem hefur að undanfömu minnt
á að þótt sósíalisminn hafi liðið
undir lok sé ekki þar með sagt að
kapítalisminn skuli ráða lögum og
lofum. Páfi hefur hvatt presta til
þess að koma fátækum sóknar-
börnum sínum til verndar.
„Yfirlýsingar Páfagarðs um
raunverulegt hlutskiptír fátækra í
Suður-Ameríku eru þær harðorð-
ustu sem ég hef heyrt,“ segir
Beime.
Einblínt á hagtölur
Það býr 481 milljón manna í
Suður-Ameríku, og næstum helm-
ingurinn við fátækt. Samkvæmt
upplýsingum frá í fyrra getur einn
af hveijum fimm ekki keypt nógan
mat á degi hveijum.
Bilið milli ríkra og fátækra
eykst. Tíu prósent íbúa vinnur fyr-
ir 40% allra tekna. Þrátt fyrir upp-
örvandi tölur um hagvöxt á undan-
fömum áram, samtals 3,9% í fýrra,
eru hagkerfi Suður-Ameríku ein-
faldlega of illa farin eftir margra
ára óðaverðbólgu, lítinn eða engan
hagvöxt og hengjandi skuldir, og
geta ekki bætt hlutskipti fátækra
í álfunni.
Eftir fimm ára valdatíð Albertos
Fujimoris, forseta Perú, er fátækt
þar í landi ennþá meiri en var fyr-
ir áratug, og varð til þess að kirkj-
an lýsti nýverið yfir neyðarástandi.
Leiðtogar kaþólskra í Kólombíu
hafa hvað eftir annað hrakyrt Ces-
ar Gavira, sem var forseti landsins
þar til í fyrra, vegna þess að tii-
raunir hans til að færa landið í
nútímalegt horf leiddu til þess að
230 þúsund bændur urðu að bregða
búi. „Gavira var einungis að hugsa
um hagtölur, og það má segja að
fyrir vikið hafi hann neytt nýfijáls-
hyggjunni upp á þjóðina," segir
faðir Horacio Arango, fram-
kvæmdastjóri Friðaráætlunar
kirkjunnar.
Biskupaþing í Bólivíu, Venesúela
og Dóminfkanska lýðveldinu hafa
fordæmt efnahagsumbætur í lönd-
unum. Margir biskupar sem vora
ánægðir á fyrstu áram umbótanna
hafa snúið við blaðinu. Árið 1989
skrifaði Biskupaþingið í Mexíkó til
Georges Bush, Bandaríkjaforseta,
og bað hann að styðja markaðsum-
bætur Carlosar Salinas de Gortari,
sem þá var forseti landins. Sex
árum síðar, þegar 40000000 lands-
manna búa við fátækt og 22 lands-
menn eru nýorðnir milljarðamær-
ingar, hafa biskupamir lýst því
yfir að efnhahagsbyltingin hafí
mistekist.
„Allt landið geldur þess að tekin
hafa verið skref aftur á bak í nafni
veraldarvæðingar efnahagskerfis-
ins og nútímavæðingar," segir
Sergio Obeso Rivera, erkibiskup.
I Argentínu hleypti Osvaldo
Musto, félagsmálaráðgjafí kardíná-
lans Antonio Quarracino, illu blóði
í ríkisstjórnina með því að hvetja
Menem forseta til þess að hætta
að borga af erlendum skuldum og
nota peningana í staðinn til þess
að veita fátækum hjálp.
Samkeppni við
mótmælendatrú
Samkeppni er einnig ástæða
þess að kaþólikkar eru famir að
láta félagsmál til sín taka. Evangel-
fsk mótmælendatrú hefur sótt á í
álfunni, og æ fleira fólk hefur gert
hana að sinni - allt að 18% íbú-
anna, samkvæmt sumum áætlun-
unum. Þegar kaþólsku biskuparnir
sjá fram á að týna fjölda sóknar-
bama sinna getur ekki sakað fyrir
þá að geta haldið því fram að þeir
séu í bestri stöðu til þess að gæta
hagsmuna fátækra. Auk þess hefur
kirkjan eiginlega hlaupið í skarðið
í stjórnmálum margra landanna; í
síðustu forsetakosningum gátu
stjórnarandstöðuflokkar í Perú,
Argentínu og Mexíkó ekki boðið
upp á neinn raunhæfan kost til
mótvægis við fijálsa markaðsbú-
skapinn. Verkalýðsfélög era á
undanhaldi. Musto varð heldur
hissa fyrir nokkru þegar hann
snæddi kvöldverð í boði verkalýðs-
félags Perónista, og var vel fagnað.
„Þú ert að gera það sem við
ættum sjálf að vera að gera,“ sögðu
félagar við hann. „Veija verkafólk-
ið gegn atvinnuleysi."
•Byggt á Newsweék.
Laxveiðiár á Kólaskaga eru óspilltar og gjöfular en veiðiferðunum geta fylgt óskemmtileg ævintýr
Vopnaðar sérsveitir
stöðva laxveiðimenn
DRAUMUR hvers laxveiðimanns er
að komast norður fyrir heim-
skautssbaug í Rússlandi. Á Kóla-
skaga eru einhverjar gjöfulustu iax-
veiðiár, sem um getur. Veiðiferðum
þangað geta hins vegar fylgt ýmis
ævintýri og þá og þegar má eiga
von á innrás grímuklæddra lög-
regluþjóna með alvæpni.
William Davies setti upp veiði-
kofa með öllum nútímaþægindum
við ána Varzina í þeirri fullvissu
að hann einn hefði rétt til að selja
veiðileyfí í ánni. Veiðidagurinn
kostaði 1000 Bandaríkjadollara
(um 63 þúsund ÍSK), en menn létu
það ekki aftra sér, enda hefur ám
á Kólaskaga verið líkt við óspilltar
ár Norður-Ameríku um aldamótin.
Lög í Rússlandi virðast hins veg-
ar oftar en ekki vera duttlungum
og túlkunum viðkomandi yfirvalda
undirorpin. Slíkir duttlungar og
hentitúlkanir lágu að baki þegar
þyrla lenti í búðum Davies 22. júní
og lögregluþjónar í herklæðum með
skíðagrímur á höfði og vélbyssur á
lofti réðust inn í þær ásamt emb-
ættismönnum af staðnum. Davies
og sex laxveiðimönnum var skipað
að yfírgefa staðinn innan sólar-
hrings. Davies var tilkynnt að hann
hefði ekki lengur einkarétt á Varz-
ina-ánni og það yrði að loka búðun-
um.
Eins og flóttamenn
„Við vorum eins og flóttamenn,“
sagði Michael Savage, breskur
stangveiðimaður, sem hugðist vera
fimm vikur á Kólaskaga, í samtali
við dagblaðið The New York Times.
Davies heldur því fram að fimm
ára samningi sínum hafí verið rift
ólöglega og veiðileyfið veitt keppi-
nauti sínum. Hann kveðst munu
tapa einni milljón dollara (um 63
milljónum ÍSK) og hefur leitað rétt-
ar síns á alþjóðavettvangi.
Búðir hans standa nú mannauð-
ar utan tveggja rússneskra vakt-
manna. Eftirlitsmenn hafa strengt
límbönd fyrir dyr og glugga eins
og um vettvang glæps sé að ræða.
Nokkur hundruð metrum ofar í
ánni standa hins vegar efnaðir
stangveiðimenn og kasta flugu.
Þeir era ekki á vegum Davies, held-
ur Aero Petersen, ráðgjafa banda-
ríska stangveiðifyrirtækisins Ponoi
River Co., sem einnig hafði tekið
ána á leigu.
Samningar ógiltir
Davies gerði fimm ára leigu-
samning við stjórnvöld í Lovozero-
umdæmi um Varzina-ána árið
1993. í nóvember 1994 var gefin
út tilskipun þar sem yfirvöldum
umdæma var veitt frumkvæði í að
útdeila veiðiréttindum. Davies var
tilkynnt að samningur hans væri
ógiidur og leiga á ánni yrði boðin
út.
Þar kom Petersen til skjalanna
og leigði ána í nafni fyrirtækis síns,
Nature Unlimited. Nú ganga veiði-
verðir í Lovozero um með merki
Nature Unlimited undir einkennis-
búningum sínum. Samstarf við
yfirvöld er það náið að einn starfs-
manna Ponoi River Co. var með i
för þegar ráðist var inn í búðir
Davies. „Ég var með þeim, en samt
var ég hræddur við þá,“ var haft
eftir honum.
Þessir atburðir í óbyggðum
Rússlands hafa knúið bandarísk
yfirvöld til mótmæla. John Hughes,
ræðismaður Bandaríkjamanna í
Pétursborg, skrifaði héraðsstjóra
Murmansk, en Lovozero telst vera
á hans yfirráðasvæði, harðort bréf
og dró til baka boð á fund bandarí-
skra og rússneskra ríkisstjóra.
Auðmenn æfir
Moldríkir viðskiptavinir Davies
eru einnig æfir. Þeirra á meðal eru
Jack Hemingway, sonur rithöfund-
arins, Ted Turner, eigandi sjón-
varpsstöðvarinnar CNN, og Jane
Fonda leikkona, auk stjórnenda
margra af stærstu fyrirtækjum
heims.
Pjotr Prints, sem er hæstráðandi
í Lovozero, segir hins vegar að
Davies hafi kallað þetta yfir sig.
Hann hafi verið bæði óáreiðanlegur
og til vandræða. Prints kvað lög-
regluþjónana, sem gerðu árásina á
Varzina-búðirnar, hafa verið „afar
kurteisa" og bætti við: „Það er
ekki ólöglegt fyrir lögregluna að
bera svartar grímur og vopn.“
• Byggt á International Herald Tribune.