Morgunblaðið - 30.07.1995, Page 9

Morgunblaðið - 30.07.1995, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 9 LISTIR Loftur hefur sig til flugs Flugfélagið Loftur hefur hingað til mestmegnis haldið sig við jörðina. Með Loftkastalanum í Héðinshúsi verður e.t.v. einhver breyting þar á. Þröstur Helgason skoðaði kastalann ásamt Lofti sem er bjartsýnn á framtíðina. FLUGFÉLAGIÐ Loftur, sem kunnast er af uppsetningu sinni á söngleiknum Hár- inu í fyrrasumar, hefur stofnað til mikilla breytinga á sal þeim sem leikfélagið Bjartur hefur haft til umráða um skeið í Héðinshús- inu. Félagið, sem er í eigu Baltas- ars Kormáks, Halls Helgasonar og Ingvars Þórðarsonar, er að koma á fót fjölnota leikhúsi fyrir rúmlega fjögurhundruð gesti. Framkvæmdir eru komnar langt á veg og er ætlunin að frumflytja söngleikinn Rocky Horror í full- búnu húsi 9. ágúst næstkomandi. Margháttuð starfsemi Baltasar Kormákur segir að leikhúsið, sem mun bera nafnið Loftkastalinn, muni verða vett- vangur ýmis konar lista- og menn- ingarstarfsemi. „Við höfum nú þegar fest kaup á nokkrum leikrit- um og söngleikjum, við höfum t.d. gert samning við Þorvald Þorsteinsson um að semja fyrir okkur leikrit sem sett verður upp hér á komandi vetri. Hér verða hins vegar ekki aðeins haldnar leiksýningar heldur einnig tón- leikar af öllu tagi, myndlistarsýn- ingar verða haldnar í forsalnum, húsið verður hægt að nota undir ráðstefnur og ýmsa aðra við- burði. í september næstkomandi fáum við t.d. hingað til lands bandaríska konu sem gert hefur það gott sem grínisti í Kaliforníu undanfarin ár og mun hún skemmta hér ásamt Radíusbræð- rum þrjár kvöldstundir. Við höfum einnig í hyggju að fá evrópskar og amerískar hljómsveitir sem eru á leið yfir hafíð til að koma við hjá okkur og troða upp.“ Ingvar Þórðarson segir að ætl- unin sé að Loftkastalinn myndi nokkurs konar mótvægi við þau hús sem eru rekin af hinu opin- bera. „Við ætlum að leigja salinn út til hvers þess sem hefur áhuga á því og býr yfir góðri hugmynd að sýningu eða uppákomu. Hér munu leikhópar, hljómsveitir, skólar og aðrir geta fengið inni og það fyrir lægra verð en hjá ríkisreknu húsunum, á það verður lögð áhersla.“ „Hér verður allt miklu léttara í vöfum hvað varðar rekstur en í Morgunblaðið/Golli BALTASAR Kormákur, Ingvar Þórðarson og Ingibjartur Jó- hannesson yfirsmiður með svið Loftkastalans í baksýn. PÁLL Hjartarson, arkítekt, teiknar Loftkastalann sem á að taka rúmlega fjögurhundruð gesti í sæti. leikhúsum hins opinbera", bætir Baltasar Kormákur við, „og von- andi verður andrúmsloftið líka léttara en þar. Hér verður líf og fjör.“ Rekstrargrundvöllur fyrir hendi Loftkastalinn er hannaður af Páli Hjartarsyni, arkítekt, sem hannaði breytingar á Hótel Borg og veitingastaðnum Astró í Aust- urstræti. Kastalinn mun taka rúm- lega 400 gesti í sæti. Sviðið er að sögn Baltasars Kormáks og Ingvars stærra en í íslensku óper- unni en skortir e.t.v. dýpt til að vera hliðstætt sviði Borgarleik: hússins þótt það sé álíka breitt. í forsal verður veitingaaðstaða og þaðan verður hægt að ganga út á stórar svalir. Aðspurðir segja Baltasar Kor- mákur og Ingvar að félagið sjálft og eigendur þess fjármagni fram- kvæmdirnar. Allur rekstur verður og á þeirra herðum og rekstrar- grundvöll telja þeir tvímælalaust fyrir hendi. „Eins og við vitum er gríðarlegur áhugi á hvers konar menningar- starfsemi hér í borg“, segir Baltas- ar Kormákur, „og það sem við erum að gera er einungis að bæta aðstöðuna fyrir allt það fólk sem er að gera góða hluti á þessu sviði. Við höfum enga ástæðu til að ótt- ast að þetta muni ekki ganga og við höfum engar áhyggjur af því að lenda á ríkisjötunni. Við vonum bara að sambærileg hús spretti ekki upp eins og -gorkúlur út um allan bæ þegar fólk fer að sjá árangur hjá okkur.“ „Við hræðumst þó ekki sam- keppni“, bætir Ingvar við, „hún er auðvitað alltaf til góðs.“ Krafla gaus Að ganga um lífið JAZZ Jassbarinn KVARTETTINN KRAFLA Kvartettinn Krafla. Flytjendur: Jó- el Pálsson tenórsaxófón, Kjartan Valdimarsson píanó, Þórður Högnason kontrabassi og Matthías Hemstock trommur. 26. júlí JAZZBARINN er á góðri leið með að verða ekta djassklúbbur. Þangað kemur fólk til þess að hlusta á tón- list og hópur fastagesta venur komur sínar þangað. Til stendur að gefa út dagskrá eins og tíðkast í öllum betri klúbbum og geta gestir fengið hana senda heim til sín sér að kostn- aðarlausu. Fyllilega tímabært fram- tak sem skilar sér án efa í betri aðsókn og vandaðra prógrammi. Klúbburinn sjálfur, þ.e. efri hæðin, er skemmtileg vistarvera, með stór- um gluggum sem snúa út að Lækjar- götu, stórum bar og þægilegum stól- um og þjónustu. Innra skipulagi hef- ur verið breytt á þann veg að flytj- endur tónlistar koma sér fyrir við stigann þar sem gengið er upp á efri hæðina. Þar með er tónlistar- flutningurinn kominn í öndvegi eins og vera ber. í vikunni lék á Jazzbarnum kvart- ettinn Krafla sem saxófónleikarinn Jóel Pálsson fer fyrir. Jóel er einn af mörgum frambærilegum saxófón- leikurum landsins en jafnframt sá sem hefur komið undirrituðum hvað mest á óvart. Hann býr yfir frá- bærri tækni og ríkt hugmyndaflug og góður tónn eyðileggja ekkert. Jóel var í góðum félagskap Kjart- ans Valdimarssonar, píanó, Þórðar Högnasonar, kontrabassa, og Matt- híasar Hemstock, trommur. Þeir fé- lagar léku þekkta standarda, eins og Softly As In a Morning Sunríse, Darn that Dream og minna spilaða eins og Mingusarperluna Chair in The Sky. Það var þétt sveifla ríkjandi en líka alls konar tón- og rytmapæling- ar. Sérstaklega var gaman að heyra Kjartan spinna gersamlega frjálst í tóntegundum eftir að hann hafði tek- ið lokið af flyglinum og Matthías bijóta upp rytmann en Jóel var stjarna kvöldins, með sína aldeilis afburða tækni og ríku tilfinningu fyrir spuna. Menn ættu ekki að láta gos úr Kröflu fara fram hjá sér. Guðjón Guðmundsson MYNPLIST Önnur hæð - Laugavcgi 3 7 BLÖNDUÐ TÆKNI Richard long. Opið kl. 14-18 alla miðvikudaga til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis. MYNDLISTIN er margvísleg, og þeir dagar eru löngu liðnir þegar aðeins var hægt að tala um mynd- list í þröngri merkingu málverka, höggmynda, bygginga- listar og svartlistar. Ut- víkkun hugtaksins hefur valdið sprengingu í myndlist á þessari öld, og leitt af sér hvoru tveggja í senn, víðari sýn listamanna á hvað megi telja til listar, sem og aukna höfnun almenn- ings á því sem listamenn eru að koma á framfæri vegna óljósra skilgrein- inga. Þessa höfnun má fyrst og fremst rekja til skorts ~á fræðslu og umburðarlyndi, sem byggja öðru fremur á fátæklegri myndmenntun hins almenna skólakerfis. En lista- menn bera einnig nokkra sök á þessu ástandi fyrir að vera ef til vill ekki nægilega tilbúnir til að gera verk sín aðgengileg og jafnvel hylja þau vísvitandi í þokum fræði- mennsku, sem hefur lítið með hinn myndræna þátt þeirra að gera. Richard Long er einn þeirra sem hafa átt dijúgan þátt í að víkka út myndlistina á síðari hluta þessar- ar aldar, og hann verður seint sak- aður um að flækja hana í fræðaþul- um. List hans felst í sem einföld- ustu máli í eðli hlutanna, náttúr- unni sem við göngum um og breyt- um sífellt í örsmáum atriðum á ferð- um okkar. Hið endanlega verk sem hann setur upp i sýningarsölum er oftar en ekki aðeins minning um þá reynslu, sem listin byggir á - stað, uppsetningu, leið - grjót, leir eða kort sem flytja brot þeirrar reynsiu með sér inn í salinn til áhorfandans. Hringurinn er mikil- vægt form í þessu samhengi, og hin tákrænu gildi hans eru hér aug- ljós í tengslum við hringrás náttúr- unnar og þá órofa heild, sem þar er að finna; Richard Long nýtir sér þetta oft með því að setja á gólf hringi úr steinum eða stijúka hringi úr leir á veggi, líkt og hann væri með lit á höndum sér. Þessi fimmtugi listamaður hefur fyrir löngu öðlast alþjóðlega viður- kenningu fyrir verk sín, eins og list- unnendur þekkja af ýmsum bókum og listtímaritum, auk þess sem haldnar hafa verið sýningar á verk- um hans í ýmsum frægustu lista- söfnum heim. Samband hans við ísland hefur nú staðið í yfir tuttugu ár, en hann fór sína fyrstu ferð um hálendið hér 1974, og síðan hafa þær ferðir orðið fleiri. Á Listahátíð ' í Reykjavík 1988 skipulagði Pétur Arason sýningu á verkum hans, Donalds Judds og Kristjáns Guð- mundssonar í Nýlistasafninu, og var ein áhugaverðasta sýning þess árs. Á sama hátt og Richard Long hefur leitað til íslenskra óbyggða hefur hann farið um Andesfjöll, hálendi Asíulanda, Sahara-eyði- mörkina og Skotland, svo dæmi séu tekin. Frá öllum þessum stöðum hefur hann komið aftur með mynd- ir, sem hafa tii að bera ró hins ósnortna, tign landsins, sem við tökum'sjaldnast eftir. í kynningu sýningarskrárinnar frá 1988 sagði listamaðurinn m.a. um eigin verk: „Að ganga er að ferðast um líf- ið, það er líkamleg athöfn, en eftir á ósýnileg. ... Frelsið til að nota nákvæmlega allt sem er sýnilegt og varanlegt hefur mikla þýðingu fyrir starf mitt. List getur verið skref eða steinn. . . Að þekkja at- hafnir minar, i hvaða formi sem er, það er mér listin. List mín er kjarni reynslu minnar, ekki sýning á henni.“ Á þessu sumri héfur Richard Long einnig gengið um ísland, og sýningin hér hlýtur að tengjast þeim ferðum hans, þótt með óbeinum hætti sé, enda unnin á staðnum eins og sýning- ar hans eru í flestum tilvikum. Hér hefur hann komið fyrir þremur verkum, sem sýna ólíkar hliðar þeirrar reynslu, sem hann er ætíð að miðla með verkum sín- um. Á einn vegginn hef- ur hann mótað hring úr leðju árinn- ar Avon, sem rennur í gegnum heimaborg hans. Hið leikandi línu- spil hringsins er algjör andstæða lítilla mynda sem virðast þannig- gerðar, að svörtum pappír er dýft í leirinn, sem síðan greinist í tauma og línuspil, þegar hann þomar; sama klassíska rósemin hvílir einnig yfir stóru gólfverki, sem er gert úr sjóbörðu fjörugijóti af Reykjanesi. Umfang sýningar Richards Longs er þannig ekki mikið, fremur en annarra sýninga á þessum stað, en inntakið þess öflugra; náttúran er aflvaki alls sem við gerum, og hér er á ferðinni listamaður, sem gengur óhræddur um eyðilegustu svæði heims í leit að þeim inn- blæstri, sem allir þurfa til þeirrar listsköpunar, sem hugur þeirra stendur til. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.