Morgunblaðið - 30.07.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 30.07.1995, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SNORRITÓMASSON + Snorri Tómasson var fædd- ur í Keflavík 22. desember 1918. Hann lést á Landspítalan- um 15. júlí sl. Útför Snorra fór fram 25. júlí. HANN Snorri er horfinn á braut. Með honum hverfur hluti af lífi okkar síðustu árin. Þær voru margar heimsóknirnar sem við áttum í íbúðina á Hjarðar- haganum, og hve oft varð það hluti af sunnudagsbíltúmum, að bömin báðu um að fá að heimsækja Laugu ^og Snorra. Hjá Snorra fundu börnin mikla hlýju. Hann var eindæma barngóð- ur maður og undi sér vel í návist þeirra, því hann vildi öllum vel og aldrei mátti á neinn halla. Og hann gat ekki afborið að segja ósatt, ekki einu sinni þótt saklaust væri. Við hittum Snorra seint á ævi hans og allan þann tíma sem við þekktum hann var hann heilsuveill. Samt kvartaði hann aldrei. Hann var alltaf hæglátur og æðmlaus. Talaði ekki illa um fólk og gerði sitt besta til að taka vel á móti öll- um og láta þeim líða vel. Hann hafði góð og mildandi áhrif á alla . í kringum sig. Hann var heill og ^'góður maður. Við kveðjum þig Snorri. Kynnin við þig auðguðu líf okkar. Hildur Jónasdóttir, Ægir Breiðfjörð og fjölskylda. Það er með djúpum söknuði að ég og fjölskylda mín kveðjum þig í dag, kæri frændi. Frá því að ég fyrst man eftir mér, varst þú mér sérlega ljúfur, einlægur og góður frændi. Það var alltaf svo notalegt að koma til ykk- ar Jórunnar ömmu. Þar ríkti and- rúmsloft hlýju og vináttu. Eg skynj- aði snemma að oft á tíðum varst þú veikur, jafnvel mikið veikur. Það leyndi sér ekki, þótt þú bærir þann kross með æðruleysi og reisn. Oftast varst þú samt hress, kátur og skemmtilegur. Þá varst þú uppá- tækjasamur og ærslaðist með okkur krakkana. Þú varst Iíka örlátur á gjafir og eitthvað gott í munninn. Okkur þótti öllum óskaplega vænt um þig. En það voru þó ekki þessar ver- aldlegu gjafir sem heilluðu okkur mest, heldur geislaði frá þér vin- átta, kærleikur og glaðværð, sem virkaði sem segull á barnssálir. Enda varst þú umkringdur af okkur systkinabörnum þínum í fjölskyldu- boðum. Það er gaman að ímynda sér þá hamingju sem fyllt hefði líf þitt ef þér hefði hlotnast að eiga sjálfur börn, því þú áttir mikið að gefa. Þú varst líka örlátur á ást og vináttu allt þitt líf eftir fremsta megni. Veikindi þín voru vægast sagt mjög sorgleg og oft varstu að sjá aðeins skugginn af sjálfum þér. Eg trú því að núna líði þér vel. Elsku Snorri minn, þakka þér fyrir samfylgdina og alla vináttuna sem þú sýndir mér og íjölskyldu minni. Sigurlaugu, systkinum þínum og öðru skyldfólki votta ég samúð mína. Tómas Jónsson. Þegar ég stóð við líkbörur bróður míns, Snorra Tómassonar, varð mér hugsað til þess að fyrir einum mannsaldri hefði það þótt afrek að ná sjötíu og sjö ára aldri, miðað við þau heilsufarslegu áföll er hann varð fyrir. Lífsskilyrði voru þá allt önnur og margfalt verri en nú. Enda hefði Snorri ekki náð svo háum aldri ef heilbrigðismál og aðbúnaður allur hefði ekki tekið stórstígum framförum á síðustu áratugum. Fyrstu minningar tengdar Snorra eru þær að ég hélt að hann væri að deyja í höndunum á móður okk- ar, þegar hún æddi með hann út í dyr svo að hann næði andanum, en þá kvaldist hann mikið af kíghósta. Ég, sem var fjögurra ára og stoltur af því að hafa eignast stóran og fallegan bróður (átti tvær systur) varð miður mín. Atti hann að fara strax aftur til Guðs? Það gat lítill kollur ekki skilið. Fyrir einstaka árvekni og heitar bænir foreldra okkar hélt hann lífi. Fárra missera líkami hans beið þó hnekki sem hann varð að búa við alla ævi. Hann var byijaður að ganga, en tapaði þeirri færni og þrótti og varð að hefja göngunám að nýju, er hóst- inn var yfirstiginn. Styrkur hans og þrek náðu þó ekki þeim fyrirheit- MINNINGAR um sem fæðing hans og fyrstu mánuðir gáfu til kynna. Sennilega leiddi það til þess, þegar að því kom að velja sér lífsstarf, að hann veigr- aði sér við að gera sjómennsku að ævistarfi, sem var þó eftirsóttast af okkur strákunum sem ólumst upp við hliðina á fengsælum fiskim- iðum. Hann var ágætlega handlag- inn og smekkvís og mun því hafa fengið hvatningu til að læra handíð. Augljóst var að lífsstefna hans myndi verða önnur en almennt var talið eftirsóknarverðast í sjávar- þorpinu. Ekki varð þess þó vart að sálarlíf hans, geðprýði og alúð við allt líf væri lamað. Persónugerð hans mótaðist við ástúð góðra for- eldra og í stórum barnahópi, en hann var 5. í röðinni af níu börnum foreldra okkar. Það kom brátt í ljós að hann bjó yfir ýmsum mannkostum. Ber þá fyrst að nefna ágæta skapgerð, sem leiddi til vináttu og trausts allra þeirra sem hann umgekkst og starf- aði með, eins og síðar mun getið. Á Jámgerðarstöðum lærði hann að umgangast og hirða búpening. Það gerði hann með prýði og það varð mér nokkurt öfundarefni hve hann var miklu fjárgleggri en ég. Sá eiginleiki var nokkuð kunnur í móðurættinni, t.d. hjá Guðlaugi heitnum móðurbróður okkar, sem þótti ljárglöggur með ágætum, sem ég fékk staðfest er ég var sendur í útréttir, bæði í Ölfusrétt og hjá Mosfellingum í Hafravatnsrétt. Ekki varð þó landbúnaður starfs- vettvangur Snorra til frambúðar. Móðir okkar varð þess snemma vör að Snorri var laginn við matar- gerð. Vinátta hennar og frændsemi við Guðrúnu Eiríksdóttur, sem var góðkunn matargerðar- og matsölu- kona í Reykjavík, mun hafa leitt til þess að hann nam matreiðslu hjá henni og vann við það um hríð. Stjórnaði m.a. stóru mötuneyti í Miðbæjarskólanum í Reykjavík í eitt sumar (líklega vegna borgar- framkvæmda) og síðar á tveimur stöðum vegna herstöðvarfram- kvæmda. Líklega hefur hann óttast umfang og misjafna umgengni í slíkum fyrir- tækjum — ábyrgð sem hann hefur ekki viljað axla. Hann hóf nám hár- skera í Reykjavík og settist í Iðnskól- ann. Ekki lauk hann því námi. Hann smitaðist af berklum og varð að leggjast inn á Vífilsstaði og síðar á Reykjalund. Vann síðan hjá Múla- lundi sem er í eigu SÍBS. Þar er Sumarauki í september ísland, Danmörk og Þýskaland 04.-16.09. Ekið verður frá Reykjavík norður um land til Mývatns þar sem gist verður fyrstu nóttina. Þaðan er ekið til Seyðisfjarðar og siglt með viðkomu í Færeyjum til Danmerkur, ekið inn í Þýskaland og ferðast þar um. Flogið er síðan heim frá Lúxemborg. Verð á mann 89.440 Innifalið er sigling, flug, allur akstur, gisting í tveggja manna herbergjum með baði og morgunverði, flugvallarskattur og íslensk fararstjórn. Ath.: Fyrirhugaðar eru fleiri og styttri ferðir til Þýskalands í haust. Einnig er hægt að hefja ofangreinda ferð með flugi til Hamborgar þann 8. september. Fer&askrifstofa CUÐMUNDAR JóNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 511-1515 unnið að endurhæfingu þeirra er útskrifast af Reykjalundi. Árið 1944 fluttu foreldrar hans og fjölskylda til Keflavíkur. Þar gerðist Snorri verslunarmaður í Skóbúð Keflavíkur og varð þar meðeigandi er verslunin var gerð að hlutafélagi. Síðan stofnaði hann með bræðrum sínum og mági versl- unina Hagafell hf. og var þar versl- unarstjóri næstu árin. Þar tók hann að sér umboð fyrir vöruhappdrætti SÍBS, sem hann byggði upp af dugnaði og umhyggju fyrir farsælu starfi SÍBS, sem hann taldi sig vera í nokkurri þakkarskuld við. Verslunarstörf fórust honum vel úr hendi, eins og raunar allt sem hann tók sér fyrir hendur. Sam- viskusemi og einbeitni við að gera alla hluti vel, var honum í blóð bor- in og heilagur ásetningur. Það var ljóst að samstarfsfólki og viðskipta- vinum féll vel við ljúfa og hógværa skapgerð hans. Hins sama vil ég álykta um sölumenn og heildsala er hann skipti við, ef marka má spurnir þeirra um Snorra og kveðj- ur til hans þegar maður hitti þá. Og þá gefur það Snorra góða einkunn, hve börn, bæði kunnug og ókunnug, hændust að honum, það var með fádæmum. Ekki var það þó fyrir það að hann lokkaði þau að sér með sælgæti. Það hafði hann aldrei á boðstólum. Það er sagt að börn séu næmari en full- orðnir fyrir dulmagni sálar og fögr- um og trúverðugum svip. Enda brá aldrei fyrir ljótu orðbragði, illmælgi eða illum hvötum í fari hans. Hann lagði ávallt gott til allra mála ef álits hans var leitað. Eins og áður mun fram komið, giftist Snorri Sig- urlaugu Jónasdóttur, húsmæðra- kennara og myndlistarkonu frá Öxney á Breiðafirði og áttu þau ágætt heimili að Hjarðarhaga 32 í Reykjavík. Listhneigð Snorra hefur vafalaust þroskast í sambúð við sína ágætu listakonu, en ísaum hans þótti ágætt og einnig fór hann lip- urt með liti. Fegurðarskyn þeirra hjónanna var næmt og nutu þau þess á ferða- lögum, bæði hérlendis og í nokkrum ferðum til útlanda. Þau bjuggu í nokkur misseri í Ástralíu, en þar bjó þá systir hennar og systurdóttir með stóra fjölskyldu. Veðurfar og aðstæður hentuðu þeim ekki þar og heima á íslandi var sennilega best að eyða efri árunum og örugg- ast fyrir þau sem bæði voru heilsu- tæp. Að lokum þakka ég Snorra gott samstarf og órofa vináttu. Sig- urlaugu og öðrum vinum hans og vandamönnum bið ég Guðsblessun- ar. Góður drengur er genginn. Bless- uð sé minning hans. Jón Tómasson. GUÐRÚN SIG URÐARDÓTTIR + Guðrún Sigurðardóttir, handavinnukennari, fædd- ist í Reykjavík 15. júlí 1905. Hún lést á Droplaugarstöðum 15._júlí sl. Útför Guðrúnar fór fram frá Dómkirkjunni 27. júlí. ÞAÐ var fyrir rúmum tuttugu árum að ég sá hana Guðrúnu fyrst. Við höfðum ruglað saman reytunum yngsti hálfbróðir hennar og ég. Þau voru samfeðra, böm Sigurðar Jóns- sonar, skólastjóra Miðbæjarskólans. Sigurður hafði eignast Steinþór og Guðrúnu með fyrri konu sinni, Önnu Magnúsdóttur, kennara, og þijá syni með síðari konu sinni, Rósu Tryggva- dóttir, þá Hróarr, Tryggva og Konr- áð. Töluverður aldursmunur var á þeim systkinum og enn meiri á Guð- rúnu og mér, eða tæp hálf öld. Því til sönnunar á ég ljósmynd tekna í „porti“ bamaskólans í Reykajvík (gamla Miðbæjarskólans) árið 1908 af þátttakendum námskeiðs nýstofn- aðs Kennaraskóla íslands. Þar em meðal margra annarra foreldrar Guðrúnar og langafí minn. Guðrún var ekki aðeins eldri hálf- systir mannsins míns, heldur miklu meira. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Gestsson frá Hæli, sýndu það kærleiksbragð að taka við honum foreldralausum 16 ára gömlum, en hann stóð einn uppi þegar fóstri hans og bróðir hennar, Steinþór, Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar tii blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega llnulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. lést með sviplegum hætti við Heklu- elda árið 1947. Konráð hafði verið í skjóli þeirra hjóna, Steinþórs og Auðar Jónasdóttur, frá því móðir hans lést, hann þá rúmlega 13 ára. Guðrún var því, þegar kynni okk- ar hófust, komin vel af léttasta skeiði, hafði með eiginmanni sínum komið börnum þeirra fjórum vel til manns. Hún var orðin amma og ekki var langt í langömmunafnbót- ina, átti að baki langt og heilla- dijúgt starf sem handavinnukenn- ari, hafði af natni og gestrisni þjón- að gestum og gangandi á heimili sínu í Stigahlíð 2. Nú loks, að loknu farsælu ævistarfi, gafst tími til að ástunda hugðarefnin. Voru ferðalög og sígild tónlist þar efst á óskalist- anum. Hún komst meira að segja til Kenýa, áttræð konan, þá nýorðin ekkja, þar sem sonur hennar, Gest- ur, og eiginkona hans voru búsett. Fyrir átta árum lamaðist hún og var bundin við hjólastól eftir það. Þá dapraðist henni að auki sjón, þannig, að hún hætti að geta greint andlit. Haft er fyrir satt, að mótlætið sýni innri mann. Hún tók veikindum sín- um af fádæmi æðruleysi, var jákvæð og til í allt, þakklát, kvartaði ekki yfir vanheilsu sinni, þótt æmar ástæður virtust til, og hélt andlegri reisn að heita má fram í andlátið. Hún kvaddi jarðlífíð á sinn virðulega hátt, hvíldinni fegin, á nítugasta af- mælisdegi sínum. Daginn áður hafði hún, starfseðli sínu trú, sett sín svanaspor í útsaumsstranga með hjálp dóttur sinnar, Margrétar. Verk Guðrúnar, áþreifanleg sem óáþreif- anleg, bera henni fagurt vitni. Ég leyfi mér að leiðarlokum, í nafni níu hálfbróðurbarna, að þakka henni árvissar jólakveðjur og gjafir, oftar en ekki heimagerðar og gefnar af miklum kærleik. Fjölskylda henn- ar var samhent og einhuga í að létta henni stríðið. Henni vottum við virð- ingu okkar og þökk. Fari þessi heið- urskona í friði. Anna Agnarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, áðurtil heimilis í Yrsufelli 13, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 28. júlí. Einar Guðbjartsson, Bára Guðmundsdóttir, Ása Þorkelsdóttir, Jóhann Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.