Morgunblaðið - 01.08.1995, Side 15

Morgunblaðið - 01.08.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 15 Sæluhelgi haldin á Suðureyri Suðureyri - Marhnútavinir stóðu fyrir tveggja daga skemmtihaldi á Suðureyri í júlí í tengslum við hina árlegu „mansakeppni" sem haldin hefur verið þar síðustu átta ár. Veitt var í klukkutíma og ríkti mikil spenna á meðal keppenda og for- eldra á meðan á keppninni stóð. Petra Dröfn Guðmundsdóttir, 12 ára, var með mestan aflan, 21 marhnút og viktaði afli henn- ar 5,2 kg. Að lokinni mansakeppni var farið í skemmtisiglingu á 15 bát- um út á Súgandafjörð. Um kvöld- ið var svo dansleikur fram eftir nóttu. Sunnudagurinn hófst með göngu út Fjörur fyrir Spilli. Sið- an hófst útiskemmtun kl. 14 með ýmsum þrautum, leikjum og uppákomum. Súgfirskir lista- menn voru með opið hús í félags- heimilinu og sýndu handverk sitt. Botninn var síðan sleginn í sælu- helgina um kvöldið með varðeldi og grillveislu og var harmonikk- an þanin og gitarstrengirnir slegnir. ÍBpýVl Hn St i „ Morgunblaðið/Sturla. ÞÁTTTAKENDUR í mansakeppninni voru 57 krakkar á aldrinum 2-12 ára. Tálknafjörður og Vesturbyggð Handbolta- hátíð LAUGARDAGINN 12. ágúst koma handboltakapparnir Guðmundur Hrafnkelsson, Gunnar Gunnarsson og Sigurður Sveinsson ásamt Óskari Þorsteinssyni handboltaþjálfara til Tálknafjarðar og verða þar í íþrótta- húsinu með handboltahátíð sem hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 17.30. Hátíðin er undir yfirskriftinni: Handbolti heima hjá okkur og er fyrir alla hressa krakka í Vestur- byggð og Tálknafirði, auk gestkom- andi. I fréttatilkynningu segir að krakkarnir geti reynt að skora hjá landsliðsmarkverðinum Guðmundi Hrafnkelssyni eða að mynda óijúfan- legan vamarmúr gegn skotum Sigga Sveins. Þá má reyna að kenna Gunn- ari Gunnarssyni ný leikkerfí. Einnig verður haldin pylsugrillveisla þar sem Siggi Sveins grillar og Gunnar og Guðmundur sjá um sinnepið og tóm- atsósuna. Þessi hátíð er þátttakendum að kostnaðarlausu. Handboltamennirnir gefa vinnu sína og kostunaraðilar boli og veitingar. Skráning á handboltahátíðina er fram að verslunarmannahelgi hjá Kristjáni í Nýja bakaríi á Patreks- firði. k Nýgerð mfiaggstanga I* t v Trefjaplast - toppur snýst - lína inn í - sveir. v Álbrunastigi á stærð við síma- skrá. Verð 4.900 kr., ódýr lífsbjörg. v Innbrots-,vatns-oggaslekavið- vörun. v Armorcoat öryggisfilma sem breytir gleri í öryggisgler, 300% sterkara. Skemmtilegt hf. Bíldshöfða 8, s. 587 6777 Staðgreiðslureiknings heimilisins HUSASMIÐIAN 0 - 200.000 kr. 8% 200.000 - 500.000 kr. 9% Allt yfir 500.000 kr. 10% Engin plastkort nauðsynleg. Allir fjölskyldumeðlimir geta nýtt sér kosti reikningsins. 4% af afslættinum greiðist strax út, afgangurinn er inneign í lok árs. Aukin viðskipti bæta kjör þín. Síðastliöin 10 úr hefur Húsasmiðjan tryggt viðskiptavinum sínum betri kjör með Staðgreiðslureikningi heimilisins Komdu í Húsasmiðjuna og nœldu þér í umsóknareyðublað og við tryggjum þér betri kjör. í kaupbœti er fyrsta flokks þjónusta, mikið vöruúrval og sterk vörumerki. Úttektarupphæð Afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.