Morgunblaðið - 11.08.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 11.08.1995, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugleiðir hefja flug til Boston og Halifax í vor Um 80 nýir starfsmenn ráðnir - 757-þota leigð FLUGLEIÐIR hefja flug til Boston í lok mars á næsta ári, og verður flogið þangað þrisvar í viku fyrst um sinn. Þá mun félagið fljúga tvisvar í viku til Halifax í Nova Scotia í Kanada frá og með maí 1996. Vegna þessara auknu verk- efna leigir félagið Boeing 757-þotu og bætir henni við flota félagsins. Þá muri félagið ráða 28 nýja flug- menn og 50 flugfreyjur á næstunni. Flugleiðir telja, að farþegum fé- lagsins fjölgi um 60 þúsund á ári í framhaldi af þessari ákvörðun. Á stjómarfundi félagsins í gær var einnig ákveðið að skilja innanlands- flug félagsins frá öðmm rekstri. 737-vél notuð til Halifax Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, hefur félagið um nokkurt skeið unnið að því að gerður verði loftferðasamningur milli íslands og Kanada, þar sem félagið geti með flugi þangað feng- ið aukna nýtingu á Boeing 737-400 vélamar. Markaðsþekking samnýtt „Við munum nota slíka vél til að fljúga til Halifax," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Flug þangað er álíka langt og til Vínar- borgar, og þetta atriði hafði áhrif á að við völdum Halifax. Á megin- landi Evrópu er markaður fyrir ferð- ir til Nova Scotia svipaður markaðn- um fyrir íslandsferðir, og við getum að því leyti samnýtt markaðsþekk- ingu okkar þar fyrir þennan áfanga- stað. Þá teljum við ágæta möguleika á fraktflutningum á milli Islands og Halifax.“ Sigurður sagði að ákvörðun um fjölgun áfangastaða vestanhafs væri ætlað að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist í þessum hluta leiðakerfisins, eins og gerst hefur. „Boston er mjög stór markaður, þama virðist einna mestur áhugi á Islandi innan Bandaríkjanna, auk þess sem möguleikar á flutningum með ferskan fisk era mjög miklir á Boston-svæðinu.“ Sigurður sagði, að félagið stæði í viðræðum við nokkra aðila vegna leigu á Boeing 757-þotu til viðbótar við þær þrjár sem félagið á, og reiknar með að samningum þar að lútandi verði lokið fyrir lok þessa mánaðar. ■ Innanlandsflug/14 Samvinnuferðir- Landsýn 250 sæti til Oslóar flug'ii út TVÖHUNDRUÐ og fimmtíu sæti í tvær ferðir til Óslóar 15.-18. sept- ember og 29.-1. október seldust upp á einum og hálfum klukkutíma hjá Samvinnuferðum-Landsýn í gær. Ferðin kostar 6.900 kr. og 9.980 ‘kr. með sköttum staðgreitt á mann. Helgi Jóhannsson forstjóri sagði að skýringin á lágu verði væri að um gagnkvæmt leiguflug væri að ræða, þ.e. Norðmenn kæmu til Is- lands og íslendingar færu til Nor- egs. Hann neitaði því að borgað væri með fluginu. Helgi sagði að með ferðinni væri verið að halda upp á að 50 ár væru liðin frá því að millilandaflug til íslands hófst og minna á gildi sam- keppni á markaðinum. Honum þætti vænt um að fyrirtæki í eigu aimennings gæti boði almenningi slík vildarkjör og ferðaskrifstofan myndi halda áfram að koma eigend- um sínum á óvart. Fljótsdalslína 428 athuga- semdir GUÐMUNDUR Bjamason umhverf- isráðherra segir að sér finnist að fram þurfi að koma mjög afgerandi rök ef breyta eigi þeim tillögum sem gerðar hafa verið um lagningu Fljóts- dalslínu. Frestur til að skila inn at- hugasemdum vegna Fljótsdalslínu rann út í gær og bárust 428 athuga- semdir. Að sögn Ásdísar Hlakkar Theo- dórsdóttur, skipulagsfræðings hjá Skipulagi ríkisins, voru 425 athuga- semdir skráðar á staðlað mótmæla- bréf, sem meðal annars lá frammi í Herðubreiðarlindum, þar af vora 189 á ensku frá útlendingum. í mótmælabréfínu er bent á það að Ódáðahraun sé eitt stærsta ósnortna svæðið í Evrópu og búi yfir fjölbreyttri náttúra. Lagning Fljóts- dalslínu muni spilla því umhverfi sem þar er. Einnig bárast þrjár sjálfstæð- ar athugasemdir. Lokaniðurstaða fæst 31. ágúst Ásdís Hlökk segir að framundan sé vinnutími á stofnuninni og beri skipulagsstjóra að skila lokaniður- stöðu þann 31. ágúst. Þá eigi stofn- unin enn eftir að fá umsagnir sem leitað hafi verið eftir frá ýmsum opinberam umsagnaraðilum. Síðan verði farið yfir frummatsskýrslu Landsvirkjunar, athugasemdir og umsagnir. Umhverfisráðherra sagðist koma til með að skoða allar athugasemdir við línustæðið þegar málið kæmi á sitt borð. Sérfræðingar væru búnir að rannsaka málið frá öllum hliðum. Öll rök með og á móti ættu því að liggja fyrir. Úrhelli í Þórsmörk ÚRHELLISRIGNING var í Þórsmörk í fyrrinótt og af þeim sökum varð Steinshóltsá ófær vegna flugs í ánni í gærmorgun. Um 70 manns, sem dvalist höfðu í Þórsmörk, ætluðu að fara þaðan í gærmorgun, en komust hvergi vegna vatna- vaxtanna. Fólkinu, sem dvalist hafði í Básum, Langadal og Húsadal, var safnað saman eft- ir hádegið í gær í Húsadal, og tókst Austurleið hf. að koma því yfir Steinsholtsá í tveimur rútum um kaffileytið, en þá hafði sjatnað nægilega í ánni. Sýningin Ljós úr norðri opnuð í Listasafni Islands M YNDLIST ARSÝNIN GIN Ljós úr norðri, norræn alda- mótalist, var opnuð við hátíð- lega athöfn í gærkvöldi í Lista- safni íslands. Sýningin er hing- að komin frá Spáni, þar sem hún var liður í Norrænni menningarhátíð, og hefur að geyma úrval af verkum sem máluð voru um síðustu aldamót af listamönnum eins og Edw- ard Munch, Akseli Gallen-Kall- ela, August Strindberg og Þór- arni B. Þorlákssyni svo ein- hverjir séu nefndir. Fjölmenni var samankomið við athöfnina og þar á meðal forseti íslands og forsætisráð- herrar Islands og Danmerkur. Bera Nordal, forstöðumaður Listasafnsins, tók fyrst til máls við opnunina. Hún sagði sýn- inguna hvalreka og ómetan- legt tækifæri fyrir íslendinga að sjá svo mikið af norrænni aldamótalist saman á sýningu, sérstaklega vegna þess hve Listasafnið er fátækt af verk- um norrænna málara frá þess- um tíma. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra sagði sýninguna hafa aukið áhuga alþjóðlegra listfræðinga á list Norðurland- anna. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands opnaði svo sýn- inguna formlega og óskaði safninu og Islendingum til hamingju með hana. Félagsmálaráðherra um útlendinga við störf hér Fólkinu verður t ekki vísað úr landi FULLTRÚAR Vinnuveitenda- sambands íslands gengu á fund Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra í gær til að ræða við hann um þá ákvörðun hans að hætta nær alveg útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Fulltrúar Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda gengu einnig á fund Páls, en vart hefur orðið óróa meðal útlendinga sem vinna á hótelum og veitingahúsum um að þeim verði vísað úr landi. Páll Pétursson sagði að ekki stæði til að vísa útlendingum sem hér væru við störf úr landi. Hann sagði að meðan hér væri atvinnu- leysi þætti sér hins vegar eðlilegt að fslendingar gengju fyrir um vinnu og þess vegna væru ekki veitt ný leyfi til útlendinga. Hann minnti á að nú væru um 7.000 manns á atvinnuleysisskrá i hér á landi og að Atvinnuleysis- tryggingasjóður hefði á síðasta | ári greitt um 4 milljarða í atvinnu- leysisbætur og til átaksverkefna. Páll sagðist telja að ekki ríkti neinn ágreiningur milli sín og VSÍ um þetta mál. Hann sagðist telja að fólk gæti vel fært sig til milli landshluta í leit að vinnu. Hann sagðist skilja vel að fjölskyldufólk ætti erfiðara með að flytja, en ) mjög margir á atvinnuleysisskrá j hefðu enga fjölskyldu og gætu vel 1 flutt sig þangað sem vinnu væri að hafa. Morgunblaðið/Ámi Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.