Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 7 FRÉTTIR Skipveijar á Atlantic Princess og Atlantic Queen hafa eytt 2 mánuðum í Hafnarfirði, kauplausir „Getum hvorki keypt nauð- synj ar né hringt heim“ Morgunblaðið/Sverrir HLUTI áhafna systurskipanna í messanum á Atlantic Princess. Talið frá vinstri: Tengiz Zimblitsky, Albert Chiplakian, Zaza Abhadze, Manana Gdginawa og Mamuka Shurgaia. „VIÐ eigum ekki einu sinni fyrir nauðsynjum. Við höfum unnið í þrjá mánuði og getum hvorki keypt okkur kók né sígarettur, hvað þá sápu. Við getum ekki einu sinni hringt heim í fjöl- skyldur okkar. Þetta er ekkert líf. Við höfum engin mannrétt- indi,“ segir Tengiz Zimblitsky, einn skipverja á systurskipunum Atlantic Princess og Atlantic Queen, sem legið hafa við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um rúmlega tveggja mánaða skeið, en áhafnirnar hafa ekki fengið laun frá því leiðangurinn hófst í byrjun maí. Skipverjarnir eru 132 og koma frá Georgíu, Ukraínu, Armeníu, Póllandi, Rússlandi og Færeyjum en einhveijir síðar- nefndra munu hafa haldið heim að sögn. Skipin eru skráð í Belize en í eigu Georgíumanna og fær- eysks útgerðarfyrirtækis. Georgíukonan Manana Gdgin- awa er um borð á vegum hafnar- yfirvalda í borginni Poti við Svartahaf. Manana sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að útgerðarmaðurinn hefði lofað launagreiðslu svo vikum skipti. Líður eins og betlurum „Okkur var sagt að við fengj- um 100 bandaríkjadali [um 6.300 krónur] í þessari viku, en það hefur ekki staðist," segir hún. Manana segist hafa mætt vin- semd í Hafnarfirði en skammast sín fyrir aðstöðu sína og fer því sem minnst frá borði, að eigin sögn. „Fólkið í bænum er farið að þekkja okkur, það veit hver við erum og hvernig er statt fyrir okkur. Mér finnst ég ekki geta farið og skoðað mig um í búðum því ég á enga peninga. Eg skammast mín. Við erum eins og betlarar. Það getur verið að sum okkar eigi ekki mikla pen- Skipverjarnir á Atl- antic-togurunum, sem legið hafa í Hafnarfjarð- arhöfn svo vikum skipt- ir, lýsa áhyggjum sínum í samtali við Helgu Kristínu Einarsdóttur. Þeir segja að þeim líði sem betlurum og hafa áhyggjur af fjölskyldum sínum heima. inga en þurfalingar höfum við aldrei verið. Við viljum að útgerðarmaður- inn komi og tali við okkur eins og fólk. Við höfum haft þolin- mæði með honum og hann hefur lofað því aftur og aftur að við fengjum borgað. Hann skeytir ekkert um okkar hag og kemur fram við okkur eins og þriðja flokks borgara," segir Manana. Albert Chiplakian, fyrsti stýri- maður á Atlantic Princess, segir að nægar vistir séu um borð, þótt ekki hafi tekist að kaupa veiðarfæri og búa skipið til veiða eins og til stóð vegna fjárskorts útgerðarinnar. Hann segir skip- veija ekki hafa verið í vandræð- um með að finna sér starfa um borð til þessa, enda séu verkefn- in endalaus um borð í skipi. Nú sé þolinmæði þeirra hins vegar á þrotum. „Þótt ákveðið verði að halda á veiðar eins og til stóð er ekki víst að við viljum vinna. Það eru ekki til varahlutir fyrir skipin og því ekki búið að undirbúa veiðarnar til fulls að okkar mati. Það er erfitt að ætla að halda út á rúmsjó til veiða án vara- hluta,“ segir hann. Skipveijarnir segjast hafa skrifað undir samning þar sem ráð hafi verið fyrir gert að skip- ið kæmi við hér, tæki vistir, keypt yrðu veiðarfæri og farið yfir vélar og tæki, að því búnu yrði haldið til veiða eftir tvær vikur í mesta lagi. „Við komum hingað til þess að vinna fyrir okkur eins og okkur var lofað. En það var log- ið að okkur. Það er komið á fjórða mánuð og ekki farið að standa við samninginn sem við skrifuðum undir heima.Við stóð- um í þeirri meiningu að undir- mennirnir fengju að minnsta kosti 300 dali og yfirmennirnir í samræmi við stöðu. Við eigum fjölskyldur heima og þetta setur stórt strik í reikninginn. Okkur er sagt hvað eftir annað „það greiðist úr þessu í dag“ en ekk- ert gerist. Fjölskyldurnar bíða heima eft- ir peningum frá okkur. Við vit- um ekki hvað við eigum að taka til bragðs og viljum að það sé komið fram við okkur eins og manneskjur,“ segir Tengiz Zimblitsky. Albert bætir því við að þótt 300 dalir séu ekki há fjárhæð hafi skipveijar vitað að hveiju þeir gengu og auk þess hafi þeim verið sagt að hluturinn gæti far- ið upp í 1.200 dali. Unnu baki brotnu Mamuka Shurgaia er í áhöfn Atlantic Queen. „Mennirnir unnu baki brotnu fyrsta mánuðinn, 12 klukkutíma á sólarhring, jafnvel þegar þeir áttu frí. Þrátt fyrir allt trúðum við því að við mynd- um fá greitt fyrir okkar vinnu. Við héldum í vonina. Það er ekki langt síðan við Georgíumenn gengum markaðskerfinu á hönd en ég veit að samningur er samn- ingur. Ég skrifaði undir hann en þar sem ekkert hefur staðist hefur fyrirtækið gert sig sekt um samningsrof að mínu mati,“ segir hann. Mamuka segir jafnframt að skipveijar vilji hitta útgerðar- manninn að máli. „Við höfum lesið samninginn yfir aftur og erum ekki lengur vissir um hvort við fáum borgað eða ekki. Við viljum hitta útgerðarmanninn en hann lætur ekki sjá sig. Hann hefur talað við skipveijana á öðru skipinu einu sinni. Það er allt og sumt. Við heyrðum orðróm þess efn- is að hann ætlaði að senda fjöl- skyldum okkar peninga og vilj- um vita hvort það er rétt. Einnig fréttum við að 17.000 banda- ríkjadalir hefðu fengist frá Kanada til að greiða laun áhafn- arinnar en við vitum ekki hvert þeir peningar fóru,“ segir Mamuka. Skipveijarnir ljúka máli sínu með þeim orðum að þeir tali fyrir hönd allra um borð. „Við viljum fá þriggja mánaða laun og einnig förum við fram á skaðabætur vegna samnings- rofa,“ segja þeir að lokum. Morgunblaðið náði ekki tali af útgerðarmanni skipanna í gærdag. Guðný sagði Sigríður Dúna hefði áður haldið því fram að hún hefði hugmyndafræðilega vaxið frá Kvennalistanum og því væri það nýtt að heyra hana halda því fram að Kvennalistinn hefði hafnað henni vegna ástarsambands við núverandi eiginmann hennar. Guðný sagðist vilja vekja athygli á því að Sigríður Dúna hefði verið í fjölmörgum nefndum á vegum Kvennalistans eftir að breyting varð á hjúskaparstöðu hennar. Hún hefði m.a. verið í stjórnarskrárnefnd og stjórn Þróunarsamvinnustofnunar. Guðný sagðist telja að ályktanir sem greinarhöfundar drægju af af- stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur í EES-málinu væru í meira lagi vafasamar. Ingibjörg Sólrún hefði tekið afstöðu i pólitísku máli, sem var á skjön við yfirlýsta stefnu list- ans, en afstaða hennar hefði ekkert með hreinleika eða kvenleika að gera, enda studd mörgum konum í samtökunum. Leiðir R-listinn til endaloka Kvennalistans? í greininni er sagt frá því að þing- maður Kvennalistans hafi leitt sam- eiginlegt framboð nokkurra stjórn- málaflokka í borgarstjórnarkosning- um í Reykjavík til sigurs. Þeirri spurn- ingu er varpað fram hvort svo náin samvinna Kvennalistans við pólitíska andstæðinga muni ekki verða til þess að greiða Kvennalistanum náðar- höggið. Um túlkun greinarhöfunda á þátt- töku Ingibjargar Sólrúnar í R-listan- um sagði Guðný: „Að mínu mati er alveg ljóst að R-listinn og sameining vinstriaflanna fer á svig við þá hug- myndafræði Kvennalistans að hann sé þriðja víddin í ísienskum stjómmál- um og nái því jafnt til hægri og vinstri. En hvort samvinna vinstri aflanna í R-listanum eða einhveiju öðru reynist banabiti Kvennalistans fer að mínu mati eftir allt öðru en því hvort hrein- leiki Kvennalistans hefur óhreiknast, eins og greinarhöfundar halda fram.“ Verið viðbúin! Ótrúlegt verð á húsgögnum Járnkertastjaki 7.900 kr. Viðarstoll 6.900 kr. Skápnr 29.900 kr. * Sófaborð 110 x 60 x 40 |[ Tígrisdýrastóll 10.900 kr. 5.900 kr. Gylltir ramraar Hattastandur frá 4.900 kr. frá 1.990 kr. Há kommóða 18.900 kr. Lítil kommóða 14.900 kr. Lág kommóða 10.900 kr. Trérammar frá 1.900 kr. HAGKAUP fyrir fjölskylduna Kringlunni RaðgreiÖslur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.