Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ I DAG ■TGtMuMID Nei, nei Laugi minn, þetta á ekki að bætast við í skuldaklukkuna. Þessa milljarða ætla ég bara að geyma hjá fótanuddtækinu, hljómborðinu og hinu draslinu, góði... Verzlunarráð leitar álits ESA á nýjum áfengislögum Telja áfengislög enn andstæð EES VERZLUNARRAÐ Islands hefur farið fram á að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel gefi álit sitt á því hvort hin nýja áfengislöggjöf, sem samþykkt var á Alþingi í júní og taka á gildi í desember næst- komandi, uppfylli skilyrði samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Með nýju lögunum var einkaréttur ríkisins á innflutningi og heildsölu áfengis afnuminn og heildsölu- og smásölustarfsemi Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkis- ins aðskilin. Breytingarnar voru meðal annars gerðar vegna þess að ESA hótaði að draga íslenzka ríkið fyrir EFTA-dómstólinn ella, en Verzlunarráð gerir eftir sem áður athugasemdir við fjögur atriði hinnar nýju löggjafar. Ríkisstuðningur brenglar samkeppni I fyrsta lagi segir Verzlunarráð ÁTVR njóta ríkisstuðnings, sem brengli samkeppni á milli einkaað- ila og ÁTVR og hafi áhrif á við- skipti milli aðildarríkja EES. VÍ bendir m.a. á að sömu stjórnendur séu yfir smásölu- og heild- söludeild ÁTVR, þótt ______________ þær hafi nú verið að- skildar. „Ljóst er því að sömu aðil- ar taka ákvarðanir fyrir báðar deildir og ýmsar ákvarðanir geta varðað eða haft áhrif á báða þætti rekstursins, t.d. setning reglna um innkaup_ og sölu áfengis," segir í bréfi VÍ til ESA. Þar segir jafn- framt að hætt sé við að í verzlunum ÁTVR verði fremur mælt með áfengi, sem heildsöluþáttur fyrir- tækisins flytji inn, en vöru einkaað- ila. VÍ bendir á að ÁTVR sé undan- þegin tekju- og eignasköttum, ekki sé gerð skilgreind arðsemiskrafa Viðskipti milli aðildarríkja torvelduð til fyrirtækisins og tapáhætta fyrir- tækisins sé engin vegna ótakmark- aðrar ábyrgðar ríkisins á rekstri þess. Leyfisveitingar án ástæðu í öðru lagi gerir Verzlunarráð athugasemd við að samkvæmt nýju áfengislögunum skuli fjármálaráð- herra, æðsti yfirmaður ÁTVR, eiga að veita leyfi til innflutnings og heildsölu áfengis og jafnframt geti hann sett skilyrði fyrir slíkri leyfis- veitingu. Ráðið bendir á að þetta ákvæði hafi ekki verið í uppruna- legu frumvarpi, heldur bætzt inn í frumvarp, sem lagt var fyrir vor- þingið, án þess að ástæður eða nauðsyn leyfisbindingarinnar væru útskýrðar sérstaklega. Verzlunarráð bendir á að heild-' salar og innflytjendur áfengis verði að afla sér tilskilinna leyfa eins og önnur fyrirtæki, t.d. heildsöluleyfis og skráningar hjá skattstjóra vegna innheimtu áfengisgjalds, og sæti heilbrigðiseftirliti. „[...] áskilnaður um leyfisveit- inguna verður ekki rösk- studdur með skírskotun til heilbrigðissjónarmiða, _________ neytendaverndar, gjald- tökusjónarmiða eða . vegna opinbers eftirlits. Þetta er allt til staðar óháð viðkomandi leyfísveitingu," segir í bréfi VI. „Verzlunarráð íslands telur að í áskilnaði um sérstakt leyfi til inn- flutnings eða heildsölu á áfengi séu fólgnar hindranir í viðskiptum á milli aðildarríkja, þar sem viðskipt- in eru gerð erfiðari en ella.“ Auglýsingabann í þriðja lagi gagnrýnir Verzl- unarráð auglýsingabann það, sem kveðið er á um í áfengislögum, og bendir á að það hafi verið hert frá eldri lögum, meðal annars vegna tregðu dómstóla til að skýra þau ákvæði rúmt. Ráðið bendir á að auglýsingabannið hindri markaðs- setningu áfengis og komi í veg fyrir að innflytjendur geti kynnt vörur sínar fyrir yeitingamönnum eða neytendum. Ákvæðið verði til þess að auglýsingastofur og fjöl- miðlar fái ekki viðskipti og neyt- endur fái ekki upplýsingar. Aukin- heldur mismuni bannið fyrirtækj- um eftir þjóðerni, því að áfengis- auglýsingar í erlendum ritum, sem flutt séu til landsins, séu beinlínis heimilaðar í lagaákvæðinu. VÍ tel- ur það vera íslenzkra stjórnvalda að sýna fram á að auglýsingabann sé eina leiðin til að ná skilgreindum heilbrigðismarkmiðum í áfengis- málum. Álit ESA hunzað Loks bendir VÍ á að í rökstuddu áliti ESA ‘hafi komið fram að ís- lenzkum stjómvöldum hafi verið skylt að breyta áfengislögum til samræmis við EES-samninginn strax 1. janúar 1994. í febrúar 1995 hafi stjórnvöldum verið gef- inn sex vikna frestur til að bæta úr. í frumvarpinu, sem síðan varð að lögum, hafi verið gert ráð fyrir að ný lög tækju gildi 1. júlí á þessu ári, en að tillögu Friðriks Sophus- sonar, ijármálaráðherra og æðsta yfirmanns ÁTVR, hafi gildistöku verið frestað til 1. desember. „Með seinkuninni er vísvitan li gengið gegn rökstuddu áliti Eftir- litsstofnunar EFTA. Má ætla að með frestun þessari, sem og því að samræma ekki áfengislöggjöf- ina EES-samningnum fyrir 1. jan- úar 1994, hafi íslenzka ríkið bakað sér skaðabótaskyldu, ef innflytj- endur og heildsalar geta sýnt fram á tjón af þessum sökum,“ segir í bréfi Verzlunarráðs. Pottur brotinn í lögnum heitra potta Menntun iðnaðar- manna ábótavant Lagnafélag íslands hefur nýlega látið gera könnun á því hvernig er háttað með lagnir í kringum heita potta og öryggisloka í þeim. í skýrslu sem gefín hefur verið út um málið segir að víðast sé ástandið slæmt, fyllsta öryggis sé ekki gætt þegar pottar eru settir upp og telur Kristján Ottósson framkvæmda- stjóri félagsins að víða sé pottur brotinn. - Hvernig er frágangi pottanna almennt háttað og hvað má betur fara? „Frágangurinn er yfir- leitt mjög slæmur og má segja að við iðnaðarmenn svo og hönnuðir kerfanna berum ábyrgð á því. Við stöndum okkur ekki í stykkinu og er menntun iðnaðarmanna um að kenna að verulegu leyti. Sveins- bréf og meistarabréf til lagna- starfa gilda hreinlega ekki lengur því þetta eru úrelt próf hvað varða stjórn- og stýribúnað lagnakerfa. Vandamálið sem við eigum við að etja er í sambandi við menntunina og er sambærilegt við að fólki væri kennt á bifreið með því að sýna því myndband og láta það lesa bók en leyfa fólki aldrei að setjast undir stýri. Kennslan mið- ast við útbúnað sem var notaður fyrir 30 árum og orðinn er úrelt- ur. Það er til dæmis ekki langt síðan að ekki var hitastýring á ofnum í íbúðum heldur var það handstýrt. Síðan heldur fólk sem við vinn- um fyrir að það sé að borga fyrir fagvinnu og telur að það sé með gott og öruggt verk í höndunum. Svo er ekki.“ - Hvað er það sem helst er að? „Víða þar sem við skoðuðum heita potta rann heitt vatn fram- hjá stjórnbúnaðinum og beint í- pottinn þ.e. lögnin lá fram hjá og var hægt að dæla heitu óblönduðu vatni beint í pottinn. Síðan er önnur leiðsla þar sem stýribúnað- ur og öryggislokar eru. Það á alls ekki að vera gengið frá pottunum á þennan hátt. Það er eins og menn hafi ekki breytt framkvæmdinni við upp- setningu heitra potta eftir að stýr- ing kemur og lagnamenn halda áfram að nota beinu leiðina. Stjórnbúnaður á heita og kalda vatninu í pottinum er það sem skiptir máli. Sá búnaður á að vera þannig frá genginn að fólk geti ekki breytt þessu, sérstaklega þar sem sumarbústaðir eru leigðir út.“ - Er öryggisbúnaður víða til staðar? „Já hann er það en það er al- gengt að til dæmis skynjarar séu ekki á réttum stöðum. Þeir eru oft settir á frárennslið ------ en ekki innstreymið, sem er rangt. Þeir eiga að vera í leiðslunni sem rennur inn í pottinn." - Hvað er helst til ~~~~~~~~ ráða? „Lykillinn er fræðsla, fyrst og fremst fyrir iðnaðarmenn og einn- ig almenningsfræðsla eins og Slysavarnarfélagið hefur staðið fyrir. Það er ekki mikið af reglum til um uppsetningu heitra potta og það er lítið gagn í að setja þær því reglur eru einskis virði ef ekk- ert er farið eftir þeim.“ - Er fólk meðvitað um þessa vankannta? „Nei það er það ekki. Margir búa við þetta vandamál heima hjá sér, til dæmis þegar látið er renna í bað þar sem ekki er blöndunar- tæki og því þarf að láta renna heitt fyrst og síðan kalt vatn. í Kristján Ottósson ►Lagnafélag íslands var stofnað árið 1986 og hefur Kristján Ottósson verið fram- kvæmdastjóri þess frá upphafi og einnig var hann formaður fyrstu tvö árin. Lagnir telst allt það sem flytur loft og vökva sem og rafmagn sem tilheyrir stjórnbúnaði kerf- anna. Krislján er blikksmíða- meistari og vélsljóri að mennt. Árið 1956 lauk hann prófi í vélstjórn, hann tók sveinspróf í blikksmíði árið 1962 og meist- arapróf tveimur árum síðar. Jafnframt því að vera fram- kvæmdastjóri Lagnafélagsins rekur Krislján fyrirtækið Hita - og loftræstiþjónustuna. Krist- ján er 58 ára gamall, kvæntur Þóru Hafdísi Þórarinsdóttur og eiga þau þrjú börn. sumum pottanna er svipað fyrir- komulag. Því þykir mörgum þessi frágangur ekki skrýtinn." - Stendur til að breyta kennslu lagnasveina og meistara? „Lagnafélagið er í samvinnu við Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins, Háskólann, Tækniskól- ann, Samband iðnmenntaskóla, samtök iðnaðarins og fleiri að vinna að því að setja á stofn lagna- kerfamiðstöð á íslandi. Skólarnir geta ekki kennt þessa nýju tækni, til þess hafa þeir ekki aðstöðu. Þessu ætlum við að breyta því gjafir til styrktar skólum sem kenna lagnir nýtast betur á einum stað og eiga allir lagnamenn að fara í gegnum stöðina á meðan á námi stendur. Einnig verða haldin endurhæfingarnámskeið því við þurfum alltaf að vera að end- urnýja þekkingu okkar." - Hvað þarf hinn almenni borg- ari að vita ef hann ætlar að setja upp pott úti í garði? --------- „Það er erfitt að ætlast til þess að fólk almennt hafi þekkingu á þessum málum þegar iðnaðarmennirnir hafa það ekki. En fólk þarf að afla sér upplýsinga, til dæmis með því að hringja í Lagnafélagið eða lagnadeild Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins þar sem við erum að setja á stofn þekking- arbanka. Fólk þarf að nýta sér þessa aðila til að fyrirbyggja að það sé hlunnfarið af tækninni. Það er vert að geta þess að það er enginn sem tekur svona verk út, en Lagnafélagið er að vinna í að koma því á. Ef vel á að vera þá eiga að vera sérstakir úttektar- menn sem er trygging verkkaupa fyrir vel unnu verki. Húsbyggjandi í dag veit ekki hvort hann hefur fengið það sem hann hefur borgað fyrir.“ Öryggislokar á vitlausum stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.