Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 15 ÚR VERIIMU Kristján Jónsson fer með Óðin í Smuguna Loðnuskipin hætta leit Gott að komast í blíðuna STEFNT er að því að Óðinn haldi í Barentshaf þann 18. ág- úst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Nú er unn- ið að lagfæringum á skipinu og undirbúningi fararinnar. Ákveðið hefur verið að Krist- ján Þ. Jónsson, skipherra, fari með Óðin í Smuguna líkt og í fyrra. Gert er ráð fyrir að skip- ið verði í um tvo mánuði á svæð- inu en það fer eftir veiði og hve lengi íslensku togararnir dvelja þar. Ekki liggur Ijóst fyrir hvort úthaldinu verði skipt í tvo hluta. í góða veðrið Kristján Þ Jónsson, skipherra, segir að það leggist vel í sig að fara úr rokinu hér í blíðuna í Smugunni og hann kvíði ekki öðru jafn löngu úthaldi líkt og í fyrra. Hann segir að nú sé verið að vinna að smávægilegum lagfæringum á Óðni, til dæmis á sjúkraklefa og læknisaðstöðu, því í fyrra hafi ýmislegt komið í ljós sem betur mátti fara. „Varðskipin eru orðnir hálfgerð- ir öldungar þannig að það er ýmislegt sem þarf að dytta að,“ sagði Kristján. KRISTJÁN Þ. Jónsson í Smugunni í fyrrahaust. Að sögn Einars H. Valssonar, hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki endanlega verið ákveðið hvaða læknir verður með í för en það er nú í athugun á Borg- arspítalanum og skýrist vænt- anlega á mánudag. Sigurður Ágúst Kristinsson var læknir á Óðni í Smugunni í fyrra. Bíða eftir að ísinn LOÐNUSKIPIN hafa flest gefist upji á loðnuleitinni og eru á heimleið. Is hamlar enn leit á Kolbeinseyjar- svæðinu og segja skipstjórnarmenn að ekkert annað sé að gera en bíða eftir að hann hopi. Loðnuskipin hafa nú fínkembt stórt svæði allt austur af Langanesi og langleiðina vestur að Grænlandi en ekki orðið vör við loðnu. Nokkur austfirsk skip leita nú austur af land- inu en menn hafa ekki trú á að það beri mikinn árangur þar sem Norð- menn og Færeyingar hafi undanfar- ið leitað vel á þvi svæði. Búið að fínkemba svæðið Hjálmar Ingvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, sagðist vera að leita að loðnu austur af Langa- nesi en líklega héldi hann fljótlega heim á leið og nú væri ekkert annað að gera en að bíða eftir að ísinn á Kolbeinseyjarsvæðinu hopaði eða að loðnan léti sjá sig annars staðar. Hann sagði að búið væri að fín- kemba allt svæðið meðfram ísnum, bæði hafi verið farið austur fyrir hann og vestur fyrir hann en hvergi yrði vart við loðnu. Hjálmar sagði að ísinn lokaði tals- vert stóru svæði og væri mjög ná- lægt Kolbeinsey og þeir hafi siglt fram hjá lítilli ísspöng aðeins átta mílum norður af eynni. Mörg skip .hafa verið við leit vest- hopi ur af landinu og skilyrði til leitar þar hafa verið mjög góð að sögn Viðars Karlssonar, skipstjóra á Vík- ingi AK, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í gær. Skipið var þá á reki í Isafjarðardjúpi, og var Viðar að eigin sögn að átta sig á stöð- unni, en reiknaði með að halda til hafnar fljótlega og reiknaði hann með að flest loðnuskipin gerðu slíkt hið sama. Hann sagðist vera von- svikinn en benti þó á að sjaldah hefði verið loðnuveiði eftir miðjan ágúst og fram í miðjan september og menn því vanir erfiðum mánuði. Júpíter fann loðnu á lokuðu svæði út af Vestfjörðum og fékk leyfi ráðu- neytisins til kasta í tilraunaskyni. Ef þarna er smáloðna halda skipin rakleiðis í land. Strandgæslan sækir sjómann í Smuguna „Samskiptin til fyrirmyndar“ NORSKA strandgæslan sótti á mánudag veikan sjómann um borð í Stakfell ÞH frá Þórshöfn, sem er að veiðum í Smugunni. Að sögn skipstjóra Stakfellsins voru sam- skiptin við Norðmennina góð. Ágætis veiði er nú hjá íslensku skipunum. Stakfellið óskaði eftir neyðarað- stoð við loftskeytastöðina í Vardö og sendi strandæslan strax þyrlu af stað eftir sjómanni sem kvartaði undan verkjum neðarlega i kvið og var hann fluttur á sjúkrahús í Nor- egi. Dvaldi hann þar í sólarhring en kom heim til íslands í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er líðan sjómanns- ins nú sæmileg en hann hefur þó ennþá einhveija verki í kviðnum. Guðmundur Kristjánsson, skip- stjóri á Stakfelli, sagði að öll sam- vinna við Norðmenn hafi verið til fyrirmyndar og allt hafi gengið hratt og vel fyrir sig eftir að leitað var eftir þyrlunni. „Það hafa mörg íslensk skip í Smugunni verið að kvarta undan samskiptum við loft- skeytastöðina í Vardö en við feng- um jákvæð svör frá þeim um leið og við báðum um neyðaraðstoð og eftir það gekk allt eins og í sögu,“ sagði Guðmundur. Góð veiði Guðmundur segir að flest ís- lensku skipin séu nú að veiðum sunnarlega í Smugunni og þau hafi verið að fá ágætis afla síðasta sólar- hringinn, bæði stóru og litlu togar- amir. Hann sagði veiðina þó vera misgóða og skipin væru að fá mis- stór höl. Sjálfur sagðist Guðmundur vera nýbúinn að hífa fimmtán tonna hal af góðum fiski. Opnum aftur eftir breytingar Full búð afnýjum vörutn - Mörg tilboð Gjöftil hvers viðskiptavinar frá einhverjum eftirtalinna ESTEE LAUDER LANCQME^ PARÍS ^ 'V /ANOXSTER ARBEN CLINIQUE ►RLANE PARIS SWITZERLAND Ck ristian _Lvior Di< H Y G E A snyrtn-öru ði, 30-70% ÞOKPID BORGARKRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.